Morgunblaðið - 21.10.1948, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 21.10.1948, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 21- t»kt. 1948 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík, Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgCarxn.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á znánuSi. tnnanland*, kr. 12,00 utanlands. f lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura meO Lesbók. Skýrsla og áætlun ríkisstjórnarinnar SKÝRSLA sú, sem ríkisstjórnin flutti á Alþingi í fvrra- dag um Marshall-áætlunina og afstöðu íslands til hennar, sannar þrjú þýðingarmikil atriði, sem þjóðin öll verður að gera sjer ljós. Það er fyrst þessara atriða, að við Islendingar hlutum að taka þátt í efnahagssamvinnu og endurreisnaráformum Vest- ur Evrópu. Utanríkisráðherra sýndi fram á það með óhrekj- andi rökum, hvernig meginhluti allra viðskipta okkar við útlönd hafa verið við þessar þjóðir. Við höfum selt þangað mestan hluta útflutningsframleiðslu okkar og keypt þaðan nær allar nauðsynjar okkar. Örlög okkar og þessara þjóða eru þessvegna nátengd. Af þessari ástæðu einni saman hlut- um við að taka þátt í viðreisnarbaráttu þessara þjóða, enda þótt við hefðum ekki þurft á stuðningi að halda sjálfir. En sannleikurinn er sá að þó að íslendingar söfnuðu sjóðum í síðustu styrjöld og þó að þeim sjóðum væri vel varið, þá höfðum við samt engan veginn efni á að neita þátttöku í efnahagssamvinnu Evrópu. Annað atriði er það að við höfum þegar haft mikið gagn af þessari samvinnu. Afurðasala okkar til hernámssvæðis Vesturveldanna í Þýskalandi er að mestu leyti árangur af fyrirgreiðslu og aðstoð Efnahagssamvinnustofnunarinnar í Washinton. Án þessarar afurðasölu væri jafnvel togaraút- gerðin nú illa á vegi stödd. Sala síldarafurða fyrir dollara til Þýskalands og Austurríkis er einnig árangur þessarar sam- vinnu. Sala hraðfrysta fiskjarins nú fyrir skömmu er þó stærsti og þýðingarmesti árangur hennar að ógleymdum stuðningnum til þess að kaupa verksmiðjur, skip og tæki til eflingar síldariðnaðinum hjer við Faxaflóa. Þriðja atriðið, sem til athugunar kemur í þessu sambandi er það, að þessi samvinna Evrópuþjóða með stuðningi fjármagns og tækni lýðvelda Vesturheims, skapar íslensku þjóðinni einstakt tækifæri til þess að lyfta nýjum Grettistökum í baráttu henn- ar fyrir umbótum í landi sínu. Mönnum finnst áætlun sú, sem viðskiptamálaráðherra skýrði frá að gerð hefði verið og send Viðreisnarstofnun Evrópuþjóðanna í París, vera djarfleg og jafnvel draumóra- kennd. En getur nokkur mótmælt því að hvert einasta atriði hennar hafi við gild rök að styðjast? Hitt er svo allt annað mál, að til þess að við fáum komið fram öllum þeim framkvæmdum, sem þar eru ráðgerðar, þarf fleira að koma en þessi áætlun eða rjettara sagt óska- iistí íslensku ríkisstjórnarinnar um nauðsynlegar verklegar framkvæmdir og eflingu atvinnulífsins. En bæði við og aðrar þjóðir, sem svipaðar áætlanir hafa gert, vitum að hver einstök þjóð getur ekki komið öllum sínum óskum fram. Við íslendingar, sem getum fært gild rök að nauðsyn hinna í'áðgerðu framkvæmda, verðum hinsvegar að vona að óskir okkar verði í sem ríkustum mæli teknar til greina. En rík- isstjórnin hefur í þessari áætlun, sem gerir ráð fyrir 542,8 milj. kr. útgjöldum til margvíslegra framkvæmda, sett mark- ið hátt og það hlaut hún einnig að gera. Fáir þjóðir Evrópu eru jafn skammt komnar áleiðis í uppbyggingu iðnaðar síns og við íslendingar. Þessvegna var ekkert eðlilegra en að rík- isstjórnin tæki t. d. lýsishersluverksmiðju, sementsverk- smiðju og áburðarverksmiðju upp í framkvæmdaáætlun sína. En tilgangurinn með þessari áætlun um stórfeldar fram- kvænadir í landinu er ekki sá að gera íslensku þjóðina háða Bandaríkjunum og dollarasvæðinu um allan aldur. Hann er þvert á móti sá, eins og fram kom í ræðum ráðherramia á Alþingi, að skapa jöfnuð í viðskiptum okkar við dollara- svæðið að hinum fjórum árum viðreisnaráætlunarinnar loknum, gera þjóðina efnalega sjálfbjarga. Það er af þessari ástæðu fyrst og frémst, sem íslenska þjóðin fagnar hinni djörfu og glæsilegu áætlun ríkisstjórnarinnar um stórfeld- ar umbætur og framkvæmdir í landi hennar í náinni sam- vinnu við þær þjóðir, sem hún um allan aldur hlýtur að eiga samleið með í baráttunni fyrir efnahagslegu öryggi, frelsi og lýðræði. AJdveríi áhrífar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Fjögra ára áætlunin ÞAÐ er ekki talað um annað meira en fjögra ára áætlun rík- isstir,"narinnar og ræður utan- ríkisráðherra og viðskiftamála- ráðherra, sem þeir hjeldu á Al- þingi í fyrradag. Og það er að vonum, að menn ræði slík stórtíðindi, seni hjer eru á ferðinni. I áætlun ríkisstjórnarinnar um verklegar framkvæmdir á næstu árum kemur fram sá stór hugur, sem menn kunna við. Þegar forystumenn þjóðarinnar ganga á undan og sýna slíka trú á land og þjóð, sem lýsir sjer í K viðreisnartillögunum hljóta borgararnir að fá trú á framtíðina, trú á sjálfa sig og trú á landið. • Hugsjónir rætast.. . HUGSJÓNIR bestu sona þjóð arinnar, sem þeir lýstu svo vel í ræðum, ritum og ljóðum sín- um, eru að rætast. Það á að virkja vatnsaflið betur en nokkru sinni fyr, hagnýta afl hveranna, færa heim feng af hinum auðugu fiskimiðum með fullkomnustu tækjum, efla land búnaðinn með nýtísku vjelum. Með framkvæmd þeirra áætl- ana, sem ráðherrarnir lýstu, verður landið byggilegra, af- koma þjóðarinnar betri. Starf í stað barlóms, trú og traust í stað vonleysis og ótta. Heill og gæfa fylgi þeim fram förum, sem í vændum eru á ís- landi. • Samstarf og einhugur OG nú ríður þjóðinni á, að standa saman, vinna saman og ganga einhuga að þeim fram- kvæmdum, sem fyrir hendi liggja. Til sjávar og sveita verða menn að gera sjer Ijóst, að verið er að gera það átak, sem mun tryggja okkur sjálf- um og afkomendum okkar mannsæmandi lífsskilyrði. Það varf ekki að efast um, að meiri hluti þjóðarinnar skilji hvað í húfi er. En um leið er rjett að gera sjer Ijóst, að til eri*niðurrifsöfl, sem munu gera alt, sem í þeirra valdi stendur til að spilla fyrir að viðreisnar- áætlanirnar hepnist. Gegn þeim öflum verða menn að vera á verði. o Blindaðir menn. BJARNI Benediktsson, utan- ríkisráðherra, mintist á þessa blinduðu menn í ræðu sinni. — Kommúnistarnir, eða rjettara sagt forystumenn þeirra munu rísa andvigir gegn viðreisnar- tillögunum — og hafa raunar gert það. Þeir starfa.samkvæmt fyrir- skipun alþjóðafjelagsskapar, sem hefur það eitt markmið að vinna fyrir heimsyfirráðastefnu austræns stórveidis. fígúruhátíð sinni, þrátt fyrir ákafa smölun og gjafámiða. ® Hegðun unglinga ARNGRÍMUR Kristjánsson, skólastjóri Melaskólans, hefur skrifað „Daglega lífinu“ brjef í tilefni af orðum, sem hjer fjellu fyrir skömmu um hegð- un barna og unglinga, van- rækslu skólanna að kenna nem- endum almenna mannasiði og gefa einkunn fyrir hegðun. Var bent á, að það ætti, að krefjast þess af börnum, sem taka fulln aðarpróf, að þau kynnu sjálf- sögðustu umgengnisvenjur sið- aðra manna. , Skólastjórinn bendir á, að ár ið 1938 hafi hann gefið út leið- beiningar fyrir unglinga í ,,A1- Jmanaki skólabarna“, sem gefið var út á vegum Rauða Kross íslands. Riti þessu hafi verið dreift ókeypis í 6 þúsund ein- tökum. Loks getur skólastjór- inn þess, að hann leggi ríkt á við kennara skóla þess, er hann stjórnar, að leiðbeina börnum um almenna hegðun. Fígúruhátíð og fylgisleysi EN það er margt. sem bendir til, að kommúnistarnir íslensku geti ekki blekt almenning leng ur. Kosningarnar til Alþýðu- sambandsþingsins sanna best, að fleiri og fleiri eru farnir að sjá, að stefna þeirra leiðir að eins til glötunnar. Og fleira bendir í sömu átt. S.l. mánudag efndu kommún- istar til fígúruhátíðar í stærsta samkomusal borgarinnar til á- góða fyrir útgáfustarfsemi mál- gagns síns. En þótt öll samkomuhús borg arinnar sjeu yfirfull kvöld eftir kvöld, nærri því án tillits til hvað til skemtunar er, þá tókst kommúnistum ekki að fá svo mikið, sem hálft hús, að þessari Skiftar skoðanir meðal kennara ÞAÐ er gleðilegt til þess að vita, að einhverjir af skóla-, mönnum landsins skuli hafa á- huga fyrir þessu mikilsverða atriði í uppeldismálum okkar. En það er eitt, sem jeg hjó eftir í brjefi Arngríms, skóla- stjóra. Hann segir, að það sjeu skiftar skoðanir meðal kennara hvort rjett sje að taka þenna þátt uppeldisins sem sjerstaka kenslugrein. Það var nú verra. Því þá þyneist róðurinn. Það væri fróðlegt að vita hvaða rök ligeja að því, að upp- fræðarar íslensks æskulýðs eru á móti því, að hörnunum sjeu kendir mannasiðir. MEÐAL ANMARA OROA mmiiiinin«ri«iiM»mwniwiwP»iiiCiniHuiuuiruniuinw»' * Breskar kvikmyndir og leikrit í Eðndaríkjunym Eftir Pat Hefferman, frjettaritara Reuters. BRESKAR kvikmyndir eru stöðugt að verða vinsælli og vinsælli í Bandaríkjunum. — Sama er að segja um bresk leikrit og bresk sönglög. Nú þegar veturinn er að ganga í garð á Broadway í New York ætti helst að minnast á þetta þrent: 1) Leikritið „Eðvarð, sonur minn“, sem er mjög vinsælt. 2) Kvikmyndina „Hamlet. 3) Sönglögin .,A Tree in the Meadow“ og „Underneath the Arches“. • • SAMKEPPNIN ER HÖRÐ Kvikmyndafjelögin í Holly- wood hafa reynt að gera bresku fjelögunum samkeppnina sem erfiðásta með fjölda dýrra kvik mynda, sem fóru að koma fram í september, en engin þeirra hef ur fengið eins mikið lof og kvik myndin „Hamlet“ með Sir Laurence Olivier. Einnig hefur Olympíumyndin þótt góð. Sjerfræðingar eru þegar farn ir að spá því, að „Hamlet“ muni slá öll sýningamet breskra kvik mynda, þótt enn vanti hana samt mikið til að ná hinni Shakespeare kvikmyndinni „Ilinrik V“. Miðar að frumsýningunni í Bandaríkjunum voru uppseldir | mörgum vikum áður en hún fór fram, og stjórnendur Park Avenue kvikmyndahússins, þar sem hún er sýnd í New York gera ráð fyrir sýningum marg- ar vikur fram í tímann. 9 9 ..HAMLET VINSÆLASTA KVIKMYNDIN Bosley Crowther, kvikmynda gagnrýnandi New York Times, spáði því, að ,,Hamlet“ myndi verða vinsælasta kvikmynd í Bandaríkjunum, það er að segja, ef kvikmyndahúseigend- ur um gjörvöll Bandaríkin hefðu vit á að kaupa hana og sýna.hana. Hún er í stuttu máli listaverk. Eftir þessu að dæma og mót- tökunum, sem kvikmyndin hef- ur fengið allsstaðar þar sem hún hefur verið sýnd, ætti breski fjármálaráðherrann að vera ánægður með hana. « • LEIKRITIÐ „EÐVARÐ, SONUR MINN“. Þá- er það leikritið „Eðvard, sonur minn“, ’með Robert Mor- ley í aðalhlutverki. Það virðist muni ganga í allan vetur. Robert Morley, sagði einn leikhúsagagnrýnandinn nýlega, er einn stórkostlegasti Ieikari nútíma leiklistar. Hann gefur | kúkpersónunni sína sjerstöku sál, hann er bæði alvarlegur, kátur og mikill listamaður. • © SÖNGLEIKIR OG SÖNGLÖG Og svo er bað söngurinn. — Beatrice Lillie, bresk söngkona hefur farið víða um Bandarík- in og sungið í söngsýningunni „í Bandaríkjunum“, og nýlega er farið að svna söngleikinn ,,Einkalíf“, eftir Noel Coward og bar fer með aðalhlutverkið Tallulah Bankhead. Lagið „Underneath the Arc- hes“ eftir Bud Flanagan kom fyrst tii Bandaríkjanna skömmu fvrir heimsstyrjöldina. Eftir stríðið hefur nokkuð ver- ið gert að bví að vekja upp gömul sönglög og þess vegna er það la.<? nú sungið um Banda- ríkin þvert ov endilangt. Það sást enn betur hve Bret- ar eru að vinna á, í grein, sem birtist í New York Times og var um kvikmvndir í Kanada. Frjettaritarj blaðsins skýrði frá bví. að nú væri aðsóknin að breskum kvikmyndum 25 til 35 nrós^nf mmri en að banda- rískum mvndum. WASHINGTON — Biiist er við j.ví, að B—-36 sprengiuflugvjelarnar, sern nú eru í smiðum í Bandarikjunum, geti áður langt um líður flogið 12,000 mílur í einum áfanga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.