Morgunblaðið - 16.10.1948, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.10.1948, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 16. okt. 1948, Ágætur íulltrúaráðsfund- ur. Borgarstjóra þökkuð góð fjármálastjórn rVP..Sn fundur Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfjelaganna í Reykja- víL var haldinn í fyrrakvöld í SjáMstæðishúsinu. Fundurinn var fjölsóttur og fór hið besta fram. Rætt var um skipulagsmál S'ulltrúaráðsins. Samþykkt viðurkenning til bæjarstjórnar- meirihlutans fyrir góða fjármálastjórr. Reykjavíkurbæjar. Fjör- Ugar umræður urðu um ýms málefrú bæði landsmála og bæj- airnál. SkípníJagsmál Fullirúaráðsins * Jóhann Hafstein, formaður rá'ðsms, setti fundinn og stjórn- a.ði honum. Fundarritari var A>rel Guðmundsson, formaður Óuins. í foyrjun fundarins flutti for- m.jður Fulltrúaráðsins ræðu |>3). sem hann gerði grein fyrir starfsháttum og fyrirhuguðum fcreýtingum í skipulagi Full- trúaráðsins. Rakti hann nokk- uð ýmsa þætti flokksstarfsem- innar og skýrði frá ráðagerð- urn. stjórnar Fulltrúaráðsins um starfstilhögun ráðsins á næsiunhi. Kosin var tíu mani'a nefnd til endurskoðunar á skipu j lagsreglunum og voru þessi kos , irr Guðrún Ólafsdóttir, Kristín Sigurðardóttir, Angantýr Guð- jónsson, Gísli Guðnason, Ingvar Ingvarsson. Eggert Thoraren- sen. Guðmundur Benediktsson, Magnús Þorsteinsson, Lúðvig Hjáimtýsson og Ólafur Ólafs- son Mefndin vinnur með stjórn fulltrúaráðsins. Guðjóns Jónssonar, bryta, •minst Eftir nokkurt fundarhlje með an kaffi var framreitt, kvaddi formaður Fulltrúaráðsins sjer hljóð's. — Hann mintist hins skyudilega andláts Guðjóns JóijSi-onar, bryta. Guðjón hefði urri langt skeið verið einn af áhúgasömustu meðlimum Full- trúaráðsins og mundi margur sakna vinar í stað og góðs starfs bróður. sem svo skyndilega hafð; verið burt kvaddur. Bað hanii fulltrúana að rísa úr sæt- unf til heiðurs við minningu hiu:-: góða fjelaga. Góij fjármálastjórn Bvykjavíkur Meðal mála. sem rædd voru á Tuiidinum, voru fjárhagsmál R< ykjavíkurbæjar, og Ijetu mdnn í ljósi ánægju sína yfir góðucn fjárhag bæjarins sam- kvaarnt reikningum bæjarins 1947, sem nýlega voru lagðir fram í bæjarstjórn og borgar- stjóri gerði þá grein fyrir. Var samþykt eftirfarandi tillaga: /,Fundur í Fulltrúaráði Sjálf- jstí^ðkfjelaganna í Reýkjavík, haídiun í SjáJfstæðishúsmu 14. oki 1948 samþykkir að votta borgarstjóra og fulltrúum flokksins í bæjarstjórn traust siÍ! og virðingu fyrir góða stjórn á fjármáium bæjarins samanfcsr nýútkominn reikning fyiár Tt.ig bæjarins." A mó-.í íáni tii Krisuvíkur- vcgar:. A fundinum var rætt um það hvorr rjett væri að^bærinn lán- að, '.:. Krisuvíkurvegarins, eins og'.'arið hefði verlð fram á 600 —700 þúsund krónur og voru greidd samhljóða atkvæði fund armanna gegn slíkri lánveit- ingu. Fjörugar umræður. Eins og áður er fram tekið urðu fjörugar umræður á fund- inum cg tóku þessir til máls: Hannes Jónsson, Sigurður Á. Björnsson, frú Guðrún Pjeturs- dóttir, Indriði Guðmundsson, Friðleifur Friðleifsson, Gunnar Thoroddsen. borgarstjóri, Einar i Guðmundsson, Sigbjörn Ár- mann, Meyvant Sigurðsson og Vigfús Guðmundsson. Hatarskammtur íbóanna í Vestur Berlín aukinn Berlín í gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuíer. ÁKVEÐIÐ hefur verið að auka matarskamt íbú- anna á Jiernámshlutum Vesturveldanna í Berlín um 300 hitaeiningar á dag. Var þetta tiikynnt í kvöld og jafnframt skýrt frá því að dagskamtur íbúanna í Vestur Berlín nemi þá als um 2,000 hitaeiningum. — Mun feitmetis- og sykur- skamturinn mcðal annars verða aukinn, og börn yf- ir níu ára aldur fá meira af keti og mjólk en hingað til. M inn „úfflufningur" Auk ofangreindrar til- kynningar var í dag skýrt ' frá því. að flugvjelar Breta hefðu flutt frá Ber- lín til Vestur Þýskalands meir en hclming allrar ,,útflutningsvöru“, sem framleidd var á breska hernámshlutanum í borg- inni s.l. þrjá mánuði. — Reuter. Cripps kominn til Parísar SIR Stafford Cripps, fjár- málaráðherra, kom til Parísar í kvöld, en hann verður fulltrúi Breta á fundum þeim, sem fjár málaráðherrar meðlimalanda Vestur Evrópu bandalagsins hefja á morgun (laugardag). Segir af sjer. HAAG — \‘an Mook hershöfðingi, hefur sagt upp starfi sínu sem her- stjóri í TiWohesíu. Leikfjelag Reykjavíkur: ÞEGAR það vitnaðist, haust- ið 1941, að Leikfjelag Reykja- víkur hefði valið Gullna hlið- ið eftir Davíð Stefánsson, sem jólaleikrit það ár, vakti það almennan fögnuð og mikla eft- irvæntingu allra leiklistarunn- enda þessa bæjar. Margt cg mikið hafði verið um leikrit þetta rætt manna á meðal og þeir, sem höfðu lesið það, voru á eiu máli um, að það væri á- gætt skáldverk og að það mundi vafalaust fara sjerstak- lega vel á leiksviði. Frumsýn- ing á leiknum fór fram á ann- an dag jóla 1941 og urðu leik- húsgestir vissulega ekki fyrir vonbrigðum, þó að við miklu hefði verið búist. Var það flestra manna mál, að ekki hefði skemtilegra nje hugðnæmara leikrit verið sýnt hjer um langt skeið og að það hefði alla eig- inleika til að verða þjóðareign á borð við Nýjársnóttina og Skuggasvein, er tímar liðu. Virðist sú spá ætla að rætast. Skáldið vann þarna einn af sír- um glæsilegustu sigrum og sama má segja um leikstjórann, Lárus Pálsson, sem setti leik- inn afbragðsvel á svið, méð mikilli hugkvæmni og smekk- vísi. Þar við bættist, að leik- endurnir fóru allir mjög vel með hlutverk sín, ekki síst þau ungfrú Arndís Björnsdóttir, er fór með hlutverk kerlinga., Brynjólfur Jóhannesson er Ijek Jón kotbónda og ungfrú Gunn- þórunn Halldórsdóttir, er ljuk Vilborgu grasakonu. Auk þets var músik Páls ísólfssonar er hann samdi við leikinn und- urfögur og leiktjöld Lárusar Ingólfssonar hin glæsilegustu. Síðan hefur leikritið verið sýnt í tveim leikhúsum erlend- is, — í Norska leikhúsinu í Osló veturinn 1946, af norsk- um leikendum, en undir stjorn Lárusar Pálssonar, óg nú fynr skömmu sýndi Leikfjeleg Reykjavíkur það í Sænska leik- húsinu í Helsinki í Finnlandi, sem kunnugt er, einnig undir stjórn Lárusar, og var leikur- inn fluttur þar á íslensku. Á báðum þessum stöðum var leiknum forkunnarvel tekið, bæði af gagnrýnendum og leik- húsgestum. Einkum tóku Finn arnir honum með miklum fögn uði sem sjá má af blaðaummæl- um þar og ekki síst af skrifum mikilsmetinna áhrifamanna þar til íslenskra stjórnar- herra. Er þess því að vænta að íslensk stjórnarvöld haíi nú fengió fulla vitneskju um það, sem þau bersýnilega hafa ekki vitað fyrr, að listamenn okk- ar eru þess fullt eins vel um komnir að kynna íslenska menn ingu erlendis, sem skíðakappar okkar og aflraunamenn. Gæti það ef til vill orðið til þcss, að betur yrði búið að íslensk.i leiklist og iðkendum hennar hjer tftir en hingað til. Jeg verð að játa það, að jeg var mjög vantrúaðpr á að þessi för Leikfjelagsins mundi heppnast, einkum vegna þess, að leikið var á íslensku, sem Eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi Jón bóndi (Brynjólfur Jóhannesson) og Sankti-Pjetur (Valuf Gíslason) fyrir framan Gullna hlioið. (4. þáttur). fáir eða engir skilja í Finnlandi, en auk þess leit jeg svo á, að leikritið sjálft mundi ekki vel til þessarar sýningar fallið þar sem önnur aðalpersónan, Jón bóndi, sjest ekki á sviðinu mest an hluta leiksins, og alt er því undir því komið, um hlutverk hans, hvað hann segir og hvern- ig. En það kunna þeir vitanlega ekki að meta, sem ekki skilja málið til fulls. Sem betur fór reyndist uggur minn ástæðu- laus. För Leikfjelagsins til Fiun lands var sigurför, fjelaginu til mikils sóma og allri íslensku þjóðinni. En mest er þó um þa'ð vert, að þessi djarfa tilraun Leikxjelagsins, færði okkur heim sanninn um það, að við getum, málsins vegna, kynnt íslenska leiklist og menningu á erlendum vettvangi með fuli- um sóma. Nú hefir Leikfjelagið tekið Gullna hliðið aftur til sýningar og fór frumsýningin fram s.l. miðvikudagskvöld í Iðnó. Var húsið, sem vænta mátti, þjett- skipað áhorfendum, sem tóku leiknum afburðavel. Leikritið hefui' verið stytt nokkuð og er nú sýnt hjer eins og það var leikið í Hensinki. Eru sumar þessar breytingar til bóta, en þó saknaði jeg púkanna síðast í fyrsta þætti og mun jeg ekki vera einn um það. Hlutverkaskipan er að mestu hin sama og fyrr, nema hvað frá Anna Guðmundsdóttir fer nú méð hlutverk Vilborgar grasakonu, er frk. Gunnþórunn ljek áður og ungfrú Steingerð- ur Guðmundsdóttir leikur Maríu mey, sem frá Alda heitin Möller ljek hjer áður og einnig í Heisinki. Hvorki frú Anna nje ungfrú Steingerður þola samanburð við fyrirrennava sína í þessum hlutverkum. Seið kona frk. Gunnþórunnar var hvergi sjáanleg, en 1 stað henn- ar gat a'ð líta skikkanlega yfir- setukonu, — eins og sú stjett kvenna gerist upp og o:f.::n ti3 sveita. Og Maríu mey \ ilaðl þann eiginleika, sem msstu varðar í því hlutverki, — yndis þokkann, sem frú Alda Möller átti í svo ríkum mæli. E i rödd ungfrú Steingerðar er n:júk og fögur og fer einkar vel vio hlut- verkið. Leikur þeirra ungfrú Arr.dís- ar Björnsdóttur 1 hlutv. kerling arinnar, konu Jóns bónda. Bvyn jólfs Jóhannessonar er l ikur Jón og Lárusar Pálsson:. ', er leikur Óvininn, er afbraj óð- ur. Einkum þó leikur ur frú Arndísar. Ástúð hennar og ;;m« hyggja fyrir Jóni sínur.i og barnsleg trú hennar, er s\ j ó- svikin og látbragð henr:: : og hreyfingar svo eðlilegar u- un- un er á að horfa. Aðrir leikendur fara ijög vel með hlutverk sín og ht. ’ ar- svipur leiksins er allur : inft besti. Leiktjöld Lárusar Ingó; on- ar eru sjerstaklega vel gerð og ljómandi fögur. Hljómsviund ir stjórn dr. Urbantschitscl: ijek ágætlega á undan sýningu og við einstök atriði hennar, hiná dásamlegu músik Páls Iscifs- sonar, sem prýðir leiksf rkng- una stórkostlega. Að leikslokum voru leik ud- ur og leikstjóri ákaft hyll Ir af áhorfendum, og barst ; :im fjöldi fagurra blóma. Sigurður Grímssc i. ksfflulagi V/ARREN Austin, aðalfull- trúi Bandaríkjanná á allsherj- arþinginu í París, hefur skýrt frá því, að Bandaríkjamenn gcri sjer cnnþá vonir um sam« komulag í atomorkumálinU;, enda þótt afstaða Vesturveld- anna annarsvegar og Rússa hinsvegar hafi ekkert breytst 5 grundvallaratriðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.