Morgunblaðið - 18.08.1948, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.08.1948, Blaðsíða 5
Rfiðvikudagur 18. ágúst 1948. MORGVTSBLAÐIÐ 5 Undanúrslitin í knattspyrnu Um 80 málverk verða á sýningu Nordisk Kunstforbund í Reykjavík á Olympíuleikunum Wembley Stadium, miðvikudaginn 11. ágúst. VINSTRI útherji danska lands- Jiðsins Holger Seabach hljóp Mpp með knöttinn, ljek sniðug Xega á hægri bakvörð Svíanna, Leander, og skoraði óverjandi. Þetta skeði er aðeins tvær mín- Útur voru liðnar af fyrri leikn um í undanúrslitunum (semi- final) í knattspyrnu á Olympíu- leikunum. Sá leikur fór fram í gær. Og Danir hafa alls ekki hug á þv'í að láta hjer við sitja. Þeir eru ákveðnir og öruggir, og á sjöundu mínútu kemst vinstri innherji, J. P. E. Hansen, í færi og skýtur „kanon“-skoti í þver slána, eins og það heitir á knatt spyrnumáli. Leikurinn fer til að byrja með mest fram á vallarhelmingi Svía Það er fyrst þegar um stundar- íjórðungur er liðinn að þeir fara að sækja verulega á, og á 17. mínútu jafna þeir. Vinstri inn- herji þeirra, Carlsson, skoraði eftir að Svíarnir höfðu með mjög tekniskum Ieik tælt Niel sen, markmann Dana, út úr markinu (1:1). Svíar ná yfirhöndinni. Nú hefir færst meira fjör og óvissa í leikinn. Liðin sækja á til skiftis, en leikur Svíanna verður æ virkari eftir því sem líður á, og á 30. mínútu sendir Kjell Rosen, hægri útherji þeirra knöttinn í netið eftir að hafa hlaupið annan bakvörð Dananna af sjer. Nokkur harka kemst i leikinn við markið. Danir sækja á, en leikur þeirra er ekki eins jákvæður og áður. Aftur á móti eru Svíar orðnir rólegri og ör- uggari. Rosen er enn í færi og skorar í annað sinn á 37 mín., ó verjandi (3:1). Svíar hafa nú alveg náð yfir höndinni í leiknum og á síðustu mínútu hálfleiksins skorar Carls son fjórða mark þeirra (4:1), eftir staðsetningarveilu í vörn Dananna. Carlsson komst langt inn fyrir bakverðina og velti knettinum rólega í mark. Síðari hálfleikur. Svíar byrja síðari hálfleikinn með sókn. Carlsson og Gunnar Nordahl hlaupa upp með knött inn og Nordahl skýtur fast á mark, en Nielsen ver vel. Leikur inn er annars jafn. Danir hafa þó oftast frumkvæðið. Upp- hlaupin eru flest vel byggð upp hjá þeim, og þeir leika vel á vallarmiðjunni, en þegar nálgast markið eru þeir óvissari og sænsku vörninni tekst auðveld- lega að halda þeim í hæfilegri fjarlægð. Það er eins og Svíar sjeu ánægðir með það sem þeir hafa þegar fengið, þrjú mörk yfir, og leggi ekki sjerstaka á- herslu á að bæta þar við. En eftir því sem líður á ieik- inn fer sókn Dananna að verða hættulegri og bæði J. P. E. Han sen og Karl Aage Præst komast í færi, en skjóta framhjá. Svíar virðast líka hafa gert sjer grein fyrir hættunni og er nú leikur þeirra orðinn harðari. Þeim tekst þó ekki að koma í veg fyr ir að Hansen vinstri inherji Svíar unnu Dani 4:2 og Júgóslavar Breta 3:1 skori. Á 30. mínútu hálfleiksins ] sendir hann knöttinn óverjandi' í mark. Og enn herða Danir1 sóknina. Ploger, hægri útherji, gefur vel fyrir. Lindberg mark maður Svía slær knöttinn frá markinu. Danir ná honum aftur og skotið er að marki úr þvögu. Það virðist óverjandi, en á síð ustu stundu tekst öðrum bak- verði Svía að verja. Leikurinn endaði 4:2 Svium í vil. Svíum ber skilyrðislaust sig urinn, en 4:3 hefði ef til vill verið sanngjarnari úrslit. Olympíumeistari 1948?? Áður en leikiirinn milli Dana og Svía hófst, og einnig eftir að j hafa sjeð hann, þóttist jeg nokk . urnveginn viss um, að þetta væri hinn rauverulegi úrslitaleik ur Ólympiuleikanna. Svíar eru viðurkenndir ein sterkasta knatt spvrnuþjóð heimsins og eftir leik Dana við ítali, meistarana fra 1936, að dæma, var vel hugs anlegt að þeim bæri annað sæti (Danmörk — Ítalía 5:3). En | eftir að hafa horft á síðari leik j inn í undanúrslitunum, Júgórj slavía — England, sem var rjett að ljúka, vil jeg engu spá um,' hver verður Olympíumeistari 1948. Júgóslavía — England Að mínum dómi stóð þessi síð ari leikur ’peim fyrri framar. Júgóslavar byrjuðu með sókn en ekki hættulegri, og það eru Bretar, sem fyrst fá verulega góð marktækifæri. Mið framvörður þeirra Mcllvenny kemst innfyrir á 6. mín., en er of seinn að skjóta. Markmaður Júgóslava er alveg kominn að honum og skotið lendir beint í hann. Liðin skiftast á upphlaup um, snöggum og vel uppbyggð- um. Oftast enda þau með mark- skoti, sem annaðhvort eru varin eða fara framhjá, en tilgangur- inn með leiknum — að komast sem næst marki og setja mörk — er alveg augljós. Júgóslavar skjóta þó venjulega af lengra færi. Skot þeirra eru samt mjög föst og koma oft á óvart. Með einu sl’íku skorar vinstri inn- herji þeirra, Bobek, t. d. á 19. j mínútu eftir að vinstri útherj- inn hafði gefið vel fyrir. Bietar jafna. En Adam var ekki lengi i Paradís. Bretar hefja hörkusókn og mínútu síðar liggur knöttur- inn í marki Júgóslava. Mark- manninum hafði tekist að verja háan bolta með því að slá hann frá, en rjett í því bar Donovan hægri útherja Breta að á mikl- um hraða og skaut óverjandi (1:1). Júgóslavar skora enn. Miðframherji Júgóslava, F. Volfl, er hættulegur leikmaður og vinnur mikið, og á 25. mín. skorar hann annað mark Júgó slava eftir hornspyrnu, og mín útu siðar var hann enn kominn í færi, en vinstra bakverði Breta tekst að krækja í knöttinn og senda hann út af vellinum. 1 framlínu Breta er vinstri inn- herji, Hardisty, áberandi besti maðurinn. Upphlaupin eru til skiftis eins og áður, og þau svo hættuleg að búast má við marki á hverri stundu, en allt er í óvissu um hvorumegin það verður. Samt er ekki skorað meira í þessum hálfleik. Júgóslavar hafa 2:1 yfir. Síðari há'Ifleikur. Síðari hálfleikurinn var ekki frábrugðinn þeim fyrri. Ef til vill var harkan heldur meiri, en þótt leikurinn sje harður á köfl um, nálgast hann ekki það að vera ,,brútal“. Júgóslavar byrja með sókn, en svo taka Bretar við og komu marki Júgóslava í mikla hættu. Á 8. mínútu flýgur t. d. fast skot frá Hardisty i jett yfir slána. Júgóslavar svara og enn er það miðframherjinn, Volfl, sem hefir frumkvæðið. Hann skorar á 10. mínútu, óverjandi af stuttu færi, eftir alveg óaðfinnanlegt upphlaup Júgóslava. Júgóslavar voru nú með tvö mörk yfir, en baráttukjarkur Bretanna minnk aði síst við það. Yfirleitt hjeldu þeir uppi sókn það sem eftir var, en Júgóslavar gerðu snögg upphlaup á milli. Ekkert mark var þó skorað, þótt Bretar væru oft mjög nálægt því. Júgóslavar unnu verðskuldað- an sigur. Það er því þeirra að mæta Svium í úrslitunum. Flestir munu sammála um, að þar mætist tvö sterkustu lið Olympíuleikanna. - — Þorbjörn. opnar symnguna SVO SEM kunnugt er af fyrri frjettum Mbl., verður um næst- komandi mánaðamót opnuð hjer í Reykjavík norræn málverka- og höggmyndasýning. Er þetta í fyrsta sinn sem efnt er til slíkrar sýningar hjer á landi, en í henni taka þátt Norðurlöndin öll að íslandi undanskyldu, er vegna þrengsla varð að hæíta við þátttöku. Fjórar deildir. ’ Sýningin verður haldin í Listamannaskálanum. Það er á vegum Nordisk Kunstforbund, sem tíl hennar er efnt. — Að sjálfsögðu var til þess ætlast, að ísland tæki þátt í sýning- unni. Þegar hin Norðurlöndin höfðu ákveðið stærð sýningar- deilda sinna, kom í Ijós, að þrengslin voru svo mikil, að ekkert pláss yrði fyrir íslands- deildina og því ákváðu hjer- lendir listamenn að draga sig til baka og leggja því meiri áherslu á að geta búið sæmi- lega að verkum hinna Norður- landaþjóðanna. Hvert land mun senda kring um 20 myndir og ættu því að verða um 80 málverk á sýn- ingunni. Verk þessi eru ein- göngu eftir núlifandi lista- menn. Kunni'r menn á sviði lista. Hvert land sendir einn full- trúa, til að sjá um uppsetn- ingu verkanna og eru meðal Bandarískir í Prag Prag i gærkvöldi. ALLMARGIR Ólvmpiukepp endur Bandarikjamanna kepptu hjer á alþjóða-frjáls- iþróttamóti í dag. Randáríkja- mennirnir unnu átta af þeim níu greinum, sem keppt var i. Eina greinin, sem þeir töpuðu var langstökk. Harrison Dillard vann 110 m. grindahlaup ó 14.2 sek., Ewell 100 m. hlaup á 10,5 sek., Guida 400 m. hiaup á 47,5 sek., Rarten 800 m. a l. 54,2 min., Momillan 3000 m. á 8,41,6 min., Funch kúlu- varp með 16,14 m., Seynaour spjótkast með 70,96 m., Fikcjz, Tjekkóslóvakíu, langstökk með 7,17 m. og USA 4x100 m. boð- hlaup (Ewell, Ðikon, Simmons og Dillard) á 43,1 sek. — Beuter. Vílja gera tilraun tii að lækka íslenskar iðnaSarvörur FJELAG íslenskra iðnrek- enda hefir skrifað Fjárhags- ráði brjef, þar sem fjelagsstióm in býður ráðinu viðræður um það, hve lækka megi söluverð íslenskra iðnaðarvara, ef hægt væri að tryggja iðnaðarfyrir- tækjum efnisvörur að ákveðnu lágmarki. í brjefinu er vikið að skýrslu gerð þeirri, sem gerð var fyrir tilstilli Fjárhagsráðs um ís- lenskan iðnað og telur FII þessa skýrslugerð hina merkustu og þörfustu í alla staði. „Að vorri hyggju“, segir enn- fremur í brjefinu, „hefir Fjár- hagsráð með iðnaðarrannsókn- inni markað tímamót í atvinnu- sögu íslendinga. Iðnaðurinn, sem fram til þessa hefir verið þeirra kunnir menn á sviði álitinn litilfjörlegur þáttur í at- myndlistar. Frá Noregi kemur vinnulífi landsmanna af megin hinn kunni málari og prófess- or við listadeild Oslóarháskóla, próf. Axel Revold. Frá Sví- þjóð Lasse Johnson málari og fulltrúi Nordisk Kunstforbund þorra landsmanna, verður hjer i eftir viðurkenndur sem einn af i þýðingarmestu otvinnuvegum þjóðarinnar“. Að lokum segir svo í brjefi í Stokkhólmi. Frá Finnlandi j EíeU-Ss ísl. iðmekenda. William Lönnberg listmálari ..Iðnrekendur eru fúsir til a$ og frá Danmörku hinn kunni , viðurkenna það, að það varði listmálari Erick Struckman. I verulega miklu fyrir íslenskan Fulltrúarnir munu allir , iðnað, að hann sje það sem kall- koma flugleiðis, en listaverk- j ag er ,,samkeppnisfær“ við er- in koma með Dr. Alexandrine lendan iðnað um verð og gæði. í lok þessa mánaðar. Forsetinn opnar sýninguna. Forseti íslands hefur sýnt Nordisk Kundstforbund þann heiður, að opna málverkasýn- Miklu veltur á innflutningsyf- irvöldunum um það, hvenær þessu marki verði náð, á þeim sviðum, þar sem íslenskur iðn- aður er enn ekki „samkeppnis- fær“. Til þess er vitnað í rann- sóknarskýrslunni, víðar en ein- inguna með ræðu. Málverka- um stað, að ef iðnaðurinn fær sýningin stendur yfir í hálfan mánuð, en að henni lokinni verður höggmyndasýningin og I svartlistarsýning opnuð og | mun hún einnig standa í hálf- an mánuð og er gert ráð fyr- j ir að henni ljúki 10. október næstk. 6000 fjekkneskii flóffamenn BANDARÍSKI Rauði kross- inn tilkynnti í kvöld, að hairn myndi sjá 6000 tjekkneskum flóttamönnum á bandaríska hernámssvæðinu fyrir mat- vælum og fatnaði. hráefni til þess að notfæra sjer afkastagetu verksmiðjanna til fullnustu, muni iðnrekendur sjá sjer fært að lækka vöru- verðið, og er í sumum tilfell- um ráðgerð stórfelld vörulækk- un, fáist trygging fyrir nægum hráefnum. Stjórn fjelags vors- er reiðubúin að taka upp við- ræður við yður um það, á hvaða sviðum og í hve ríkum mæli hægt er að lækka framleiðslu- verð Islenskra iðnaðarvara, með tilliti til lækkaðs fram- leiðslukostnaðar á hverja vöru- éiningu, ef hægt er að tryggja verksmiðjunum gjaldeyrisleyfi fyrir vinnsluefnum að vissu lág marki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.