Morgunblaðið - 18.09.1948, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.09.1948, Blaðsíða 8
8 rtORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 18. sept. 1948 Útg.: H.í. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Eitstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði, innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók. .Rjettindi og skyldur opinberra starísmanna ÞAÐ fyrirbrigði íslenskra stjórnmála og opinbers rekstrar, sem hvað mestri gagnrýni hefur sætt, ekki aðeins utn þessar mundir, heldur og oft áður, er fjöldi þeirra nefnda, sem skip- aðar hafa verið til margskonar starfa. Hafa menn látið þá ökoðun í ljós að með því að fækka þessum nefndum að mun væri hægt að spara ríkissjóði stórfje og Ijetta jafnframt byrðum af almenningi. Þeirri staðreynd verður ekki neitað með rökum ao mikill fjöldi nefnda er hjer starfandi. Það er líka vitað að margar þeirra gera lítið gagn og sumar eru gjörsamlega þarflausar. Slíkar nefndir er auðvitað sjálfsagt að leggja niður. En í umræðunum um nefndafarganið manna á meðal og í sumum blöðum gætir oft barnalegs misskilning':.. Menn telja sjer og öðrum trú um að fækkun nefndanna sje eitt- hvert bjargráð, sem leysi jafnvel flóknustu vandamál þjóð- íjelagsins. Þannig álíta sumir að niðurskurður nefnda myndi spara ríkissjóði miljónir króna. Aðrir álíta að hægt sje að nota hið sparaða fje til áhrifamikillar atlögu við dýrtíð og verðbólgu í landinu. Það væri ánægjulegt ef f járhagsvandamál hins opmbera og verðbólgan væru ekki erfiðari viðfangs en svo að hægt væri að ráða niðurlögum þeirra með því að fækka nefndum. En sannleikurinn er sá, að þótt sjálfsagt sje að þrífa til og leggja niður ónauðsynlegar nefndir, þá sparar sú ráðstöfun ríkis- sjóði sáralítið fje, e. t. v. nokkra tugi eða hundruð þúsunda króna. Sá sparnaður hrekkur því örskammt til þess að greiða upp með t. d. skuldir Síldarverksmiðja ríkisins, Skeiðsfoss- virkjunarinnar og fleiri fyrirtækja, sem ríkissjóður er í á- byrgð fyrir. í baráttunni við dýrtíðina hefur hann líka litla þýðingu. En þrátt fyrir þessar staðreyndir er auðvitað sjálfsagt að afnema það af þessum nefndum, sem ónauðsynlegt er. Það er hinsvegar ástæðulaust að leggja eyrun við fullyrðingum, sem við engin rök hafa að styðjast um áhrif þeirrar ráðstöf- unar. En það er annað mál, sem gjarnan má minnast á í þessu sambandi. Það er, hvernig opinberir starfsmenn vinna störf sín hjer á landi. Mikið brestur á að þau sjeu þannig af hendi ieyst að viðunandi sje fyrir þjóðfjelagið. Það er bókstaflega ein versta plága borgaranna að ná tali af embættismönnum sínum, forstjórum, nefndarformönnum og nefndarmönnum, sem hafa svo að segja öll ráð almennings í hendi sjer. Það væri mikil og þörf umbót ef þeirri breytingu yrði á komið að opinberir starfsmenn á íslandi væru yíirleitt á skrifstofum sínum þegar þeir eiga að vera það, ekki aðeins skrifstofuliðið heldur einnig forstjórar og skrifstofustjórar, nefndaformenn og nefndarmenn. Það myndi spara margár símahringingar og mörg spor dauðleiðra og örvæntingar- fullra borgara. Til þess ber annars brýna nauðsyn að ekki dragist mikið lengur en orðið er að sett verði löggjöf um rjettindi og skyld- ur opinberra starfsmanna. Fyrir nokkrum árum var samþykkt á Alþingi þingsálykt- unartillaga, J^ar sem ríkisstjórninni var falið að undir- búa frumvarp að slíkri löggjöf og leggja það síðan fyrir Al- þingi. En síðan hefur ekkert gerst í málinu. Ekki hefur heldur heyrst að unnið væri að undirbúningi þess. Við svo búið getur ekki staðið lengur. Það verður að setja almennar reglur um rjettindi og skyldur opinberra starfsmanna. — Ástandið í þessum málum er að verða óþolandi og fer raunar versnandi með hverju árinu sem líður. Þess verður þess- vegna að vænta að núverandi ríkisstjórn taki rögg á sig og leggi fyrir næsta þing frumvarp um þessi efni. Alþingi getur ekki látið standa á sjer að afgreiða slík lög. Það hefur á undanförnum árum gengið rösklega fram í að skapa víðtæk- ara skrifstofuvald í landinu en nokkru sinni hefur verið ti hjer. Það verður þessvegna að ljetta almenningi viðureign- ina við þetta skrifstofuvald með því að sjá um að embættis- mennirnir, sem sitja á skrifstofunum, sjeu til viðtals og vinni störf sín eins og annað fólk. UR DAGLEGA LIFINU íslenskir hestar í útlegð. FREGNIN um, að náðst hafi samningar um sölu 300 ís- lenskra hesta til Spánar hefur vakið upp gamalt viðkvæmt mál, en það er hvort rjett sje, að flytja út íslenska hesta. Hvort þeir eigi ekki ósköp bágt í útlegðinni. Það sje illa með þá farið og síðast en ekki síst þjáist vesalings skepnurnar af heimþrá. Kona, sem skrifar um þetta mál, segir meðal annars: „Hafa hestaeigendúr og hesta vinir athugað vandlega hvort það sje rjett og mannuðlegt, að taka litlu íslensku hestana okk- ar nauðúga af landinu. Verður nokkur ríkari fyrir það“. • Fallega hugsað — en. ÞAÐ efast enginn um, að þetta er fallega hugsað og vel memt hjá brjefritara. — Henni rennur til rif ja, að íslenski hest- urinn verði innan um ókunn- uga í framandi löndum. Hún minnist kannske frásagnar um islensku hestana, sem seldir voru til að vinna í kolanámun- um bresku. Vafalaust á konan góðar endurminningar um hesta, eins og flestir íslending- ar, sem komnir eru tii vits og ára. En það er ábyggilega óþarfi að óttast um afdrif þeirra ís- lensku hesta, sem sendir eru til suðlægra landa. — Það er að minnsta kosti óþarfi á meðan við gerum ekki betur við „þarf- asta þjóninn“, en raun ber vitni. • Hvernig er farið með „þarfasta þjóninn?“ ÞEIR, sem sjeð hafa útigangs- stóð í mörgum hjeruðum þessa lands, að haustlagi og vetrar- lagi, jafnvel í þeim sýslum, sem frægastar eru fyrir góð-hesta og hestauppeldi, harma það sannarlega ekki, þótt nokkrir íslenskir hestar komist til suð- lægra landa og bíti þar safa- meira gras en hjer er að fá. Þeir, sem hafa sjeð — og því hefur verið lýst á prenti — hvernig tugir hesta eru lokaðir inni í tiltölulega þröngri girð- ingu þar sem þeir hafa bitið hvert einasta strá og cru byrj- aðir að naga viðinn í hliðum og girðingarstaurum, þeir hafa sannarlega ekki áhyggjur af því, að nokkrir þeirra sjeu flutt ir tjl sólríkari landa. • Tilfinningar hestanna. OG þeir íslendingar eru vafa laust margir, sem hefur runnið til ryfja, er þeir hafa sjeð hesta standa í höm í íslenskum ill- viðrum og jarðbönnum aðhlynn ingarlausa með öllu. Það hefur held-ur ekki ávallt verið til sóma hvernig þarfasti þjónninn hefur komið undan vetrinum, grindhoraður. Nei, það er óþarfi að hafa áhyggjur af hestaúíflutningi frá íslandi. Um tilfinningar hesta og hvort þeir hafa útþrá eða heim- þrá skal jeg ekkert um segja, en trúlega þykir mjer, að þeir verði fegnari en svo að komast úr kuldanum og hornum hjer á íslandi, að þeir þjáist af heim- þrá. Happdrætti fyrir börn. RÍKISSKULDAHAPPD- RÆTTIÐ nýa er að sjálfsögðu enginn barnaleikur, en hins- vegar er það ágætis happdrætti fyrir börn. Og skal það nú skýrt nánar. Margir foreldrar hafa það fyrir sið, að leggja peninga á sparisjóðsbók fyrir börn sín og geyma það og láta það ávaxt- ast þar til þau eru orðin full- orðin. Það er góður siður. En með hinu nýa ríkisskuldahapp- drætti er hægt að gera tvennt í senn, geyma peninga fyrir börn og veita þeim um leið von í vinning. Mjer er kunnugt um, að þó nokkuð margir hafa komið auga á þetta og ætla einmitt að gefa börnum sínum happdrætt- isskuldabrjef. Þess vegna kalla jeg þetta happdrætti fyrir börn, þótt fullorðnir taki að sjálf- sögðu þátt í því. • Húsnæðislausir þjófar. MÖRGUM Reykvíkingum hefur fallið sæmilega í geð til- lagan um, að Steinninn yrði gerður að safnahúsi fyrir Reykjavík. Og það er útlit fyrir að hann geti orðið það fyr en marga hefur grunað. Ástandið er þannig nú, að það skortir tilfinnanlega hegn- ingarhús í landinu. Það er allt af verið að tala um, að það þurfi meira kjallarapláss fyrir drykkjuróna, en enginn minnist á, að það ganga þjófar og svik- arar lausir, sem ekki hafa tekið út hegningu sína, vegna þess, að það er ekki til húsnæði fyrir þá. Vafalaust verða gei ðar ráð- stafanir til þess á næstunni, að byggð verða hegningarhús til að hýsa þá menn, sem hlotið hafa dóma fyrir afbrot. Maður, sem er kunnugur þess um málum hefur sagt mjer, að það horfi blátt áfram til stór- vandræða, að láta alla þjófana ganga lausa, eins og nú er. e Ekki hálf hegning. Á MEÐAN menn eru dæmdir til hegningarhúsvistar fyrir af- brot sín verður vitanlega að láta þá afplána sína hegningu þegar í stað. Nú kemur það fyr- ir, að menn eru með marga dóma, sem þeir hafa ekki tekið út. Þeir leiðast inn í glæpa- brautina aftur og aftur í þeirri von, að það verði seint, sem þeir verði látnir taka út hegn- inguna. Á meðan ástandið er þannig er það ekkert betra, en þegar lögregluþjónninn sagði við glæpamanninn: „Bíddu á með- an jeg sæki handjárnin“. MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . Bresku herirnir reröa siækhaðlr Eftir Astley Hawkins, frjettaritara Reuters. LONDON. BRESKA stjórnin hefir á- kveðið að hefja mikla herferð til þess að efla hervarnir ríkis- ins. Til allra hugsanlegra ráða verður gripið til að fá fólk til að ganga í herinn, og næstu mánuðina má breskur almenn- ingur búast við síauknum liðs- smölunarræðum, auglýsingum og kvikmyndum um sama efni. Kjörorð herferðarinnar er: Eyð ið frístundum yðar í þjónustu Bretlands. Öllum ráðum og fjölmörgum aðferðum verður beitt. • • STÆKKUN HERJANNA. Meginmarkmið herferðarinn- ar er, að bæði fastaher Breta og heimaher verði næsta vor orðnir mun stærri en þeir eru núna. Fyrir þann tíma er þannig ætlast til þess að heima herinn hafi aukist um að minsta kosti 100,000 menn — að í honum verði 150.000 með- limir í stað þeirra 50.000, sem til hans teljast í dag. HEIMAHERINN. Þessu takmarki á að ná með sjálfboðaliðum. Fyrst og fremst verður þó lögð áhersla á að fá reynda menn í heimaherinn, enda er til þess ætlast, að þeir verði þungamiðja þess hers. Menn, sem gegndu herþjónustu í styrjöldinni, þykja vitanlega mjög liðtækir. enda er reynsla fengin fyrir því, að þeir eru öðrum fremri við að þjálfa þá unglinga, sem nú koma í vara- liðssveitir heimahersins eftir að hafa lokið eins árs herskyldu tíma sínum í fastahernum. • • VARALIÐ. Breska herstjórnin lítur á' heimaherinn sem nokkurskonar varalið. Meginmarkmiðið með þessum her er að hægt verði að grípa til þjálfaðra manna og flytja þá yfir í fastaherinn, þeg- ar mikið liggúr við. Herstjórnin gerir sjer það þvi ljóst, að varn arkerfi Breta er ekki fullkom- ið, nema því aðeins að heima- herinn sje starfandi og öflugur. Og herstjórnin veit eínnig og hefir lengi vitað,' að komi til nýrrar styrjaldar, mundi hún , ekki hvað síst reyna á varn- irnar heimafyrir. En það er fleira en heimaher- inn og fastaherinn, sem yfir- herstjórnin breska ætlar að leit ast við að efla næstu mánuðina. Flotinn er sæmilega staddur og má heita að hafa nægilega marga liðsmenn, en flugherinn skortir tilfinnnlega bæði flug- menn og allskonar aðstoðar- menn. • • FLU GHERINN. Meir en miljón karlmenn og konur hafa verið skráð úr flug- hernum og horfið til fyrri starfa sinna frá því að stríðinu lauk. Svo er komið, að heita má að aðeins um 100.000 þjálfaðir menn sjeu nú í flughernum, og þjónustutímabil margra þeirra er brátt á enda. Ofan á þetta bætist svo, að flughernum geng ur illa að fá nægilega marga nýliða, en mörg skilyrði þarf að uppfylla til þess að þykja liðtækur í hann. • • HVAÐ VELDUR? Ymsar ástæður eru auðvitað Frh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.