Morgunblaðið - 05.09.1948, Side 1

Morgunblaðið - 05.09.1948, Side 1
12 síður og Lesbók &5. árgangur 209. tbl. — Sunnudagur 5. september 1948. Prentsmiðja Morgunblaðslfll Vilhelmína Hollands- drottning afsalar sjer völdum Formleg valdataka Júlíörtu eftir tvo daga. Einkaskoyti til Morgunblaðsins frá Reuter. Amsterdam í gœr. VILHELMÍNA Hollandsdrottning lagði niður völd í morgun og fjekk þau í hendur Júlíönu dóttur sinni. Undirritaði h'n afsals- skjalið að viðstaddri rikisstjórninni. Eftir tvo daga, eða n.k. mánudag, fer svo fram formleg valdataka Júlíönu. Fjöldi erlendra gesta verður viðstaddur þá athöfn, meðal annars frá Norður- löndum og frá Bretlandi kemur Margaret prinsessa sem fulltrúi föður síns, Bretakonungs. Hátíðahöld. Eftir að Vilhelmína drottn- ing hafði undirritað afsalsskjal ið gekk hún fram á svalir kon- ungshallarinnar ásamt Júlíönu. Fyrir framan höllina var sam- an kominn mikill mannfjöldi, sem hylti þær. Seinna í dag mun Vilhelm- ína aka um götur Amsterdam borgar í hinum gylta vagni sín- um. En alla næstu viku verða hátíðahöld um gjörvalt Hol- land. Fjöldi gesta. Formleg valdataka Júlíönu verður 6. september og er mik- ill undirbúningur undir hátíða- höldin þá. Mikill fjöldi gesta er kominn til Amsterdam og öll gistihús í borginni eru yfirfull. Ekkert ákveðið um sljómarmyndun París gær. FORSETI Frakklands hefur ekki enn falið neinum stjórnar- myndun síðan Schuman gafst upp, og er allt í óvissu um hvort stjórnarmyndun muni takast. „L’Humanité", blað franskra kommúnista krefst þess, að þeir fái að taka þátt í næstu ríkisstjórn Frakklands. Flokksmenn de Gaulle krefjast aftur á móti, að þingið verði rofið og efnt til nýrra kosninga. —Reuter. Benes jnrðsettur ú sveitasetri sími Prag í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. ÞAÐ var tilkynnt í Prag í dag, að Benes yrði að eigin ósk jarð- settur á sveitasetri sínu, Sesimovo Usti, en þar Ijest hann. Tjekk- reska stjórnin heíur ákveðið, að jarðarför hins látna forseta skuli fara fram á kostnað ríkisins og fyrirskipuð hefur verið sorgar- vika. Flokksmerki Benes. Um Prag borg hafa fánar ver ið dregnir í hálfa stöng og fjöldi manna hefir dregið á handlegg sjer flokksmerki Benes og þannig fengið tæki- færi til að sýna andúð sína á stjórn kommúnista. Árásir. Zapotocky hjelt ræðu opin- berlega, þar sem hann harmaði fráfall hins aldna foringja þjóð arinnar, en frjettamenn benda á, að á sama tíma sjeu að hefj- ast í Tjekkóslóvakíu enn harð- vítugri árásir á meðlimi Sokol- hreyfingarinnar og sósíaldemó- krataflokksins, sem var flokkur Benes. Hreingerningar í komm- únistaílokkum Evrópu FuHtrúi í Mcskva Skyfmingarfjelag stofnað HJER í bænum hefur nýlega verið stofnað fjelag skylmingar manna. Fjelagið hefur sent bæj arráði brjef um að það fái að kallast Skylmingarfjelag Reykjavíkur. Á fundi bæjarráðs í fyrra- dag var ákveðið að fá umsögn Iþróttabandalags Reykjavíkur um erindi fjelagsins. Margir gamlir komm- únistar reknir —■— • :j Kraiist fullkominnar hlýðni við j Moskvavaldið. Róm í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. NÚ er verið að framkvæma miklar hreingerningar í kommún* ístaflokkum hinna ýmsu ríkja Mið-Evrópu. Virðist svo sem nu eigi að frysta úti alla þá menn, sem ekki vilja hlýðnast fyrir- skipunum frá Moskva og fylgja línunni þaðan. Eru þeir nefndir njósnarar og svartamarkaðsmenn. Yves Chataigneau, ambassador Frakka i Moskva, sem hefir verið fulltrúi þjóðar sinnar í viðræðum fulltrúa Vest- urveldanna við Molotov og Stalin Borgarstjófinn í Hiroshima skrif- ar bæjarráði Á FUNDI bæjarráðs, er hald- inn var í fyrradag, var lagt fram brjef frá borgarstjóranum í japönsku borginni Hiroshhna. Rrjef þetta er dagsett 6. ágúst s.i-, eða þrem árum eftir að atomsppengjunni var varpað á borgina. I brjefinu skýrir borgarstjór- inn svo frá, að borgin verði end urbyggð með það fyrir augum, að þar verði einungis friðsam- leg starfsemi. Fer borgarstjór- inn þess á leit við bæjarráð, að það láti i tje upplýsingar hjeð an frá Islandi fyrir söfn þar í borg, sem stofnuð verða. Á þessum fundi skýrði Gunn ar Thoroddsen borgarstjóri, frá þvi, að hann hefði svarað brjef inu. Umhverfis hnöttinn Karauhi í gær. FPÚ MORROW, hin 24 ára gamla enska móðir, sem ætlar að flúga umhverfis hnöttinn á 200 klst., kom hingað til Kar- achi í gær. Hún sagði blaða- mönnum frá því, að hún hefði í hyggju að fljúga yfir Kyrra- Jhafið frá Japan. Hún hefir hafn að allri aðstoð, og mun halda fluginu áfram hjálparlaust. ■— Hún mun á morgun (sunnudag) leggja af satð til Nýju Dehli, Kalkútta, Rangoon, Bangkok, Saigon, Japan, Aleutaeyja og I r t Bandankjanna. Reuter. lokkur veiði í gær UM KLUKKAN 7 i gærmorg- un kom síld upp við Melrakka sljettu, Rauðunúpa og á Þistil- firði. Flotinn sem legið hafði inn á Raufarhöfn var kominn út á miðin er síldin kom upp og munu allmörg skip hafa náð mjög sæmilegum köstum. Eitt skip varð fyrir því óhappi að sprengja nót sína í sild, en náði þó 400 málum úr kastinu. Þetta mun hafa verið Norðf jarðarbát- ur. Um afla einstakra skipa, sem á þessum miðum voru, var síldarleitinni á Siglufirði ekki kunnugt. Á vestur- og miðsvæðinu mun engin sild hafa sjest í gær morgun. Flugvjelin fór í leið- angur um svæðið og sömuleiðis inn yfir austursvæðið. Síld cist þar ekki annarsstaðar en þar sem flotinn var. Eftir hádegi í gær kom hlje á veiðina á austursvæðinu, en þó munu einstaka bátar hafa verið í köstum. Stærsti straumur við Norð- urland var í gær og í dag. Njósnrarar í talska kommúnistaflokknum Hreingerning er nú að fara fram í ítalska kommúnista- flokknum, þótt hann sje utan járntjaldsins. Hefur flokksstjórn in gefið út einskonar dagskipan um að það beri að útrýma njósn- urum og vandræðamönnum úr flokknum. Margir gamlir komm únistar, sem ekki hafa verið nógu stimamjúkir við Moskva- valdið, hafa verið reknir úr flokknum. Smitast af auðvaldsstefnu Frá Póllandi berast svipaðar frjettir. Þar er sagt, að nokkrir meðlimir flokksins hafi smitaít af auðvaldsstefnum og sjeu þeir ekki aðeins hættulegir flokknum heldur og öryggi pólsku þjóðar- innar. Frá Ungverjalandi Einna mest átök hafa verið í Ungverjalandi. Þar segir í grein- argerð frá flokksstjórn komm- únista, að hægri öfl í landinu hafi reynt að koma inn í komm- únistaflokkinn stuðningsmönn- um sínum í þeim tilgangi að kljúfa hreyfinguna. Ekki aðhyllast of- beldissfefnur Amsterdam í gæf. ALÞJÓÐAKIRKJUÞINGIÐ, er haldið er r Amsterdam þessa daga, samþykti í dag orðsend- ingu til alheimsins, þar sem skorað er á fólk að aðhyllast ekki ókristilegar'ofbeldisstefn- ur, því að með því breytast vonirnar í vonleysi. —Reuter. Velkominn til Kína Munchen í gær. EINKARITARI Chiang Kai Sheks ljet svo um mælt hjer í dag, að þýski hershöfðinginn Alexander von Falkenhausen myndi verða „boðinn velkom- inn“ í Kína hvenær sem væri, en Falkenhausen var sem kunn ugt er yfirhershöfðingi Þjóð- verja í Belgíu og Hollandi á styrjaldarárunum og situr nú í fangelsi, sakaður um margs- konar stríðsglæpi. Einkaritar- inn Shih Lo sagði, að Falken- hausen, sem var hernaðarráð- gjafi Chiang Kai Sheks þar til árið 1937, væri eins vel þektur í Kína og marskálkurinn sjálf- ur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.