Morgunblaðið - 18.08.1948, Qupperneq 1
Tjekkar flýjn daglega
fóstorjörð síno
50 þ!itp$R8 hafð þegar tlúíð land
líisf við aðeins einum fundi
sendimannn Vesturveldanna
og Molotovs
London i gærkvöldi.
Einkaskeyti til Mbl. frá Montrgue Taylor,
frjettaritara Reuters.
EINN af helstu leiðtogum meðal tjekkneskra flóttamanna hjer
í ’London skýrði mjer í kvöld frá því, að tjekkneskir menn og
konur, sem væru að reyna að flýja land vegna stjórnmálaskoðana
sinna, ættu í áköfum „neðanjarðar-bardögum“ við hina vopnuðu
verði á landamærum Tjekkóslovakíu og Bavaríu. Hann sagði, að
varla liði sá dagur, að ekki kæmi einn eða fleiri flóttamenn yfir
landamærin — og er þetta allt fólk, sem er á svörtum lista hjá
kommúnista-stjórninni. Á þennan hátt hafa þ'sundir Tjekka
flúið til annara landa, síðan febrúarbyltingin varð þar í landi.
50 þingmenn.
Hann sagði, að megnið af
fólki þessu væri enn í Þýska-
landi, en a.m.k. 400 tjekknesk-
ir flóttamenn væru þegar komn
ir til Bretlands. Fimmtíu fyrr-
verandi þingmönnum hefur
tekist að flýja land og meira
en helmingur þeirra er nú i
Bretlandi. Aðalleiðtogar tjekk-
nesku flóttamannanna í Bret-
landi eru þrír af fjórum aðalrit
urum andkommúnistisku flokk
anna þar í landi.
Flóttamannaslraumurinn
heldur áfram.
Allir þessir flóttamenn hafa
sínar sögur að segja af hetju-
’ dáðum þeirra manna og
kvenna, er gerðu þeim kleift
að flýja land. En þessar sögur
segja þeir aðeins í stórum drátt
um, til þess að stofna ekki fólk-
inu, sem eftir er í Tjekkósló-
vakíu í meiri hættu. Að lokum
sagði leiðtoginn mjer, að fóik
myndi halda áfram að streyma
frá Tje'kkóslóvakíu i þúsunda-
tali, með aðstoð föðurlands-
vina „þvi að fólkið ann frelsinu
framar öllu“.
um hjáíp
Washington í gærkveldi.
BERNADOTTE GREIFI heí-
ir farið þess á leit við Mars-
hall, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, að Bandaríkjamenn
hjálpi flóttmönnum Araba og
Gyðinga í Palestínu um vist-
ir. Hann segir arabiska flótta-
menn þar um 300 þús., en
flóttamenn Gyðinga 7000. í
orðsendingunni til Marshall
sagði, að það væri undir lausn
þessa vandamáls komið, hvort
greifanum tækist að miðla mál-
um í Palestínu. Sagði, að á-
standið meðal flóttamannanna
væri hræðilegt — þeir væru
sjúkir, hungraðir og klæðlaus-
ir. — Bandaríkjamenn segjast
munu taka mál þetta til skjótr-
ar athugunar. — Reuter.
Bretar senda liðs~
auka til Singapore
London í gærkvöldi.
HERMÁLARÁÐUNEYTIÐ
tilkynnti í kvöld, að hðsauki
myndi sendur til Singapore
eins fljótt og auðið væri — alls
um 4000 hérmenn og er það
gert vegna sífelldra óeirða á
Malakkaskaganum. Landsstjór-
inn í Singaþore sagði þinginu
í dag, að enda þótt dregið hefði
úr glæpunum undanfarið þá
mættu menn ekki gera sjer
falsvonir um frið. Það gæti vel
verið, að óaldarseggirnir hefðu
hægt um sig um skeið, á með-
an þeir væru að undirbúa ný
hermdarverk. — Síðan óeirð-
irnar hófust, hafa alls 1500
manns verið teknir höndum í
Singapore1, en 195 haldið eftir.
— Reuter.
Bjargaði árásar-
manni sínum frá
Oslo í gærkveldi.
NORSKUR flugmaður
varð fyrir árás af einum
af farþegunum er flugvjel
hans var á Ieið hingað í
dag. Enda þótt hann særð-
ist í hnakkanum af skot-
inu, tókst honum að lenda
örugglega á sjónum skamt
frá Horten og hjarga árás-
armanni sínum frá drukkn
un!
Flugmaðurinn missti
mcðvitund andartak eftir
að árásin var gerð, en f jekk
hana aftur rjett um það
bil sem flugvjelin var að
steypast í sjóinn. Ekki er
vitað um orsök þessarar
árásar en lögreglan hefir
málið til rannsóknar.
—Reuter.
Verði hann árangurs-
laus, ræða þeir við
Stalin
Moskvu í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Morgunbl. frá Don Dallas,
frjettaritara Reuters.
Á.LITIÐ er hjer, að Molotov hafi lagt fram mjög mikilvæga
yfirlýsingu á fundi hans með sendimönnum Vesturveldanna
þriggja í Kreml í gærkvöldi. Ekki er enn vitað, hvernig vfirlýsing
þessi var. — Skýrslur um fund þennan, sem stóð yfir í 3y2
klst., hafa nú borist stjórnum viðkomandi landa, en um við-
ræðurnar sjálfar hefur ekkert verið tilkynt. Búist er við því hjer,
að sendimennirnir muni halda aðeins einn fund enn með Molotov,
sennilega á fimtudag eða fögtudag, og beri hann engan árangur
er ætlað, að þeir muni fara á fund Stalins. Ber flestum saman
um, að yfirlýsingar um viðræðurnar sje ekki að vænta fyrr en
í vikulokin.
----------------------$
KLEMENT GOTTWALD, forseti
Tjekkóslóvakíu, hefur farið að
dæmi Stalins, Titos og annara
kommúnistaforsprakka, sem kom
ist hafa til valda og hefur fengið
sjer einkennisbúning. Sjest for-
setinn hjer á myndinni í hinum
nýa búning sínum.
London í gærkveldi.
NORÐMENN hafa nú samið
við Breta um kaup á þrýsti-
loftsflugvjelum, en þeir hafa
í hyggju að efla mjög flugflota
sinn á næstunni.
Vill verða sænskur
ríkisborgari.
Eftir því sem sænska utan-
ríkisráðuneytið skýrir frá, þá
hafa Rússar gert ítrekaðar til-
raunir til þess að ná stúlkunm
á sitt vald. En Svíar hafa neit-
að, þar eð stúlkan hefur óskað
eftir því að gerast sænskur rík-
isborgari. Stúlkan hefur dvalið
á eyju, skammt frá Stokkhólmi,
,hjá kunningjafólki sínu, en af
Aríðandi fundur
Washington í gærkveldi.
JAMES Forrestel, landvarn-
arráðherra Bandaríkjanna var
snögglega kallaður hingað til
Washington í kvöld, á áríðandi
fund í Hvíta húsinu. Hann var
í fríi í Kanada.
hernaðarástæðum er svæðið
umhverfis lokað útlendingum.
Það hefur tvisvar komið fyrir,
að starfsmenn úr rússneska
sendiráðinu hafa ruðst þangað
heim og krafist þess að ná tali
af stúlkunni, og hótað því, að
nafn hennar skyldi birt í rúss-
neskum blöðum. Búist er við,
að sænska utanríkisráðuneytið
muni gera frekari ráðstafanir
í máli þessu.
Margir vongóði'r.
Margir hjer eru vongóðir um,
að viðræðurnar muni bera góð
an árangur og samþykt muni,
að utanríkisráðherrarnir fjórir
haldi með sjer fund um Þýska-
landsmálið. •— Aðrir segja að
tvennt sanni það, að viðræð-
urnar hafi gengið mjög illa.
í fyrsta lagi það, hve fundur-
inn í gær stóð lengi yfir og
í öðru lagi, að enn skuli eng-
in opinber yfirlýsing hafa ver-
ið gefin um viðræðurnar. —
Sendimennirnir þrír höfðu aft-
ur fund með sjer í dag í banda
ríska sendiráðinu hjer í
Moskvu. —
400 tonn af vistum.
Um hádegið í dag, höfðu
breskar og bandarískar flug-
vjelar flutt 400 tonn af vistum
til Berlínar á 24 klst. Banda-
rísk Globemaster-vjel flaug í
fyrsta sinn frá Frankfurt til
Berlínar með 20 tonn af hveiti.
Þessar risaflugvjelar geta bor-
ið helmingi meira en Skymast-
er-vjelarnar, sem verið hafa í
flutningum til Berlínar, en ó-
víst er hvort þær verða not-
aðar til þess að flytja vistir
til Berlínar í framtíðinni.
Fjárlagafrumvarp
Reynaud samþykkf
París í gærkvöldi.
FRANSKA þingið samþykti
í dag fjárlagafrumvarp Paul
Reynauds, þar sem hann fær
mjög aukið vald í fjármála- og
atvinnulifi þjóðarinnar, með
358 atkvæðum gegn 202.
Svíar mótmæla yfir-
gangi Rússa
Stokkhólmur í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
SÆNSKA utanríkisráðuneytið se di rússneska sendiráðinu hjer
í dag orðsendingu, þar sem sagði, a3 starfsfólkið þar skyldi fram-
vegis „láta í friði“ 19 ára gamla rússneska stúlku, er það hefur
undanfarið verið að reyna að fá til þess að snúa aftur til Rúss-
lands. Nafni stúlkunnar hefur verið haldið leyndu af ótta við
það, að Rússar kynnu að grípa til hefndarráðstafana gagnvart
föður hennar, sem enn er í Rússlandi. Stúlka þessi heiur skýrt
svo frá, að starfsmenn rússneska sendiráðsins hafi beitt ótal
brögðum til þess að reyna að tæla hana til rússnesku ræðismanns-
skrifstofunnar. „En ef jeg færi þangað, þá yrði jeg send til Rúss-
lands með valdi,“ sagði hún.