Morgunblaðið - 14.08.1948, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.08.1948, Blaðsíða 10
10 WORCVTUlLABim Laugardagur 14. ágúst 1948 ■'ðiTiwrafew^rnirra^iirMinrrafe ■ .■ iim> ■■ ifers ■■■■'■ ■ ■■■■'■■■!■ M E L I S S A dd^tit' ^Ocnjlor (daídujeÍÉ nema faðir hennar, glefsandi úlfar, sem allar stúlkur áttu að forðast. Hún vissi það, af því að faðir hennar hafði sagt henni það, að sambúð við þá væri ó- bærileg. Og ef hún las skáld- sögur, þar sem sagt var frá leynifundum elskenda þá datt henni ekki annað í hug en að þei rvildu vera út af fyrir sig til þess að tala saman. Hún var svo saklaus, að hún gerði sjer aldrei grein fyrir því, hvemig á því stóð að faðir hennar hafði getað gert sVo lítið úr sjer að eiga börn. ★ Melissa lá í rúmi sínu köld eins og klakastykki og dró hægt andann. „Hvað á jeg nú að gera, pabbi?“ hvíslaði hún. „Hvemig á jeg að lifa án þín? Þú varst mjer alt í öllu. Nú er eins og jeg hafi mist sjón, heyrn og mál.“ Jeg hef ekkert nema fortíð- ina að halda mjer við, hugsaði hún, en að hugsa sífelt um for- tíðina gerir mjer lífið óbærilegt. Þau Charles höfðu bæði haft skömm á búgárðinum. Hann hafði einu sinni sagt henni að hjer væri hann í fangelsi, en yrði að umbera það vegna þess að kona sín vildi svo vera láta. Hann hafði oft talað við Mel- issa um New York, Boston og Philadelphia og útmálað fyrir henni þá dýrð, sem þar væri, en var þar ekki og hann vissi vel að var þar ekki. En honum hafði verið unun að því að sjá hvern- ig hún tókst á loft og hvað hana langaði til þess að kynnast þess- um dásemdum. Hún hafði ekki hugmynd um það að hann var að fleka hana á grimmilegan hátt. Hún helt að hann væri að- eins að reyna að varpa birtu á einstæðingslíf sitt. „Einhvemtíma, barnið mitt, þegar jeg er orðinn frægur og ríkur, þá skulum við tvö fara til New York og setjast þar máske að fyrir fullt og allt“, hafði hann sagt og klappað henni á kinn- ina. Nú er sú von úti, hugsaði hún þar sem hún lá í rúminu. Honum auðnaðist ekki að dvelja þar sem hann langaði til að vera. Hann er dáinn — en frægð hans lifir og hún verður ekki frá honum tekin. Það var allt móður hennar að kenna hvei:nig fór. Hvers vegna þurfti hún endilega að halda dauðahaldi í þetta land og þetta andstyggilega hús? Með þrá- kelkni sinni hafði hún eyðilagt hann. Hún drap úr honum allan kjark. Og þá rif jaðist skyndilega upp fyrir henni, eins og það hefði gerst í gær, dálxtill atburður, sem skeði einu sinni í ljósaskift- unum síðastliðinn vetur. Hún hafði staðið víð glugga hjá föð- ur sínum og þau heldust í hend- ur. Þau horfðu út yfir eyðilega sljettuna til hæðanna í fjarska. Þá breyttist loftið alt í einu. Gulleitum bjarma sló á það og hapn endurspeglaðist á sjónum ogfþað var eins og sjórinn yrði gegnsær og einhver hulduheima svipur kæmi á allt. Þetta er ekki fallegt, hafði hún þá hugsað. Það var eitthvað óhugnanlegt við þetta og það fór kuldahroll- ur um hana, „Þarna er spegilmynd af lífi mínu,“ hafði Charles þá sagt í hálfum hljóðum. Gulleita birt- 8. dagur una lagði á andlit hans og setti á það feigðarsvip. Melissa hafði þá tekið þjett í hönd hans og hvíslað: „Já, jeg veit það. Það er hræðilegt.“ Hún leit þá framan í hann og sá að hann brosti. Hún mundi enn vel eftir því hlýja brosi. En hún mintist þess líka að þá var undarlegur svipur í augum hans, einhver gletni eins og hann væri að hæðast að henni. Hún hrökk við og reis upp í rúminu og starði út í myrkrið. Þetta var einmitt á sömu stundu og móðir hennar staðnæmdist við dyrnar og hugsaði sem sterkast til dóttur sinnar. Nei, nei, það var ekkert, hugs- aði Melissa. Það var bara þessi óviðkunnanlega birta. Mjer datt það ekki í hug þá. En nú veit jeg það. Pabba hefði síst af öllu komið til hugar að hæðast að mjer. Hún hallaði sjer út af aftur. Jeg er ekki með sjálfri mjer af sorg, hugsaði hún. Augnalokin urðu þung og lok- uðust. Andardrátturinn varð ró- legri og svefninn sigraði hana. Hið seinasta sem hún hugsaði var: Jeg verð að koma þeim Andrew og Phoebe burt frá þess um stað pabba vegna. Og svo fór hana að dreyma. Henni fanst hún vera á flótta, hröðum flótta út í myrkur og vera að flýja undan einhverju, sem elti hana. ★ Amanda Upjohn sat í setu- stofu sinni og horfði til skiftis á börnin sín, sem sátu í hálf- hring umhverfis hana. Og svip- ur hennar varð mjög alvarlegur, þegar hún horfði á Melissa. Hún tók til máls: „Jeg hef beðið ykkur að koma hingað og tala við mig vegna þess að við erum í miklum vand- ræðum, eins og þið vitið. En við erum ekki úrræðalaus. Phoebe á að giftast John Barrett í apríl. Það er góður maður og henni er borgið hjá honum: En handa þjer Andrew er þessi búgarður. Hann er að vísu í niðurníðslu, en jeg er viss um að þú getur komið öllu hjer í gott lag. Jeg hefi tekið eftir því að þú ert gefinn fyrir búskap.“ Melissa greip fram í fyrir henni í höstum tón: „Hjer er eitt, sem þú hefur gleymt mamma, og það er vilji pabba. Þú veist að hann hafði gert sjer miklar vonir um glæsi- lega framtíð fyrir Phoebe. Og við vorum sammála um það að hún ætti ekki að giftast John Barrett, heldur ganga í skóla og iðka skáldskap. Og það var fast ákveðið að Andrew skyldi halda áfram háskólanámi þangað til hann hefði lokið prófi. Þú mátt ekki breyta nein um það.“ Þá greip Amanda fram i fyrir henni: „Melissa, jeg þarf að tala við þig einslega. Mjer hefur nú skil- ist margt, sem jeg skyldi ekki áður, og þess vegna get jeg ekki tekið neitt tillit til þess, sem þú hefur sagt. Þið verðið öll að láta mig ráða.“ Þá sneri Melissa sjer að syst ur sinni og sagði: „Tala þú, Phoebe. Þú veist hvað þú vilt.“ Phoebe draup höfði. En hvað þetta var líkt henni Melissa. Auðvitað ætla jeg að giftast láta Melissa halda að hún eigi að ráða. Þá verður enn meira gaman að sjá hvernig henni verð ur við eftir nokkra mánuði. Phoebe fór að kjökra og bar vasaklút að andliti sínu. „Jeg veit ekki hvað jeg á að segja," sagði hún. „Pabbi sagði að jeg mundi geta orðið skáld.“ Amanda var mikið niðri fyrir. „Auðvitað get jeg ekki neytt þig til þess að giftast John Barr- ett ,enda þótt þú hafir heitið honum eiginorði. En jeg bið þig að hugsa þig vel um áður en þú eyðileggur alt líf þitt með ein- skærri heimsku. Þú veist að við erum eignalaus. Skáld — ekki nema það þó. Hvað ætlarðu að gera við skáldskapinn? Selja hann? Hverjum?" Svo byrsti hún sig: „Á jeg að skilja orð þín svo, að þú ætlir ekki a§. giftast John Barrett?“ „Jeg veit það ekki,“ snöktý Phoebe. „Æ, lofið þið mjer að vera einni.“ Amanda varð orðfall. Melissá stökk á fætur, hljóp til Phoebé og faðmaði hana að sjer. Phoebe hallaðist upp að henni og hágrjet. „Elsku Phoebe mín, farðu inn herbergið þitt og hvíldu þig þar um stund“, sagði Melissa. „Jeg skal koma til þín bráð um og þá getum við talað urrt þetta í einrúmi.“ Hún reisti Phoebe á fætur og leiddi hana út úr herberginu. Hún var all borginmannlegj þegar hún kom aftur og settist í sæti sitt. „Þú hefur ekki sagt neitt enn- þá, Andrew,“ sagði hún. „Þý veist hvað pabbi hafði ákveðið um framtíð þína.“ Amanda varð fyrri til svars_. „Við eigum enga peninga,' sagði hún. „Við eigum ekkert nema búgarðinn." . „Við getum selt búgarðinn,“ sagði Melissa. „Pabba var alltaf illa við hann og mjer er illa við hann. Við getum farið til Philaj; delphia og dvalist þar á meðan Andrew er að Ijúka námi. Phoebe yrkir og jeg er viss um það, að hún getur selt kvæðin. Við getum keypt litið hús í borg inni. Það getur vel verið að jeg geti fengið atvinnu sem kennslu- kona eða barnfóstra." Hún váf orðin heit af ákafa. „Jeg get svö fullgert handritin hans pabba á kvöldin. Það er eina úrræðið fyrir okkur að selja búgarðinn.“ Amanda svaraði kuldalega „Nei, hjer verðum við. Jeg held að þú sjert gengin af göfl- unum Melissa.“ En Melissa var ekki af baki dottin. Hún mælti af ákefð: „Við megum ekki eyðileggja framtíð Andrews. Jeg man hvað pabbi tók nærri sjer að greiða skólagjaldið fyrir þetta missiri Það hefur verið borgað til jan- úarloka. Þegar þar kemur höf- um við selt búgarðinn og höfum nóga peninga.“ Það er rjett, hugsaði Andrew, skólagjaldið er greitt fram ;í janúar. Það væri að kasta fje á glæ að notfæra sjer það ekki. Þess vegna er best að jeg stuncj námið þangað til. Hann stóð uþþ og mælti fast og einarðlega sv’tí að Melissa hnykti við: „Væri það ekki best, mamnli og Melissa, að lofa mjer sjálf- um að ráða? Jeg ætla ekki að segja ykkur núna hvað jeg kann til bragðs að taka, en þó get jeg John Barrett, en það er best aðsagt ykkur það, að jeg fer til mwl Ungverskt ævintýri 1. Einu sinni var malari, sem átti son að nafni Karl. Það var góður drengur, sem var mjög iðinn í skólanum og þóttí mjög vænt um öll dýr merkurinnar. — Aldrei gerði hann neinu þeirra mein. Dag einn, þear hann og fjelagar hans voru að leika sjer út við ströndina, sáu þeir lítinn kött koma syndandi að landi. Hann var örmagna af þreytu og drengirnir urðu að hjálpa honum í land. Mig langar til að fara með hann heim, sagði Kf ci, og það stóð hinum drengjunum á sama, því enginn beirra kærði sig um köttinn. Þegar Karl kom heim með kr u, sáu foreldrar hans að hún var falleg, og þau voru ánægð yfir, að sonur þeirra hafði bjargað henni. Daginn eftir tókst drengjunum á sama hátt ab bjarga fallegum hvolpi upp úr sjónum, en þar sem þeir hjeldu, að þeir gætu selt hann, vildu þeir ekki leyfa Karli að fá hann, en stungu upp á að selja hvolpinn bónda einum, serr. vantaði varðhund. En hann fer illa með skepnumar sínar, sagði Katí. Hvað gerir það til, sögðu drengimir, við fáur okkar peninga. Karl bað þá að bíða dálítið, svo hljóp hann heim og sótti þrjá silfurdali, sem hann átti í sparibauknum sínum, og fyrir þá keypti hann hundinn. Foreldrar Karls höfðu ekkert á móti hundinum ' eldur, en sögðu nú, að þau kærðu sig ekki um fleiri húsdýrc Daginn þar á eftir björguðu drengimir upp úr s ónum fallegum, litlum snák. Jeg hef enga peninga til að kaupa hann, sagði Karl hryggur, því hann var hræddur um að drengirnir a. iuðu líka að selja hann. En þá hlógu drengirnir og sögðu: Hver heldurðu að vilji kaupa snáksómyndina? Þú mátt svo sem fá hann, en foreldrar þínir leyfa þjer ekki að Lafa hann hjá sjer. Karl tók snákinn heim með sjer, en það fór eins og drengirnir höfðu spáð, að foreldrar hans vildu ekki sjá að hafa þessa skepnu á sínu heimili. Þoldansinn, sem þekkist í Bandaríkjunum, er algengur meðal frumstæðra þjóðflokka. Stundum stendur hann þá yfir í marga daga samfleytt, en dansararnir borða án þess að hætta eða að skipta um hreyf- ingar. í sumum þjóðflokkum er það venja, að biðillinn dansi í heila viku fyrir utan hús til vonandi konu sinnar. Sem deyfi lyf eru þá notuð reykelsi, tóbak og öl. Þoldansararnir í Nýju Guineu hafa samt fyrirlitningu á öllum slíkum ráðum. Þeir nudda aðeins inn í húðina á leggjunum dufti, sem þeir fá úr einhverskonar galdrasteini. ★ Ofsatrúarpresturinn hjelt langa hvatningarræðu og að lok um hrópaði hann: — Og nú vil jeg biðja alla þá, sem vilja fara til himna- ríkis að standa upp. Allir stóðu upp nema éinn maður, sem virtist vera róleg- ur, hugsandi maður, sem Ijet ekkert á sig fá, þótt prestur- inn glápti á hann reiðilega. — Hvað er þetta? æpti ofsa- trúarpresturinn. — Vilt þú ekki fara til himnaríkis? Hægláti maðurinn sýndist enn hæglátari en áður og svar- aði rólega: — Nei, ekki alveg strax. ★ Skotskur prestur, sem sá að fólkið í kirkjunni ætlaði að fara að sofa þegar hann var rjett byrjaður á ræðunni hætti skyndilega og sagði: — Nei, bræður. Þetta er ekki rjettlátt af ykkur. Bíðið þiS þó þangað til jeg er byrjetíur og ef þið finnið þá, að þaS er ekkert varið í ræðuna, þá get- ið þið fundið, hvort það er þesr virði að hlusta á mig. Nei, ekk fyrr en jeg er byrjaður á ræð- uni. Þið verðið að gefa mjex. tækifæri. Armstóll \ tapaðist við Rauðavatn af § mjólkurbíl frá Selfossi. — | Finnandi vinsamlegast | hringi í síma 4577 eða I 5867. ! Sfærðfræðisfúdenf I vantar atvinnu í 6—7 vik- l| 1 ur. Tilboð sendist Mbl. I | i merkt: „Stúdent — 616“. I I Kauphöllin er miðstöð verðbrjefavið- skiftanna. — Sími 1710.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.