Morgunblaðið - 03.09.1948, Qupperneq 1
16 síður
S5. árgangur
207. tbl. — Föstuclagur 3. september 1948.
PrentsndSja Morgunblaðslfll!
I
Alsherjarþingið mun
ræða kjarnorkumólin
Tiliaga um effirliliS með kjamorkunni
New York í gær.
BÚIST er viS, að kjarnorkumálin verði eitt aðalumræðuefnið á,
allsherjarþinginu, sem hefst í Paris 21. september. Fulltrúi <
Eandaríkjanna í kjarnorkur.efnd Sameinuðu Þjóöanna lagði í
gær af stað til Evrópu með breska skipinu Queen Mary. Áttu
blaðamenn viðtal við hann skömmu áður en skipiö lagði úr höfn.
Rætt um tillögur *
kjarnorkunefndarinuar
Jessup benti á, ao á allsherjar-
þinginu myndi fyrst gefast tæki-
færi til að ræða í smáatriðum
áætlun þá um eftirlit með kjarn-
orkumálunum, sem nefndin hef-
ur gert uppkast að á undanförn-
um tveimur árum.
Rússar á móti
Frá því kjarnorkunefnd S. Þ.
var skipuð hefur hún haldið 200
fundi og í henni hafa átt sæti
fulltrúar frá 17 þjóðum. 14 þess-
ara þjóða hefur komið saman
um tillögu þess efnis að skipa
alþjóðaeftirlitsnefnd með öllum
kjarnorkurannsóknum í heimin-
um. Á móti þessari tillögu voru
fulltrúar þriggja landa — Rúss-
lands, Póllands og Ukrainu.
Rússar eru á móti tillögunni
vegna þess að í henni sje farið
fram á að ríkin afsali sjer þjóð-
ernislegum rjetti.
Til varðveislu friðarins
Jessup sagði við blaðamenn,
að samþykki Bandaríkjanna við
stofnun nefndar þessarar sje hið
dýrmætasta tilboð, sem nokkur
þjóð hafi boðið til varðveislu
friðarins* Hann sagðist ekki
vera í vafa um, að tillagan um
eftirlit með kjarnorkunni myndi
hljóta meirihlutafylgi á Allsherj
arþinginu.
Innbrotsjijófar
1 lianMnií'
RANNSÓKNARLÖGREGL-
AN hefur nýlega handtekið tvo
unga menn, sem játað hafa á'
sig nekkur af innbrotum þeim,
•sem framin hafa verið nú upp,
á síðkastið.
Menn þessir hafa báðir áður
komist undir mannahendur. —
Annar þeirra er Sigurður Þor-
kell Þorláksson frá Siglufirði,
en hinn er Pálmi Gunnar Krist
insson til heimilis að Asvalla-
götu 35.
Menn þessir frömdu í fjelagi
innbrotið í skrifstofur Sam-
bands ísl. samvinnufjelaga, og
saman voru þeir við innbrotið
í Varðarhúsinu, en þar brutust
þeir inn í verslunina Sjóklæði
og fatnaður, skrifstofu verslun-
arinnar Ragnar Guðmundsson
h.f. og happdrættisumboð Stef-
áns Pálssonar og Ármann.
Þá framdi Sigurður Þorkell
innbrotið í Trípólibíó.
Nú sitja fjórir aðrir menn í
gæsluvarðhaldi, sem uppvísir
hafa orðið að ýmsum þjófnuð-
um, en rannsókn í málum
þeirra er enn ekki lokið.
Tjekkóslóvakía kærð
fyrir ólöglega vopna-
flutninga til Israel
Washington í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Morgunbl.
frá Reuter.
UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ til-
kynntí hjer í kvöld, að Banda-
ríkin hefðu sent Tjekkóslóvakíu
mótmæli vegna „ólöglegra flutn-
inga“ á flugvjelum og vopnum
til Israels. Ráðuneytið hafði áð-
ur sent Bernadotte greifa skýrsl
ur um, að bandarískir ríkisborg-
arar hefðu tekið þátt í flutning-
um þessum. Ætlað er, að ráðu-
neytið hafi fengið sannanir fyr-
ir því i skriflegum og eiðfestum
yfirlýsingum frá bandarískum
ríkisborgurum, að vopn og flug-
vjelar væru nú fluttar frá
Tjekkóslóvakíu til Israel, enda
þótt Sameinuðu Þjóðirnar hefðu
bannað alla slíka flutninga.
Ró í Palcstínu
Bernadotte, sáttasemjari S.Þ.
í Palestínu, kom í dag til Róm
frá Genf á leið sinni til Rhodos.
— í París átti greifinn tal viö
Trygve Lie, aðalritara S. Þ. —
Hann ljet svo ummælt við
frjettamenn, áður en hann hjelt
þaðan, að ró væri nú yfirleitt
komin á í Palestínu, nema í
Jerúsalem, en þar væri ástandið
enn alvarlegt.
Hflenn eru vongóðir í Berlín
í vanda sfaddur
... en Rússar segja að
enn sje verið að gera
við járnbrautina
Berlín í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
ÞAÐ er haft eftir tryggum heimildum, að hernámsstjórum
Vesturveldanna í Berlín hafi verið gefnar fyrirskipanir um að
ljúka viðræðum sínum um Berlínarvandamálin innan tíu daga,
Hernámsstjórarnir komu í dag saman á fund. Er sagt, að þeir
! hafi rætt um að koma aftur á flugsamgöngum milli Vestur-
Þýskalands og Berlín og vandamálið um gjaldmiðil Berlínar-
borgar.
Robert Schuman, sem nú er að
reyna að mynda stjórn í Frakk-
landi, segist ekki ætla að gefast
upp við það. Hjer er nýleg mynd
af honum, sem bendir til þess,
að hann sje í nokkrum vanda
staddur.
Austrænt ritfrelsi.
! VARSJÁ -— Sjera Sigmunt
Kacsynski ritstjóri kaþólska
vikuritsins í Póllandi var ný-
, lega handtekinn af pólsku rík-
! islögreglunni og blaðið bannað.
Eins og hálfs tíma
fundur.
Engin opinber tilkynning
var gefin út um fund hernáms
stjóranna, sem fór fram í bækr'
stöðvum Rússa í borginni og
stóð yfir í einn og hálfan tíma.
Verkföll víða um
Frakkland
Frönsk sljérn án þáffföku jaín-
aðarmanna.
París í gær.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
ROBERT SCHUMAN heldur áfram tilraunum sínum til stjórn-
armyndunar. Líkurnar fyrir, að honum takist það minnkuðu í
dag, vegna þess, að sósíaldemókratar tilkynntu, að þeir myndu
ekki styðja stjórn hans. Skömmu síðar áttu blaðamenn viðtal
við hann. Sagði hann, að han.i myndi halda áfram tilraunum
sinum um stjórnarmyndun, enda þótt sósíaldemókratar hefðu
skorist úr leik. Seint í kvöld gáfu sósíaldemókratar skýringu á
neitun sinni um stjórnarsamvinnu.
tJrslit fyrir kvöldið.
Schuman sagði við blaða-
menn, að hann myndi halda á-
fram tilraunum sínum til
stjórnarmyndunar, hvort sem
sósíaldemokratar vildu taka
þátt í henni eða ekki. Hann
vildi ekki segja neitt um lík-
urnar fyrir því, hvort þing-
meirihluti næðist án samvinnu
við sósíaldemokrata, en sagði
hinsvegar að ef honum ekki
tækist stjórnarinyndunin fyrir
kvöldið, myndi hann gefa það
frá sjer.
Skýrsla sósialdemokrala.
Seint í kvöld birtu sósial-
dcmokratar skýrslu um ástæð-
urnar fyrir, að þeir töldu sjer
ekki fært að styðja Schuman.
Segir í skýrslunni, að þeir geti
ekki stutt efnahagsáfonn Schu
mans. Segja að í þeim sje ráð-
ist á hag verkamanna, en ekki
sje ráðlegt að mynda stjórn án
stuðnings verkalýðsins.
VerkföII í Frakklandi.
Nokkurs óróa gætir meðal
vorkamanna í Frakklandi og
hafa þeir byrjað verkföll í
nokkrum borgum, einkum í
Lyons, Marseille og Rouon.
Lá undir gruni, en
var sleppf
London í gær.
BRESKA stjórnin hefur gef
ið skýringu á því, hvernsvegna
dr. Wladislav Dering var slept
úr fangabúðum stríðsglæpa-
manna í Þýskalandi, en bresk
blöð hafa undanfarið gert mik
ið veður út af því að honum
var sleppt. í skýrslu stjórnar-
innar segir, að þótt Pólverjar
hafi sakað Dering um stríðs-
glæpi, hafi ekkert slíkt á hann
sannast, enda var hann í fanga
búðunum aðeins vegna gruns.
— Reuter.
Berlínarbúar vongóðir.
Menn eru vongóðir í Berlín
og talið er að ekki muni nú
líða á löngu uns samkomulag
náist um öll deilumál varð-
andi borgina. Einkum þykir
það benda til góðs, að flutn-
inganefnd fjórveldanna kom
saman í kvöld og talið að þar
hafi verið rætt um afljettingu
samgöngubannsins.
Samkomulag um miðjan
mánuð?
Þýska frjettastofan segir að
enn sje of snemt að vera svart-
sýnn eða bjartsýnn, en bendir
þó á, að miklar líkur sjeu til,
að hernámsvöldin vilji koma
Þýskalandsmálunum í rjett lag
áður en allsherjarþing Samein
uðu þjóðanna hefst 21. sept.
Viðgerðum ekki enn lokið.
Frjettastofan á hernáms-
svæði Rússa skýrði frá því í
dag, að viðgerðum á járnbraut
arlínunni milli Berlín og Helm
stedt væri ekki enn lokið og
væri ómögulegt að segja hve-
nær línan yrði nothæf.
íþréttamenn koma
heim
EJÓRIR frjálsíþróttamann-
anna, sem hafa verið í keppn-
isferð um Norðurlönd, komu.
heim í gærkveldi, og ennfrem-
ur þjálfari þeirra og farastjóri
Olle Ekberg.
Þeir, sem komu, voru Finn-
björn Þorvaldsson, Sigfús Sig-
urðsson, Óskar Jónsson og
Torfi Bryngeirsson, en Clau-
sen-bræður urðu eftir í Sví-
þjóð og koma sennilega ekki
heim fyr en um miðjan sept-
ember.