Morgunblaðið - 16.10.1948, Page 10

Morgunblaðið - 16.10.1948, Page 10
10 MORGUNBi-ADfÐ Laugardagur 16, okt. 1948. Minning Guðríðar Jéhanns- cfótlur, Olafsvöllum „SVIPLEGA heyrðist þitt sæti væri tómt“, þó jeg hefði átt að vita af átakanlegri reynslu hversu lífið er fallvalt og að „ferðin feigðarkífs ervr falin spor til betra Iífs“, hefi jeg ekki getað áttað mig á að Guðríður á Ólafsvöllum sje svo skyndile°a horfin af þessum heimi. Þó er þetta þessi blá- kaldi veruleiki. Dauðinn var á næsta leiti, þegar hún kvaddi mig, glöð og þróttmikil að vanda, að kvöldi hins 29. ágást síðastliðinn, en að morgni hins 30. sama mánaðar er hún liðið iík, en — „eikin sterk sem strá- in veik, feikist burt við feigð- arleik“. Þannig er lífið og — dauð- inn. Minningarnar grípa nú hug minn. Minningar um holl- vin sem miðlaði af þreki sínu rnitt í sínum eigin djúpu sorg- um. Minningar um samstarf og samveru. Guðríður á Ólafs- völlum átti óvenju heilsteypt- an persónuleik, enda ' var hún af góðu bergi brotin, sterk um stofni og hafði hlotið að erfðum góðar gafur, sem hún , potaði jafnan til að auka á rhanndóm sinn og þeirra, sem hún var samvistum. Ung að aldri hafði hún not- ið nokkurrar mentunar bæði á skóla og á fyrirmyndarheim- ilum og sem vænta mátti af svo gáfaðri og framsækinni stúlku, færði hún sjer það vel í nyt. Þegar hún svo ung að árum tók við húsmóður og móð urskvldunum á heimilinu á Ól- afsvöllum, sýndi sig þegar hversu góðum mannkostum hún bjó yfir. Hún kunni svo óvenju vel að sameina þrek- lund og nærgætni við samferða mennina, en það mun oft vera einkenni heilsteyptrar skapgerð ar að vera sterkur og viðkvæm- ur og þannig kom Guðríður fram: þrekmikil, en undir sló viðkvæmt hjarta. Sjúkdómar og sorgir sóttu hana heim, svo að vissulega reyndi á þrek þessarar dug- og þróttmiklu konu, einkum þó er hún varð að sjá á bak dótt- úr sinni, einmitt þegar mann- dómsár hennar virtust vera að liefjast, samtímis sjúkleika hennar sjálfrar og manns henn ar. Mikið þrek og mikil við- kvæmni fór þar saman og með dáðríkri baráttu stóð hún sem hetja og miðlaði öðrum af þreki sínu. Hún miðlaði á svo margan hátt, hún Guðríður. Svo sem öllum er kunnugt, eru Ólafs- vellir kirkjustaður. Þar er því oft fjölment við kirkjulegar at- hafnir, en alltaf er nóg rúm fyrir alla gesti sem að Ólafsvöll um komu. Svo stórmannlega var á móti gestum tekið, að til fyrirmyndar var, bæði að veit- ingum og allri alúð, sem gestum var í tje látin. Fór þar saraan smekkvísi í híbýlum, sem þá voru orðin forn, en sem hús- móðurinni tókst þó jafnan að gera vistleg, björt óg meira að segja rúmgóð, svo að furðu gegndi. Vissulega eigum við sveit- ungar Ólafsvalla hjónanna, Jóns og Guðriðar, mikið að þakka fyrir rausn þeirra og dáðríkt starf í þarfir kirkjunnar á Ól- afsvöllum. Bæði höfðu þau lagt þar fram trausta aðstoð, sem vart verður metin að verðleik- um. Guðríður á Ólafsvöllum fylgdi jafnan fast eftir þeim málum, sem til heilla og fram- fara horfðu, og taldi alltaf mál- efni kristinnar kirkju grund- völl að öllu því, sem til heilla má verða mannkyni öllu, sjálf átti hún örugt Guðstraust, stað fasta trú, sem var hennar styrk ur í þungum raunum síðustu ára. Hún unni öllum framiaramál um og studdi þau með ráðum og dáð, kom það fram í kven- fjelagsskap innan sveitarinnar, hversu ant hún Ijet sjer um þau mál, sem konur höfðu með höndum og voru allar hennar tillögur þannig, að til sæmdar mætti verða þeim fjelagsskap, sem hún hafði fjelagslega helg- að krafta sína. Tillögur hennar voru göfug- mannlegar. Með henni var því gott að vinna. En — nú er sam- starfinu hjer lokið. Við, sem eft ir stöndum á ströndinni þökk- um, söknum og biðjum: Far þú í friði. Friður Guðs þig blessi. Guðbjörg Kolbeinsd. ■ ; Vandað ■ ■ ■ I Svefnherbergissett ; til sölu, ennfremur 2 djúpii stólar og sófi. Til sýnis ! éftir kl. 4 í dag og á morgun í Ferjuvog 19. '■ ■ * - ........................... 2 | Matreiðslumaður | reglusamur og vandaður, stm getur sjeð um rekstur á | hóteli, óskast að hóteli í nágrenni Reykjavíkur. — Uppl. j á skrifstofu Sambands veitinga- og gistihúseigenda, | Aðalstreeti 9, n- k. mánudag, sími 6410. AUGLÝSING ER GULLS ÍGILDl — Ræða Framh. af bls. 9. til þess, að sfarf Balkan-nefnd- ar eða Koreu-nefndar hafi ekki borið mikinn árangur. Hvernig geta menn búist við því, að starf'þessara nefnda nái tilætl- uðum árangri, þegar einn hluti þingsins neitaði samstarfi við nefndirnar? Vjer erum áhyggjufullir útaf öllu þessu, því það hefur leitt til þess, að stofnun þessi er gjörð áhrifalaus með þessu at- hæfi yðar, vegna þess, að vanda mál, sem lögð eru fyrir S. Þ. eru óleyst, vegna þess, að í hvert sinn og stungið er upp á einhverri úrlausn, þá stíflið þjer framgang málsins með því að setja yðar vilja þversum. Vjer erum bæði óttaslegnir og áhyggjufullir af því, að.vjer höfum sett allt traust vort á eina, áhrifamikla, starfhæfa stofnun hinjaa Sameinuðu þjóða, en með þessari stefnu yðar, sem þjer hafið fylgt neyð- ið þjer oss til þess að leita ör- yggisins nú — ekki innan hinna alþjóðlegu, alheimslegu sam- taka, heldur innan takmarkaðri svæða, sem vjer höfðum von- | ast eftir að þurfa aldrei að grípa til. Og að loltum gjörið þjer oss óörugga mcð því, að í öllum þeim löncíum, sem hjer hafa fullírúa á þessu- þingi, rekið bjer fimmíu-herdeildar starf- semi, fimmta herdeild Hitlers er barnaleikur einn eða skáta- hreyfing samanborið við þá starfsemi yðar. Það er ekki til það Iand í heiminum, hvorki í Evrópu, Asíu og Afríku, sem ekki hefur þá reynslu, að hve- nær, sem erfiðleika eða óróa ber að í þjóðlífinu, að þessi fimmta herdeild sje ekki þar til að hella olíu á eld óeirðanna. Þannig er samstarf yðar við stjórnir þær, sem hafa fulltrúa á þessu þingi, sem þjer ættuð að starfa með í þarfir friðarins. I öllum löndum vorum eru á þessu augnabliki starfandi menn, sem ekki eingöngu fylgja utanríkisstefnu yðar og verja hana, — sem í sjálfu sjer ætti ekkj að vera svo alvarlegt, ef þeir notuðu ekki hvert tæki- færi til þess að veikja ríkið, sem þeir búa í stjórnmálalega, sið- ferðislega og samfjelagslega. Og Sovjeti'íkin hafa sýnt — kommúnistaflokkurinn um all- an heim hefur sýnt hverju þeir geta komið til leiðar með and- stöðu sinni gegn Marshallhjálp- inni. Býst við rógburði. Jeg gjöri mjer engar tylli- vonir. Jeg veit að á morgun verð jeg í einni tegund heims- blaðanna kallaður þjónn ame- rískrar yfirdrottnunarstefnu, keyptur af burgeisum í Wall Street. En jeg vil segja ykkur öllum það, að afstaða sú, sem Sovjetríkin og kommúnista- flokkurinn um allan heim hafa tekið gegn Marshall-hjálpinni er eitthvert hið alvairiegasta, óttalegasta og sorglegasta fyrjr- brigði, sem hægt er að hugsa sjer. Sextán Evrópuþjóðir hafa lýst yfir þeim átakanlega sann- leika, að án Marshallhjálpar- innar sje Evrópa glötuð. Og Paul Hen þetta eru hinar göfugustu og tignustu þjóðir. í staðinn fyrir að leita uppi langt sóttar ástæður fyrir Marshall hjálpinni og í stað þess að vitna til lítt þekktra amerískra sveitablaða hefði ver ið eðlilegra ef fulltrúi Sovjet- ríkjanna hefði vísað til hinna göfugu orða og háleitu hugsjóna Marshalls hershöfðingja sjálfs, því á þeim byggist fyrirætl- unin, sem kend er við Mars- hall. Hann sagði: „Það er á rjettum rökum byggt, að Bandaríkin gjöri allt, sem í þeirra valdi stendur til að endujreisa fjárhagslegt jafn vægi í heiminum, því án þess er engin trygging fyrir stjórnmála legu eða fjárhagslegu öryggi. Fyrirætlun þessari er ekki beint gegn neinu ríki nje stjórnmála- stefnu, heldur gegn hungri, fá- tækt, örvæntingu og upplausn. Takmark fyrirætlunarinnar ætti að vera endurfæðing fjárhags- legs sjálfstæðis um allan heim, til þess að skapa stjórnmálaleg og samfjelagsleg skilyrði, sem frjálsar stofnanir geta lifað við“. Hvað sem fyrir kemur og hver sem verða afdrif Mars- hallhjálparinnar, þá standa þessi orð til heiðurs þeim manni sem er leiðtogi amerískra stjórn mála. Þau eru í anda þeirra erfikenninga í stjórnmálum, sem vjer munum alltaf bera djúpa virðingu fyrir og gjalda þökk, þrátt fyrir allt. Því vjer vitum, að það er þessi stefna, sem hefur tvisvar á tuttugu og fimm árum sent ameríska her- menn yfir hafið til að aðstoða í þeirn sigri, sem gaf oss aftur frelsi vort. Biður Rússa um samstarf og virðingu. Vjer vitum hve ómetanlegt gagn heiminum væri unnið með því, ef hægt væri að losa hann við ótta. Jeg vil leyfa mjer að bæta því við, að samstarf Rússa í því efni mætti hafa þar úr- slitaþýðingu. Það er ónýtt, að tala eingöngu um það, að þessi eða hinn vilji frið. Það stendur líka skrifað í stofnskrá Samein- uðu þjóðanna. Þessi orð verða að komast í framkvæmd. Vjer verðum að byrja á þessu þingi að sýna vilja til raunverulegs samstarfs og gagnkvæmdar virð ingar. Þegar vjer nú erum að hefja starf þessa þriðja allsherjar- þings — nú þegar vjer erum í lægsta öldudal vonsvikanna, ættum vjer að reyna að taka eitthvað til bragðs. Það er ekki vert að setja markið of hátt. Vjer getum ekki búist við því, að lagfæra í einu andartaki þær kringumstæður, sem vjer höf- um horft á versnandi árum saman. En yjer ættum að byrja á að leysa nokkur vandamál innan takmarka þessa verka- hrings og innan vjébanda þessa þriðja þings. Vjer þurfum að byrja á því :að miðla málum. | Jeg veit, að á vissum stöðum er málamiðlun ekki vel sjeð, En hvernig er unnt, að menn skilji hver annan? Hvernig er unnt að byrja á að byggja upp, fyrst, ri Spaak menn eru svo ólíkir? Hvernig er það unnt, án þess að leita gaumgæfilega innanum allt það, sem klýfur og sundrar að einhverju því, sem sámeinar? Má vera, að það, sem jeg nú ætla að segja þyki barnalegt. Annarsvegar eru menn, sem ekki mega heyra neinar breyt- ingar á stofnskránni nefndar á nafn. Þeim er illa við allar um- ræður um neitunarvaldið og virðast hræddir u.m, að allir, sem vilja verja breytingar á fyrirkomulaginu frá því sem nú er, ætli sjer að skapa afstöður til að halda vissum löndum allt af í minni hluta. Hvernig munduð þjer taka því ef jeg segði: Gott og vel — láturn okkur fórna nokkrum uppáhaldshugmyndum. Fvrst vjer erum sannfærðir um, að stofnun þessi getur aðeins orð- ið starfhæf, ef hún er endur- skoðuð — ef misnotkUn neit- unarvaldsins er sfnumin? Vjer vilium gjöra nýja tilraun í sam- einingu. og Jifa í samræmi við anda stofnskrárinnar, sem gef- m var út í San FrancisCö. Vjer viljum fórr.a því. sem vjer álít- um þýðingarmikið atriði, en að- eins með einu skilvrði. nefni- lega því, að þjer lofið oss sam- starfi á móti oe farið eftir fyr- irskipunum Stofnskrárinnaf. Að þjer lofið samstarfi í því að fara bókstafleva eftir reglum Stofnskrárinnar. en þó -miklu fremur í því, að hreyta sam- kvæmt anda Stofnskrárinnar. En það þvðir, að hjer standið ekki leneur á móti inntöku nýrra meðlima, að ástæðuíaúsu og án undan+ehningar. Það þýðir líka að þier lofið að úti- loka ekki lönd þau úr fjöl- skyldu hinna Sameinuðu þjóða, sem hofa fuPpn rjett til að sækja um unptÖku. Það þýðir að eítir replpleccar umræður og að meðmæli hafa verið veitt löndum til A bátttakend- ur þessarar alþjóoastofnunar, þá sambvkkið binr að starfa með þeim. Vjer bu’-fnm í ^omstarfi við yður að halda, ef starf vort á að bera ti'æfla^on árangur. Og vjer biðjum v%r þess, að skemma ehV; an+ otarfið. Látum oro þessa til- raun, TakU vi* fó-n vorri. Lof- ið oss trvpmi s'vnstarfi. Látum oss byria á m'bn leik. Og ef vjer reynum og leitumst líka við, a* hverir aðra, til að ná c,1'ilningi hver á öðrum. b* ojdur sá, sem í oss öllum 1 ' 'ían Fransico lifna við ^----1-'<ra á ný, glatt og bjart. vjer ennþá vonast e":- ’ ' framtíð í heiminum. Látum samstarf að nýju. Þa* — ’ ' ' nf seint. Það er alls ek1-; r’oint — en það er kominn tímj til. Hvít FBdirfot I fyrír í , tarstúlkur. IIIIIl(llHlHill«v> ! ' '■•••11111111111111(1111(1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.