Morgunblaðið - 18.09.1948, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.09.1948, Blaðsíða 1
16 síður 220. tbl. — Laugardagur 18. september 1948. Prentsmiðja Morgunblaðslnl MorS sænska friðarvánarins vekur hrylling og viðbjóð Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. FREGNIN um víg Folke Berna- dotte hefur að vonum vakið geysimikla athygli um heim all an. Fjöldi hcimsþekktra manna hefur þegar látið í ljós viðbjóð sinn á verknaðinum, enda þótt enginn rhafi enn sagt opinber- lega skoðun sína á því, hvað. morðið muni hafa í för með sjer í Palestínu og annars*- staðar. Hjer fara á eftir skeyti frá frjettamönnum Reuters í ýmsum höfuðborgum: STOKKHÓLMUK: — Þulur sænska útvarpsins var sýnilega í mikilli geðshræringu, er hann tilkynnti lát Bernadotte greifa. Almenningur á götum úti var sem þrumu lostinn. Útvarpsdag skráin er í kvöld helguð Berna- dotte. WASHINGTON: Marshall ut- anríkisráðherra var að snæða hádegisverð með utanríkisráð- herra Hoilands, er fregnin um morðið barst honum. Hann lýsti morðinu sem „hryllilegum og sorglegum viðburði". „Öll ver- öldin mun sakna hans,“ bætti hann við. KAUPMANNAHÖFN: — Hans Hedtoft, forsætisráðherra Dan- merkur, lýsti í kvöld láti Berna dotte sem „ógurlegu áfalli“. HAAG: Willem Dreas, forsætis- ráðherra Hollands, lýsti yfir viðbióði sínum á verknaðinum. Hann kvað fregnina ekki síst hafa mikil áhrif á sig, er hann mintist alls þess, sem Berna- dotte hefð'i þegar gert til að varðveita friðinn í heiminum. LONDON: Sir Alan Cunning- ham, síðasti landstjóri Breta í Palestínp, kallaði atburðinn hryllilegan ‘ og viðbjóðslegan. „Þetta getur á engan hátt haft gott í för með sjer fyrir Pale- stínu“, bætti hann við. Sir Rönald Stoors, fyrver- andi borgarstjóri í Jerúsalem: „Bernadotte greifi hefur leyst óumræðilega erfitt verkefni af höndum með sjerstakri þolin- mæði og hugkvæmni. Hann hefur áunnið sjer fylgi allra rjettlátra manna, hvorn deilu- aðilann sem þeir studdu.“ PARÍS: Franska utanríkisráðu neytið lagði áherslu á, að morð Bernadotte mundi gera öllum ljóst, hversu bráðnauðsynlegt það sje að finna einhverja lausn á Palestínudeilunni. CAIRO: í Cairo eru menn al- mennt þeirrar skoðunar. að morðið muni hafa mikil áhrif á framtíð Palestínu. Allir eru sammála um, að vígið hafi ver- ið vandlega undirbúið. Fám Sameinuðu þjóð- unuu í húliri stöng I Furis París í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. IIIÐ BLAA OG HVÍTA FLAGG SAMEINUÐU ÞJOÐANNA, sem blakt hefur yfir Palais de Chaillot undanfarna daga, var í dag dregið í hálfa stöng, strax eftir að frjettst hafði um morð Bernadotte greifa. Skömmu seinna var boðað til skýndi- fundar í Óryggisráði, en sá fundur hefst klukkan þrjú eftir hádegi á morgun (laugardag). Trygve Lie, sem staddur er í Noregi, hefur ákveðið að halda þegar í stað til Parísar. Fregnin berst. Sameinuðu þjóðunum barst fregnin um morð Bernadotte skömmu eftir kl. 5. Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna í París settu sig þegar í stað í síma- samband við Lie, en Arkadi Sobolew, aðstoðar aðalritari S. Þ., sendi dr. Ralph Bunche, aðalráðgjafa Bernadotte í Pale stínu, fyrirmæli um að taka við stjórn málanna þar í landi. — Hann símaði og Aage Lund- (Framh. á 2. síðu) Bernadotfe r Sáttasémjari S.þ. í Palestínu var myrtur í gær- Hann hef- ur um langt skeið verið þekkt ur fyrir friðar- og mannúðar- starf sitt. Yfirmaður hersveit- anna í Transjordan GRUB PASHA, yfirmaður hersveitanna í Transjordan, fór í dag flugleiðis frá London, til þess að taka við skyldu- störfum sínum á ný. — Reuter. Tilræðismennirnir tnldir tilheyrn Stern- ónldarflokki Gyðinga ; 1 Franskur höfuðsmaður fjell einnig fyrir kúlum morðingjanna, en þeir komusf undan Jerúsalem í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. FOLKE BERNADOTTE greifi var í dag skotinn til bana í Jerúsalem. Tilræðismenn hans, sem voru f jórir, komust und- an, en Andre Serot höfuðsmaður, einn af aðstoðarmönnum Bernadotte, fjell einnig fyrir kúlum þeirra. Fyrsta fregnin af árásinni baifst frá John MacDonald aðalræðismanni Banda- ríkjanna í Jerúsalem, til utanríkisráðuneytisins í Washing- ton. Hún var á þessa leið: „Mjer þvkir leitt að þurfa að til- kynna, að Bernadotte greifi og Serot höfuðsmaður voru drepnir hjer kl. 17 eftir Palestínutíma. Talið er að morðingj- arnir sjeu meðlimir Stern-óaldarflokksins.“ — Lík hinna myrtu liggja nú uppi í einu af sjúkrahúsum Gyðinga í Jerú- salem. Níu ríki greiða íslandi 7,5 milj. kr. fyrir veitta flugþjónustu jeppa. Samkvæmt frásögn banda- ríska ræðismannsins, skeði of- angreindur atburður skömmu eftir að Bernadotte og föru- neyti hans hafði ekið inn í eitt af hverfum þeim, sem Gyðing- ar ráða yfir í Jerúsalem. Bílar Bernadotte voru skammt komn- ir, er jeppabifreið ók skyndi- lega í veg fyrir þá og nam stað- ar á miðjum veginum. Framvegis fáum við auk þess greifi 82,5 prst. ai flugþjénustukostnaði Tveir frömdu verknaðinn. í jeppanum voru fjórir menn. Tveir þeirra stigu út úr jepp- Framh. á bls. 12. SAMNINGUR um þátttöku annc. ’a ríkja í greiðslu á flugþjón- ustukostnaði íslands hefur nú verii undirritaður. -— Samkvæmt samningnum fær Island 7,5 milj. kr. fyrir tímabilið frá miðju ári 1946 til 1. janúar 1949. Auk þess 82,5% af heildarkostnaði flugþjónustu'nnar eftir l. jan. 1949. Utanríkisráðuneytið. birti Ú gærkveldi frjettadálk um samn ing þennan og er hann svo- hljóðandi: Formaður flugráðs undirritar samninginn. Svo sem áður hefur verið frá skýrt í blöðum og útvarpi hef- ur um langt skeið verið að því unnið, að ísland fengi greidd- an kostnað við þjónustu sína í þágu flugmála á Norður-At- lantshafi og hefur formaður flugráðs, Agnar Kofoed-Han- sen, nú undirritað samning um mál þetta fyrir íslands hönd í Montreal. Hinn 26. júní s. 1. Framh. á bls. 2. Bresk vörusýning opnuðí Kaup- mannahöfn London í gærkveldi. STÆRSTA breska vörusýn- ingin, sem haldin hefur verið utan Bretlands, verður opnuð í Kaupmannahöfn á morgun (laugardag). Friðrik Danakon- ungur verður viðstaddur opn- un sýningarinnar, ásamt hertog anum af Glaucester, sem verð- Ur fulltt'úi Bretakonungs. —Reuter. -Ábis.2- Stutt lýsing á æfi- ferli Bernadotte greifa, þar sem sjer- stök áhersla er lögð á friðarstarf hans í Palestínu, er á bls. 2. Greinin er eftir Dan Campell frjetia ritara Reuters, sem þekti Bernadotte og f-erðaðist með hon- um til Palestínu og víðar. — Morgun- blaðinu barst þessi Reutersgrein í gær- kvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.