Morgunblaðið - 16.11.1948, Page 14

Morgunblaðið - 16.11.1948, Page 14
MORGVNliLAt>lz» Þriðjudagur 16. nóv. 1948. Bernardo hafði gefið körlun- um nánar gætur og hann sá, að þeir voru vart jafn þver- tnóðskufullir og þeir höfðu ver ið áður. Þeir gengu viljugri tii vinnu en áður. Allan daginn var Seaflower á siglingu um Westvvard-sundið, og undir kvöid komst það í örugga höfn. Og þegar er akkerum hafði ver áð kastað var alt á tjá og tundri é skipinu og þannig gekk fram í myrkur. Þiljurnar voru þvegn ar þangað til þær gljáðu. Gyll- ingin á skrauti þess var end- urnýjuð og skrokkurinn mál- aður svo að skipið var eins og nýtt. Kit hafði rent því svo liærri landi að það stóð á þurru um fjöru. Og svo var byrjað að skafa og berja af því skelj- ar og sjávargróður. Upp úr öli- Um vistarverum lagði bláan brennisteinsreyk, og í staðinn fyrir sundurskotin og rifin gegl voru ný segl sett upp, og nýtjargaðir kaðlar komu í stað inn fyrir það sem slitið var. — 1‘remur dögum seinna var Sea- flower orðið eitt hið giæsileg- asta skip í karabiska hafinu. Nú var haldið til hafs og stefnt inn sundið milli Kúba og Hispaniola. Þegar þeir komu inn undir Tortuga, kallaði Kit alla menn á þiljur. Þeir voru nú allir klæddir í góð föt, sem t»eir höfðu rænt í herteknum skipum. En fötin voru með alla vega lit, svo að hópurinn líkt- ist mest skrautlegum hitabeltis fuglum. En þeir voru vasklegir og karlmannlegir að sjá. Kit ljet þá standa í röð og gekk svo meðfram röðinni þangað' til hann kom að þeim svartskeggj aða. Hann hjet Smithers, stroku maður af ótal skipum og erki- fantur. Hann var risi að vexti, hærri en Kit, sem þó var sex fet á hæð. Smithers var enn ungur, en hann hafði látið sjer vaxa alskegg og það var svo mikið að það huldi nær alveg andlitið svo að ekki var hægt að dæma um andlitsfall hans. Kit horfði á hann og gletnis- fivipur kom í augun. „Skæri“, hrópaði hann. — Einhver hljóp þegar til og sótti skæri. Kit tók við þeim og gekk að Smithers og sagði: „Það er kominn tími til að sjá hvað er á bak við þetta skegg. Haldið honum, piltar“. Það kom skelfingarsvipur á Smithers, en nokkrir menn hlupu hlæjandi á hann því að fivona gaman átti við þá. Kit sveiflaði skærunum og svartar fikeggflyksur duttu á þilfarið, en Smithers öskraði af bræði Og braust um. Ekki klipti Kit þó alt skeggið af honum. Hann skildi eftir yfirskeggið og hvassan hökutopp. Þegar hann hafði lokið þessu virti hann Smithers fyrir sjer og sá að hann var mjög laglegur maður. Kit dró ofurlítinn spegil upp úr vasa sínum og helt honum fyrir framan ásjónuna á Smith ers. „Skoðaðu þig nú vel“, mælti hann kíminn. Smithers hætti að brjótast um. Hann varð eins og að einu spurningarmerki og glápti á ejálfan sig í spegli'num. „Hamingjan góða, jeg er 8. dagur bara laglegur“, stundi hann, en öll skipshöfnin öskraði af kát- ínu. Alt gekk rólega og vel það sem eftir var ferðarinnar. — Smithers, sem hafði verið pott- urinn og pannan í allri óánægj unni um borð, var nú eins og lamb, og þeir sáu að hann var altaf að spegla sig þar sem einhver skygðarmálmur var og laga ,á sjer hárið og skeggið. Hann hafði borið vax í yfir- skeggið og.snúið það út í loft- ið eins og brodda. Og svo hafði hann borið olíu og ilmvatn í hár og skegg. ,-Hjegómagirni getur stund- um verið til gagns“, sagði Kit við Bernardo þar sem þeir gengu eftir þilfarinu og virtu Smithers fyrir sjer. Þegar þeir komu til Bassa- Terre kastaði Kit ekki akker- um utan við höfnina og langt frá öðrum skipum, eins og Lazarus var vanur að gera, held ur sigldi hann mitt inn í skipa- flotann, sem þar lá. Þetta voru alt víkingaskip og á þeim menn af öllum þjóðflokkum, komnir hingað til þess að selja ránsfeng sinn. Kit var klæddur eftir nýustu tískrr sem hæft hefði helstu aðalsmönnum í Versölum. — Bernardo horfði ýmist á hann eða í land. Svo hló hann ofur- lítið. og sagði: „Það er skrítið að mig var altaf að dreyma um það í æsku að jeg fann fólgna fjársjóðu sjóræningja. Kit hló líka. „Það hefur verið áður en þú kyntist Bassa-Terre“, sagði hann. „Ef nokkurt fje er fólgið á jörð á Antilleyjum, þá eru það skækjur og áfengissalar, sem hafa grafið það niður. Þau fá alt, sem víkingum áskotn- ast“. <,Þau hafa nú ekki fengið mikið frá Seaflower upp á síð- kastið“, sagði Bernardo. „En ef gleðimeyjarnar fá ekki sinn fulla hlut af okkar skipi í kvöld, þá verða skipstjóra- skifti hjer í fyrramálið“. Kit dæsti. „Mjer er ekki fast í hendi með skipstjórastöðuna”, sagði hann, „því að það er svo sem enginn frami að vera herra yf- ir þessum lýð, sem hjer er um borð. En jeg á tvent ógert“. „Tvent?“ endurtók Bernar- do. „Ná í Del Toro og-----?“ „Og ungu stúlkuna með rauða hárið“, sagði Kit. „Þú átt líklega eitthvert annað erindi við hana“, sagði Bernardo. „Ekki get jeg neitað því“, sagði Kit. „En nú er best fyrir okkur að fara í land. — Mjer sýnist að þeir þarna inni ætli að taka okkur á svipaðan hátt og vant er“. Nú var skotið landgöngubrú og þeir Beifiardo gengu fyrstir í land. A eftir þeim komu karl- arnir og voru allir með bagga á baki. Kit sá hvar kaupmanns þjónn nokkur var að draga stryk í sandinn á hafnarbakk- anum. Kvenfólkið rak upp hræðslu óp eins og vant var þegar Sea- J flower kom í höfn og sumar ætluðu að flýa. En Kit gekk rakleitt þangað sem maðurinn var að draga strykið og bar sig svo vel, að hljóðin hættu og þær kvensniftir, sem höfðu lagt á flótta, sneru við. Sól- skinið glóði á gullnum lokkum Kits, og það var eins og gull hryndi undan stóra hattinum hans með strútsfjöðrinni. Á hverjum fingri hans glóði demantshingur og hann helt lauslega um silfurhjöltun á sverði sínu. Öllu hafði slegið í dánalogn og ekkert heyrðist nema öldu- gjalfrið við ströndina. Hann horfði um stund á breitt bakið á manninum og greiddi honum síðan slíkt heljarhögg að hann stakst á nefið niður í sand inn. Þá kvað við glymjandi hlát- ur og yfir hinar drynjandi hláturskviður karlmannanna heyrðust hvínandi skrækir í kvenfólkinu. Maðurinn stökk á fætur og ætlaði að ráðast á Kit. En Kit stakk stafsoddi sínum fyrir brjóst honum og helt honum þannig frá sjer, hvernig sem hann hamaðist. „Jeg berst ekki við þræla“, sagði Kit. „Segðu húsbónda þínum að það þýði ekki lengur að draga nein stryk fyrir okk- ur“. Maðurinn hamaðist eftir sem áður. Skyndilega kipti Kit að sjer stafnum og þá stakst maðurinn aftur á hausinn, en Kit ljet stafinn ríða um bak hans og lendar. Þegar maður- inn komst á fætur tók hann til fótanna og flýði burt. Kit snerist á hæli að kaup- mönnunum. Þeir voru ekki frýnilegir á svip. „Frá þessum degi verslið þið við Seaflower eins og hvert annað skip“, þrumaði Kit. — „Við viljum engin stryk til að hefta för okkar og við krefj- umst þess að fá góðar vörur vel borgaðar. Skiljið þið það?“ Það kom kurr í lið kaup- manna. Kit þóttist heyra orð og orð á stangli eins og „Laza- rus“ og „Holdsveiki“. Hann hóf upp höfuð sitt og hristi gullna lokkana. „Lazarus er dauður“, sagði hann, „og það eru margir mán- uðir síðan að honum var varp- að í sjóinn. Öllum munum hans var líka varpað fyrir borð og skipið alt sótthreinsað. Það er engin holdsveiki á meðal okkar“. Kaupmennirnir skiftust í hópa og Kit heyrði þá tala með og móti. „Bíðið þið við, herrar mínir“, kallaði hann þá. „Jeg held að þið misskiljið mig. Við komum ekki hingað til þess að knje- krjúpa ykkur. Við heimtum hrein og bein viðskifti eins og allir aðrir sjómenn, og að fara j friálsir ferða okkar. Það er þýðingarlaust fyrir ykkur að ! vera áð höggva saman nefium um þetta. Hier eru vörur okk- ar. Giörið svo vel. gerið tilboð í þær“. Einn af kaupmönnunum eeVV fram og var þrútinn í framan. í leit að gulli eftir M. PICKTHAAL I • 26. ^ gull Þó gull sje ef til vill gott, þá er það of mikið að láta það taka alla hugsun manns. Þarna fyrir ofan huldi þokan tind Klakaborgar og einmana gröf í kirkjugarðinum. — Ef til vill, sagði læknirinn, hefði það verið best, að leyndarmál Lyans hefði farið í gröfina með honum. Jæia, þetta gengur ekki. Hann tók upp útidyralykilinn og ætlaði að ganga inn. Þá heyrði hann lága stunu við hlið sjer. Kveikti á eldspýtu og sá, að í skugganum við húsvegginn lá cinhver mannvera og hann sá fölt drengjaandlit. Hvað er þetta? sagði læknirinn. Er þetta Villi? Hvað er að bjer, góði minn? Villi litli leit upp, muldraði eitthvað í barm sjer og reyndi að standa upp. Leifur tók utan um hann og hjálpaði honum á fætur, en þegar hann snerti hann varð hann steinhissa á því hvað drengurinn var magur. Hann var eins og beina- grind Hvað gengur að þjer, Villi? Það virtist ætla að líða yfir drenginn, svo að læknirinn tók hann upp og bar hann inn í stofu sína þar sem hann lagði hann á legubekkinn. Og drengurinn lá þar hreyfingarlaus, náfölur í andliti. Drottinn minn hrópaði Leifur og hljóp að skáp einum, sem hann tók flösku út úr. Snáðinn litli hefur meitt sig alvar- iega. Sjáðu hjerna Villi, opnaðu nú munninn drengur minn og reyndu að rakna úr rotinu. — Já, það er rjett, kyngdu því. Það er sterkt á bragðið, en það hjálpar þó. Drengurinn reyndi að rísa upp. Hann var fölur og skalf allur. Augu hans sem venjulega voru snör og skörp eins og stál voru full ótta og tárvot. Það er í öxlinni, stundi hann. Það er í öxlinni. — Jeg var upp í hlíð og datt, — og datt á klettanibbu, sem var skörp eins og hnífsoddur. Og hann titraði allur frá hvirfli til ilja. Læknirinn athugaði meiðsl hans. — Oh, sagði hann. Þú hefur farið úr axlarliði, Villi. Við skulum nú sjá. Vertu harð- ur. Það verður sárt í bili. Jeg kippi snöggt í og þú mátt ekki kveinka þjer. — Var það ekki sárt? Villi. En nú er það búið. Og þú iiyyuu — Árlega brýtur hafið meira og meira niður af bjarginu hjerna. Fyrir nokkrum árum náði það alveg hingað út. • Samuel Morse, sá, er fann upp ,,Morse“-kerfið fræga, var einnig málari. Eitt sinn sýndi hann vini sínum, sem var lækn ir, málverk af deyjandi manni. Eftir að læknirinn hafði virt myndina fyrir sjer nokkra stund, spurði Morse hann að því, hvað hans álit væri. / „Malaría“, sagði læknirinn án umhugsunar. ★ Áður en Dorothy Parker og Robert Benchley öðluðust þá frægð, sem þau síðar fengu, leigðu þau sameiginlega litla skrifstofu í Metropolitan House byggingunni. Það kom oft fyrir, að Benchley var ekki við og Dorothy Parker var ein í skrifstofunni. Henni leiddist þá oft mjög vegna þess, að það var hreinasta undantekning, ef einhver kom í heimsókn. Hún velti því lengi fyrir sjer, hvernig hún gæti ráðið bót á þessu, og loksins hug- kvæmdist henni ráð. — Hún f jekk málara, sem var að vinna í húsinu, til þess að mála á dyrnar orðið „Karlmenn“. ★ Maður nokkur, sem áleit sig gæddan mikilli kímnigáfu, sendi blaði einu mikið af „frmn sömdum“ skrítlum. Hann ósk- aði eftir þvi, að sje*r yrði svo borgað fyrir þær með ávísim, er send yrði heim til hans. — Nokkrum döginn seinna fekk hann ábyrgðarbrjef frá blað- inu. Hann varð hinn kátasti og hjelt að nú væri tjekkur- inn að koma, en þar var aðeins brjef, sem var á þessa leið: „Kæri herra. Við endursend- um hjer með fyndni yðar. —■ Nokkuð af henni höfum við sjeð áður, en aðra höfum við ekki enn komið auga á“. Skúlagötu, sími 7360. § Bíócamp Gólfteppahreinsunin, | . ■•-------—.r j- Vii-MBi-iinpmnriw

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.