Morgunblaðið - 28.08.1948, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.08.1948, Blaðsíða 6
r 6 MORGXJ'NBLAÐIÐ Laugardagur 28. ágúst 1948. Útf.: H.f. Arvakur, Reykjavft rramkvjrtj.: Blffúa Jónssoa. % Ritatjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgSam.). Frjettaritstjóri: Ivar Guðmundasan. Auflýitnfar: Arni GarBar Kristlnnm. Ritatjóm, auflýsingar og afgreiSsla: Austurstrieti 8. — Simi 1600. Askriftargjald kr. 10,00 & mánuði, inTiaalanóg, í lausasölu 60 aura eintakiS. 75 aura mai Lasbók. kr. 12,00 utanlands. FLÓTTAFÖLK EITT þeirra fyrirbrigða, sem ríkastan þátt áttu í því að setja svip öryggisleysisins á líf sumra Evrópuþjóða árin fyrir síðustu heimsstyrjöld var hinn mikli fjöldi fólks, sem ýmist neyddist til þess að fara huldu höfði í ættlöndum sín- um eða flýði þau og settist að í framandi löndum. Þannig var ástatt fyrir tugum þúsunda manna í Þýskalandi, Italíu og fleiri einræðislöndum. 1 Þýskalandi Hitlers stóðu Gyðinga- ofsóknimaar sem hæst auk þess sem öll andstaða gegn stjóm nasista var barin niður með harðri hendi, fólk fangelsað fyrir skoðanir sínar, flæmt í útlegð o. s. frv. Þegar styrjöldinni lauk og nasisminn og fasisminn voru að velli lagðir, gerðu þjóðir Evrópu, sem úthellt höfðu blóði sínu í baráttunni fyrir frelsinu, sjer vonir um að herleiðing- unni væri lokið. Flóttafólkið, sem vegna pólitískra skoðana eða þjóðemis síns, hafði flúið heimili sín og ættlönd, hugði til heimferðar og þátttöku í uppbyggingarstarfinu heima fyrir. Vonir stóðu til þess að upp úr hinni ægilegu upplausn Hitlerstímabilsins og heimsstyrjaldarinnar risi ný Evrópa, þar sem fólkið nyti þess öryggis og friðar, sem vitfirrtir ein- ræðisherrar sviptu það. En hvernig lítur Evrópa út í dag? Hvar er öryggið, sem þjóðimar hafa verið að berjast fyrir? Þúsundir manna eru á ný á flótta frá heimilum sínum og ættlöndum. Stjómmálamenn, háskólaprófessorar, stúdent- ar, vinnandi fólk úr öllum stjettum er aftur komið á flótta eða fer huldu höfði í löndum sínum. London, París, Stokk- hólmur, Lissabon, New York o. fl. stórborgir em aftur orðn- ar að hæli flóttafólks frá fjölmörgum löndum Evrópu, svo sem Tjekkóslóvakíu, Póllandi, Eistlandi, Lettlandi, Lithauen, Ungverjalandi, Júgóslavíu, Búlgaríu, Rúmeníu og Albaníu. Flóttafólkið streymir til þessara höfuðborga hins frjálsa heims. Það reynir öll brögð til þess að komast burt úr ætt- löndum sínum. Það hættir lífi sínu til þess að komast fram hjá byssuhlaupum landamæravarðanna. Sumt af því kemst undan út í hina frjálsu veröld, sumt fellur til jarðar með byssukúlur bræðra sinna í bakinu. á UR DAGLEGA LIFINU Skynsamleg tillaga. ÞAÐ ER ekki svo oft, sem eitt- hvað heyrist af viti frá áfengis- varnamefndum, að menn verða forviða og raunar ánægðir er nefndir þessar bregða útaf vana sínum. Nú hefir áfengisvarnanefnd Reykjavíkur lagt til, að fylliröft unum, sem hanga hjer við höfn ina og víða, verði komið fyrir á hæli undir eftirliti læknis. Þetta er nokkuð góð hugmynd svo langt sem hún nær. En hætt er nú samt við, að nokkur ljón verði á vegi nefndarinnar áður en hún kemur fyrirætlunum s'in um í framkvæmd. • Ekki í bænum. EKKI MUN það vera heppilegt, að hafa þetta hæli í Franska spítalanum, eins og lagt er til. Það þarf "énginn að vera í vafa um, að sumir þessara manna verða erfiðir og vilja komast í pc-iann sinn. Þeir eru vanir því að fara sínu fram og hætt er við að sterkan vörð þyrfti um hús inni í bænum, ef vel ætti að fara • Rónarnir eiga að hverfa. ÞAÐ ER ALVEG satt, að það er skömm að fyllirónunum á götum bæjarins. En það er nú svo, að þessir menn, — sumir h.verjir að minsta kosti — hafa full borgaraleg rjettindi og það verður fyrst að svifta þá mann- rjettindum, áður en hægt er að loka þá inni fyrir þá eina sök, að þeir sjeu daglega undir áhrif um áfengis. Hver ætlar að taka það verk að sjer í áfengisvarnarnefnd- inni? • Vantar lög. ÞAÐ SEM VANTAR hjer á landi eru lög, sem banna flæk- ing og iðjuleysi og mæla svo fyrir, að leggist menn í leti og ómennsku, þá geti hið opinbera sett menn til vinnu og látið þá vinna fyrir sjer. Ef slík lög væri til og þeim væri beitt, sæjust ekki margir rónar við höfnina. Margir þeirra eru fullfrískir menn, sem gætu orðið prýðis borgarar, en þeir hafa leiðst út í rónaskap- inn fyrir leti og vegna þess að þeim hefir ekki verið haldið að vinnu. • Aðkallandi þörf. EN HITT er rjett, að það er til háborinnar skammar, að sjá þessa svo kallaða róna í hópum við höfnina, alt frá gamla Plan inu og inn að Nýborg. Sníkj- andi og snapandi, æpandi í hvern mann. Margir eru þetta hinir mynd arlegustu og hraustustu strákar og iitu vel út ef þeir væru þvegnir og settir í hrein föt. Það er synd, að nota ekki krafta þeirra við framleiðsluna í stað þess, að láta þá grotna niður á einhverju hæli. En aðrir rónar eru ekkert annað en spítalamatur. En hvað um það, áfengis- varnanefndin á þakkir skyldar fyrir framtak sitt, því róna- vandamálið verður að leysa vegna mannaumingjanna sjálfra, aðstandenda þeirra og allra borgarbúa í heild. Gjafmildi íslendinga. í TÍMARITI ROTARY fjelags- ins er skýrt frá því, að íslend- ingar hafi lagt langsamlega mest að mörkum til barnahjálp ar Sameinuðu þjóðanna og nemi framlag okkar sem svari 4 doll urum á hvern einasta lands- mann. Þegar reiknuð eru framlög annara þjóða á sama hátt kem ur i ljós, að Norðmenn hafa gefið 66 cent á mann, Nýsjálend ingar 60 cent, Tjekkar 10 og Bandaríkjamenn sem svarar 8 centum á mann. • Sláturtíðin fer í hönd. SUMARSLÁTRUN er hafin og menn hafa fengið að bragða á nýja ketinu, blóðmör og svið- um. En hjá flestum hefir það varla verið nema bragð, því verð ið hefir verið svo hátt, að mönn lim hrýs hugur við að greiða það og sumir hafa beðið og bíða enn í þeirri von, að verðlagið fari eitthvað niður. Það mun ekki vera eins al- gengur siður nú orðið og áður var að tekið sje innanúr á heim ilum. Veldur því meðal annars, að ungar húsmæður kunna varla að gera slátur lengur og svo þvkir þægilegra, að sækja einn og einn kepp út í búð, en að vera að eiga við þetta sjálfur. • Skaði. EN ÞAÐ ERU margir, sem álíta það skaða, að ekki skuli vera höfð sú gamla góða regla, að birgja heimilin upp af mat und ir veturinn. — En það er rjett, að það er margt, sem til greina kemur. Húsmæður eru margar einar og fá enga aðstoð til heim ilisstarfa. Þær hafa nóg með heimilið og daglega matargerð og þvotta, þótt ekki sje bætt slátri ofaná, kæfu eða sviða- malli. Þetta er skiljanlegt. En leiðin legt væri, ef íslenskar húsmæð ur týndu með öllu niður hinni gömlu þjóðlegu matargerð og að það yrði eingöngu verk- smiðjuvinna. Það mætti teljast afturför. lUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIXIIIIIIIIII liiiiimiiiimiiiiiiiimi!iiiiiiiiiiiiiiiiii‘",iliniimniimrmiiiiiiiiimiiiiiiiiiH MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . •immmmmmmimimmmmmmimimmmm immmmimimmiiiiimiiiiiiiiiimimminiiiiiiniiimiiiil Þeirra, sem undan komast bíður hið rótlausa líf útlagans í framandi stórborgum. En hversvegna eru þúsundir Evrópumanna aftur á flótta frá heimilum sínum? Hversvegna leggur þetta fólk á ný leið sína tíl London, Parísar og fleiri stórborga hinna vestrænu lýðræðislanda? Saga áranna fyrir síðustu heimsstyrjöld hefur endurtekið sig. Fólkið er aftur að flýja ríkisstjórnir landa sinna, spor- hunda hinnar leynilegu lögreglu þeirra, öryggisleysið og of- beldið. En nú eru það miklu fleiri þjóðir en þá, sem búa við ógnarstjómir. Mikill hluti Austur-, Mið- og Suður-Evrópu hefur verið hnepptur í fjötra hins „austræna lýðræðis“, sem byggir valdatöku sína á afnámi frumstæðustu mannrjett- inda og fær leynilögreglu úrslitaáhrif á lif og starf fólksins. Það er þetta stjómarfar, sem tugir þúsunda af friðsömu fólki úr öllum þjóðfjelagsstjettum þessara landa er að flýja til þess að leita á náðir fjarlægra stórborga. Sumt af þessu fólki hefur að vísu farið þessa ferð áður. Það flýði ógnar- stjóm Hitlers og barg lífi sínu en glataði aleigunni. Að styrj- öldinni lokinni hvarf það heim aftur til ættlands síns til þess að byrja þar nýtt líf. En nú hefur það aftur orðið að fara á vergang, flýja land sitt undan nýrri harðstjóm, harð- stjóm kommúnismans og hins „austræna lýðræðis". Svo grálega hafa örlögin leikið þúsundir Evrópubúa. En nú eins og í síðustu heimsstyrjöld ólgar hatrið gegn harðstjóminni í hugum fólksins, ekki aðeins þess, sem með harm í hjarta hefur flúð ættlönd sín, heldur almennings, sem berst hinni hljóðu baráttu heima fyrir undir jámhæl lög- regluríkisins. Þessi barátta getur staðið nokkurn tíma, e. t. v. mörg ár. En úrslit hennar hljóta að verða þau sömu og bar- áttunnar við Hitlerismann. Arftaki hans, Stalinisminn, hlýt- ur að bíða ósigur fyrir frelsisbaráttu einstaklinganna, sem heima fyrir Óg í útlegð, berjast fyrir rjetti sínum til þess að njóta þess persónufrelsis sem er homsteinn vestræns lýð- ræðis. Deilur sljórnmálaflokkanna á rússneska hernámssvæðinu Eftir John Pcet, frjettaritara Reuters í Berlín. STJÓRNMÁLAMENN á her- námshluta Vesturveldanna í Berlín eru þeirrar skoðunar, að vaxandi átök eigi sjer nú stað í „andfastistabandalaginu" svo- nefnda á hernámssvæði Rússa, en bandalagi þessu tilheyra all- ir stjórnmálaflokkar hernáms- hlutans. Enda þótt deilurnar innan bandalagsins hafi enn ekki vald ið upplausn þess, er vitað, að þær eiga rót sína að rekja til þeirrar kröfu sameiningarflokks sósialista, að hann einn eigi að taka allar mikilsverðar ákvarð anir. Kommúnistar ráða öllu í flokki þessum, sem raunar er lítið annað en dulbúinn lepp- flokkur Rússa. • • VIKIÐ ÚR EMBÆTTUM Mönnum kristilega demokrata flokksins og frjálslyndra demo krata, sem í orði kveðnu eiga að vera samstarfsflokkar komm únista, hefur verið vikið úr öll- um meiriháttar embættum inn an bandalagsins, og til þeirra er nú aðeins leitað, þegar þeir þurfa að gefa þeim ákvörðun- um samþykki sitt, sem samein ingarflokkur Sósíalista hefur þegar tekið. Sú staðreynd, að tvpir nýir flokkar hafa skyndilega stung ið upp höfðinu, hefur sist bætt sambúðina. Þessir flokkar nefna sig þjóðlega demokrataflokkinn og lýðræðislega bændaflokkinn. • • NASISTAR Þjóðlegi demokrataflokkur- inn, sem sagt er að stöðugt fjölgi meðlimum sínum, enda þótt hann hafi enn ekki birt neina stefnuskrá, hefur sjer- staklega fengið fylgi fyrverandi smánasista, sem ekki finnst þeir eiga heima i hinum flokkunum. Þessum nasistum er sagt, að þeir hafi alltaf verið heiðarlegir borgarar, sem aðeins hafi verið ,,tældir“ til fylgis við Hitler. Lýðræðislegi bændaflokkur- inn hefur hinsvegar hlotið fylgi allmargra smábænda, sem nú eru orðnir jarðeigendur. Enda þótt báðir þessir flokk ar reyni að leyna því, efast fáir stjórnmálamenn um það, að kommúnistar standi á bak við þá. • • EIGA AÐ EFLA KOMMÚNISTA Frjálslyndir demokratar og kristilegir demokratar óttast, að ofangreindir tveir flokkar hafi verið stofnaðir til þess eins að vera fylgiflokkar kommúnista og efla aðstöðu þeirra innan , andfasistabandálagsínsK. ■ - Eftir því sem átökin hafá harðnað innan bandalagsins, hefur það stöðugt færsj í vöxt, að blöð hinna ýmsu flokka deili sín á milli. Der Morgen, blað frjálslyndra demokrata, svar- aði þannig fyrir nokkru gagn- rýni kommúnista á eftirfarandi hátt: • • „STÖÐVIÐ ÞJÓFINN" „Ef nokkur flokkur er að grafa undan lýðræðissamsteyp- unni, er það einmitt sameining arflokkur sósialista. Þessi flokk ur hefur verið að hrópa „Stöðv ið þjófinn", til þess eins að draga athygli almennings frá sjálfum sjer. Okkur kemur það ekkert á óvart, þegar samein- ingarflokkur sósialista lýsir írjálslyndum demókrötum og kristilegum demokrötum sem „afturhaldsflokkum", því það er vel vitað, að allir þeir, sem fylgja ekki stefnu sameiningar flokks sósialista, éru af þessum sama flokki kallaðir afturhalds seggir.“ í kjölfar þessara blaðaskrifa fylgja fregnir af því, að miklar handtökur hafi að undanförnu verið framkvæmdar á rússneska hernámssvæðinu. Sjerstaldega munu margir frjálslyndir demo kratar hafa verið handteknir víðsvegar í Saxlandi. Sam- kvæmt þýska blaðinu Telegraf, voi;u þannig um 30 meðlimir flokksins fangelsaðir í Dresden fyrstu daga ágústmánaðar. • • IIREINSUN Samtímis því sem frjálslynd Frh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.