Alþýðublaðið - 18.06.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 18.06.1920, Blaðsíða 1
öefið úfc af Alþýðuflokknuini 1920 Föstudagúm 18. júní 136. tölubl. €rlni simskeyti. Khöfn 16. júnf. Álandsmilin. Símfregn frá Stokkhólmi herm- •ir, að ssenska stjórnin hafi farið |>ess á leit við stórveldin, að ræða Álandsmálin. Nýtt ríki. Símað frá London, að Austur- Þrakía [áður Tyrkland] hafi komið á hjá sér sjálfstjórn. Norska stjórnin segir af sér. Kristjaníufregn hermir, að norska stjórnin [Gunnar Knudsen] hafi beiðsTlausnar, vegna vegafjárlaga- 'frumvarpsins. Hin nýjn landamæri Dan- merkur. Sendiherraráðið í París hefir í gær ákveðið endanlega hin nýju landamæri Danmerkur. Hafnarverkamenn hófu aftur vinnu f gær [þriðjudag]. Khöfn 17. júní. Stjórnarþanfið í Pýzkalandi. BerlínarfrétS hermir, að Trim- born, foringi kaþólska flokksins, hafi ekki getað myndað ráðuneyti og að sendiherran í París hafi neit- að að reyna að mynda það. Griolitti hefir myndað ráðuneyti í ítaliu. Utaríkisráðherran heitir Storza. Uppreist er í Messopótamíu, segir fregn frá París. Nýtt stríð. FráJLondon er símað, að stríð sé hafið milli Norður- og Suður- Kína. Hörmulegt Tslys. fl -----38 Maður druknar í Elliðaánum. í gærdag fengu tveir menn, sem voru í vinnu við r&fstöðina við Elliðaárnar ieyfi til þess að baða sig í hyl, sem myndast hefir ofan við stíflu, er gerð hefir verið í ána. Óð annar maðurinn, er var ósyndur út f hylinn, en mun hafa hrasað og hvarf í hann. Var þeg- ar reynt að ná honum og tókst það eftir nokkra stund, en þá var hann druknaður. Urðu allar lífg- unartilraunir árangurslausar. Mað- urinn hét Guðmundur Guðmunds- son. Hann var ungur maður, ó- kvæntur. 19. jtuií. I^anösspííalasjóðs- dagurinn. Hátiðisdagur kvenna. Svo má segja, að konan hafi frá upphafi vega verið ,mannin- um undirgefin”, og til skamms tfma hefir það gengið guðlasti næst, ef miast hefir verið á það, hve hróplegt ranglæti konum væri sýnt með því, að láta þær ekki í öllu njóta jafnréttis við karlmenn, En svo fór að lokum, eins og hlaut að fara, að ýmsir risu upp, bæði meðal kvenna og karla, sem þorðu að segja beran sannleikann í þessu máli. Fyrst framan af ^ar þeim lítill gaumur gefinn, og orð þeirra voru misskilin at ýmsum. Jafnvel konurnar sjálfar lögðust . á rnóti frelsi sínu; svo rótgróin var orðin í huga þeirra sú setning, að konan eigi að vera manninum undírgefin, að augu þeirra sjálfra voru blinduð. Fyrir óþreytandi elju ogjtrú á sigur hins rétta málstaðar hélda samt brautryðjendurnir áfram, og smátt og smátt fengu þeir fleiri og fleiri á sitt mál. Sálarsýn fjöld- ans varð skarpari, og nú er svo komið, að konur hafa öðlast póli- tiskt jafnrétti við karimenn víða um Iönd. Baráttan hér á landi hefir verið allsnörp, en tiltölulega styttri en í öðrum löndum. Konurnar hafa fylgt fram málstað sínum með festu og einbeitni. Og þær hafa sigrað. Það er því engin furða, þó þær haldi hátíðlegan 19. júní, þann daginn, er þær fengu lagalega staðfestingu fyrir þessu frelsi sfnu, eftir margra alda undirokun. En gleði þeirra yfir fengnu frelsi lýsir sér ekki í glaum og gamni einu saman. Þær hafa helgað daginn fögru málefni og göfugri hugsjón, þeirri, að þeim meðbræðrum og systrum þeirra. sem verða fyrir því óláni að verða sjúk, geti liðið sem bezt, Þær hafa helgað daginn Landsspítalasjóðnum. Getur nokk- urt göfugra starf, en að létta byrð- ina hins bágstadda og sjúka? Vafalaust ekki. Það þarf ekki að hvetja kon• urnar til þess að muna eftir deg- inum þeirra. Þær taka allar þátt í honum, hvort sem þær starfa líkamlega eða andlega vinnu. Hvort sem þær eru ríkar eða fá- tækar. Þær taka ailar með lífi og sál þátt í hátíðahöldunum, sem haldin eru til minningar um það, að þær hafa öðlast jafnrétti við margra alda kúgara sína, karl- mennina. En það þarf að minna karl- ■mennina á það, að draga nú ekki úr ánægju kvennanna. Þeir, sern hafa konur í vinau hjá sér, hverju nafni sem nefnast, eiga allir að veita þeim tækifæri til að minn- ast dagsins, og þeir eiga að styrkja áhugamál þeirra, með því að sækja samkomur þeirra.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.