Morgunblaðið - 28.08.1948, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ
5
Laugardagur 28. ágúst 1948.
L--------
iðkin „Forntidn gnrdnr i Islnnd“
Kmh. 1943, 332 bls. stórt
brot og vandað, með
fjölda mynda og npp-
drátta.
FURÐULEGA hefur verið
hljótt um þessa mjög merku
bók þessi 5 ár síðan hún var
gefin út. Hljóðara um hana í
folöðum, tímaritum og útvarpi,
en um „lygisögur“ og hálfrím-
uð Ijóð — auk leikja og skemt-
ana, sem mest er keppt um og
eru að trylla þjóð vora. En
sannsögulegur fróðleikur er oft
hundsaður með þögnninni, svo
sem fánýtt rusl fyrir uppvax-
andi „fótmenntaða“ þjóð.
Bókina Forntida gárdar, tel
jeg merkilegustu og fullkomn-
ustu útgáfu síðustu ára um forn
fróðleik íslenskan.
Fyrgti kafli bókarinnar er
úr doktorsritgerð dr. Sigurðar
Þórarinssonar af vísindalegri
rannsókn hans og Hákonar skóg
ræktarstjóra Bjarnasonar um
vikurlög og ösku í jarðvegi, frá
gosum Heklu og nágrennis um
aldaraðir. Þar með hafa þessir
heiðursmenn opnað nýja bók í
sögu bygðar og eyðileggingar
baeja hjer á landi, ásamt gróðri
og eyðing hans, allar götur nið
ur fyrir landnámsárin. Að vísu
eru þeir ekki búnir enn að
fletta nema fáum blöðum í
þeirri stóru og torráðnu bók.
En góð er og fróðleg byrjunin
með mörgum ágætum uppdrátt
um til leiðbeiningar og skiln-
ingsauka.
Nú má síst hætta við hálf-
gert verk og er ríki voru skylt
að annast um að áfram verði
haldið á þessarj vísindabraut.
2. kafli. Eftir þessa forystu-
grein í bókinni kemur nákvæm
og vísindaleg lýsing af upp-
grefti eyðibýla í Þjórsárdal o.
fl. stöðum, sumarið 1939. Kenn
ir þar „margra góðra grasa“
og mikils fróðleiks um bygg-
ingarlag forfeðra vorra, um
og eftir landnámsárin. Að þessu
unnu fornfræðingar og vísinda
menn frá 4 löndum (íslandi,
Danmörku, Svíþjóð og Finn-
landi) og láta allir fylgja
skýrslum sínum uppdrætti og
myndir af sínu verkssviði.
Á einu býlinu, Stöng, reynd-
ust húsarústirnar greinilegast-
ar og stæðilegastar. Og hafa
þær því verið varðveittar und
ir þaki. Var það vel ráðið og
þjóðinni til sóma. Eitt bæjar-
húsið þar er sjerkennilegt og
áður óþekkt að því leyti, að
þar eru grjóti hlaðnar rennur
með hliðarveggjum báðum
næstum að endilöngu og með
líðandi halla út í gegnum gafl-
hlaðið og í bæjarlækinn þar
rjett hjá. Að svo löríg og tvö-
föld hleðsla væri notuð fyrir
salerni, finnst mjer engu tali
taka. Tel líklegra, að þarna
hafi verið fyrirmyndar kreli-
hús þeirra tíma, til að geyma
óskemmt síátur nýtt, silung’og
önnur matvæli. Á haustin, vor-
in og fram á sumar hefur löng
um mátt ná þar í ís eða snjó
í fjöllum, til þess að kúffylla
rennurnar og bæta ofan á eftir
því, sem slakpaði og út rann
jafnskjótt gegnum gaflhaðið.
Svo fágæt og fróðleg, sem
hún er öll byggingin á Stöng,
þá tel jeg engu síður athuga-
verðar bygðarleyfarnar í Haga
er síðan var breytt og nafni
ruglað í Snjáleyfartóttir. Þar
er lykillinn að lesbókinni fyr-
nefndu. Ekki er ástæða til að
rengja frásögn Landnáum, að
Þorbjörn laxakarl hafi verið
landnámsmaður í Haga. Og þá
eigi heldur hitt, að þarna sjeu
fundnár leifar af fyrsta bæn-
um í Þjórsárdal, sem varla er
yngri en frá því um 900. (Safn
t.s. ísl. I. 289). En að þarna
sje fundin rúst fyrsta bæjar-
ins í Haga, sannast af því, að
hann hefur verið settur á viði-
vaxna flöt, svo að brenna varð
skóginn frá byggingunni.
Byrjað mun hafa verið á því
að höggva trjen og hirða not-
hæfa rafta. Á þær hliðar, sem
að skógi lágu hefur þurft að
hreinsa belti, svo eldurinn læst
ist ekki út fyrir ákveðna bruna
blettinn. Síðan hefur verið
kveikt í liminu af nothæfu
trjánum, ásamt kjarrinu og
öllu því er eftir stóð, og hef-
ur sumt sviðnað, en ekki brunn
ið til ösku. — Á gróðursælustu
og skjólbestu stöðunum í Þjórs
árdal hafa bjarkirnar verið há
ar og beinvaxnar. Og því að
líkindum notaðar bæði í árefti
og stafi eða stoðir, frá gólfi
bæjarhúsanna. Sýnast mjer
benda til þess holurnar ótelj-
andi í mörgum skálum. Flest-
ar, sem lýst er kringlóttar ög
um 10 cm. í þvermáli.
BrunUaskan með hálfbrendu
limi og lurkum fannst á sömu
hæð í gólfi, undir skálaveggj-
um og umhverfis þá. Auðveld-
ara er því þarna að ákveða
aldur rústanna en á Stöng. Og
þessa tímatakmarkauppgötvun
þarf nú að hagnýta nákvæm-
lega: Grafa niður á urð eða
berg hjá Snjóleifartóttum, um
hverfis þær og út frá þeim í
allar áttir. Og rannsaka jafn-
framt vísindalega sjerhvert lag
af vikri og eldfjallaösku, er
finnast kann, jafnt yfir og und
ir þessum landnámsjarðvegi.
Með uppgrefti víðsvegar og
glöggskygnum samanburði,
gæti slíkt orðið merkileg sönn
un og upplýst mikinn fróð-
leik víða um land, bæði um
fyrstu býgð bæja, endurbygg-
ing þeirra og aleyðing, og mun
eyðing og endurlífgun skóga og
jurtagróðurs yfirleitt. Skyldast
er það ríkissjóði og ríkisstjórn
að styðja og styrkja slíkar rann
sóknir.
Uppgröftur kirkjugarðsins á
Skeljastöðum, alls þess, er þá
var ekkj gjörblásið (með ná-
lega 60 beinagrindum) er enn
einn mjög merkilegur atburð-
urinn í Þjórsárdal. Sáust þar
beinagrindur, margar heilar,
eða því nær, og ekki úr lagi
færðar, svo og farið eftir litla
timburkirkju.
Eitt af mörgu athugaverðu
við uppgröftinn er það, að á
þremur býlunum (Snjáleigar-
tóttum, Skallakoti og Stórhóls-
hlíð) hafa bæir verið bygðir
þar bæði fyrir og eftir hvíta
vikurfallið mikla um 1300. Og
þá sennilegá 'lÓii^íéngr á ■nriilli
í eyðir- En.; hitt gettir líbaiivel
ver'ið, að SöiVm bæjaThúsiny feða
með líkri stærð og lagi, hafi
vgrið oftar í en é'it,f sínn
og með fárra ára millibili, eins
og kunnugt er á öðrum stöðum.
Tvímælis orkar það um þetta
mikla hvíta (líparít) vikurlag,
hvort það geti verið úr Heklu
sjálfri.
Er nokkuð ólíklegra, að
það væri mesta vikurfallið, sem *
Oddaverja annáll telur 1294?
Minna er þar tálað um Heklu
sjálfa en í Lögmanns annál
1300. Kynni því fremur þá
(1924) að vera frá nágrenni
Heklu þó henni sje eignað. —
Enda skilst mjer svo, að meira
beri á öskufalli en vikri 1300.
Aldreí þekkist heldur svona
stutt bil millí gosa Heklu
sjálfrar. En af elstu annálum
vil jeg einna síst rengja Odda-
verjaannál um ártal og annað,
þar í næsta nágrenni.____________
3.—9. kafli. Margt er fleira
fróðlegt í fyrrnefndri bók, þótt
hjer verði ekkert um það sagt,
nema bent á efnið: 3. Norsk
hús á víkingaöldum. 4. Islensk
ar rústir (aðrar). 5. Goðahof
íslensk. 6. Rannsókn beina-
grinda, vísindaleg. 7. Miðalda-
húsdýrin. 8. Byggingar síðari
alda á íslandi, 9. Summary,
yfirlit stutt á ensku. Nr. 3.—8.
er með mörgum myndum og
uppdráttum. — Um nr. 5 (hof-
in) tel jeg að innlendir fræði-
menn þurif að gera betri skil.
Einn galli er þó á bók þess-
ari, fyrir okkur íslendinga, að
hún er á dönsku og sænsku
máli, en ekki á voru eigin málí,
þótt hún sje um alinnlent efni.
Vegna þessa er bókin hjer í
höndum færri manna en ella
og kemur ekki öllum almenn-
ingi að fullum notum. Er það
landi voru til litils sóma, um
jafnmerkilegt efni. Hinsvegar
á Ejnar Munksgaard í Kaup-
mannahöfn mikið lof skilið fyr
ir þessa ágætu útgáfu, (eins og
svo margt annað). Og þar sem
þijár fyrrnefndar þjóðir (Dan
,ir, Finnar og Svíar), ásamt Is-
lendingum hafa lagt fram fje í
allt þetta kostnaðarsma verk
þá urðu þeir að fá útgáfuna á
sínu skiljanlega máli. Þakklæt-
isvert er það, að formaður forn
leifafjelagsins (Matth. Þ.) út-
vegaði fjelagsmönnum bók
þessa með mjög lágu verði.
Fornleifafjelagið. Varla get-
ur það talist þjóð vorri vansa-
laust að eiga ekki í hið minnsta
útdrátt eða kjarna þessa mikla
efnis á sínu eigin máli. Væri
Fornleifafjelag íslands ekki
jafn fámennt og fátæklegt eins
og það er, þá væri sómi þess
og metnaður (mjer datt i hug
skýlda) að bæta nokkuð úr
þessu og sækilegt væri að það
gæfi órlega út eitt hefti af Ár-
bók sinni. Og ætti þá að geta
tekið í hvert sinn, nokkra pósta
úr bókinni, dálítið saman-
dregna og stytta í okkar kjarn-
yrða mál. Og þá fyrst og fremst
kaflana 1. og 2. (En beinavís-
indi og annað slíkt er ekki við
almenningshæfi, nema á ein-
faldan hátt).
Nú vill svo vel til, að Krist-
ján Eldjárn fornminjavörður
héfur ritað bækling um Stöng,
lítjinn og góðan (Rvík 1947, 26
bls. með tilheýrandi myndum).
Væri slíkar ritgerðir vel sjeðar
Frh. á bls. 8.
Þegnr Franco sagði
„nei^ við Mussolini
-------- )
Eftir HENRY BUCKLEY,
frjettaritara Reuters í Róm.
ROBERT CANTALUPO, fyrrum sendiherra ítalíu á SDáni,
gefur greinargóða lýsingu á því í bók sinni „Þannig var Spánn*'
(Fu La Spagna), er fundum þeirra Mussolini og Franco bar
saman 1 janúar 1941 í Bordighera á ítölsku ströndinni, en á
þeim fundi fór Mussolini þess á leit við Franco að Spánn færi í
styrjöldina með möndulveldunum. — Cantalupo skrifar: „Þegar
Mussolini kom aftur til Róm, mátti glöggt sjá það á svip lians,
hve hann áleit endalok þessa fundar hörmuleg“.
„Hann var þögull og annars
hugar. Hann hafði líka sjeð, hve
hið margumtala samband milli
Spánar og Italíu var mikils
virði.
„Á fundinum talaði Musso-
lini í tvær klukkustundir. Á
meðan mælti Franco ekki orð
af munhi. Þegar Mussolinj hafði
lokið máli sínu, gaf Franco hið
ósveigjanlega svar sitt.
Svarifi neikvætt.
„Hann gat ekki svarað til-
mælum Mussolini nema á einn
veg — með því að segja nei,
en hann reyndi að gera það
eins kurteislega og vingjarn-
lega og unt var. Svar hans var
mjög stutt — og neikvætt.
,,Hann sagði að efnahagur
Spánar væri mjög bágborinn —
hefði verið það allt frá því að
borgarastyrjöldinni lauk — og
ógjörningur væri fyrir Spán að
leggja út í aðra styrjöld, fyrst
um sinn“.
Cantalupo gerir eftirfarandi
athugasemd í sambandi við
neitun Francos: „Aðeins sá, sem
aldrei hefir hugsað neitt um
sögu Spánar á 19. öldinni, og
þó utanríkisstefnu landsins. að
jafnvægi skyldi haldast milli
ríkjanna, hefði getað farið þess
á leit, að Spánn ryfi grið við
Bretland“.
Virðulegur sess í laun.
„Mussolini gerðj það að til-
lögu sinni, að Franco færi ekki
í styrjöldina í Evrópu, heldur í
Marokkó. Að hann færi í styrj-
öldina innan nokkurra mánaða
og með því yrði komið í veg
fyrir, að Frökkum tækist að
mynda nýlendu-hersveitir í N.
Afríku og bandamönnum tæk-
ist að setja þar her á land.
„Að launum átti Spánn að
hljóta virðulegan sess í heim-
inum, er sigur möndulveldanna
væri tryggður.
„Ræða Mussolini var löng og
rödd hans kuldaleg.
„Hann hafði sjálfur grun um,
að öll þessi viðleitni væri til
einskis — að Franco myndi
halda áfram að vera hlutlaus
og kæra sig kollóttann um af-
drif Ítalíu. Hann hafði óður
rekið sig á það saman — í Spán
arstyrjöldinni.
Nifiurlæging.
„Honum hlaut einnig ,að vera
ljóst, hve mikil niðurlæging
þetta var — það voru tæplega
fjögur ár síðan Franco hafði
beðið Ítalíu um hjálp.
„_Við höfðum hjálpað —; gef-
ið |og gefið — ekkert hafði ver-
ið endurgreitt. Nú hafði Ítalía
orfeið að varpa sjer að fótum
Fijancos.
'„ítaLnn var fulltrúi stefnu,
sem beðið hafði ósigur — Spár»
verjinn var fulltrúi stefnu, sem
hafði sigrað.
„Þessir tveir menn voru trúir
fulltrúar alls þess, sem Ítalía
hafði tapað og alls þess sem
Spánn hafði unnið á í borgara-
styrjöldinni, með okkar hjálp.
„Franco sagði já við öllu
nema því einu, sem Mussolini
ljet hafa sig til að biðja hanri
um. Hann. hafði beðið um það
án þess að gera sjer miklar von
ir um góðan árangur — aðeins
til þess að þóknast Hitler og
ítalska almenningsálitinu“.
Fundur í Bretlamti
um laiidvarnarmáf
London i gærkvöldi.
ATTLEE, forsætisráðh. Breta,
hjelt tveggja klukkustunda funct
í dag með Bevin utanríkisráð-
herra, Alexander flotamálaráð-
herra, Shinwell hermálaráð-
herra og Henderson ílugmála-
ráðherra. Auk þess sátu fund-
inn Montgomery marskálkur og
Sir Alan Cuningham flotafor-
ingi. Talið er víst að viðræðurn-
ar haíi snúist um landvarnarmál.
Breílar.ds og «m hvort beri að-
ffestr afvophun.
Attlee forsætisráðherra lagð-
irt í kvöld á sjúkrahús, vegna
meinsemdar í fótum. Hann bef-
ur samt fullt samband við stjórn.
arskrifstofurnar. — Reuter.
Helmingur flólla-
fólksins til Breliands
London í gærkvöldi.
BRETAR tóku síðastliðið ár á
móti helmingi þeirra 200,000
flóttamanna, sem á því tímabili
fundu nýjan samastað. Þetta
kemur fram i skýrslu, sem al-
þjóða flóttamannasambandiS
gaf út í dag, en í skýrslunni
kemur fram, að rnn það bil
fiérði hluti ofangreindia flótta-
manna sneri aftur ti! heima-
landa sinna. — Reuter
Þriggja ára fangelst
en sleppf
Stuttgart í gær.
FYRRVERANDI foringi yfir
nauðungarsveitum útlendinga í
Þýskalandi, Olf Konstantin Hi-
erl, var fyrir andnasistadóm-
stóli hjer í Stuttgart dæmdur ’i
þriggja ára íangelsi. Honum var-
þegar í stað sleppt lausum. því
að hann hefur þegar tekið út
hégningu sína. Hefur hann setið
lengur en þrjþ ár í fangelsi frá
síríðslokum. — Reuter.