Morgunblaðið - 26.10.1948, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 26- okt. 1948.
Hallgrímsdapdnn
er á morgun
ÞAÐ er orðin föst vcnja, að
Hallgrímssöfnuður minnist sr.
Hallgríms Pjeturssonar á dán-
ardegi hans, 27. okt. — Er það
gert með þeim hætti, að messa
er sungin með sama ritmáli og
tíðkaðist á aögum Hallgríms.
Er tónað með gregoríönsku lagi.
A morgun fer messan fram í
Dómkirkjunni kl. 8 e. h. og
mun sr. Sigurbjörn Einarsson
dósent þjóna fyrir altari en und
irritaður prjedika. Við kirkiu-
dyr verður veitt viðtöku gjöf-
um til Hallgrímskirkju.
Þennan sama dag mun kven-
fjelagið hafa merkjasölu. Und-
anfarin ár hafa bæjarbúar tek-
ið þeim vel, og vænti jeg, að
svo verði einnig á morgun.
Kvenfjelagið á alt gott skilið,
sökum þess dugnaðar, sem það
hefir sýnt alt frá því, að það
var stofnað, En mest er þó vert
um hitt, að hjer er verið að
vinna að góðu málefni, sem
alla varðar. Smám saman nálg-
ast sú stund að Hallgrímskirkj-
an verður vígð, eða sá hluti
hennar, sem nú er verið að
byggja. Og allir vinir Guðs
kristni í landinu láta sig
dreyma um, að hin veglega
kirkja komi á sínum tíma, þó
að engu sje unt að spá um fram
tíðina, verður aldrei hægt að
draga úr þeim sannleika, að sá
býr best undir framtíðina, sem
gerir skyldu sína á líðandi
stund. Hver góð hugsun, góð orð
eða gott verk í þágu heilags
málefnis mun einhverntíma
bera ávöxt. Þess vegna vona
jeg, að Reykvíkingar, og þá
fyrst og fremst Hallgrímssöfn-
uður styðji starfsemi þá, sem
kvenfjelagið hefir með hönd-
um.
Fyrirfram þakkir.
Jakob Jónsson.
Gæfa fylgir
trúlofunar
hringunum
frá
SIGURÞÓR
Hafnarstr. 4
Revkjavík.
Margar gerfiir.
Sendir gegn póstkröfu hvert
á land sem er.
— Sendið nákvœmt mál —
BESl AÐ AUGLÝSA
l MORGUNBLAÐINU
Ársþing
Frh. af bls. 6.
nýútkomnu leikreglur í frjáls-
íþróttum.“
8) „Ársþing FRÍ 1948 skorar
á stjórn sambandsins að leita
fyrir sjer méð útvegun nauð-
synlegra íþróttaáhalda.“
Á fyrsta stjórnarfundi FRÍ
skipti stjórnin þannig með sjer
verkum: Formaður: Lárus Hall-
dórsson, Brúarlandi (kosinn á
ársþingi). Varaformaður: Jó-
hann Bernhard, Rvík. Brjef-
ritari: Guðmundur Sigurjóns- 1
son, Reykjavík. Fundarritari: j
Sigurpáll Jónsson, Reykjavík.
Gjaldkeri: Sigurður Sigurjóns-
son, Hafnarfirði.
Breska vörusýningin
í Kaupmannahöfn
KAUPMANNAHÖFN — Danska
stjórnin ákvað nýlega að leyfa
sölu á öllum þeim vörum, sem
til sýnis voru á bresku vörusýn-
ingunni í Kaupmannahöfn. Vör-
urnar eru virtar á 270.000 ster-
lingspund.
Æ
SKI PAUTUtKÐ
RIKISINS
Esja
Áætlunarferð vestur um land
í vikulokin (hringferð). Tekið
á móti flutningi til Patreks-
fjarðar, Bíldudals, Þingeyrar,
Flateyrar, ísafjarðar, Siglufjarð
ar, Akureyrar, Húsavikur og
Kópaskers í dag og á morgun.
Pantaðir farseðlar óskast sóttir
á morgun.
\h. Skjaldbreíð
Áætlunarferð til Snæfellsness-
og Breiðafjarðarhafna hinn 29.
þ.m. Tekið á móti flutningi til
Arnarstapa, Sands, Ólafsvíkur,
Grundarfjarðar, Stykkishólms
og Flateyjar á morgun. Pantað-
ir farseðlar óskast sóttir á fimtu
daginn.
M.s. Hugrún
Hleður til Patreksfjarðar, Flat-
eyrar, Súgandafjarðar, Bol-
ungavíkur, ísafjarðar og Súða-
víkur, fimtu.dag og föstudag. —
Vörumóttaka við skipshlið. ■—
Sími 5220.
Sigfús Guðfinnsson.
Verslunarpiáss
Gott verslunarpláss óskast. Helst i miðbamum. Klepps-
holt eða einhver önnur úthverfi kcma þó einnig til
greina. — Þrifaleg umgengni. Tilboð séndist afgr.
Mbl. fyrir n.k. föstudagskvöld, merkl: „Verslun — 307“.
40 ára afmælisfagnaður
Knattspyrnufjel. Víkingur ve,-ður haldinn i Sjfilfstæðis
húsinu 6; nóv. n.k. og he'fst með borðhafdi ki. 6 e h.
Fjelagsmenn eru beðnir að tryggja sjer aðgöngumiða
í tima hjá Gunnari Hannessyni c/o M. K. & Co-
Nefmlin.
Frá haustmótl
Taflfjelagsins
11. UMFERÐ var tefld s.l föstu
dagskvöld. Leikar fóru bannig í
meistaraflokki: Lárus Johnsen
vann Sigurgeir Gíslason. Egg-
ert Gilfer vann Óla Valdimars-
son, Áki Pjetursson vann Jón
Ágústsson, Sveinn Kristinsson
vann Guðjón M. Sigurðsson. —
Biðskák varð hjá Steingrími
Guðmundssyni og Hafsteini
Gíslasyni, Hjalta Elíassyni og
Kristjáni Sylveríussyni. Pjetur
Guðmundsson sat yfir.
í' fyrsta flokki fóru leikar
þannig: Kári Sólmundarson
vann Eirík Bergsson, Valur
Norðdal vann Ólaf Einarsson,
Haukur Sveinsson vana Lárus
Ingimarsson, Þórir Ólafsson
vann Eirík Marelsson. Þórður
Jörundsson vann Ingólf Jóns-
son, Margeir Sigurjónsson vann
Magnús Vilhjálmsson. Jafntefli
gerðu Ingvar Ásmundsson og
Friðrik Ólafsson.
12. umferð í meistara- og
fyrsta flokki var tefld s.l. sunnu
dag. Leikar fóru þannig: Pjet-
ur Guðmundsson vann Stein-
grím Guðmundsson, Hafsteinn
Gíslason vann Svein Kristins-
son. Jafntefli gerðu Lárus John
sen og Hjalti Elíasson, Kristján
Sylveríusson og Jón Ágústsson,
Guðjón M. Sigurðsson og Egg-
ert Gilfer. Biðskák varð hjá
Óla Valdimarssyni og Sigurgeir
Gíslasyni. Áki Pjetursson sat
yfir.
1 fyrsta flokki urðu úrslit
þessi:
Friðrik Ólafsson vann Hauk
Sveinsson, Eiríkur Marelsson
vann Ingólf Jónsson, Ingvar
Asmundsson vann Val Norð-
dahl, Kári Sólmundarson
vann Ólaf Einarsson,
Margeir Sigurjónson vann
Eirík Bergsson. Jafntefli gerðu
Þórður Jörundsson og Magnús
Vilhjálmsson. Biðskák varð hjá
Þóri Ólafssyni og Lárusi Ingi-
marssyni.
13. og síðasta umferð verður
tefld n.k. föstudag. Biðskákir
verða tefldar annað kvöld kl.
8 að Þórsgötu 1.
Eftir 12. umferð í meistara-
flokki, eru þessir þrír menn
eftir: Lárus Johnsen 8
vinninga og tvær biðskákir (af
11), Sigurgeir Gíslason 6 v. og
biðskák (af 11) og Eggert Gilf-
er með 5% v., og biðskák (af
11).
Eftir 12. umferð í fyrsta
flokki eru þessir efstir: Frið-
rik Ólafsson með 10 v., Þórður
Jörundsson með 8Vz v., og bið-
skák, og Margeir Sigurjónsson
með 8 vinninga.
Frakkland
Frarnh. af bls. 5.
sem stendur fyrir verkfallsað-
gerðum, bæri hag annarrar
þjóðar en frönsku þjóðnrinnar
fyrir brjósti.
Vilja fá að vinna
Iðnaðarmálaráðherrann sagði
meðal annars, að mikill meiri-
hluti kolanámumanna óskaði
eftir því einu, að rjettur þeirra
til að ganga til vinnu yrði
verndaður.
Tundurspillar selðir
LONDON — Tveir breskir tund-
urspillar voru nýlega seldir til
Pakistan.
— Ferð um Normundí
(Framh. af bls. 9)
fengna með klukkum einum
saman.
Hjer voru á borð bornar ým-
iskonar kræsingar, sem eru eft-
irlæti Normandíbúa, og þjóð-
drykkir svo sem eplavín. En
börn gestgjafans, þrjú stálpuð,
gengu um beina. Að máltíð lok-
inni settust systkinin við hljóð-
færi sín úti í horni á veitinga-
salnum og höfðu þá tekið
yngsta bróðurinn með sjer, er
var of smávaxinn til frammi-
stöðunnar. Kom á daginn, að
þarna var hin besta danshljóm-
sveit. En gestirnir frá fjarlæg-
um löndum heims, skrifuðu
þakkarorð fyrir alúðlegar mót-
tökur í gestabókina, og hver á
sínu máli.
Það væri gaman að vita hvað
sá dagur hjeti, er gestgjafinn
fengi einhvern til að þýða það
fyrir sig alt saman, bæði það
sem skrifað var upp og niður
eftir blaðsíðunum, og hitt, sem
skrifað var frá hægri hendi til
vinstri, og svo það, sem -skrif-
að var eftir okkar venju í Norð
urálfunni. Sumir skrifuðu langt
mál, og horfði gestgjafinn á alt
saman með kristilegri þolin-
mæði.
Að því búnu var gengið þang-
að, sem menn höfðu heyrt, að
móttökuhljómleikarnir höfðu
upptök sín. En það var uppi á
hanabjálkalofti gistihússins. •—
Þar uppi í ræfrinu var- mikil-
fenglegur útbúnaður, sem að
nokkru leyti minti mann á
gamlan vefstól, eins og þeir
voru, sem fyltu upp í baðstof-
unum heima, svo að þar hafði
enginn hið minsta olnbogarúm,
á meðan þeir voru upp stand-
andi. Treysti jeg mjer ekki til
að lýsa þeim tilfæringum nán-
ar. En þetta var klukkuspilið,
og eru klukkurnar tólf talsins.
Annar eldri bróðirinn, sem ver
ið hafði í hljómsveitinni, hand
Ijek þenna útbúnað, með hinni
mestu leikni, að okkur við-
stöddum. Fekk hann úr klukk-
unum allskonar lög og hljóm-
kviður. En átrúnaður forn var
á klukkunum í Cornville, að
þau brúðhjón, sem heyra þeirra
hljpma við hjónavígsluna geti
treyst á hamingjusamt hjóna-
band. Ut af þeirri þjóðsögu mun
söngleikurinn vera. Brestur
mig kunnleika til að skýra frá
honum.
Sagan segir, að hinar fornu
klukkur hafi lent á hafsbotni.
Svo þar var lengi ,,ekkert“, eins
og Gröndal komst að orði. —
Þangað til efnt var til sam-
skota og safnað víðsvegar um
lönd í nýjar klukkur, og þær
settar á sinn stað, svo enn gætu
brúðhjón notið heilla af þeim.
Klukkurnar eru að sjálfsögðu
af mismunandi stærð, því fyrir
stærðarmuninn fást úr þeim
mismunandi hljómar. — Hinir
dönsku samferðamenn mínir
glöddust yfir því, að næst-
stærsta klukkan í „spilinu“,
var samkvæmt áletrun gjöf frá
Danmörku.
Við sundið
Nú tók að líða að kvöldi. Og
hirði jeg ekki um að rekja hjer
ferðasöguna. En náttstað feng-
um við í bænum Deauville við
Ermarsundsströnd. Er bær sá
skamt frá vesturmynni Signu,
gegnt hafnarbænum Le Havre,
en fyrir vestan innrásarsvæðið,
sem frægt var í síðustu styrjöld.
Enda var þar alt með kyrrum
kjörum að heitið gat.
Langferðabíllinn rann með
okkur niður á ströndina við De-
auville. Þarne er flöt sand-
strönd, hentug fyrir striplandi
fólk í sumarsól. Enda sýnilegt
af byggingum þar og útbúnaði
öllum, að hún sje óspart notuð.
Þarna er hver lúxusbyggingin
af annari, víðáttumiklir pallar
fyrir veitingar og skálar fyrir
drykkju og dans. En fjær sand-
fjörunni rísa mikil gistihús. —
Gistihús það, sem okkur var
ætlað, hefir t. d. 500 herbergi.
Jeg stikaði að gamni mínu er
inn kom, hvað forstofan væri
stór um sig. Hún er 20 metrar
á hlið og er þetta ekki nema
fyrsti viðkomustaður þeirra, er
þangað sækja. Setustofur til
beggja handa á borð við þessa.
Mjer var sem jeg sæi öll
þessi salarkynni troðfull af
fólki, sem sækir þangað að
sumri ti'l, af því það veit ekki
hvað það á með tímann og pen-
inga að gera. Og fekk óyndi þar.
Ekki vegna þess, sem þar vai
nú. Heldur vegna þess, að jeg
þóttist vita, að þarna myndí.
ríkja þeim mun meiri tómleiki,
sem fólk væri þar fleira.
Áður en við, þessir meira og
minna langt að komnu gestii
gengum til náða, í hinu rík-
mannlega gistihúsi, var okkui
bent á, að við kynnum að hafs
gaman af að skygnast inn í spila
höllina, sem þar er nálægt. —
Fylgdum við þeim ráðlegging-
um.
Þar var yfirleitt fátt manna,
Tekju- og heimsóknatími árs-
ins að mestu liðinn. En þó vai
mikið fjölmenni í insta sal hall-
arinnar. Þar var þröng viS
hvert spilaborð, og fuku seðl-
arnir eins og skæðadrífa.
Við ferðafjelagarnir horfðum
á handatiltektirnar, bæði hjá
spilastjórum og almúganum.
eins og naut á heiðríkju, og
botnuðum ekki í neinu. Nema
hvað okkur sýndist, að flestii
peningarnir sem á loft komu,
lentu hjá „bankanum", en ekki
hjá þeim, sem þangað sóttu, til
að leita spilagæfunnar.
Eftirminnilegast verður mjei
frá þessari fyrstu heimsókn.
minni á slíkan fjárhættustað,
hvernig fólkið var, sem saí
við spilaborðin. Það var ekkii
ríkisfólk að sjá nje iðjuleys-
ingjar. Síður en svo. Ýmsar
konur, sem þar sátu, litu út sem
þær hefðu fyrri hluta dags feng
ist við að skúra gólf. Vinnu-
lúnar ráðsettar konur.
En þúsundfranka seðlarnir
fuku, og lentu sem sagt hjá
bankastjórunum, er hafa í hönd
um ýmist hrífur eða sleifar til
að ná því til sín nægilega hratt,
er fellur í þeirra hlut.
Upphaf og endir þessa dags;
karlarnir við sorpkeröldin inn
í Parísarborg um morguninn og
íburðarskrautið í spilahöllinni
með fjenu sem þar var fleygt.
Þetta voru andstæður dagsins.
Nú er eftir að lýsa innrásar-
ströndinni og þeim verksum-
merkjum sem þar sjást.
V. St.