Morgunblaðið - 21.08.1948, Blaðsíða 8
8
MORGVNBLAÐIB
• *
Laugardagur 21. ágúst 1948.
Þórhallur Daníelsson 75 ára
ÞÓRHALLUR DANÍELSSON,
fyrrum kaupmaður í Horna-
firði, er 75 ára í dag. Er þó
ekki á honum að sjá, að hann
hafi lifað og stritað í þrjá ald-
arfjórðunga, svo ern gr hann
og sprækur enn í dag. Hann
heldur afmælisdaginn hátíðleg-
an að Laugarási í Biskupstung-
um, hjá Huldu, dóttur sinni, og
manni hennar, Knúti Kristins-
syni, lækni, og tekur þar á
móti hlýjum hugskeytum og
heillaóskum sinna mörgu vina
og vandamanna um land allt.
Um Þórhall Daníelsson og
sta-rf hans hefur nokkuð verið
ritað og væri þó ástæða til' þess
að rita æfisögu hans ítarlega,
og styðjast þar við frásögn
hans sjálfs á meðan hans nýtur
við. því honum er ljett um að
segja frá, svo að jafnvel úr-
lausn erfiðra viðfangsefna og
alvarlegra atburða verður að
skemmtisögu af munni hans.
Jeg mun því ekki í þetta sinn
rekja ætt hans nje æfiferil, en
aðeins geta eins helsta afreks
hans, þess sem best blasir við
sjónum manna enn í dag, en
það er sjávarútgerðarstöðin
Hornafjörður.
Þegar Þórhallur seldi Kaup-
fjelagi Austur-Skaptfellinga
verslun sína árið 1920, var
hann orðinn svo rótgróinn Horn
firðingur, að hann gat ekki rif-
ið sig með rótum þaðan í burtu.
Hann sat því um kyrrt og sneri
sjer nú að því að skapa sjer
aðra atvinnu, þótt hann væri
þá kominn nærri fimmtugu að
aldri, Útgerð þekktist þá varla
á Hornafirði en Þórhallur var
bjartsýnn og lagði nú allt fje
sitt og miklu meira til, og allt
sitt starfsþrek í þgð, að koma
upp fisk-, salt- og íbúðarhús-
um fyrir vermenn á fiskibát-
um, bryggjum, aðgerðarpöll-
um, lifrarbræðslu o. fl. er til
útgerðarstöðvar heyrir. Varð
þetta til þess, að þarna reis
upp útgerð vjelbáta á vetrar-
vertíðinni í stórum stíl. Hom-
firðingar fengu sjer sjálfir báta
og gerðu þá út og af öllum
Austfjörðum kom fjöldi báta,
svo að margar vertíðir hafa
verið þarna 40—50 vjelbátar
og athafnalíf mikið. Er nú
Hornafjörður langstærsta út-
gerðarstöð á Suður- og Aust-
urlandi, að Vestmannaeyjum
frátöldum, og hefur mikið vér-
ið rætt um að gera þar lands-
höfn og reisa þar fiskiðjuver
fyrir Suður- og Austurland
allt.
Þótt Þórhallur Daníelsson
fengi ekki að njóta lengi á-
vaxtanna af sínu mikla braut-
ryðjendastarfi í útgerðarmál-
um. Suðausturlands, þá hefur
hann þó verið á Hornafirði
með annan fótinn allt til þessa
og kann best við sig ef hann
hefur mikið verk að vinna og
erfið viðfangsefni að leysa. Og
það er óhætt að fá Þórhalli
verk í hendur ennþá, hann er
engin liðleskja þótt orðinn sje
hann 75 ára að aldri. '
Austur-Skaptfellingar, Aust-
firðingar og öll þjóðin eiga
Þórhalli mikið upp að unna
fyrir það, að hafa hafið og bygt
upp þessa grein atvinnulífsins í
Hornafirði.
Þótt Þórhallur hafi haft mik
ið að gera um æfina og oft átt
við erfiðleika og mótlæti að
stríða, er hann óvenjulega glað
lyndur og skemmfcilegur mað-
ur. Hann er góður maður í
þess orðs bestu merkingu, við-
kvæmur og hjálpsamur þar
sem þess þarf með, ræðinn og
gámansamur í kunningjahóp,
og vill engum, hvorki mönnum
nje málleysingjum, mein gera.
Gestrisni hans og konu hans
og höfðingsskapur þeirra var
annálaður um allt land, enda
varð Þórhallur fljótt hinn ó-
krýndi konungur hjeraðs síns
og sá, er ferðamenn fyrst leit-
uðu til.
Megi hann lengi lifa, landi
og þjóð til gagns og sóma.
H. H. E.
London í gærkveldi.
BRESKA stjórnin tilkynnti í
dag, að hún hefði ákveðið að
kaupa 100,000 tonn af stáli í
Belgíu og Luxemburg næstu
þrjá mánuði. — Reuter.
Iðjuhöldarnir vildu
vera allra vinir
Köningsteín í gær.
I RJETTARHÖLDUM hjer í
Köningstein yfir 20 fyrrver-
andi þýskum iðjuhöldum, þar
á meðal Frits 'Thyssen, kom
það í ljós, að þeir höfðu veitt
ölldm stjórnmálaflokkum fjár-
styrk fyrir 1933. Thyssen sagði
m.a. frá þvi, að hann hefði sjálf
ur persónulega veitt flokki Sósi
aldemókrata háar fjárupphæðir
Sumir veittu jafnvel kommún-
istum styrk en flestir sendu
Hitler og flokki hans reglulega
miklar fjárfúlgur. Iðjuhöldarn-
ir segjást hafa gert þetta til ör-
yggis sjer og sínum, ef einhveri
ir stjórnmálaflokkanna næði
völdum. Hinsvegar höfðu þeir
aldrei gert ráð fyrir nje viljað
að Hitler yrði eins voldugur oé
raun varð á. Hann varð þeim
öllum of voldugur. -— Reuter
Þriðji í háslökki á
Olympíuleikunum,
Prag, miðvikudag.
ZATOPEK, 10000 m. sigur-
vegaranum á Olympíuleikun-
um, var fagnað ákaft er hann
vann 5000 m. hlaupið á alþjóða
frjálsíþróttamótinu, sem lauk á
Mazaryk-leikvanginum hjer í
kvöld. Zatopek hljóp vegalengd
ina á 14.21,4 mín. og var hálf-
um hring á undan Svíanum
Albertsson.
Annars fjellu flestir sigrarn-
ir í skaut Bandaríkjamanna
eins og fyrri dag mótsins. Há-
stökkvari þeirra G. A. Stanich
stökk 2,04 m., sem er einum
cm. hærra en Olympíumetið í
þeirri grein (Stanich stökk 1,95
m. á Ólympíuleikunum og var
þar 3.—4. ásamt landa sínum
Edleman).
Barney Ewell vann 200 m.
hlaupið á 21,9 sek. R. F. Ault
vann 400 m. grindahlaup á 52,6 !
sek. Tjékkneski hlauparinn j
Cevona vann 1500 m. hlaup á i
3.54,6 mín. Kringlukast vann
J. Fuchs, USA, með 46,96 m.
Pylsuskurðarvjel
I og farsvjel, óskast til
| kaups. Má vera notuð. —
\ Gjörið svo vel og leggið
j i nafn yðar inn til afgr.
11 Mb.l fyrir mánudagskvöld
j j merkt: „25 — 733“.
[1
] i.mnmoninmwiminmwwMHnmHiiinininininn
Hermálaráðslefna í
Bandaríkjunum
Washington í gær.
FORMENN herforingjaráða
Bandaríkjanna og Forrestal, her
málaráðherra, halda fund með
sjer um þessar mundir. Á dag-
skrá fundarins eru meðal ann-
ars hervarnir Bandaríkjanna.
Samskonar fundur og ofan-
greindur var haldinn í Florida
í febrúarmánuði síðastliðnum,
en ætlunin mun framvegis að
halda þessa fundi með nokkurra
mánaða fresti. — Reuter.
- S. í. B.
Framh. af bls. 2.
Reykjavík, Vífilsstöðum og á
Kristneshæli fluttu SÍBS kveðj
ur og færðu því góðar gjafir.
Ýmsir fleiri tóku til máls og
þökkuðu ræðumenn Samband-
inu fyrir vel unnin störf og
árnuðu því heilla á ókomnum
árumv
Kristján Kristjánsson óperu
söngvari söng lög frá Norður-
löndum og var honum vel tekið.
Mjög rómuðu gestirnir allar
viðtökur og var þessi kvöld-
stund að Reykjalupdi hin á-
nægjulegasta.
— Meðal annara orða
Framh. af bls. 6.
bæta sambúðina milli hinna mis-
munandi kirkjufjelaga.
• •
ÞÁTTTAKA í RÁÐINU
FJÖLDI kirkjusamkunda gekk
þegar í ráð þetta 1938 og á
stríðsárunum bættust 50 við,
svo að nú eru þær 148. Þar á
meðal kirkjufjelög 'i Japan,
Abyssiníu, Indónesíu, Síam og
Suður-Afríku. Þótt rússneska
kirkjan hafi neitað að taka þátt
í ráðinu, á grísk kaþólska kirkj-
an samt sína meðlimi, þar sem
kirkjufjelögin í Konstantínópel,
Antíokkíu, Alexandríu og Jerú-
salem eru meðlimir þess, auk
kirknanna 'i Póllandi, Tjekkósló
vakíu, Ungverjalandi, Rúmeníu,
Júgóslavíu, Finnlandi og frá
hinu rússneska hernámssvæði í
Þýskalandi.
Rómversk kaþólska kirkjan er
ekki þátttakandi í ráðinu.
Ýmiskonar viðhöfn verður
við setningu þingsins. Öllum
kirkjuklukkum mótmælenda í
Hollandi verður hringt í kortjer
! og öll útvarpsfjelögin nema
j kaþólska útvarpsstöðin út-
varpa hátíðinni. Einnig mun
breska útvarpið þegar hafa
skipulagt mikla frjettaþjónustu
Usambandi við þingið.
Gömlu þýsku kvik-
myndirnar koma
aftur
GÖMLU þýsku kvikmyndirnar,
sem voru svo vinsælar hjer á
landi fýrir 15—20 árum eru nú
að koma aftur. Hefur Nýja Bíó
fengið að minrista kosti tvær
þýskar kvikmyndir, sem nutu
mikilla vinsælda hjer áður fyr,
„Græna lyftan“ og „í nótt eða
aldrei“ með pólska söngvaran-
um Jan Kipura I aðalhlutverk-
inu.
„Græna lyftan“ verður sýnd í
Nýja Bíó í kvöld. Þýski gaman-
leikarinn Heinz Rúhman leikur
aðalhlutverkið í „Grænu lyft-
unni“, sem er byggð á leikrit-
inu því sama, sem sýnt var hjer
í vor við mikinn fögnuð áhorf-
enda. Nýja Bíó mun hafa í
hyggju að reyna að fá fleiri
gamlar þýskar kvikmyndir á
næstunni.
111111111111111111111101
S
SINGER
model 1946, til sölu og
sýnis við Leifsstyttuna
í dag frá kl. 3—5.
’iiiiiiiiiMiiiiniiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiMiinniiiiiiiiiiiiniiiiiiii
BARNAVAGN
til sölu, í góðu lagi. —
Enskur. '— Skúlagötu
66, II. h.
IIMIMIIiniMMIIIIIII
IIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIMIMIIIIIBIIM
\<9 S? m
iitreioa'
Gerum við rafleiðslur í
bílum. Hringið í síma
2498 milli kl. 6—7. -
Til sölu
■lUMllimfia
Standard
} sem nýr. Til sýnis Barna-
| hlíð 27, milli kl. 2—4 í
! dag.
iw 111 <ni phmdw ' w»i i
a Efflr Rebert Sform
From t&Ac<
POROþPHlL. FlfSEZ
A ^INSLE £H0T
INTO TH£ /4IR-
Bakdyramegin skýtur X—9 einu skoti upp í loftið
og við þettá merki brýtur Bing rúðuna á framhlið-
inni með byssunni og miðar inn. Bing: Jæja karl-
arnir, upp með hendurnar, eða jeg skal óhreinka i bílinn sinn bakdyramegin, og segir: Jæja, karlar,
ykkur dálítið. — Á meðan er Gullaldin kominn upp þá er þetta búið. Jeg gef mig. fram.