Morgunblaðið - 05.09.1948, Qupperneq 4
MQRGIJNBLAÐIÐ
10,000 heilaskurðir til
Sunnudagur 5. sept. 1948'. 1
/1 * s 1
ir salsjukum 249. clagur ársins. Árdegisflæði kl. 7,40. i T í s k a n
Sagt frá lækflaþinginu í Lissabon
Eftir LUIS TEIVES,
frjettaritara Reuters.
Á SKURÐLÆKNAÞINGINU
sem haldið var um miðjan
ágúst-mánuð í Lissabon var það
staðfest enn frekar en áður, hve
heilaskurðir á sálsjúkum mönn
um eru mikils virði.
Á ráðstefnu þessari var kom
«ást að mikilvægum niðurstöð-
um í sálfræði og í þjóðfjelags-
fræði. hvað viðvíkur glæpsemi
«g annarri skaðlegri sálsýki.
10.000 heilaskurðir.
í skýrslum þingfulltrúanna
kemur í Ijós, að heilaskurðir
*iafa þegar verið gerðir á um
10,000 sálsjúkum mönnum.
Skurðir þessir hafa verið gerð-
ir á tvenna vegu. Ýmist leuco-
tomy pre frontalis, eða endur-
‘ foót á því, lobotomy. Um það
feil þriðjungur sjúklinganna hef
vi r læknast að fullu, svo að þeir
‘liafa getað snúið heim og unn-
ið fyrir sjer. Öðrum þriðjungi
-*júkiinganna hefur verulega
fikánað, þótt þeir hafi ekki get-
að unnið fyrir sjer. Þeim þriðj-
ungi sjúklinganna, sem þá er
■eftir, hefur ekkert farið fram.
Dauðsföll af völdum upp-
skurðanna nema 3%.
Bestur árangur náðist með
uppskurði á tilfinningaríku og
áhyggjufullu fólki og þá eink-
um ef menn þjáðust af geðrofí
< Schizophrenia).
tÞingið til heiðurs Moniz.
Uppástunguna að þingi þessu
í Lissabon átti dr. Walter Free-
man frá Washington. Vildi
hann, að þingið yrði haldið til
heiðurs dr. Egas Moniz, en svó
heitir portúgalski prófessorinn,
sem varð fyrstur til að lækna
sálsýki með heilaskurði.
Prófessor Egas Moniz, sem
nú er 73 ára að aldri gerði slíka
skurðaðgerð, sem hann nefndi
leucotomy í fyrsta sinn 1935.
Hann skar sundur nokkrar taug
ar í framanverðu enninu í þeirri
von, að hugsanagangur sjúkl-
ingsins færðist til og hann losn-
aði þannig við geðveikisein-
kennin.
Síðar endurbætti Walter Free
man hinn þekkti bandaríski
skurðlæknir aðferð Moniz með
því að skera í sundur fleiri
taugaþræði. Þessi aðferð, er
nefnd lobotomy og gefur betri
raun.
Fulltrúar frá 14 löndum.
Þingfulltrúar voru frá eftir-
töldum löndum: Argentínu,
Brasilíu, Danmörku, Frakk-
landi, Bretlandi, Hollandi, Ind-.
landi, Mexíkó, Noregi, Panama,
Portugal, Spáni, Svíþjóð og
Bandaríkjunum.
Á þinginu var rætt um ár-
angurinn af 8,091 uppskurðum,
sem hefðu verið gerðir í 21
landi.
Ætlað er, að uppskurðir ann-
að hvort með aðferð Moniz eða
Freemans nemi samtals 19,000.
Þar af flestir í Bretlandi, eða
2 500, í Bandarikjunum 1,803
£>g Brasilía með 880.
Fyrirfram rannsókn
nauðsynleg.
í umræðunum komust menn
að þeirri niðurstöðu að fyrir-
fram rannsókn á persónuleika
sjúklingsins væri nauðsynleg,
vegna þess, að siðferðisleg á-
byrgðartilfinning sjúklingsins
myndi minnka og líðan sjúkl-
ingsins versna ef sjúkdómurinn
væri kominn á of hátt stig, þeg-
ar uppskurðurinn er fram-
kvæmdur.
Heilaskurður til að deyfa
sársauka.
E. Busch læknir í Kaup-
mannahöfn skýrði frá tilraun-
um sínum með að nota heila-
; skurð til deyfingar sársauka.
Skýrði hann frá 25 sjúkdóms-
■ tilfellum, þar sem sjúklingarn-
j ir þjáðust af innvortis krabba-
, meini og engin önnur aðferð
hafði þekkst til að deyfa sárs-
• aukann. í flestum þessum til-
fellum gafst heilaskurður vel.
| Þá var einnig rætt um fleiii
vandamál í sálfræði og líffæra
frarði, sem sýna enn Ijósar hve
mikla þýðingu heilaskurðir geta
haft.
Dr.' Walter Freeman skýrð
fré þýðingarmiklum uppfinning
um í líffærafræði, sern fengist
^ hefðu með heilaskurðum, en dr.
I Örnulf Ödegaard, þekktur norsk
(ur lífeðlisfræðingur, stakk upp
á því, að hægt myndi að lækna
afbrotamenn af glæpahneigð-
inni, sem ættu sjer enga aðra
von um lækningu.
Tiilaga uni að Moniz fái
Nobelsverðlaun.
í lok þingsins báru brasil-
isku fulltrúarnir fram tillögu
um að Egas Moniz, sem auk
brautryðjendastarfs síns í heila
skurðum, er einnig frægur fyrii
uppfinningu á aðferð til að gera
sýnilegar á röntgenmynd æð •
arnar við heilann og greina
þannig og finna heilaæxli, yrði
útnefndur sem umsækjandi Nó
belsverðlaunanna á næsta ári i
læknisfræði fyrir ómetanlegt
starf í þágu vísindanna og
mannkynsins með þessum tvein.
ur uppfinmngum.
Tillaga brasilisku læknanna
menta, Mario Yahn, Anibal Sil
va, Paulino Lengo, Matos Pi-
menta, Marie Yahn, Anibal Sí!t
veira, Helie Simoes og Antonio
Barreto, sem allir eru frægir
brasiliskir læknar.
Dr. Matera frá Argentínu
skýrði frá því, að ríkisstjórn
Argentínu myndi opinberlega
mæla með að Moniz fengi Nó-
belsverðlaunin. Pierre Wert-
heimer frá Lyons í Frakklandi.
sagðist vera fullviss að fjelag
taugalækna í París myndi styðja
uppástunguna.
Ályktun, sem Walter Freeman
bar fram fyrir bandarísku lækn
ana um að læknaþingið styngi
upp á Egas Moniz, sem næsta
Nóbelsverðlaunamanna, var sam
þykkt einróma.
BEST AÐ AUGLÝSA
I MORGUmLAÐlNU
a a L ó L
Síðdegisflæði kl. 20,00.
Næturlæknir er í læknavarðstof- mx
unni, sími 5030.
Næturvörður er i Laugavegs Apó
teki, simi 1616.
Næturakstur arinast Hreyfill, siim
6633.
Helgidagslæknir er tJlfar Þóið.u
son, Bárugötu 13, sími 4738.
I.O.O.F. 3=130968
Messur.
Messað i Dómkirkjunni í dag kl.
11. Sjera Bjarni Jónsson.
Söfnin.
LandsbúkasafniS er opið kl. ‘0—
12, 1—7 og 8—10 alla viika daga
nema laugardaga, þá kl. 10—12 og
1—7. — ÞjóðskjalasafniS kl. 2—7
alla virka daga. — ÞjóðminjasafniS
kl. 1—3 þriðjudaga, fimludaga og
sunnudaga. — Listasafn Einars
Jónssonar kl. 1,30—3,30 á suirnu-
dögum. — Bæjarbókasafnið kl
10—10 alla virka daga nem-i laugar-
daga kl. 1—4. Nátturugripasafnlð
opið suimudaga kl. 1,30—3 og þritju
daga og fimtudaga kl. 2—3.
Gengið.
Sterlingspuud_________
100 bandarískir dollarar
100 kanadiskir dollarar -
100 sænskar krónur ___
100 danskar krónur____
... 26,22
650.50
181,00
135,57
131,10
245.51
11,86
3135
152,20
100 norskar krónur ___
100 hollensk gyllini__
100 belgiskir frankar_
1000 franskir frankar_
100 svissneskir frankar _
Heilsuverndarstöðin
Bólusetning gegn barnaveiki held samkvæmiskjóll — en það er öðru
ur ófram og er fólk minnt á að láta nær. Þelta er náttkjóll úr lrvítu
endurbólusetja börn sin. Pöntunipn
veitt móttaka á þriðjudögum og
fimmtudögum frá kl. 10—12 í síma
2781.
Afmæli.
Sigurður Guðnason verkamaður,
Hofsvallagötu 21, verður sjötugur á
morgun. mánudaginn 6. þ.m.
Brúðkaup.
I gær voru gefin saman í hjóna-
band i kapellu Háskólans ungfrú
Karin Waag, Mjölnisholt 6, og
Hannes Jónsson, fjolagsfræðingur,
Meðalholti 9.
1 gær voru gefin sarnan í hjóna-
band af sjera Árna SigurðssynL
ungfrú Hulda Guðmundsdóttir, Berg
þórugötu 6 og Haraldur Jensson, sjó
maður, Bræðraborgarstíg 23. Heimili
ungu hjónanna verður á Bergþóru-
götu 6.
1 gær voru gefin saman í hjóna-
band af sjera Garðari Svavarssyni,
Margrjet Hallgrímsdóttir, Skólavörðu
stíg 36 og Öskar Guðmundsson, sjó
rr.aður, Hverfisgötu 100 B. Heimili
þeirra verður á Skólavörðustíg 36.
Hóf fyrir Vestur-
íslendinga.
Fjelag Vestur Islendinga hefur
fund í Oddfellowhúsinu niðri næst-
komandi þriðjudagskvöld. Heiðurs-
gestir fundarins verða Jakobina John
son skáldkona og aðrir Vestur Islend
ingar, sem hjer eru staddir. Birgir
Halldórsson syngur einsöng á skemt
uninni.
Frá fundi í Óðni.
Er Málfundafjelagið Óðinn hjelt
síðasta fund sinn, s.l. miðvikudag,
voru innritaðir 28 nýir fjelagar.
t
Nýr hjeraðsdóms-
lögmaður.
Nýlega lauk Vilhjálmur Árnason
cand juris, flutningi prófmála fyrir
Heraðsdómi.
Meistaramótið.
Tími Sveins Björnssonar í 400 m.
hlaupinu á meistaramótinu í gær var
52.0 sek. (ekki 53,0), og er það 8.
besti timi sem íslendingur hefir náð
haldiðí kannske að þetta sje
jcrsey“-efni, sem tískuliús eitt í
Kaliforniu sendi nýlega á markað
i þvi hlaupi. Gunnar Sigurðsson kast
aði kringiunni 41,09 m. á sama móti
en ekki 41,99 m.
Skipafrjettir.
Eimskip 4. sept.:
Brúarfoss er í Leith. Ejallfoss fer
frá Vestmannaeyjum síðdegis í dag
4. sept. til Hull. Goðafoss er í Amster
Jeg er að velta því
fyrir mjer —
Ilvort rnannskcmnulir teljist
ekki til skemmdarvorka.
5 mísiútni kf@ngá!i
SKÝRINGAR:
Lárjett: 1 mjó — 6 elska — 8 vit-
laus — 10 heimili — 11 skrapatól —
12 hljóðstafir — 13 fyrir utan — 14
sár — 16 ónæði.
Lóðrjett: 2 guð — 3 fuglinum —
4 tins — 5 fyrirtæki í Rvk. — 7
skemmdur — 9 kvikmyndafjelag —
10 á litinn — 14 ending — 15 lagar
eining.
Lausn á síðustu krossgátu:
Lárjett; 1 fákar — 6 ána — 8 ex
— 10 AA — 11 sveppur — 12 SI ■—
13 MG — 14 mar — 16 þarnra.
Lóörjett: 2 ÁÁ — 3 knappar — 4
AA — 5 messa — 7 ganga — 9. XVI
— 10 aum — 14 M.A. — 15 RM.
drm. Lagarfoss kom til KaupmanntJ
hafnar 2. sept. frá Bergen. Reykja-i
foss kom til Reykjavíkur 1. sept. frá
Leith. Selfoss er á Siglufirði. Tröllaí
foss kom til Reykjavíkur 2. sept. frál
Halifax. Horsa fór frá Hull 3. sept.
til Reykjavíkur. Sutherland kom ti3
Reykjavikur 31. ágúst frá Leith<
Vatnajökull er í Leith.
R.kisskip 5. sept.:
Hekla kom til Akureyrar í gær<
kvöldi. Esja er í Reykjavík, kom fréii
Glasgow í gær. Herðubreið er væni
arleg til Reykjavíkur í dag. Skjald-
breið er væntanleg til Sauðárkróksi
í dag. Þyrill er væntanlegur tili
Reykjavikur á morgun.
Góður afli.
Nýsköpunartogarinn Akurey lcoiri
til Norðíjarðar í gær með fullfermi
fiskjar eftir aðeins 7 daga veiðiferS
við Austurland. Skipið fer með afla
sinn á Þýskalandsmarkað.
Útvarpið.
Sunnudagur 5. sept.:
8 30 Morgunútvarp. — 10.10 Veður-
fregnir. 11.00 Morguntónleikar (plöt
ar): a) Divertimento nr. 17 í D dúr
et’ur Mozart. b) Pianókvintett í Es-
dúr op. 44 eftir Schumann. 12.10—•
13.15 Hádegisútvarp. 14.00 Messa S
Fiíkirkjunni (sjera Árni Sigurðsson)-
15.15 Miðdegistónleikar (plótur). a)!
Duo í A-dúr op. 162 fyrir fiðlu og
píanó eftir Schubert. b) Vladimir
Rosing syngur lög eftir rússnesk tón-
skáld. c) Paganini-tilbrigði op. 35
eftir Brahms. 16.15 Otvarp til ls-
lendinga erlendis: Frjettir, tónleikar,
eri.ndi (sjera Jóhann Hannesson).
16 45 Veðurfregnir. 18.30 Bamatimi.
19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tónleikar;
Bolero eftir Ravel (plötur). 19.45
Aaglýsingar. 20.00 Frjettir. 20.20 Frá
norrænu listsýningunni í Reykjavík:
Ávörp og samtöl (Valtýr Stefánsson
ritstjóri o. fl.). 21.10 Tónleikar: Tríó
í C-dúr op. 87 eftir Brahms (plöturj
— trióið verður endurtekið næstkoin
andi miðvikudag). 21.40 „Heyrt og
sjeð“ í Hollywood (Margrjet Indriða
dcttir blaðamaður). 22.00 Frjettir.,
22 05 Danslög (plötur). (22.30 Veð-
urfregnir). 23.30 Dagskrárlok.
Mánudagur 6. sept.
Kl. 8.30. Morgunútvarp. — 10.10
Veðurfregnir. 12.10—13.15 Hádegis-
útvarp. 15.30 Miðdegisútvarp. —.
15.25 Veðurfegnir 19.25 Veðurfregn-
ir. 19.30 Tónleikar: Lög úr óperunni
„Porgy and Bess“ eftir Gershwin
(plötur). 19.45 Auglýsingar. 20.00
Frjettir. 20.30 Otvarpshljómsveitiní
Isiensk alþýðulög. 20.45 Um daginn
og yeginn (Karl Isfeld -itstjóri).
21.05 Einsöngur (Gunnar Kristins-
son): a) Fegursta rósin í dalnuin
(Árni Thorsteinsson). b) Aría úr óp.
,Ia Traviata" (Verdi). c) Aria úr
óp. „Tannhauser (Wagner). d) Aría
úr óp. „Troubadour“ (Verdi). 21.20
Þýtt og endursagt (Sveinbjörn Jóns-
son) 21.45 Tónleikar: Kórlög úr óper-
um (plötur). 22.00 Frjettir. 22.05
Sildveiðiskýrsla Fiskifjelags Islands
(Arnór Guðmundsson skrifstofustj.).
Ljett lög Jjplötur). 22.30 Veðurfregn-
ir. — Dagskrárlok.
Hljómleikar Þórunn-
ar Jóhannsdóllur
Akureyri, laugardag.
Frá frjettaritara vorum.
PlANÓSNILLINGURINN Þór
nnn Jóhannsdóttir, hjelt hjer
aðra hljómleika s.l. / fimmtu-
dagskvöld í Nýja Bió.
Hljómleikarnir voru haldn-
ir á vegum Tónlistarfjelagsins
hjer og var hvert sæti skipað í
áheyrendapöllunum. Sem fyrr
var leik Þórunnar tekið með
miklum fögnuði.
I kvöld fer Þórunn litla í
fylgd með föður sínum suður
tii Reykjavíkur. — H. Yald.