Morgunblaðið - 18.09.1948, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.09.1948, Blaðsíða 14
14 Laugardagur 18. sept. 1948 ORGVNBLA&iÐ fífnnr#111 tfwnrffm jr» HjjjOUlBl 1BHI MBJMBfcMLM flCTJIJ-* *AMlIJODPPPlWy-MHlCMI L<a>* ■■■■■■ ■'■'inOK3LiK» • M E L I S S A Cfíi, JayL CatlwJt ■OTKimiMii • > ■ ■ifiTaTiiHi ■■■■ Letta Ijóst — það var á föstu- degi — þá tók hann saman jijönkur sínar í kyrþey og fór á burt. Hann sendi ekki einu sinni línu til Melissa til þess að segja henni frá þessu. Hann jþóttist vita að henni mundi á sama standa og hún mundi ekki kippa sjer neitt upp við það, 'þótt hann væri horfinn. Geoffrey kom heim á laug- ardagskvöld, öllum að óvör- um. Hann kom með seinustu lestinni frá Philadeiphia, Þá var úrhellis rigning. Áður en hann gekk inn í húsið varð hon um litið upp í glugga Melissa. kar var myrkur. Sennilega var Melissa háttuð. Honum þótti vænt um það, því að hann þurfti að tala mikið við Ara- bellu. Hann hafði skyndilega tekið ákvörðun um að fara heim. Hann hafði í kyrþey fylgst með liáttum og hugarfari Melissa og nú hjelt hann að komið væri að umskiftum. Arabella tók honum með miklum fögnuði. „Við höfum verið svo einmana hjer í sum- ar“, sagði hún. Svo beið hún þess að hann segði eitthvað. En hann spurði ekki eftir konu sinni. Hann vissi það hve mikið vald hann hafði yfir Arabeliu, vegna þess að hún var upp á hann kominn. Þess vegna treysti hann því að Arabella mundi sjá um Melissa, hún mundi ekki þora annað en gera henni alt til geðs og hjálpa henni. En eftir stundarkorn sagði hann þó: „Hvernig líður Mel- íssa?“ Þetta var venjuspurning þeg ar hann kom heim, og ávalt hafði Arabella svarað hinu sama og nú: „Henni líður ágæt- lega. Henni er altaf að fara fram með lærdóminn. Hún er mjög auðsveip og viljug að Iæra. Og jeg held að hún sje nú ánægðari en fyr“. „Mjer hefir nú samt fundist hún vera fölari og þreytulegri í hvert skifti sem jeg kem heim“, sagði hann. „Þetta er aðeins ímyndun úr þjer, kæri Geoffrey. Hún hefir gott af því að vera ein. Það er eins og þú sagðir, hún verður að finna sig sjálf. Og jeg held að hún sje á góðum vegi með það, því að hún er oft mjög þungj hugsandi“. Geoffrey þótti vænt um að heyra þetta því að það var al- veg í samræmi við það er hann sjálfur hafði haldið. Þó var hann ekki alveg ánægður.,, „Jeg hefi oft beðið hana að koma með mjer til Philadelphia eða New York, en hún hefir aldrei viljað það“, sagði hann. „Nú er jeg að hugsa um að fara til Evrópu í októbermánuði og þá vil jeg að hún fari með mjer. Jeg legg mikla áherslu á það“. !Þetta kom eins og reiðarslag yfir Arabellu. Hún sagði: „Ó, Geoffrey, þú mátt ekki þrön^va henni til neins. Það hefi jeg altaf sagt þjer. Þú manst að okkur kom saman um það. að hún yrði að fá að lifa í ró, venjast heimilinu og gleyma fyrri ævi sinni og Ios- ast pndan áhrifur.um frá föður sínum. Hún er nú á góðum vegi 38. dagur með það. Væri ekki betra að þú stingir aðeins upp á því að hún færi með þjer og lofaðir henni að hafa nægan tíma til að hugsa sig um?“ Geoffrey þagði um stund og var bungur á brún. Svo sagði hann: „ Jeg hefi nú lofað henni að vera einni mánuðum saman. Jeg hefi gert það hennar vegna. Jeg hefi tæplega talað við hana því að jeg hefi talið rjettast að láta hana átta sig sjálfa. En það situr við þetta sama og jeg þoli þetta ekki lengur. Við höfum nú verið gift í sjö mánuði. Og hafi Melissa ekki áttað sig enn, þá getur hún ekki áttað sig hjálparlaust. Og jeg ætla að hjálna henni til þess, hvort sem hún vill eða ekki“. „Góði Geoffrey“, sagði Ara- bella í bænarrómi. „Spurðu hana aðeins að því hvort hún vilji koma með þjer til Evrópu, og ef hún vill það ekki þá lof- aðu henni að vera hjer í friði. Og ieg er viss um að henni mun fara mikið fram á meðan þú ert burtu, að hún mun taka á móti þjer eins og hverri tiginni eigin konu sæmir“. „Heldurðu að hún sje hrædd við mig enn?“ spurði hann. Arabella hikaði við svarið, en sagði þó: „Já, jeg held það. En ótti hennar fer minkandi. Ó, þú mátt ekki þröngva henni til neins“. Henni var mikið niðri fyrir og Geoffrey misskildi það, hjelt að það væri einlæg umhyggju- semi. Hann komst við af þessu og sagði: „Jeg skal hugsa um það, sem þú hefir sagt, Bella. En meira lofa jeg ekki“. „Þú þarft ekki að lofa mjer neinu“, sagði Arabela og reyndi að brosa. „Þetta kemur engum við nema ykkur Melissa. Mjer gekk aðeins gott til vegna þess að mjer þykir vænt umykkur bæði. Og af því að jeg er kona, þá get jeg skilið tilfínninga? kvenna, jafnvel tilfinningar Melissa. Tíminn er besti lækn- irinn“. Geoffrey hugsaði um þetta stundarkorn. Honum þótti vænt um bað sem systir hans hafði sagt, því að hann hjelt að það væri af einlægni mælt. Svo kysti hann Arabellu á kinnina og bauð henni góða nótt. það ekki er þau sátu að borðum að hún hrökk við ef hann ávarp aði hana? Þegar hann hugsaði betur um þetta fanst honum sem Melissa mundi nú vera hræddari við sig en fyrst. Það var algjörlega hljótt í húsinu og gott næði til að hugsa. En hugsanirnar urðu dapurlegar. Þetta var alt von- laust. Það hafði verið regin- heimska af honum að giftast Melissa. Hánn hafði aðeins gert hana óhamingjusama. Það var engin von til þess að hún mundi nokkru sinni fella sig við hann nje lífið í þessu húsi. Henni hefði áreiðanlega liðið miklu betur ef hún hefði verið kyr heima hjá sjer, þar sem hún gat andað að sjer kunnu lofti og lifað sínu eigin tilbreyting- arlausa lífi. Jeg ætla að gera eina tilraun enn, sagði hann við sjálfan sig. Ef hún vill ekki fara með mjer, þá verð jeg að grípa til nýrra ráða. Og ef það dugar ekki, þá má hún fara heim til sín og bóka föður síns. Þar hafði hann komist að fastri niðurstöðu. En samt gat hann ekki sofnað. Hann sá Mel- issa altaf fyrir sjer, hann sá mikla gullna hárið hennar og raunasvipinn á andlitinu. James kom inn til að þjóna herra sínum til sængur. Hann hafði fyrir löngu ákveðið að segja honum frá því hvað Mel- issa liði illa, og hafði þar fyrir sjer frásagnir Rakelar. En hvernig átti hann nú að koma orðum að þessu? Hvernig gat hann sagt húsbónda sínum frá því að systir hans væri að gera út af við Melissa? Þótt James væri leikinn í því að tala undir rós, bá var hann nú alveg ráða- laus að koma orðum að því, sem hann vildi segja. Hann hafði heldur engar sannanir. Og út úr þessum vandræðum andvarp aði hann og bauð góða nótt. Geoffrey gat ekki sofnað. Hann horfði á dyrnar andspæn- is rúminu. Handan við þær svaf Melissa. Hversu margar nætur hafði hann nú sofið þannig með læstar dvr röilþ sín og konunn- ax sinnar’í Og hversu oft var Melissa lá líka andvaka. Hún hafði heyrt þegar Geoffrey kom. Hún hafði heyrt óminn af samtali þeirra Arabellu. Hún hafði heyrt umstangið í honum inni í svefnherbergi hans. Með allar taugar spentar hafði hún hlustað á þetta, eins og hún hlustaði með öllum líkamanum. Svo datt alt í dúnalogn. Eft- ir langa hríð læddist hún fram úr rúminu og að dyrunum milli svefnherbergjanna. Hún hall- aði sjer skjálfanai upp að hurð inni. Þannig stóð hún nokkra stund og síðan hneig hún niður á gólfið og hallaði brennandi kinninni að hurðinni svo fast að hana verkjaði undan. Það var hlýtt og notalegt í svefnherberginu og eftir nokkra stund sofnaði hún í þess um stellingum. Hana dreymdi. Hún þóttist opna hurðina og ganga að rúmi Geoffrey og hrópa: „Jeg elska þig — jeg elska þig“. Henni þótti hann rjetta sjer höndina í myrkrinu og hún þrýsti hönd hans að brjósti sjer og grjet. Hún hrökk upp við það. Það var niðamyrkur í herberginu. Og tráin hrundu niður kinnar hennar. Nú hafði hún skilið til- finningar sínar. En henni var bað líka Ijóst að nú gat hún ekki verið lengur í þessu húsi, þar sem engum þótti vænt um hana. þar sem hún var eins og aðskotadýr. Hún skreið upp í rúmið, grúfði sig niður í svæflana og griet. Þegar Geoffrey kom niður morguninn eftir var Arabella skrevta stofuna með blóm- nim. Hún sá þegar að honum v»t kungt í skapi og sagði því claðlega: ..Góðan daginn kæri Geoff- rev. Pr ekki dásamlegt veður í dap?“ Hún hljóp til hans og fegti rós í hnappagat hans. m Brauð og ostur Þýsk þjóðsaga að hann hefði ekki tíma til að líta eftir henni. Og svo þegar bollurnar voru tilbúnar, voru þær harðar eins og grjót. Ef Rófnagægir hefði ekki haft sjerstaklega sterkan maga, hefði hann aldrei getað kingt þessum mat. Hann muldraði eitt- hvað óskiljanlegt, en- það virtist ekki beinlínis vera þakk- læti til nýju matreiðslumannanna. Það sem -eftir var dags- ins fann Rófnagægir sífelt nýtt og nýtt verk handa þeim bræðrunum, svo að þeir fengu aldrei tíma til að leita nánar í hellinum. Dagurinn leið hægt og Hans og Pjetur biðu með óþolin- mæði eftir að nóttin kæmi og fjallguðinn legðist til svefns. Þá ætluðu þeir að hefja leitina fyrir alvöru. En það fór öðruvísi en þeir ætluðu. Því að fjallguðinn sagði reiðilega: Svona lata og klauffenga þjóna get jeg ekki notað. Snautið þið burt frá mjer og verðið aldrei framar á vegi mínum. En fyrst ætla jeg að greiða ykkur launin. Að svo mæltu rjetti hann Hans smá brauðsneið, lítið stærri en tveggjakrónupening, og Pjetur fjekk ennþá minnf ostmola. Þið rjeðuð ykkur fyrir brauð og ost, sagði fjallguðinn o<J hló hæðnislega, og ef ykkur finnst þetta ekki nóg, þá getið þið komið aftur og fengið meira. Nú vísaði hann þeim út um fjallshlíðina eins og hann hafði áður áður opnað klettavegginn og þarna stóðu þeir og fundu, að þeir höfðu farið fýluför. Það var augljóst mál. Þeir höfðu ætlað að leika á Rófnagægi, en hann hafð'i leikið. á þá. Allt sem þeir fengu, brauðmoli og ostmoli, og fyrir þessu höfðu þeir orðið að strita meir en nokkurntíma heila viku í koparnármmum. Þá langaði til að hábölva Rófna < gægi, en þorðu það ekki. Jæja, það var ekki um annað að gera en að reyna að dragnast heim, en það var nú ljettara sagt en gert, því að 9 xd\jL/n^ — Þegar spilabrauíln vill ekki ganga upp. * Hestur, kýr og asni deildu um það, hvert þeirra væri mik ilvægast í stríði- — Auðvitað er það jeg, sagði hesturinn, þvi að jeg dreg fall- byssurnar, ber hershöfðingjana og vinn fyrir hermennina á all- an hátt. — Uss, sagði kýrin, hvað heldurðu að hermennirnir gætu gert, ef þeir hefðu ekki mjólk- ina mína, smjörið og kjötið. — Auðvitað hefi jeg mikilvægasta1 verkið að vinna þar. — Hahahaha, hló asninn, ef jeg sæti ekki í ríkisstjómum alra landa, yrði ekkert stríð- fer það alltaf, þegar einhver er óþægur og hlýðir ekki. —- Já, sagði Villi litli. ef þeir hefðu verið hlýðnir, þá hefð- um við borðað þá í staðinn. * Sam er einhver heiðarlegastí negri á jörðinni, en kvöld eitt, þegar hann fór fram hjá hænsnakofa, stóðst hann ekki freistinguna. Fyrir rjettinum neitaði hann að hafa stolið kjúklingi. —- Sam, sagði dómarinn 5 ströngmn tón, veistu hvað verður um menn, sem segja ó- satt? — Já, sagði Sam, þeir fara til Vítis. — Alveg rjett, sagði dómar- inn. Þú sjerð, að maður á allt af að segja sannleikann. — Því hvert fer maður, ef maður segir altaf satt? — Þá, sagði Sam og var liugsi nokkra stund, verður maður settur í fangelsið. * — Konan mín er alveg eins og Venus frá Milano. Þegar hún sveiflar kökukeflinu, þeg- ar jeg kem seint heim á kvöld- in, er ekki hægt að sjá, að hún hafi nokkra handleggi. — Kjúklingarnir stálust út úr girðingunni, sem þeir áttu ( að vera í, og þess vegna gat refurinn náð í þá alla og borð- að þá, sagði mamman. Þannig BERGUB JONSSON Málflutningsskrifstofg Laugavejr 85 Síml 5831. Heimasim) 9234

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.