Morgunblaðið - 20.10.1948, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.10.1948, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 20. okt. 1948 ' Upphaf viðreisnaráforma Vestur-Evrópu Framh. af bls. 1 i noma 16 ríki, sem boðið þáðu. Rú.r land og öll ríkin fyrir aust <m járntjald höfnuðu boðinu. Er | *>ó á almanna vitorði, að sum I þeirra, svo sem Pólland, Finn- land og Júgóslavía, höfðu mikla löngun til að þiggja boðið, þó að ekki yrði af. Eitt þeirra, Tjekkóslóvakía, meira að segja þá&i boðið í fyrstu, en treysti sjci ekki til að standa við þá afstöðu, þegar til átti að taka. Blandaðist aldrei neinum hugur um, hvernig á því fráhvarfi stóð og ef svo hefði verið, að ein- hver hefði efast um orsökina þá hlaut sá efi að hverfa við atburð inj þar í landi á sl. vetri. Sú sorgarsaga skal eigi rakin að sinni, en hitt verður seint nægi lega harmað, að hin austrænu ríki skyidu snúast svo við sem þau gerðu. Hinii* frjálsu í einni fylking. Itikin 16, sem þátt tóku í ráð stefnunni í París, eru aftur á móti einmitt þau ríki í álfunni, sein frjáls eru gerða sinna, og gátu farið eftir því einu. er hags munir þeirra sögðu til um. Hjer é landi varð þegar í stað ljóst, að allir iandsmenn, að undan- teknum þeim háttv. socialistum, Sameiningarflokksmönnum al- þýðu, sem slegnir eru austrænu blmdurmi. voru sammála um, að sjálfsagt væri að taka frá upp hafj. Jpátt í þessu endurreisnar- ctarfi Evrópu. Við íslendingar, sem gott vilj um eiga við allar þjóðir, hljót- uui að vísu — ekki síður en abvir — að harma, að samtök þessi urðu eigi svo víðtæk sem eetlað var í fyrstu og til var etofnað af utanríkisráðherrum Bandaríkjanna, Breta og Frakka. En alveg án tillits til þess4 að samúð okkar hlýtur að verða með lýðræðis- og menn- ingarþj óðunum í vestri ef í odda skcrst, þá hlaut öllum óblind- uðiun xnönnum að vera ljóst, að hagsmunir landsins krefjast ná iiuiar samvinnu við lönd þau, sem ákváðu að taka þátt í Parls arráðstefnunni. Lcga landsins. Alhr heilskyggnir menn sjá hvei landfræðileg lega íslands er. A.ð vísu eru fornar sagnir um jiað, að fjórir uxar, sem raunar voru að hálfu jötnaætt- ar ú). Austurvegi, hafi dregið Sjáland úr miðri Svíþjóð út í Eyrarsund. En þó að jeg eíist ekki um, að hjer á landi .sjeu nú ýmsir, sem vtídu ganga fyrir plógi bón dans í Kreml, þá tel jeg þój eng-ar líkur til að þeir verði ux- unurn hálf-austrænu þeim mun kröftugri, að þeir megni að draga ísland úr miðju Atlants- hafi aLia leið inn á sljettur Sví þjóðar hinnar köldu eða Rúss- lands, svo sem nú er nefnt. Viðskiftin mest við þátttökuríkin. Á sama veg og léga landsins segir til um, að við sjeum vest rænt ríki og hljótum að verða háðir örlögum þess heimshluta, skipar verslun landsins okkur í hóp þ irra ríkja, sem gerst hafa að viðreisnaráætluninni. Atlmgun á verslunarviðskiptum okí.ar og þessara þjóða, og tel jeg þá Þýskaland auðvitað með, leiðir þetta óumdeilanlega í ljós. Frá og með árinu 1945 og þangað til nú, svo langt sem skýrslur ná, hefur 83,25% af útflutningi íslands verið til þátt tökuríkja viðreisnaráætlunar- innar austan hafs og vestan, en 85,27 % af innflutningnum hing að tii lands komið frá þeim. En fyrii heimsstyrjöldina síðari var þetta þannig, að 1936—1938 var 91,7% af útflutningnum til þessara landa og 94.63% af inn flutningnum frá þeim. Hvernig sem á þetta verður litið verður þess vegna ekki um það deilt, að hagsmunir okkar eru svo tengdir þessum heims- hluta, að alger ófarnaður mundi blasa við, ef tengslin við hann yrðu slitin. Undirbúningsstarf. Um fyrstu Parísar-ráðstéfn- una get jeg að öðru leyti mjög stytt hjer mál mitt, því að jeg skýrði frá niðurstöðum hennar hjer í háttv. Sameinuðu þingi 19. október 1947. En á ráðstefnu þessari samþykktu þátttökurik in að halda áfram samvinnu til að ná tilteknum höfuðmarkmið um, sem öll miðuðu að stórkost legri nýsköpun í heimalöndum þeirra. Eftir að þetta samkomu lag hafði náðst varð áframhald ið tvíþætt. Annarsvegar unnu þátttöku- ríkin í Evrópu að því, að koma upp föstum samtökum sín á milli í framangreindum til- gangi. Hinsvegar vann stjórn Bandaríkjanna að því, að út- vega sjer nauðsynlegar heim- ildir eftir lögum lands síns til að geta staðið við og fullnægt fyrirheiti Mr. Marshalls I Har- vard-ræðunni 5. júní 1947. Parísarsamningurinn. Að samningi um efnahags- samvinnu Evrópu var unnið á langvarandi ráðstefnu í París. Voru þar að verki fulltrúar þátt tökuríkjanna 16 og hernáms- hluta Vesturveldanna í Þýska- landi. Hinn 16. apríl 1948 komu þessir aðilar sjer saman um samning um efnahagssamvinnu Evrópu, og var hann fullgiltur af Forseta íslands 3. júli 1948 og hefur verið birtur sem aug- lýsing nr. 61, 5. júlí 1948, um aðild íslands að samningi um efnahagssamvinnu Evrópu. Hátt virtir þingmenn hafa hann fyrir framan sig í Stjórnartíðinda hefti, sem útbýtt hefur verið. Sjálfur aðalsamningurinn er 28 greinar, en áiik þess upphafs ákvséði og loks fylgiskjal með sjerstöku viðbótarákvæði. Þar að auki er svo viðbótarsamkom lag nr.l varðandi rjetthæfi, sjer rjettindi og forrjettindi stofn- unarir.nar í 20 greinum og við- bótarsamkomulag nr. 2 varð- andi ákvæði um fjármál stofn- unarinnar og er það í 9 grein- um. Um sjálfan samninginn er það að segja, að í inngangin- um og 1. til 9. grein eru aðal- lega viljayfirlýsingar samnings aðila um samvinnu þeirra á milli að efr.ahagsmálum og al- mennar skuldbindingar. Flestar eru þær þó lítt ákveðnar að orðalagi og láta samningsaðil- um því eftir mikið svigrúm um framkomu sína, þó að nokkur höfuðatriði sjeu tekin fram. Eru þau flest eða öll svo sjálfsögð, að flest ríki, eða a.m.k. ísland, mundi hafa leitast við að fu!l- nægja þeim, þó að um það væri enginn samningur gerður. Efnahagskerfi landanna hvert öðru háð. I innganginum er sett fram sú meginregla, sem óumdeilan leg er, að samningsaðilar viður kenna, að efnahagskerfi land- anna sjeu hvert öðru háð og að velmegun hvers um sig sje und ir velmegun allra komin. Með þessa staðreynd fyrir augum koma ríkin sjer svo saman um þá samvinnu, sem nánar er til- greind í samningnum. í 1. grein segir, að samnings- aðilarnir sjeu samþykkir því að hafa með sjer nána sam- vinnu í efnahagsmálum og semja sameiginlega viðreisnar- áætlun og framkvæma hana. Markmið áætlunar þessarar muni verða það að ná sem fyrst og viðhalda fullnægjandi efna hagsafköstum án óvenjulegrar utanaðkomandi aðstoðar, og mun því í áætluninni sjerstak lega tekið tillit til þess, að samn ingsaðilar þurfi að auka sem mest útflutning til þeirra ríkja sem ekki taka þátt í henni. Til að greiða fyrir þessu skuld- binda löndin sig svo til að koma á fót Efnahagssamvinnu-stofn- un Evrópu. í 2. grein segir, að samnings aðilar muni efla sem mest má verða framleiðslu sína. Eru þar hafðar fyrir augum svipaðar framkvæmdir sem hjer á landi hafa hlotið nafnið nýsköpun. j 3. grein binda samningsað- ilar sig til að gera almennar áætlanir um framleiðslu og skipti á vörum og þjónustu og síðan að leitast við að tryggja framkvæmd slíkra almennra á- ætlana. Minkun viðskiftahamla. í 4. grein segir, að samnings- aðilar muni efla, svo sem frek- ast er unnt, með samvinnu sín á milli skipti á vörum og þjón- ustu. í þessu skyni muni ríkin sem fyrst koma á marghliða greiðslufyrirkomulagi sin á milli og hafa samvinnu um, að draga úr viðskipta- og greiðslu hömlum sín á milli. í 5. grein er aðalákvæðið það, að löndin muni halda áfram at- hugunum sínum á tollabanda- lögutn eða svipuðum ráðstöfun- um, svo sem myndun tollfrelsis svæða, er gætu orðið einn liður í því að náð verði markmiðum þeim, sem sett eru með samn- ingi þessum. Rjett er að geta þess, að ís- land hefur tekið þátt í athugun á almennu tollabandalagi milli þátttökuríkjanna. Fram að þessu mun sú athugun einkum hafa verið fólgin í því, að safn að hefur verið víðtækum upp- lýsingum. Þá hefur ísland einn ig tekið þátt í athugun á tolla- bandalagi milli Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og íslands. Þær rannsóknir standa enn yf- ir og miðast auðvitað fyrst og fremst við samvinnu hinna þriggja fyrrtöldu landa. ísland hefur mjög ólíka aðstöðu þess- um löndum og hefur fullkom- inn fyrirvari um þá sjerstöðu verið gerður strax í upphafi rannsóknanna. í 6. grein heita samningsað- ( ilar því, að þeir muni hafa sam vinnu um að lækka toila og draga úr öðrum höftum á aukn um viðskiptum í þeim tilgangi, að komið verði á marghliða við- skiptakerfi, er sje heilbrigt og í jafnvægi og í samræmi við meg inreglur Havana-sáttrpálans. Öryggi í fjármálum. Samkv. 7. grein mun hver samningsaðili gera þær ráðstaf anir sem í hans valdi eru, til þess að ná eða viðhalda öryggi í gjaldeyrismálum sínum og innanlandsfjármálum, rjettu gengi og trausti á peningamál- um sínum yfirleitt. Með þessum I skuldbindingum er ekki annað undirgengist en það, sem hver góð stjórn hlýtur að leitast við j að gera af sjálfsdáðum, enda er það algjörlega á mati hennar. sjálfrar, hvað unnt sje að gera á hverjum tíma í þessum efnum. j 8. grein f jallar um hagnýting vinnuaflsins á hinn hentugasta ( hátt og að leitast skuli við að útvega öllum vinnu. Þá er ráð- gert að samningar muni verða teknir upp Éwmilli landanna um flutning verkamanna þeirra á milli ef vinnuaflsskortur er í einhverju þeirra. Eiga aðilar og að hafa almenna samvinnu um að draga úr tálmunum á ferða lagi manna. Skv. 9. gr. munu sarhnings- aðilar veita stofnuninni allar þær upplýsingar, sem hún kann að óska eftir, til þess að auð- velda framkvæmd starfa sinna. Starfshættir. 10. til 23. greín fjalla um fyrirkomulag Efnahagssam- vinnustofnunarinnar. Aðilar stofnunarinnar eru hinir sömu og aðilar samningsins. í 11! til 13. grein segir nánar frá um markmið, störf og vald svið stofnunarinnar. Tilgangur hennar er fyrst og fremst sá að greiða fyrir efnahagssamvinnu þeirri, sem hjer er stofnað til, og hafa samstarf af hálfu Evrópuríkjanna við stjórn Bandaríkjanna varðandi höfuð atriði þeirrar hjálpar Banda- ríkjaþjóðarinnar, sem Efnahags samvinnunni er komið á til að fá. Um ákvarðanir stofnunarinn ar segir í 14. grein, að þær skuli teknar með samkomulagi allra aðila nema stofnunin ákveði annað í sjerstökum málum. Samkv. þessu verður enginn að ili að stofnuninni, og þá heldur ekki ísland, bundið af nokkurri ákvörðun hennar nema sjer- stakt samþykki hans liggi fyrir. Stjórn stofnunarinnar er í hönd um ráðs þar sem öll þátttöku ríkin eiga sæti, en auk þess er svo framkvæmdanefnd, fram- kvæmdarstjóri og skrifstofa. Hefur öll sú starfsemi aðsetur í París samkv. ákvörðun, sem gerð var á fyrsta fundi stofn- unarinnar. Gildistími og gjöld. í 24. til 28. grein eru loka- ákvæði, m.a. um gildistöku, en samningurinn hefur nú þegar tekið gildi, tim áhrif vanefnda og uppsögn samningsins, en aðili getur horfið úr þessu sam starfi með 12 mánaða uppsagts arfresti. Ákvæðin í fyrra viðbótarsarrj komulagi varðandi rjetthæfi, sjerrjettindi og forrjettindi stofnunarinnar eru svipuð því, sem gerist um slíkar alþjóða stofnanir og virðist ekki ástæða til að ræða það frekar. Varðandi seinna viðbótar sanu komulagið um fjármál stoínuri arinnar, skal tekið fram, að framlög aðila verða ákveðin með samkomulagi eftir svipuð um reglum og gilda um hlið- stæðar stofnanir. Enn héfir ís- land ekki verið krafið um nema rúmlega 21 þúsund kr., en ó- ákveðið til hve langs tír.ia þaS> Undirbúningur Bandaríl: ia- stjórnar. Samtímis því sem fulltrúan Evrópuríkjanna unnu að því aö ná þessu samkomulagi um efna hagsstofnunina var í Bandaríkji unum unnið að því, að útvega heimildirnar fyrir þeirri hjálp., sem Marshall utanríkisráð- herra hafði lofað í Hai vard- ræðu sinni. Sú heimild var veitt í lögum, sem Bandarí’. jaþing samþykkti og staðfest voru 3- apríl 1948. Er það allmikill laga bálkur og er ástæðulaust að rekja hann hjer, enda fjalla þau lög að vonum að veruiegu leyti um það, hvernig Banda- ríkjamenn hugsa sjer að láta afla hjálparinnar, vinna að fraiii kvæmd hennar og annað slíkt. Samkv. 115 gr. laganna er hinsvegar gert ráð fyrir, að til þess að ríki geti orðið hjálpar- innar aðnjótandi þurfi það hvorttveggja: Að taka þátt í samstarfi Ervrópuþjóðanna sím á milli, svo sem samknmutag varð um í París 16. apríl, og að hvert ríki um sig geri samning við Bandaríkin um hjálpina tií þess. Skilyrði bandarísku laganna. Kveðið er á um nokkur i kil- yrði, sem ætlast er til að tekin sjeu fram í þeim sjersar ng- um, sem Bandaríkin þanr. i,a oiga að gera við hvert ríki. Þos:; fyr irmæli eru auðvitað almrm og eiga ekki öll við alla san nings- aðilana. Engu að síður varð raunin sú þegar þessir samninga; voru gerðir, að skilyrðin voru að mestu tekin upp í samningana við hvert ríki um sig. Ean la- ríkjastjórn gat ekki horfiö frá þeim skilyrðum, ef lögin höfðu sett. Eru því nokkur atriði £ flestum samninganna, sern ekki eiga til hlýtar við það land, sem er aðili þess sarrmngs. Leiddi þetta og til þess að um sumt varð að gera beinan fyrii? vara við samningsundirskrift. Fyrirvari um atvinnurjettindi. Að vonum var gert ráð fyrir því að nokkurn tíma tækf að koma á öllum þessum samning um og var frestur settur um það til júlíbyrjunar s.l. Hinsvegar var heimilt að veita þátttöku- ríkjunum nokkra hjálp strax frá aprílbyrjun. Til þess að geta orðið hennar aðnjótandi þurfti að gefa sjerstaka yfirlýsingu um, að ætlunin væri að gera samning við Bandaríkin á Frh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.