Morgunblaðið - 03.09.1948, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 03.09.1948, Qupperneq 8
r 8 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 3. sept. 1948 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavllc. ÍVsjnkvj»tJ.; Btgíilí J6nssoa. Ilitstjðri: Valtýr Stefánsson (ábyr^am.). Vrjsttaritstjðrl: ívar Guðmizndssaa. Auglýdngar: Áml GarQar KrlstdsgmsB. Ritstjðrn, auglýsingar og afgreiðsle; Austuistrastl 8. — Sími 1600,, Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði, f lausssclu ZO aura eintakið. 75 aura m«3 Lcsbók. kr. 18,00 utanlands. Marxismi og þjóðhollusta BANNFÆRING Titos marskálks og brjefaviðskipti hans og Stalins varpa nýju ljósi yfir þær kröfur, sem gerðar eru til kommúnistaflokka allra landa af leiðtogum rússneska komm- únistaflokksins í Moskvu. Kjami þeirra krafna er þessi: Kommúnistar allra landa verða að líta á Rússland sem hið sanna föðurland sitt. Ef hagsmunir Sovjet Rússlands rekast á við hagsmuni annara landa, ber kommúnistum þeirra landa að gæta hagsmuna Sovjet. Þetta kemur svo greinilega fram í brjefaskiptum Titos og Stalins, að ekki verður um villst. I einu svarbrjefi sínu til „fjelaganna“, Stalins og Molo- toffs, komast Tito og Kardelji þannig að orði: „Við erum ákaflega undrandi yfir brjefi ykkar, innihaldi þess og þeim anda, sem það er skrifað í. Jafnvel þó að við elskum Rússland þá getum við ekki unnað föðurlandi okkar minna.“ Það er auðsjeð að þetta, að leiðtogar Júgóslavíu, neita að setja hagsmuni Rússlands ofar hagsmunum lands síns, er meginástæðan fyrir þeirri ákvörðun Stalins að reka júgó- slavneska kommúnistaflokkinn úr Kominform. Þessi staðreynd er út af fyrir sig ekkert undrunarefni lýð- ræðissinnuðu fólki um allan heim. Það hefur lengi verið yitað að hinar ýmsu flokksdeildir kommúnista um víða ver- öld voru algerlega háðar vilja einræðisherranna í Moskvu. Hitt er furðulegra að kommúnistar skuli í mörgum löndum hafa gert sjer sjerstakt far um að telja fólki trú um að þeir væru sjerstaklega trúir á verðinum fyrir frelsi og sjálfstæði 1 Iands síns. Við Islendingar höfum fengið mjög góð tækifæri til þess að kynnast „þjóðhollustu" Marxista og því, sem þeir kalla baráttu fyrir öryggi Qg sjálfstæði Islands. Haustið 1946 gerði ríkisstjórn Islands samning við Banda- ríkin um að þau yrðu á skömmum tíma á burtu með allt her- lið sitt af landinu. Jafnhliða var Bandaríkjastjórn heimiluð viðkoma í 6 ár fyrir flugvjelar sínar á leið þeirra til hernáms- svæðis síns í Þýskalandi. Áður en þessi samningur var gerð- ur höfðu Islendingar neitað að verða við óskum um leigu hemaðarbækistöðva í landi sínu. En það voru til menn, sem ekki þóttust sjá að þessi samn- ingur væri Islendingum hagstæður. Það voru kommúnistar. Þeir sögðu að Island hefði verið selt Bandaríkjamönnum og hafa þrástagast á því síðan. Til þess að undirstrika þjóðholl- ustu sína og ættjarðarást settu kommúnistar mynd af Jóni Sigurðssyni á brjóstið á sjer!! Hversvegna gerðu kommúnistar þetta? Stjóm Sovjet Rússlands, hins andlega föðurlands Brynjólfs Bjarnasonar, kærði sig ekkert um að íslendingar treystu vinfengi sitt við hinar vestrænu lýðræðisþjóðir. Stalin var um þessar mundir í óðaönn að smíða járntjald sitt. Það var hlutverk kommúnistaflokka hinna ýmsu landa að hjálpa hon- um til þess að króa þjóðir þeirra af, selja þær undir járnaga kommúnismans. Þessvegna hlutu íslenskir kommúnistar að vinna gegn þvi af alefli að Islendingur treystu öryggi sitt vestan jámtjaldsins. Að sjálfsögðu sögðu kommúnistar ekki frá því að andstaða þeirra við flugvallarsamninginn sprytti af þjónkun við Rússa. Þeir sögðust þvert á móti vera að vinna í anda Jóns Sigurðssonaar og bentu á mynd hans á fcrjósti sjer. Svo rammt kvað að þessu að kommúnistiskur menntamaður, sem barist hafði eins og ljón gegn lýðveldis- stofnun Islendinga meðal íslenskra Hafnarstúdenta, var lát- inn halda ræðu á Lækjartorgi gegn „landssölunni"!! Annað dæmi um þjónustu íslenskra kommúnista við hið austræna föðurland þeirra er andstaða þeirra við efnahags- samvinnu Vestur-Evrópu á grundvelli Marshalllaganna. Is- lenskir hagsmunir kröfðust þess að Island tæki þátt í þess- ari samvinnu. Sovjet stjómin ákvað að reyna að eyðileggja hana. Þessvegna ruku íslensku kommúnistarnir upp og sögðu að Island hefði verið selt í annað sinn. Þannig væri hægt að nefna hundruð dæma um það að Marxismi og þjóðhollusta eru gjöróskyld hugtök, hvaða myndir sem íslenskir kommúnistar setja á brjóst sjer. UR DAGLEGA LIFINU Hrímkalt haust. ,.ÞAÐ er komið hrímkait haust“, tautaði kunningi minn, sem jeg hitti á götunni í gær. — Hann var kominn í vetrar- frakka, en skalf samt af kulda í norðangarðinum. Já, sumarið er senn liðið að þessu sinni. Það hefur verið gott hjá okkur hjer sunnanlands. Eitt af bestu sumrum, sem kom- ið hafa um margra ára skeið. Annað eins sumar hefur ekki komið síðan 1939, segja menn og undrast, að hjer skuli nokkuð að fá annað en úrhellisrignin^u allt. árið í kring, eins og var i fyrra. En svona getur þetta gengið. Og þótt það komi norðangarður í einn eða tvo daga, er ekki í,- stæða til að halda, að um leið sje kominn vetur. Það eiga vafa- laust eftir að koma margir góð- ir og bjartir dagar í mánuðin- um, sem er að byrja — eða kannske fara haustrigningarnar að byrja? Skólaæskan kemur. NÚ fer skólafólkið að setja ;vip sinn á borgina. Framhalds- ikólarnir munu almennt hefjast am 1. október, eins og vant er. m löngu fyrir þann tíma fer ;kólafólkið að koma til borgar- nnar. Það heíur verið rjettilega cvartað yfir framkomu ungl- nga hjer í þessum bæ, en á hitt. æröur að líta um leið, að það :r ekki margtf sem þetta unga ólk getur haft sjer til afþrey- ngar, annað en að ganga eftir íötunum. Það væri þarfur maður, sem ;æti bent á góða úrlausn í því náli, hvernig æskufólkið get1' eytt frístundum sínum í hollum og góðum f jelagsskap. • Aðkallandi vandamál. HJER er um að ræða aðkall- andi vandamál. Það er ekki til neins að skamma unga fólkið og segja því, að það sje að fara í hundana með framkomu sinni Og það verði aldrei að mönnum. Hinir eldri verða að búa svo um, að unglingarnir hafi eitt- hvað athvarf. S'íðan er hægt að skammast, ef æskufólkið notai sjer ekki það, sem fyrir það er gert. • Brjef frá Japan. ÞAÐ var mátulega búið a* minnast á pennavina klúbbinn hjer í dálkunum, því í gærmorg- un lá eftiríarandi brjef á borð- inu hjá mjer: Kæri herra! Jeg skrifa til yðar í þeirri há- leitu von, að þjer vilduð vera svo góður að finna einhvern meðal lesenda yðar, sem hefði áhuga fyrir að skrifast á við mig. Jeg hefi áhuga fyrir að skiptast á almennum frjettum, safna frímerkjum og er blaða maðui'. Eftir kurteisleg kveðjuorð, ao japönskum sið kemur, kemur nafn og heimilisfang: Seichiro Katsurayama, No 11, 2chome, Kamijujo, Kita-ku, Tokyo, Japan. • Hvort vill nú englnn Ijósadýrð? AUGLÝSINGA rafljós hafa rutt sjer mjög til rúms í heim- inum hin síðari árin. Einkum eru það svokölluð neon-ljós, sem þykja fögur og vekja eftirtekt. Frægt er orðið hvernig verslun- arfyrirtæki lýsa upp Times- square í New York, Broadway og aðrar götur. Það varð líka almenn sorg í New York er ljósadýrð þessi var bönnuð styrjaldarárin af hernaðarástæðum. Sömu sögu var að segja frá flestum stór- borgum öðrum í heiminum. — Þykja það nú frjettir, að Danir hafa leyft auglýsingaskilti á ný, en þau hafa verið bönnuð um nokkra ára skeið í Kaupmanna- höfn og nú siðast af sparnaðar- ástæðum. Hjer í Reykjavík var talsvert j farið að bera á neon-ljósum fyr ir stríð, en nú er eins og enginn vilji sjá þau lengur. • Illa hirt skilti. FLEST ljósatæki, sem fyrir- tæki ljetu setia upp hjer í bæn um eru nú úr sjer gengin og það logar ekki lengur nema á nokkrum þeirra, eða skiltin hanga rifin og tætt eins og aug lýsing um hirðuleysi eigandans. Nokkrar undantekningar eru þó frá þessari reglu. Hótel Borg neíur látið gera við sín rafljósa skilti og dregur Borgin að sjei athygli vegfarenda á síðkvöld- um fyrir bragðið. En það er betra að taka hálf- ónýtu skiltin niður með öllu, en að hafa þau í því lamasessi, sern þau nú eru í víðasthvar. Best væri þó, að gera þau upp og lífga dálítið upp á götu- l'ifið. En kannske gjaldeyrisskorti verði um kennt, að það sje ekki hægt? • Snæfellsnesvelta. Á SNÆLELLSNESI hafa menn verið að velta því fyrir sjer, hvort bókin „Hjá vondu fólki“ sje ekki tilbúinn áburður. uiuiiiiiiiiiiMiiiininmim iiiiiiiiiiiiiiiin MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . ..................... ■ ii ■■ isniiiiiffim Finskir kommúnislar sækja fyrirskipanir AÐALRITARI finska komm- únista flokksins Ville Pessi fór nýlega til Moskva ásamt einum valdamesta manni flokksins Aino Aaltonen. Skýring komm- únistablaðanna á þessu er, að ferðin standi í sambandi við 30 ára afmæli finska kommúnista flokksins, en þessa skýringu taka fáir fullkomlega gilda. Það er miklu frekar álitið, að ferðin standi í sambandi við hina pólitísku þróun í Finn- landi á síðustu mánuðum, en rjett er það, að ekki er búist við að árangur ferðarinnar komi í Ijós fyrr en um sama bil og kommúnistarnir halda flokksafmælið hátíðlegt. Hvað sem um þetta er að segja vekur ferðin mikla athygli í Helging- fors, þvi að þar hafa menn veitt því eftirtekt að Moskváferðir kommúnistanna draga yfirleitt illan dilk á eftir sjer í stjórn- málum 'Finnlands. • • KALDUR GUSTUR. I Finnlandi eru menn nú farnir að taka eftir því, sem þeir kalla „kaldur gustur“ frá kommúnistisku ríkjunum í Austur-Evrópu. Nýlega var tjekkneskum íþróttamönnum boðið til Helsingfors og ferðin hafði verið afráðin, þar til á síðustu stundu að íþróttaflokk- urinn sagðist ekki geta komið og bar. fram mjög ófullnægj- andi afsökun. Einkum virðist anda köldu um Finnland í rit- stjórnargreinum dagblaðanna í Austur-Evrópu. Þó er ekki vitað um neina ill girni opinberra stjórnarvalda. • • VÖRUSÝNING í MOSKVA ER LOFT- VOG. Það er beðið með mikilli eft- ir væntingu eftir því, hvernig finska vörusýningin í Moskva, sem nú er að hefjast, tekst. Full trúar Finna við vörusýningu þessa fóru til Moskva 28. ágúst og þar á meðal var sjálfur versl unarmálaráðherrann U. Takki. Finnar þykjast geta ráðið í við- mót Rússa af því hverjar mót- tökur þessi sýning fær. Eink- um telja þeir setningarathöfn- ina vera eins og loftvog, sem sýni hvort stormur sje í að- sigi. • • LÍTIÐ RÆTT UM INNANRÍKISMÁÍL. Um innanríkismálefni Finn- lands eru blöðin þögul. Róttæk- ustu vinstri menn hafa jafnvel ekki um langan tíma gert néin- ar alvarlegar árásir á innan- ríkisstjórn K. A. Fagerholms. Blöð sósíaldemókrata hafa aftur á móti nokkrum sinnum vikið að afstöðu flokksmann- anna til stjórnarmyndunar flokksins og stjórnin hefir tek- ið kvartanir sem þar hafa kom- ið fram til athugunar. Senni- lega er það Fagerholm sjálfur, sem hefir haft frumkvæðið í þeim málum, sem verka til ein- ingar flokksins, svo sem áætlun sú sem gerð hefir verið um húsasmíðar, en þær eru aðal- verkefni stjórnarinnar í nán- ustu framtíð. • • VERÐGILDI MARKS- INS TREYST. Um leið verður reynt að auka birgðir af neysluvörum og treysta verðgildi finska marks- ins. Þessi verkefni lágu þegar fyrir síðustu ríkisstjórn en verða tekin fastari tökum nú. (Úr Svenska Dagbladet). Bretar mótmæla skrifum Aþenublaða Aþena í gærkvöldi. BRETAR hafa nú opinberlega neitað ásökunum, sem komið hafa fram í nokkrum blöðum f. Aþenu, um að þeir hafi látið skæruliðum Markosar í tje skot- færi. Ásakanirnar komu fram eftir að fregn barst um það að bresk skotfæri hefðu fundist hjá uppreisnarmönnum, en nú kem- ur í ljós, að um aðeins tvo kassa var að ræða, sem skæruliðar hafa einhvernveginn komist yf- ir. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.