Morgunblaðið - 20.10.1948, Side 6

Morgunblaðið - 20.10.1948, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 20. okt. 1948 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. r|Wf Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 6 mánuði. lmumlmdi, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók. Þjóðþrifafyrirtæki S. 1. laugardag sigldi hjer í höfn stærsta skip, sem íslend- ingar nokkurntíma hafa eignast, síldarbræðsluskipið Hær- ingur, sem er tæpar 7000 smálestir að stærð. í lok ræðu þeirrar er Jóhann. Hafstein, alþingismaður, formaður stjórnar Hærings, flutti er gestum var boðið að skoða skipið. komst hann að orði á þessa leið: „Hjer er um að ræða fyrirtæki, sem stofnað er til í almenn- ingsþágu og þá fyrst og fremst til hagsbóta fyrir íbúa Reykja víkur, svo að þeir fái betur hagnýtt sjer þær auðlindir hafs- ins, sem felast í fiskisæld Faxaflóa og hinum miklu síidar- göngum í Hvalfjörð. En þetta síldarverksmiðjuskip hefur þann kost að geta flutt sig ihilli landshluta eftir því, sem aflabrögð segja til um. Jeg vildi mega vænta þess, að Hær- ingur reyndist því hlutverki sínu vaxinn að vera þjóðþrifa- ’íyrirtæki, og að hann mætti þá njóta þess í öllum sínum viðskiftum við almenning og opinbera aðilja“. Það er alveg rjett, sem Jóhann Hafstein segir í þessum lokakafla ræðu sinnar. Hæringur er merkileg nýung, sem miðar að því að gera íbúum Reykjavíkur og útgerðinni um land allt hægara um vik með að hagnýta sjer fiskisæld Faxa- flóa og þá fyrst og fremst síldargöngurnar í Hvalfjörð Und- anfarin ár hefur oft verið um það talað að við íslendingar þyrftum að eignast fljótandi síldarverksmiðju. Sá draumur er nú að rætast. Fyrir mjög ötula forystu bæjarstjórnar Reykjavíkur og þá ekki síst Jóhanns Hafstein, sem frá upp- hafi þessa máls hefur barist fyrir því af miklum dugnaði, og þeirra aðilja annara, sem að kaupum Hærings standa, er hin fljótandi síldarverksmiðja komin að bryggju í Reykjavík. Eftir er aðeins að búa hana ýmsum nauðsynlegum tækjum. Er talið líklegt að því geti verið lokið fyrir n. k. áramót. Það er áreiðanlega óhætt að fullyrða að miklar vonir margra manna standi til þess að Hæringur verði þjóðþrifa- fyrirtæki. Sú staðxeynd að skipið getur flutt sig milli lands- hluta styður þær vonir mjög. Undanfarna áratugi hafa nær allar síldarverksmiðjur okkar verið bygðar í sama lands- hlutanum, nefnilega á Norðurlandi. Það er þessvegna mjög mikilvægt að eiga verksmiðju, sem getur flutt sig nokkuð til eftir því, hvernig síldargöngum er háttað. En eins verður að minnast um leið og hinni fljótandi síld- arverksmiðju er fagnað. Frumskilyrði þess að hún komi að gagni og skapi þjóðinni aukinn arð af starfi sínu er að síldin komi. Koma síldarinnar er nefnilega alveg jafn óhjákvæmi- legt skilyrði fyrir góðri afkomu slíkrar verksmiðju og þeirra síldarverksmiðja, sem standa á þurru landi. , Getur ekki alveg eins farið svo að síldin komi alls ekki í Hvalfjörð í haust og næsta vetur? spyrja menn. Hvar er öryggið fyrir afkomu hinna dýru síldarverksmiðja í Hær- ingi og í Örfirisey þá? — spyrja menn áfram. Það er e. t. v. alls ekki óeðlilegt að menn spyrji þannig. En í því sambandi er þess að gæta, að allur veiðiskapur er áhættusamur. Fiskveiðaþjóðir verða að vera við því búnar að afli bregðist. En þær verða samt altaf að búast við því að úr rætist. Þær verða auðvitað að reyna að verða sem óháðastar misjöfnu árferði. Hvað mundi annars hafa verið sagt ef enginn viðbúnaður hefði verið hafður undir að hagnýta síldargöngurnar í Hval- fjörð? Það hefði ekki þótt vel að verið. Allir vita að í fyrravetur fóru óhemjuverðmæti til spillis vegna þess að við höfðum ekki tæki til þess að hagnýta aflann hjer syðra. Það má segja um síldarútgerðina að drottinn gefur og drottínn tekur. Þegar vel aflast er hagnaðurinn af útgerð- inni mikill. Þegar illa aflast er tjónið mikið. Þrátt fyrir alla óvissu um komu síldarinnar í Hvalfjörð verður þessvegna ekki annað sagt en að rjett hafi verið að farið í kaupum hins fljótandi síldarbræðsluskips og bygg- ingu hinnar nýju verksmiðju í Örfirisey. Allir þeir, sem trúa á framtíð þessarar þjóðar geta þessvegna tekið undir þær óskir, sem Jóhann Hafstein bar fram í ræðu sinni og forsætisráðherra vjek einnig að í sinni ræðu, að Hæringur megi verða þjóðþrifafyrirtæki. \JíLverfi ihrifar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Ný keðjubrjefadella MÖNNUM er vafalaust í fersku minni keðjubrjefadell- an, sem gekk hjer um árið. — Menn voru kvattir til að senda einhverja tiltekna vitleysu í brjefi til fimm kunningja sinna, sem síðan áttu hver um sig að senda samskonar vitleysu til annara fimm manna. Og þannig jókst þetta brjef af brjefi þar til keðjan var komin um alt land. Og margir voru þeir, sem ekki þorðu að brjóta keðjuna af ótta við eilífa útskúfun og ólán mikið, sem átti að skella yfir. þá, sem neituðu að skifta sjer af þessari vitleysu. Og nú er komin ný keðju- brjefadella, sem því miður er gerð í nafni góðs fjelagsskapar, sem ábyggilega kærir sig ekk- ert um að vera bendlaður við slíkt. í nafni SÍBS KEÐJUBRJEFIÐ er eitthvað á þessa leið: „SÍBS á afmæli. Sendum öll örlitla afmælisgjöf. Hvern einstakling munar lítið um 5 krónur, en safnast þegar saman kemur. Sendu SÍBS 5 krónur í dag og afritaðu þetta brjef og sendu tveimur kunn- ingjum þínum. Þetta brjef er ekki komið frá SIBS, en samið af einum vel- unnara þess og vinir þess láta ekki keðjuna slitna“. Það var þó gott að brjefritari skyldi taka fram, að þessi nýa keðiubrjefadella sje ekki runn- in undan rótum SÍBS eða stjórn ar þessa ágæta fjelagsskapar. • I góðri meiningu NÚ þarf ekki að efa, að sá maður sem böglaði saman þessu keðjubrjefi hefur gert það í góðri meiningu. Það sjest á brjefinu. En hitt hefur sá góði maður ekki athugað, að með keðjubrjefinu gerir hann SÍBS meira ógagn en gagn, eða hefði getað gert. Þjóðin hefur nýlega sýnt, að hún kann að meta starf SIBS og enginn fjelagsskapur hefur fengið svo góðar móttök- ur hjá alþjóð er leitað hefur verið styrks góðu málefni. SIBS þarf ekki á neinum hje- góma, eins og keðjubrjefum að halda. Látum þá, sem eitthvað vilja gefa, gera það af frjálsum vilja, en skemmum ekki fyrir hinu góða málefni með því að taka þátt í þessari keðjubrjefa- dellu. Utlendingur um íslenska frelsið ÚTLENDUR maður, sem hjer dvelur skrifar mjer eftirfarandi brjef: „Þið íslendingar talið oft um frelsi einstaklinganna. Það er gott að geta talað um það og heimtað sinn rjett sjer til handa. Það er langt frá að allir geti það nú til dags í heimin- um, því í. mörgum löndum er einstaklingsfrelsið með öllu glatað. íslendingar standa enn vel að vígi í þessum efnum, en verða þó að vera á verði til að gæta rjettinda sinna“. • Það, sem hann skilur ekki „EN eitt er það, sem jeg skil ekki og finst alleinkennilegt“, heldur útlendingurinn áfram. „Jeg er svo heppinn, að eiga is- lenska konu og dálítið í erlend- um peningum. Nú datt mjer í hug að gefa konu minni ryk- sugu. En til þess að fá keypta ryksugu fyrir minn eiginn er- lendan gjaldeyri, sem íslenska ríkið á ekkert tilkall til, þar sem jeg er erlendur ríkisborg- ari, þarf jeg innflutningsleyfi. Tvívegis er jeg búinn að reyna að fá leyfi til að flytja inn ryksuguna, en hefi verið synjað í bæði skiftin“. Ja, það er nú svo margt, sem menn eiga bágt með að skilja þegar farið er út í þá sálma, að ræða innflutninginn, að jeg held að það sje best að gera sem minstar tilraunir til að skýra það. (En þótt jeg viti ekki hvaða þjóðar þessi útlendi maður er, þá væri gaman að spyrja hann hvort hann hafi leyfi sinnar stjórnarvalda til að kaupa ryk- suguna og flytja hana til ann- ars lands. — Það eru nefnilega fleiri ríki en ísland, sem hafa lög og reglugerðir um meðferð erlends gjaldeyris). Uppástungur um gistihúsnafn NOKKRAR uppástungur hafa komið til viðbótar um nafn á gistihúsinu á flugvellin- um í Keflavík. Það sakar ekki að birta tillögurnar: Hótel Faxaborg, Hótel Atl- antic, Hótel Fálkinn, eða eitt- hvað annað fuglsheiti. Leifur hepni til að minna á Leif Eiríks son, sem fyrstur hvítra manna fann Ameríku og svo er tillaga um Hótel Háloft. Það er eins og fyrri daginn, að ieg íegg ekkert til málanna sjálfur um nafn á gistihúsinu. En grunur minn er sá, að það verði ofan á, að gistihúsið verði bara kallað hreinlega Flugvall- ararhótelið í Keflavík og það verði svo þýtt á ensku og önnur tungumál. MEÐAL ANNARA ORÐA ■mmnmiwiwiwiwimnn—■■mnmmmimnutimn————j— Stærsfa glappaskot Trumans FYRIR um hálfum mánuði síðan fluttu blöð í Bandaríkjun um þá fregn, að Truman for- seti hefði haft í hyggju að senda Vinson, forseta hæstarjettar Bandaríkjanna, til Moskva, sem sjerstakan erindreka sinn í Berlínardeilunni. Blöðin skýrðu þó iafnframt frá því, að forset- anum hefði snúist hugur á síð- ustu stundu, og ljetu á sjer skilja, að Marshall, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, og Ro bert Lovett, aðstoðarutanríkis- ráðherra, hefðu þar komið mjög við sögu. — Samtímis þessu var það upplýst, að Mars- hall væri að leggja upp í skyndi heimsókn frá París til Washing ton, en af því þótti mönnum einsýnt, að ennþá væri Tru- man hálfvolgur í málinu, og hefði jafnvel ekki gefið ský- laus loforð um að hætta við sendiför Vinsons til Moskva. • • MARSHALL TALAR VIÐ TRUMAN Marshall, utanríkisráðherra, kom flugleiðis til Washington helgina eftir birtingu þessara blaðafregna. í opinberum til- kynningum var frá því skýrt, að utanríkisráðherrann væri kominn til þess eins að gefa forsetanum skýrslu um ga'ng mála á allsherjarþinginu í Par- ís; meðal stjórnmálamanna og frjettamanna fór það þó ekkert leynt, að eini tilgangurinn með ferð Marshalls var að ganga ör- ugglega frá því, að ekkert yrði úr Vinson-förinni, og það kvis- aðist jafnvel í Washington, að utanríkisráðherrann hefði hót- að að segja af sjer, ef Truman hjeldi ráðagerð sinni til streitu. Endalokin urðu þau, að Mars- 1 hall sigraði, og forsetinn, er um skeið hafði verið svo staðráðinn í að gera Vinson út til Moskva, að bandarískar útvarpsstöðvar höfðu verið beðnar um að hafa allt til reiðu til að birta þennan ,,mikilvæga“ boðskap, gaf út tilkvnningu, þar sem gefið var í skyn, að endanlega hefði ver- ið fallið frá förinni. • • ÁRVEKNILOVETTS Almennt er álitið, að það hafi verið árvekni Lovett, aðstoðar- utanríkisráðherra, að þakka, að ekki varð meira en raun varð á úr þessu frumhlaupi Tru- mans forset.a. Lovett var einn af beim fáu mönnum innan stjórnarinnar, sem fjekk að vita um ráðagerðina, og mun þegar hafa gert sjer ljóst, hversu stór skaðleg áhrif hún gat haft á að- stöðu Vesturveldanna í Berlín- ardeilunni. Því með því að út- nefna og senda sjerstakan erindreka tij Moskva, var Tru- man.,og þá um leið Vesturveld- in, að sniðganga Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, ráðið, sem þrjú öflugustu lýðræðis- ríki veraldarinnar höfðu leitað til með alvarlegasta deilumál sitt við einræðisrisann í austri frá því stríðinu lauk. • • KOSNINGABEITA Enginn efast nú um það, að hin fyrirhugaða sendiför Vin- song hæstarjettarforseta til Moskva átti upptök sín hjá stjórnmálaráðunautum Tru- mans forseta. Truman stendur höllum fæti í kosningabarátt- unni um forsetasætið. Funda- höld hans víðsvegar um Banda- ríkin undanfarna mánuði hafa sýnt, að sigurvonir hans eru litlar, enda nú svo komið, að allir hinna þektari stjórnmála- ritara Bandaríkjanna spá De- wey, forsetaefni republikana, sigri. • • ,,BOMBA“ TRUMANS Hjer má því heita að um ör- þ’rifaráð hafi verið að ræða hjá Truman og stjórnmálaráðunaut um hans. Hjer var „kosninga- bomba“ á ferðinni, sem þeir ef til vill ætluðu að kynni að ráða úrslitum við forsetakjörið . . . ef vel tækist. Vinson átti að fara til Moskva sem fulltrúi Trumans, forsetaefnis demo- krata. í Moskva átti hann að gera tilraun til að leysa deilu- mál, sem þegar hefur verið lýst yfir að stofni heimsfriðnum í hættu. Tækist honum það, hafði Truman, forsetaefni demokrata, Frh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.