Morgunblaðið - 21.08.1948, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.08.1948, Blaðsíða 12
yEÐURtJTLITIÐ (Faxaflól): AUSTAN og norð-austan gola. — Urkomulaust. _____ 196. tbl. — Laugardagur 21. ágúst 1948. & Minningarafhðfn ígær 1 CÆR fór fram í Dómkirkjunni að viðstöddu f jölmenm minning arathöfn um skipverjá þá, sem ílrukknuðu af mótorskipinu Ar- inbirni í slysinu á Húnaflóa 7. ágúst síðastliðinn. Sjera Garðar Svavarsson annaðist athöfnina og jarðsetti þá Bjarna Þorsteins son og Harald Kjartansson, báða frá Reykjavík, en athöfn- in var um leið minningarguðs- þjónusta um Birgir Guðmunds- son frá Reykjavík og Guðjón A tæpum tveim- ur klst. milli Bretlands oy * Islands SEXTÁN amerískar þrýsti- loftsflugvjelar komu við á Keflavíkurflugvelli í gærdag á leið sinni vestur um haf. Eru Sigurjónsson frá Nýjabæ á Vatnsleysuströnd. B-mótið héfst í gærkveldi B-MÖTIÐ í frjálsum íþróttum hófst á Iþróttavellinum í gær- jkveldi. en það er mót fyrir þá, sem ekki hafa náð 600 stigun>.i viðkomandi greinum. Bestum árangri í gærkvöldi náði Reynir Sigurðsson, IR, í hástökki. Hann stökk 1,65 m., sem gefur 616 stig. Annar besti árangurinn var 1500 m. hlaup Inga Þorsteinssonar, KR. Hann hljóp á 4.32,5 mín., sem gefur 601 stig. Helstu úrslit urðu annars þessi: 100 m. hlaup: — 1. Rúnar Bjarnason, ÍR, 12,3 sek., .2. Þórir Bergsson, FH, 12,3 sek., 3. Lúðvík Gissurarson, KR, 12,3 sek. og 4. Ingi Þorsteins- son, KR, 12,4 sek. 1500 ru. hlaup: — 1. Ingi Þorsteinsson, KR, 4.32,6 mín., 2. Ragnar Ingólfsson KR, 4.36,0 mín., 3. Einar H. Einarsson, KR, 4.38,2 og 4. Garðar Ingj- aldsson, Á, 4.38,6. Hástökk: — 1. Reynir Sig urðsson, ÍR, 1,65 m., 2. Magn ús Baldvinsson, IR, 1,60 m., 3. Páll Jónsson, KR, 1,60 m. og 4. Hihnar Ólafsson, I,R, 1,60 m. Kringlukast: — 1. Pálí Jóns son, KR, 35,15 m., 2. Þórður Sigurðsson, KR, 34,48 m., 3. Sigurjón Jónsson, Á, 31,42 m. og 4. Þórhallur Ölafsson, IR, 30,75 m. Mótið heldur áfram kl. 3 í dag og verður þá keppt í 400 m. hlaupi, langstökki, spjót- kasti og kúluvarpi. Reynt að bæla úr tébaksskortinum í Breflandi London í gær. STJÓRNARFULLTRÚI sá, sem fer með tóbakskaup Breta skýrði frá því í dag, að Bretar myndu kaupa tóbak í Indlandi fyrir 10 miljón pund. Auk þess yrði öll tóbaksuppskeran í Rhodesiu keypt og mikið tóbak frá Grikklandi. Þá verður mik- ið tóbak flutt frá Jamaica. Um tóbaksskortinn sagði hann, að ef hver og einn reikti níu sígarettur í stað hverra tíu, sem þeir reykfa nú, væri nóg tóbak til þetta sömu flugvjelarnar, sem komu hjer við fyr í sumar er þær fóru austur ýfir haf. Vjel- arnar voru 1 klst. og 50 mínptur frá Stornoway á Hebridseyjum til Keflavíkur og er það met- hraði á leiðinni milli Bretlands- eyja og íslands. Flugvjelarnar lentu hjer um kl. 11,30. Þær tóku hjer elds- neyti og fór ‘ fyrsti hópurinn áleiðis til Grænlands kl. 14,30, en sá fjórði og síðasti kl. 14,57. Gert var ráð fyrir að flugtím- inn til Grænlands yrði 1 klst. og 40 mínútur. Flugvjelarnar ætluðu að hafa litla viðdvöl á Grænlandi og halda síðan áfram til Goosebay í Labrador. 9 fylgdarflugvjelar í fylgd með þrýstiloftsflug- vjelunum voru 9 flugvjelar, sem í voru blaðamenn, vjela- menn, varhahlutir og vistir. Sjö fylgdarvjelanna komu við á Keflavíkurflugvelli til að taka bensín, en tvær flugu beint til Grænlands. Einhvern næstu daga er von á bresku þrystiloftsflugvjelun- um, sem eru nú í Grænlandi á leið sinni frá Ameríku til Eng- lands. KR-ingar setja tvö drengjamel Á INNANFJELAGSMÓTI, sem KR og Ármann hjeldu sam eiginlega um síðustu helgi voru sett tvö drengjamet. Sigurður Björnsson, KR, setti nýtt drengjamet í 110 m. grindahlaupi, hljóp á 15,9 sek. Fyrra drengjametið átti Örn Clausen og var það 16,2 sek. Ingi Þorsteinsson hljóp einnig undir því meti (16,1 sek.). Þá setti Þórður B. Sigurðs- son drengjamet í sleggjukasti, kastaði 41,82 m. Fyrra metið var 41,45 m. Sokolovsky kemur til Berlín Berlín í gærkvöldi. SOKOLOVSKY marskálkur e’- væntanlegur seint í kvöld ti' Btírlínar frá Moskva, þar s"m hann hefur undanfarið átt við raður við ráðamennina Kiemlin. Helstu pólitískir sjhr fræðingar Rússa í Berlín hafa þegar verið kallaðir saman á fund, sem verður haldinn þeg ar eftir komu marskálksim til borgarinnar. — Reuter. Talsverð síldveiði við Tjörnes og út af Skagafirði í gær Cjösm. MSL: ól. k. MAGNÚSSON. Miklar framkvæmdir liafa verið á Reykjaliindi undanfarin ár. Á þessari mynd sjest stórbygging, sem verið er að ljúka. Grein um sjötta þing S.Í.B.S. er á bls. 2. A Reykjarlundi Sjómenn vongóðir um framhaldsveiði Frá frjettaritara vorum. Siglufirði í gærkvöldi. í DAG hefur sildveiðin verið með besta móti móti það sem af er þessu sumri og hafa síldveiðibátar í fyrsta skipti á sumrinu fengið síld að degi til svo einhverju nemi. í kvöld berast fregnir um talsvert mikla síld út af Tjörnesi óg út af Skagafirði. Síldar- leitarflugvjelar sáu fimm torfur suðaustur af Grímsey í kvöld og voru þar 40 skip að veiðum, en sennilega mest útlendingar. Mest allt fer í salt. * Um 10 leytið í gærkvöldi voru skipin farin að koma inn til Siglufjarðar og höfðu þau aflað frá 100 upp í 500 tunnur. Mörg höfðu þá tilkynnt að þau væru á leiðinni með síld í salt. Munu skip koma í nótt með sild til flestra eða allra söltunar- stöðva á Norðurlandi. Vitað vai um afla eftirtaldra skipa, sem ýmist voru komin inn, eða voru á leiðinni: Víðir frá Akranesi 500 tunn- ur, Vilborg 100, Skíði 250, ís- björn 300, Finnbjörn 300, Sæ- hrimnir 300, Jökull 250 og Stjarna frá Reykjavík 300. Ægir fann síldina við Tjörnes. í dag hefur verið besta veður fyrir Norðurlandi, logn, en nokkuð lágskýjað og gátu síld- arleitar flugvjelar ekki leitað. En það var varðskipið Ægir, sem fann síldina út af Tjörnesi og tilkynnti bátunum. Dreif þegar að mikið af skipum þang- að síðari hluta dags og fóru aAir í báta. 4—5 þús. tunnur saltaðar. í dag hafa verið saltaðar 4—5 þúsund tunnur hjer á Siglufirði og eitthváð í öðrum söltunar- stöðvum. í gær voru saltaðar í Siglu- firði 1941 tunna, en söltun hafði fyr verið áætluð í gær 1000 tn. Annarsstaðar á landinu nam söltun í gær um 1000 tunnum. Sama og engin sild hefur bor- ist í bræðslu. Sjómenn vonbetri. Eftir þessa veiðihrotu eru sjó menn nú miklu bjartsýnni en áður um að veiðin fari að glæð- ast og þykir einkum góðs viti, að síldin skuli hafa komið upp í dag og veiðst, en það hefur ekki fyr í sumar veiðst neifi síld að ráði nema að kvöldi eða nóttu. Ætlaði að komast undan með því að synda MAÐUR sem bilaður er á geðs mununum, ætlaði að komást undan lögreglunni, eftir að hafa gert uppistand, með því að synda út á Rauðarárvík. Þetta gerðist í fyrradag í porti Landssmiðjunnar. Mað- ur þessi hafði undanfarið dval ið í sveit, en hönum tókst að strjúka þaðan. 1 porti Lands- smiðjunnar gerði maðurinn uppistand og^var kallað á lög regluna, sem kom innan stund ar. Maðurinn lagði þá á flótta og fór niður í fjöru og hóf mikla grjóthríð að lögreglu- mönnunum en þeim tókst að bera af sjer grjótið og þokuðu sjer nær manninum. þá tók hinn bilaði maður til þess ráðs að leggja til sunds út á Rauðar árvíkina. Voru þá gerðar ráð- stafanir til að ná í bát, en synti maðurinn þá aftur til lands og tók lögreglan hann þá. JIREIN um sænska konim- únista er á bls. 7. Stofnþingi Berkla- ] varnarsambands Norðurlanda lokið STOFNFUNDI Berkla- varnarsambands' Norðurlanda lauk í fyrradag og var þá geng ið endanlega frá stofnun áam- bandsins, stjórn þess kosin og lög þess samþykkt. — Formað ur Sambandsins er Svíinn Sig- frid Johansson. Berklavarnarsamband Norð urlands mun vera fyrsta nor- ræna sambandið, sem stofnað er hjer á landi og því merkúr þáttur í íjelagsmálasögu lands- ins. Lög sambandsins eru all ítar leg og verður hjer ekki farið út í að rekja einstaka liði þeirra. — En höfuð tilgangur þess er að koma á fót sam- vinnu varðandi fyrirkomulag berklavarnarmálefna hinna ein stöku deilda á Norðurlöndum, auk þess að bæta lífskjör og aðstöðu meðlima sinna í lífs- baráttunni. í stjórn sambandsins eiga sæti tveir fulltrúar frá hverju landi og eiga þeir sæti í stjórn inni, er berklavarnarsambönd- in á hinum Norðurlöndunum sendu hingað á stofnþingið. —• Fulltrúar íslands eru þeir Þórð úr Benediktsson og Ásberg Jó- hannesson. Á þinginu var lagt til að næsta þing kæmi í júlímánuði næsta ár í Stokkhólmi. Fulltrúarnir sátu í gærkveldi hátíðaveislu Sambands ís- lenskra berklasjúklinga, en í dag fara þeir heim flugleiðis. Róttækar ráðstafanir í Burma BURMANSKA stjórnin er nú að grípa til hinna róttækustu að gerða gtígn ofbeldisflokkum kommúnista í landinu. Var til- kynnt í dag, að hjeðan í frá myndu flugvjelar stjórnarinnar vægðarlaust kasta sprengjum og skjóta af vjelbyssum á það landsvæði, sem ofbeldisflokk- arnir hefðu á sínu valdi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.