Morgunblaðið - 14.08.1948, Síða 6

Morgunblaðið - 14.08.1948, Síða 6
MORGUNBLAÐI0 Laugardagur 14. ágúst 1948 ' 6 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavít rramkv itj.: Sigfús -Jónsson. Rititjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgfiarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Ámi GarCar Kristinaaaa. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austuntræti 8. — Simi 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði, inrumlanrii, f lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura mc9 Lesbók. kr. 12,00 utanlands. Aðvörun Bevins SAMKVÆMT áætlun bresku stjórnarinnar um afvopnun þeirra 5,5 miljón manna, sem Bretland hafði undir vopnum i ófriðarlok, átti afvopnuninni að vera lokið í ársbyrjun 1949. Það mun vera almennt viðurkennt að í engu landi hafi afvopnunin gengið eins vel og greiðlega og í Bretlandi. Allar líkur voru þessvegna til þess að áætlun stjórnarinnar um hana myndu standast. En fyrir skömmu lýsti Bevin, utanríkisráðherra Bretlands því yfir að heimsending flugmanna úr breska flughernum hefði verið stöðvuð í bili. Ráðherran gaf þessar upplýsingar í Neðri málstofu þingsins og lýsti því jafnframt yfir að ríkjandi ástand í alþjóðamálum hefði neytt stjórn hans til þess að taka aðstöðu Bretlands og öryggi til gagngerðrar athugunar. Síðan að þessi yfirlýsing um stöðvun afvopnunar í einni grein breska hersins var gefin í þinginu hafa bresk blöð rætt um að næsta skrefið m.yndi verða að heimsending hermanna úr öðrum greinum yrði stöðvuð. En þessar ráðstafanir bresku stjórnarinnar ásamt ýms- um öðrum, sýna það, að Bretar ætla ekki að brenna sig á sömu villunni og fyrir síðustu styrjöld. Þá barðist Verka- mannaflokkurinn, sem þá var í stjórnarandstöðu, en nú fer með völd í Bretlandi, af alefli gegn fjárveitingum til vígbún- aðar. Ihaldsflokkurinn, sem stjórnaði landinu, Ijet einnig reka á reiðanum. Margir foringjar hans álitu að hægt væri að semja við einræðisherrana og að ófriðarhætta væri engin íramundan. Winston Churchill barðist svo að segja einn fyrir því að Bretland vaknaði. Allt kom fyrir ekki. Báðir hinir stóru flokkar, Verkamannaflokkurinn og Ihaldsflokkur- inn, horfðu fram hjá hættunni. Einstakir menn innan þeirra gerðu sjer þó ljóst að hverju stefndi. En þeir höfðu engin áhrif. Afleiðingar þessa andvaraleysis eru kunnar. Þegar Hitler hóf styrjöld sína var Bretland svo að segja varnar- laust. Svo vopnlaus var breska þjóðin eftir ófarimar við Dunkirk að heimavarnalið hennar var vopnað með lagvopn- um, sverðum, spjótum og burtstöngum af gömlum vopna- söfnum. Handan við Ermarsund geystust bryndrekasveitir r.asista áfram yfir gjörfallið Frakkland. Bretum er þessi saga ennþá í fersku minni. Það þarf þess vegna engan að undra þess þótt þá fýsi ekki að sjá hana endurtaka sig. Nú standa Verkamannaflokkurinn og Ihalds- flokkurinn hlið við hlið um eflingu breskra landvarna og ýmiskonar varúðarráðstafanir. En það eru til menn, einnig á Islandi, sem kalla yfirlýs- ingu Mr. Bevins um stöðvun afvopnunar breska flughersins, stríðsæsingar. Hvaða menn eru það? Það eru kommúnistar. Hversvegna kalla kommúnistar varúðarráðstafanir Breta stríðsæsingar? Það er vegna þess að það er framkoma Sovjetstjómarinn- ar rússnesku í alþjóðamálum, sem hefur knúð' Breta til þessara ráðstafana. Samgöngubann Rússa við Berlín, mis- notkun þeirra á neitunarvaldinu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, innlimunarstefna þeirra við Eystrasalt og í Aust- urEvrópu, allt þetta og margt fleira hefur svipt Evrópu öryggi og dregið dimmar blikur á loft í alþjóðamálum. Á máli kommúnista er það fasismi að vera var um sig. Á sama hátt kalla þeir það stríðsæsingar að gera ráðstafanir til þess að standa ekki upp varnarlaus gagnvart járnköldu ofbeldinu. Si vis pacern, para béllum, ef að þú vilt frið, þá vertu viðbúinn styrjöld, sögðu Rómverjar. Breska þjóðin var óvið- búin styrjöld árið 1939. Þessvegna lá við borð að hún og mikill hluti hins siðmenntaða heims yrði hnepptur í fjötra óbærilegrar kúgunar. Ný hætta steðjar að bresku þjóðinni og mörgum öðrum þjóðum. Þeirri hættu mun hún bægja á braut með því að vera viðbúin hinu versta. Af þessum ástæðum er yfirlýsing Mr. Bevins ekki stríðs- æsihgar heldur aðvörun og raunhæft spor í þá átt að bægja ógnun nýrrar heimsstyrjaldar frá, dyrum mannkynsins. , \Jihuerji ikrifar: ÚR DAGLEGA LlFINU Árbær. GREININ í Lesbók Morgun- blaðsins um Árbæ og að hann væri að fara í eyði, hefur vakið mikla athygli. Mörg brjef hafa borist um Árbæ undanfarna daga og í öllum þessum brjefum er tekið í sama streng, að það væri skömm að því að rífa bæj- arhúsin og láta jörðina fara al- veg í eyði. Margar uppástungur hafa borist um, að gera Árbæ að minjasafni. Byggja húsin upp að nýju og láta Árbæ standa áfram sem gamlan íslenskan sveitabæ. Koma þar upp góðu safni ís- lenskra vinnuverkfæra o. s. frv. Hugmyndin er góð og til gam- ans birti jeg hjer á eítir brjef frá ungri stúlku, sem nefnir sig Döddu. Brjefið er á þessa leið: • Grútartýrur og Passíusálmar. „MJER datt þetta i hug í gær- kvöldi er jeg keyrði framhjá Árbæ með nokkrum vinum mín- um. Hvernig væri að gera Árbæ að þjóðminjasafni", einskonar sýnishorn af gömlum sveitabæ, með öllu því, sem tilheyrir? Væri ekki skemmtilegt að hafa baðstofu með brekánum, grútartýrum og hvítskúruðum þiljum, hillu með Passíusálm- unum og Postillunni, strokk og gamlar kirnur í búrinu? — týna alla þá hluti til, sem voru til og voru notaðir dagsdaglega á sveitaheimilum og setja á rjetta staði í hinum gamla bæ. Það má ekki hrúga niður, svo sjerhver hlutur geti ekki notið sín. heldur láta allt vera látlaust og sem eðlilegast. Rokkinn og ullarkambana, rjett eins og spunakonan og kaupamaðurinn hafi rjett brugð ið sjer frá. Jeg er viss um að margir mundu leggja leið sína til Ár- bæjar, sem áður fyrr. Einnig mætti sýna bæinn útlendingum, en nú hugsa flestir meir um að gera þeim til hæfis, en okkur unga fólkinu, sem hefur jafn gaman að þessu og hið eldra, sem getur litið inn og látið sig dreyma um „í mínu ungdæmi“. • Sunnudagsútvarp til útlanda. ÚTVARP til íslendinga erlendis á sunnudögum er vinsælt mjög svo langt sem það nær. Islend- ingar erlendis, sem heyra til stöðvarinnar og vita á hvaða tíma hún sendir, setja sig aldrei úr færi að hlusta og heyra frjett ir að heiman. Þetta veit jeg af samtölum við íslendinga og brjefum, sem „Daglega lífinu“ hafa borist víða að. En það koma líka kvartanir og þá einkum frá þeim, sem al- drei hafa heyrt til stöðvarinn- ar. Vita ekki á hvaða tíma hún sendir, eða á hvaða bylgjulengd. Jafnvel sumir ræðismenn ís- lands erlendis vita ekki hvenær þetta útvarp fer fram. • Þyrstir í frjettir. ÞAÐ er kunnara en frá þurfi að segja, að Islendinga erlendis þyrstir í frjettir að heiman. — Þeim kann að þykja gaman að íslenskri hljómlist, en það eru fyrst og fremst almenn tíðindi, sem þeir vilja heyra. Og það á að vera hlutverk stuttbylgjuút- varpsins, að veita þeim frjettir að heiman. Og það er svo ofur auðvelt. En fyrsta skilyrðið til þess að stuttbylgju útvarpið komi að gagni er, að menn viti á hvaða bylgjulengd sent er og á hvaða tíma. Það þarf að senda upplýs- ingar um það til íslendinga er- lendis alstaðar í heiminum og þá fyrst og fremst til ræðis- manna okkar og íslendingafje- laga. • Hvar heyrist? ÞAÐ væri líka fróðlegt að fá að vita hvar útvarpið heyrist á hnettinum. Vestur í Ameríku, í Evrópu. I hverri sendingu ætti að biðja hlustendur að senda Ríkisútvarpinu póstkort og segja þar hvernig hlustúnarskil- yrði hafi verið. Stuttbylgjuútvarpið er nauð- synlegt og er til ánægju og gagns fyrir fjölda íslendinga erlend- is, en menn verða að fá upplýs- ingar um hvenær þeir eiga að hlusta. Það er tilgangslaust að senda frjettir út í loftið, ef eng- inn hlustar. Það sýnir sig best með stuttbylgjuútvarpið á ís- lensku frá Sameinuðu Þjóðun- um, sem enginn hefur vitað um, þótt sent hafi verið í nokkra mánuði. Slæm rúgbrauð. BAKARAMEISTARARNIR í Reykjavík gerðu myndarlegt á- tak er þeir byggðu hina full- komnu bökunarstöð sína inni við Borgartún. Bæjarbúar bjuggust við góðu. Nú myndu þeir fá betri vöru, en alment var á boð- stólum áður, þegar öll bakara- stjettin legðist á eitt að vanda vöruna. En reyndin hefur ekki orðið sú, að varan hafi batnað. Rúg- brauðin eru alls ekki góð og bak arar viðurkenna þetta sjálfir, að minsta kosti sumir hverjir. Kunningi minn, sem er mikil rúgbrauðsæta, segir mjer sögu af rúgbrauði, sem hann tók með sjer upp í sveit. Það var nýtt og leit vel út er hann keypti það, en einum sólarhring síðar var það orðið myglað og óætt. Þessi kvörtun er sett hjer fram sem ábending til bakaranna um að vanda betur brauðaframleiðslu sína. Þeir vita það sjálfir að það margborgar sig að hafa góða vöru á boðstólum. Og ef ein- hverjir erfiðleikar eru á að fram leiða fyrsta flokks brauð, þá er að komast fyrir meinið. MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . 1 2600 fef imdlr yfirborði sjávar Eftir JOHN TALBOT, frjettaritara Reuters. Rómaborg í júlí. ÍTALSKIR vísindamenn hafa á- kveðið að hefja djúphafsrann- sóknir í Napolíflóa. Hvenær þess ar rannsóknir hefjast, hefur enn ekki verið nákvæmlega ákveðið, en fullráðið er að kafa oft þarna í flóann. Þessar neðansjávarrannsóknir eru því athyglisverðari þar sem ákveðið hefur verið að nota ör- lítinn tveggja manna kafbát, sem Pietro Vassena prófessor smíðaði og nýlega komst á 1,250 feta dýpi í reynsluför á Como- vatni. Kafbáturinn, sem enn er í Norður-Italíu, verður bráðlega fluttur með járnbraut til Napolí. • • 2.000 FETA DÝPI MAÐURINN, sem bráðlega mun fara í dvergkafbátnum niður á 2,000 feta dýpi, verður Pietro Parenzen prófessor. Hann er 45 ára gamall og hefur fengist mik- ið við rannsóknir á djúphafs- fiskum og neðansjávargróðri. Napolíflói hefur verið valinn til ofangreindra rannsókna, sök- um þess að dýpi flóans er mikið við strendurnar, og hann er meir en 5,000 feta djúpur við Capri. Napolíflói hefur einnig þann kost, að sjórinn í honum er sjer- staklega hreinn, þannig að ljós- geislarnir ná niður á óvenju- mikið dýpi. VANUR NEÐANSJÁVAR- RANNSÓKNUM PARENZAN prófessor er eng- inn viðvaningur í neðansjávar- leiðangrum. Hann hefur marg- sinnis kafað niður á mikið dýpi og á stórt safn af alskonar neð- ansjávargróðri. En hann hefur aldrei áður haft tækifæri til að komast jafn djúpt og Banda- ríkjamaðurinn William Beebe. En vitað er, að tveggja manna kafbáturinn, sem prófessorinn ætlar að nota, getur komist á um 2,500 feta dýpi. • • 24 KLUKKUSTUNDIR í KAFI MEGINKOSTURINN við kafbát Parenzans prófessors — og það, sem hann hefur fram yfir köf- unartækin, sem Beebe hefur not- að — er hreyfanleiki hans. Kaf- báturinn er knúinn áfram með rafmagnsvjelum og getur verið að minnsta kosti 24 klukkustund ir undir yfirborði sjávar. Beebe notaði hinsvegar stálkúlu, sem fest var við langa víra. Kafbátur Parenzans getur hreyft sig stað úr stað. Hann er búinn fimm sterkum Ijósköstur- um og stjórnandi hans getur stöðvað hann, þegar honum sýn- ist, og rannsakað nákvæmlega það, sem hann sjer þarna niðri í djúpinu. — Auk þess verður dvergkafbáturinn búinn sjer- stökum tækjum til að ná þeim fiskum, sem hann kann að rek- ast á á svæðinu milli Ischia og Capri. Með tækjum þessum ger- ir Parenzan prófessor sjer vonir um að leysa ýmsar gátur, sem til þessa hafa reynst vísinda- mönnum óviðráðanlegar. NEÐANSJÁVARSKÓGAR EITT af því, sem vitað er um neðansjávargróður, er, að venju- legur þanggróður hverfur, þeg- ar dýpið er orðið 600 fet eða meira. Á þessu dýpi taka við risavaxnar neðansjávarplöntur, sem stundum verða á stærð við há trje og mynda heila neðan- sjávarfrumskóga. Inn í þessa ,.skóga“ mun kafbáturinn ítalski leggja leið sína, og enginn þarf að efast um, að Parenzan pró- fessor hefur margar furðulegar sögur að segja, þegar hann siglir bát sínúm upp á yfirborðið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.