Morgunblaðið - 14.08.1948, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.08.1948, Blaðsíða 12
VEÐURÚTLITIÐ (Faxaflói): SUS-VESTAN kalldi___og skúrir. _________ 190. tbl. — Laugardagwr 14. ágúst 1948. ÞEGAR ENGINN þurfti að flýta sjer. — Viðtal við dr. Zadig á bls. 7. sæJS ______ ^ Fjórir íslenskir sigur- vegurur i Oslo í gær i i ii.i i i Óskðr setur ísl. met í 800 m. Óskar. Á NORRÆNU íþróttamóti, sem haldið var á Bislet-íþróttavell- inum í gær urðu f jórir íslend- ingar fyrstir hver í sinni grein. Þar var sett nýtt islenskt met í 800 metra hlaupi og setti Óskar Jónsson það. í 200 metra hlaupi varð Hauk ur Clausen fyrstur á 22 sek. — Annar varð Norðmaður. Sigfús. í 110 metra grindahlaupi varð Örn Clausen fyrstur á 15,3 sek. í 800 metra hlaupi varð Óskar Jónsson fyrstur á 1,51 (?) og í kúluvarpi var Sigfús Sigurðs- son fyrstur, kastaði 14,48 m., og Örn annar. Örn. Fiugyjel verður stað- sett á ísafirði S.L. MIÐVIKUDAG flugu þeir Erling Ellingsen, flugmálastj., Sigurður Jónsson, skrifstofu- stjór*, og Kristán Jóhann Krist- jánsson, formaður stjórnar Loftleiða, vestur til ísafjarðar og áttu þar fund með hafnar- nefnd bæjarins um byggingu hins fyrirhugaða flugskýlis í Suðurtanga. Hefur þegar verið byggð þar steinsteypt lending- arbraut fyrir sjóflugvjelar, en bygging sjálfs flugskýlisins hefur tafist nokkuð vegna þess að með byggingu brautarinnar hefur skapast ný hætta á land- broti af völdum sjávargangs við eyrina. A þessum fundi náðist sam- komulag um það að bygging skýlisins yrði hafin nú í sumar gegn því að gerðar verði nauð- synlegar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir frekari spjöll á eyrinni. Flugvjel staðsett á ísafirði. Með byggingu þessa flug- skýlis munu aðstæður til flug- samgangna við ísafjörð batna mjög. Verður þá unnt að geyma þar flugvjelar, ef veður hindr- ar heimferð þerrra. Er það áform Loftleiða að hafa eina flugvjel að staðaldri á fsafirði og láta hana annast farþegafiutninga milli þorp- anna á Vestfjörðum innbyrðis og til Réykjavíkur eftir því, sern tími vinnst til. Flugferðir til ísafjarðar hafa 1 sumar verið mjög tíðar. Hafa bæði flugfjelögin haldið uppi Sáetlunarferðum þangað. Hefur það dregið verulega úr fólks- flutningum landleiðina yfir Þorskaf j arðarheiði. Vaxandi uppskera. HAMBORG — Gert er ráð fyrir því að hveitiuppskeran á hemámssvæði Bieta í Þýskalandi verði í ár um 30 prósent hærri en síðastliðið ár. Aldraður Vesfur-ls- lendingur fersl í umferðarslysi NÝKOMIN Winnipeg-blöð skýra frá því, að fyrir nokkru hafi Gísli Blöndal, háaldraður maður farist í umferðarslysi á Sargent Ave. í Winnipeg. Varð hann fyrir bifhjóli og hlaut svo mikinn áverka að hann beið bana. Gísli var 82 ára og var sonur sjera Markúsar Gíslasonar prests á Blöndudalshólum og síðar á Stafafelli í Lóni í Aust- urskaptafellssýslu. En móðir hans hjet Matta Einarsdóttir prófasts í Stafholti. Kona Gísla, Lára Vigfúsdóttur, ljest fyrir nokkrum árum, hún var skapt- felsk að ætt. Gísli kom vestur um haf fyr- ir 50 árum, hann bjó um skeið í Nýja-íslandi, en lengst af í Winnipeg og stundaði húsamáln ingu. Börn þeirra Gísla og Láru voru þrjú: Mrs. Lillian Bowley í Winnipeg, Mrs. S. Fowler í Schumacker, Ont. og Gustav, er býr í Chicago. Umsóknir um verk- fræðiháskólann í Þrándheimi VERKFRÆÐIHÁSKÓLINN í Þrándheimi hefir tilkynnt, að ákveðið hafi verið, að veita framvegis upptöku einum ís- lenskum stúdent ár hvert. Þó mun ekki verða tekið við nein- um íslenskum stúdent á þessu hausti. Hinsvegar æskir háskól inn þess, að umsóknir um upp_ töku haustið 1949 komi fram sem allra fyrst. Upplýsingaskrifstofa stúd- enta tekur við úmsóknunum. Þýskir laumu- farþegar með !«_rí ?r Frá frjettaritara vorum á Siglufirði í gærkveldi. TOGARINN ELLIÐI kom til Siglufjarðar í kvöld úr Þýska’andsferð. Með skip inu voru tveir ungir þýsk ir laumufarþegar, sem höfðu stolist um borð í þýskri höfn. Elliði kom við í Eng- Vuidi og ætlaði að láta hina ungu Þjóðverja þar í land, en bresk yfirvöld neituðu að taka við þeim og varð skipstjórinn á Elhða að taka þá með hingað til lands. Líklegt þykir, að pi'It- arnir bíði næstu ferðar Elliða til Þýskalands eða að þeim verði komið fyr- ir í annað skip, sem fer bangað. Skip sem var að flytja hjeðan fisk stór- skemmist af eldi -------- I Tveir af áfacfn þess fórusf SÆNSKA fiskflutningaskipið Westhor, sem var að flytja hjeðan frystan fisk frá Reykjavík til Hollands, stórskemmdist í eldi í fyrradag. í eldsvoðanum biðu tveir af skipshöfninni bana. — Þýskum björgunarskipum tókst i gær, að bjarga skipinu til hafnar í Þýskalandi. Treg sildvei þrátt fyrir besta veiðiveður Siglufirði í gærkvöldi frá frjettaritara vorum. BESTA veður hefir verið fyr ir Norðurlandi í dag, logn og blíða, en engin síld hefir verið uppi og því tíðindalaust aí mið unum. Síldarleitarflugvjelarn- ar eru nú að leita bæði á austur og vestursvæðinu og hafa ekki borist neinar frjettir frá þeim er þetta skeyti er sent. Talsvert til söltunar. Frá því í gær hafa borist um 3000 mál síldar til verksmiðj- anna, mest slattar og gömul síld. Hinsvegar komu inn í dag 20 skip með nýja síld til sölt unar, sem veið6t hafði við Skaga og á Skagafirði. En ekki var aflinn mikill hjá skipunum eða frá 50 -— 200 tunnur. 1 gær og í nótt var saltað í 741 tunnu hjer á Siglufiiði og 669 annarsstaðar á landinu. Var þá búið að salta samtals á öllu landinu 28,542 tunnur. Reknetaveiði var mjög treg í nótt er leið. — Guðjón. Líklegf að alsherjar- þing S. Þ. ræði Palesfínudeiluna London í gærkvóldi. VEL kann svo að fara, að als- herjarþing Sameinuðu þjóð- anna taki Palestínudeiluna til athugunar, er það kemur sam an í næsta mánuði. Trygve Lie aðalritari S.þ. skýrði frjetta- mönrium frá þessu í dag, og ljet þess jafnframt getið, að hann byggist við því arð þingið stæði yfir allt til jóla. Alsherjarþingið verður í París að þessu sinni. — Reuter Systurskip Folðarinnar. Westhor, sem er systurskip íslenska fiskflutningaskipsins Foldin, var hjer fyrir nokkru ; síðan og lestaði þá fisk til Þýska lands og Flollands. 300 smálestir til Hollands. Skipið var búið að afferma þann hluta farmsins er fara átti til Þýskalands, í Hamborg, og var það á leið til Amster- dam með 300 smálestir af fryst- um fiski, er eldurinn kom upp í skipinu, snemma á fimmtudags- morgun. í vjelarúmi. Samkvæmt skeyti er barst umboðsmönnum skipsins hjer, Einarsson & Zoega, var West- hor í Norðursjó er eldur braust út í vjelarúmi þess. Að sjálf- sögðu gerði skipshöfnin tilraun til að ráða niðurlögum eldsins, en hún f jekk ekki rönd við reist og að lokum gaf skipstjórinn fyrirskipun um, að yfirgefa skipið. Tveir fórust. í eldsvoðanum fórust tveir af skipshöfninni á Westhor. Menn- irnir voru fyrsti vjelstjóri og brytinn. Með hverjum hætti þessir menn fórust er ekki kunn ugt. Sama er að segja um elds- upptökin, að umboðsmönnum skipsins er ekki kunnugt með hverjum hætti þau áttu sjer stað. * Dregið til Emden. Þýsk björgunarskip komu á vettvang og munu skipshafnir þeirra hafa barist lengi við að ráða niðurlögum eldsins í West- hor, því í morgun barst skeyti um að björgunarskipin væru komin til þýsku hafnarborgar- innar Emden með skipið. Skip og farmur. Westhor mun hafa stórskemst í eldinum og líkur eru taldar til að fiskfarmur skipsins hafi stórskemst eða eyðilagst með öllu. Farmurinn var sendur út á vegum Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna og var hann að sjálfsögðu vástryggður. Þeir flýja enn London í gærkvöldi. ENN einn tjekkneskur stjórn- málamaður hefir nú flúið ætt- jörð sína. Það er fyrverandi landbúnaðarráðherra Tjekkó- slóvakíu, sem kom til banda- ríska hernámssvæðisins í Þýska landi i gær. — Reuter. 65 miljóa dollara lán til S. Þ. Washington. TRUMAN forseti undirritaði s. 1. miðvikudag lög þau, sem heimila Bandaríkjastjórn að lána Sameinuðu þjóðunum 65 miljón dollara, til byggingar aðalbækistöðva stofnunarinnar í New York. Lánið er vaxta- laust. Meðal þeirra, sem viðstaddir voru', er Truman undirritaði lánsheimildina, voru Trygve Lie, aðalritari S. Þ., Marshall utanríkisráðherra, Warren Austen, aðalfulltrúi Bandaríkj- snna hjá S. Þ., William O’Dwyer borgarstjóri í New York, og Tom Connally öldungadeildar- þingmaður. Tilkynnt var í síðastliðinni viku, að byrjað yrði að reisa ,,heimshöfuðborgina“ 1 New York í október. Fulltrúi Tjekka segir af sjer FULLTRÚI Tjekkóslóvakíu í al þjóðasambandi flugmála, Plicka að nafni, hefur sagt af sjer em- bætti sökum þess, að hann er ósammála „stefnu tjekknesku stjórnarinnnar" og því „á hvern hátt þeirri stefnu er framfylgt“,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.