Morgunblaðið - 18.08.1948, Side 6

Morgunblaðið - 18.08.1948, Side 6
6 MORGUTSBLAÐIÐ Miðvikudagur 18. ágúst 1948, rmx* (UMMiiitiltfðfrife Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavlk. rtamkv ttj.. Bigíúa Jónsson. Rltntjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgSann.). Prjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Arnl GarSar Kristingaosi. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla; Austuritrseti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 10,00 á mánuði, innanlatidi, f iausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Leabók. kr. 12,00 utanlands. Afmælisdagur Reykjavíkur ÞANN 18. ágúst 1786 voru Reykjavík veitt kaupstaðarjett- índi. Sá dagur er nú og hefur um nokkurt skeið verið há- tíðlegur haldinn sem afmælisdagur bæjarins. Á þessum degi er því vel til fallið að drepa við fæti og líta yfir farinn veg. Árið 1801 er íbúatala Reykjavíkur 307. Alls eru lands- menn þá 47240 og Reykvíkingar því 0,65% af þjóðinni. Hálfri öld síðar eru íbúar bæjarins orðnir 1149 og 1,94% af landsmönnum. Árið 1900 eru íbúar Reykjavíkur 5802 og 7,60% af þjóðinni. Á næstu 20 árum þrefaldast íbúatalan og er árið 1920 17450 og 18,48% af þjóðinni allri. Næstu tvo áratugi tvöfaldast íbúatalan rúmlega. Árið 1940 eru íbúar bæjarins 37897 og 31,28% allra landsmanna. Sjö árum síðaar eða í árslok 1947 eru íbúar Reykjavíkur svo orðnir 53,800 eða nær 40 af hundraði þjóðarinnar. lEngum, sem athugar þessar tölur getur dulist, hversu geysi ör fólksfjölgunin hefur verið í Reykjavík undanfarna aratugi. Síðan um s.l. aldamót hefur fólksfjöldinn í Reykja- vík nær tífaldast. Á sama tíma hefur þjóðinni í heild f jölgað úr rúmlega 73 þúsundum í rúm 130 þúsund. Hefur lands- mönnum þannig fjölgað tæplega um helming á sama tíma, sem íbúatala Reykjavíkur hefur nær tífaldast. Það er margt rætt um þessa miklu fjölgun fólksins í Reykjavík og margar getgátur og fullyrðingar uppi um or- sakir hennar. En í raun og veru er óþarfi að leiða getum að þeim. Þær liggja í augum uppi. 1 Reykjavík hófst hin atvinnulega endurreisn síðari hluta 19. aldarinnar. Þar leysti þilskipaútgerðin árabátaútgerðina fyrst af hólmi. Þar hófst útgerð togara og annar stórat- vinnurekstur. 1 kjölfar hinnar atvinnulegu endurreisnar sigldi stóraukin verslun og viðskipti. Reykjavík hlaut aðstöðu sinnar vegna að hafa mikinn arð af hinni miklu verslunarveltu. Á grundvelli hinna atvinnulegu framfara og velmegunar varð svo mögulegt að skapa fólkinu í bænum margháttuð þægindi og meiri en fólk annarsstaðar á landinu átti við að búa. Hlaut það að eiga drjúgan þátt í að auka aðsókn til bæjarins. En auk þessara ástæðna, hins þróttmikla athafnalífs, og meiri lífsþæginda, koma svo fleiri orsakir til. Á styrjaldar- árunum síðustu voru hafnar hjer víðtækar framkvæmdir á vegum hinna erlendu setuliða. Einnig þær drógu þúsundir af fólki til Reykjavíkur. Á sá hluti fólksfjölgunarinnar, sem óeðlilegastur er, ekki hvað síst rætur sínar að rekja til þeirrar staðreyndar. Við allar þessar ástæður fyrir vexti og viðgangi Reykja- víkur bætist svo sú, sem áreiðanlega á ríkan þátt í því að gera lífið hjer eftirsóknarvert, að bænum hefur verið vel stjómað. Honum hafa stjórnað menn, sem sameinuðu það tvennt að vera djarfhuga umbótamenn og fjármálamenn, sem kunnað hafa fótum sínum og samborgara sinna for- ráð. Þessvegna er Reykjavík í dag vel stætt bæjarfjelag, sem býður borgurum sínum upp á margháttuð þægindi, þótt f jölmargir hlutir sjeu ennþá ógerðir. En Róm var ekki byggð á einum degi. Enginn getur heldur vænst þess að hin ís- lenska höfuðborg, sem fyrir örfáum áratugum var fátækt fiskiþorp umkomulítillar nýlendu, hafi lokið uppbyggingu sinni á svo skömmum tíma, sem liðinn er síðan þroskatíma- bil hennar hófst. íslendingar vilja gjaman eiga myndarlega höfuðborg. En hún má samt ekki vaxa landinu yfir höfuð. Reykjavík er orðin of stór höfuðborg svo fámennrar þjóðar, sem íslenska þjóðin er. En leiðin til þess að skapa nauðsynlegt jafnvægi milli hennar og annara landshluta eru ekki þvingunarráð- stafanir. Á það hefur Gunnar Thoroddsen borgarstjóri bent stafanir. — Skynsamlegasta leiðin til þess að draga íir flutningum fólksins til höfuðborgarinnar er að skapa því betri lífskjör í heimahögum þess, í sveit eða við sjó. Það er í senn hagsmunamál Reykvíkinga og annara landsmanna að í þeim efnum verði ekki látið sitja við orðin tóm. UR DAGLEGA LIFINU Skipið, sem á „bláa bandið". GOÐAFOSS hinn nýi hefir siglt hraðast allra íslenskra skipa milli Reykjavíkur og New York. Ef við hefðum þann sið, að veita -skipum okkar „blátt band“ fyrir hraðamet vestur um haf, þá ætti Goða- fos!; nú bláa bandið. I fyrstu ferð sinni frá Is- landi til Ameríku var Goða- foss 7 sólarhringa og 5%klst. til New York og notaði þó ekki nema 80% af þeirri orku, sem vjel hans getur framleitt, því skipið er enn svo nýtt, að það er ekki byrjað að nota fult afl vjelarinnar á siglingu.' Þetta hraðamet Goðafoss mark ar tímamót í siglingum okk- ar Islendinga. Við höfum eign- ast ný skip, sem fullkomlega svara kröfum tímans. Það er einn þátturinn í þeirri nýsköp- un, sem átt hefir sjeð stað und anfa.rin ár með þjóðinni. • Hrakspárnar rættust ekki. ÞEGAR Goðafoss sigldi hjer inn í höfnina í fyrsta skifti í vor voru hundruð manns sam- an komnir til að fagna skipinu. En eins og gengur þegar eitt- hvað kernur nýtt, þá voru sum- ir íhaldssamir og það heyrðust jafnvel raddir um, að þetta myndi ekki reynast gott sjó- skip. Yfirbyggingin væri of há og lagið eitthvað ekki rjett. En engar af þessum hrak- spám hafa reynst rjettar. Það er gaman að koma um borð til hins virðulega skip- stjóra á Goðafossi, Pjeturs Björnssonar og tala við hann um nýja skipið hans. Pjetur hef ir stjórnað mörgum skipum um ævina. Fyrst var hann skiþ- stjóri á gömlu Borg, síðan á Willemoes, sem nú heitir Sel- foss. I mörg ár var Pjetur skip stjóri á gamla Goðafossi. Og hann er stoltur af hinu nýja skipi sínu og má enda vera það. • Mikill sparnaður. GOÐAFOSS er býgður sem flutningaskip, eins og kunnugt er. En það er rúm fyrir 12 far- þega og þegar gengið er um hina rúmgóðu farþegaklbfa, hina börtu og vel hirtu sali skipsins, gæti maður frekar trúað að þetta væri „línu-skip“, en ,,fragt“-skip. Og skipstjórinn segir frá þeim mikla sparnaði, sem felst í því að brenna olíu 1 stað kola og gerir samanburð á eldri skip- unum og þessu nýja skipi. Eimskipafjelag íslands hefir sannarlega verið heppið með byggingu þessa fyrsta - nýja skips, sem bygt er eftir stríð- ið og forráðamenn þess horfa björtum augum á framtíðina, þegar fleiri ný skip bætast í flota fjelagsins. • Hin leyndu afmæli. í SAMTALINU við Pjetur Björnsson skipstjóra komst jeg að leyndarmáli. Það er nú orð- in nærri föst venja hjer á landi, að menn leyni merkisafmælum. Og bað hefir Pjetur Björnsson skipstjóri gert, því það vissu fáir af því, að í sumar átti hann 30 ára skipstjórnaraf- mæli. Mörgum hefði fundist á- næga að því að vita um þetta afmæli og óska hinum vinsæla og heppna skipstjóra til ham- ingju með afmælið. Þakka hon um fyrir farsæla og ötula skip- stjórn í öll þessi ár og fyrir að hafa öll þessi ár flutt varn- inginn heim á skrautbúnum skipum. En þau gerast nú mörg hin leyndu afmælin, því miður. Vekur alstaðar athygli. SKIPVERJAR á Goðafossi segja mjer, að skipið vekji al- staðar mikla athygli, hvar sgm það kemur í erlenda höfn. I London komu hundruð bráð- ókunnugra manna til að skoða skipið og sömu sögu var að segja í New York, þótt það væri hálffalið í höfninni. A dögunum var jeg á gangi með amerískum blaðamanni hjer niður við höfn. Hann nam staðar við Goða- foss og sagði: „Jeg vissi ekki að þið íslend ingar ættuð svoan falleg skip. Ykkur er sannarlega sómi að þessu skipi, hvar sem er í heim- inum“. Flestum þykir okkur hólið gott, en það, sem mest er um vert er, að við erum að end- urnýja kaupskipaflota okkar svo myndarlega að við getum orðið okkur sjálfum nógir með alla aðdrættl í þjóðarbúið. Fátt er eyþjóð eins og okkur nauð- synlegra. • Afmæli Reykjavíkur. í DAG er afmæli Reykjavík- urborgar. Aldur borgarinnar er miðaður við er Reykavík fjekk kaupstaðarrjettindi, 18. ágúst 1786. Það er því talið að Reykja vík sje 162 ára í dag. Þessum afmælisdegi hefir löngum verið gleymt og lítið úr honum gert. En nú hefir verið stofnaður fjelagsskapur borg- aranna, sem hefir það markmið að fegra borgina sína og gera hana bjartari og skemtilegri með góðri umgengni og með því að hlúa að öllu, sem miðar að því ^ð betra sje hjer að búa. í dag gengst þessi nýi fjelags skapur fyrir skemtun í öllum samkomuhúsum borgarinnar. Varla þarf að efa, að skemtan- irnar verða vel sóttar og að Reykvíkingar minnast myndar lega afmælis borgar sinnar. .............. ii iiihi iii mmi »1111111111 ii ........... ! MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . ! iiiiimiiimMiiimimiiiiiiinmiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiimiiiiiiiiiMiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimiHiiiiiimiiiiiiiiii* Eftir David Briggs. Frjettarjtara Reuters. WASHINGTON. PENINGAFALSARAR hafa aldrei áður í heimssögunni ver- ið jafn iðnir og undanfarna tólf mánuði — og þó hafa flestir þeirra náðst. Mest hefur borið á því, að dollaraseðlar hafi ver- ið falsaðir, en James Maloney, yfirmaður leyniþjónustu banda ríska fjármálaráðuneytisins, skýrði nýlega frá því, að á fjár- hagsárinu, sem lauk í Banda- ríkjunum 30. júní 1948, hafi menn hans komist yfir falska seðla og smámynt að upphæð 3,094,229 dollarar, sem er hæsta upphæðin á einu ári frá því leynilögregla ráðuneytisins var stofnuð árið 1865. • • DOLLARAFRAMLEIÐSLA í EVRÓPU. Astæðan fyrir þessu nýja meti mun að mestu vera sú, hversu margir dollarar hafa verið fals- aðir í Evrópu, þar sem verðið á dollurum á svörtum markaði hefur freistað slúngnum glæpa- mönnum meir en í Bandaríkj- unum. En bandaríska leyniþjón ustan hefur haft náið samband við lögreglu Evrópulandanna, og árangurinn orðið sá, að tek- ist hefur að handsama flesta peningafalsarana, áður en fram leiðsla þeirra komst til Banda- ríkjanna. Af upphæð þeirri, sem föls- uð var síðastliðna tólf mánuði, voru 2,346,796 dollarar prent- að}r utan Bandaríkjanna, en aðeins 747,433 í Bandaríkjun- um sjálfum. • • í FRAKKLANDI. Stærsti glæpahringurinn, sem framleiddi dollara, reyndist vera í Frakklandi, en þar tókst mönnum úr bandarísku leyni- lögreglunni og frönsku lögregl- unni að handsama flesta for- ystumenn hringsins síðastliðið haust. 2,145,200 falskir dollar- ar fundust í prentsmiðju í Marseilles, og þeir tólf menn, sem handteknir voru, bíða nú dóms fyrir frönslcum dómstól- um. En þó er talið líklegt, að hluti af framleiðslu hinna hand- teknu hafi komist til Banda- ríkjanna í fórum innflytjenda, sem keyptu dollarana án þess að gera sjer grein fyrir því, að þeir voru falskir. • • FLUTTIR TIL BANDA- RÍKJANNA. Auk þeirra geysiháu upphæð- ar, sem lögreglan komst hönd- um yfir í Marseilles, tókst lög- reglumönnum að gera upptæka 201,596 dollara til viðbótar, sem prentaðir höfðu verið utan Bandaríkjanna. Af þessari upp- hæð náðust 159,030 dollarar í Evrópú, en 42,566 dollarar fjellu í hendur bandarísku lög- reglunnar, eftir að þeir höfðu verið fluttir til Bandaríkjanna. Hversu baráttan gegn doll- arafölsurum hefur gengið vel, má meðal annars sjá á því, að af 48,831 málum, sem banda- ríska lögreglan fjekk til með- ferðar síðastliðna tólf mánuði, tókst henni að leysa 45,621. 2,278 manns voru als handtekn- ir á þessu tímabili, meðal þeirra 158 peningafalsarar og 1,964 víxla og verðbrjefafalsarar. • • í BANDARÍKJUNUM. Enda þótt dollarafalsararnir hafi verið iðnastir utan Banda- ríkjanna, hefur peningafölsun einn'ig færst í vöxt þar í landi. Yfirmaður leynilögreglu fjár- málaráðuneytisins skýrir þannig frá því, að 747,433 fals- aðir dollarar, prentaðir í Banda ríkjunum, hafi fallið í hendur lögreglunnar síðastliðið fjár- hagsár. Af þessari upphæð voru aðeins 102,648 dollarar komn- Frh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.