Morgunblaðið - 30.11.1948, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.11.1948, Blaðsíða 8
8 iWORGUlSBLA&lfo Þriðjudagur 30. nóv. 1948. tatiissttfifftfcUÞ Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavllc. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. \Jiluerji óLri^ar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgBarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundssoa, Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsso*. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsl*. Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, inmmlinrii, kr. 15.00 utanlands. 1 íausssölu 50 aura eintakið, 75 aura meB Lesbók. Skömmtunin ISLENDINGAR munu yfirleitt skilja nauðsyn þess að orðið liefur að grípa til þess að skammta hjer margskonar nauð- synjavörur eins og flestar þjóðir hafa orðið að gera á undan- íörnum árum. En það er ýmislegt í framkvæmd og fvrir- komulagi skömmtunarinnar, sem vakið hefur óánægju. Við- skiptamálaráðherra hefur fyrir skömmu skipað nefnd til þess að gera tillögur um, hvernig úr því verði bætt og fram- k.væmd þessara mála verði best fyrir komið. Verður að vænta þess að einhver jákvæður árangur verði af starfi liennar. Það atriði, sem almennastri gagnrýni hefur sætt er bað, að ekki skuli vera til vörur fyrir þeim skömmtunarmiðum, sem gefnir hafa verið út. Almenningur, sem fengið hefur skömmtunarmiða sína afhenta þykist eiga rjett á að fá þessar ávísanir, sem hið opinbera hefur gefið út, innleystar. Honum hefur verið gefið fyrirheit um að fá vörur, sem skömmtunarmiðar hans hljóða upp á. Óánægjuraddirnar, sem heyrst hafa vegna þess að fólk hefur ekki fengið vörur fyrir miða sína eru að verulegu leyti rjettmætar. Skömmtunaryfirvöldin eiga ekki að gefa út ávís- anir á vörur, sem ekki eru til. Það er tilgangslaust og þar að auki blekking, sem engum er til gagns. Ef þjóðin hefur ekki efni á að flytja inn nægiiega mikið af vörum til þess að fullnægja þeim ávísunum, sem gefnar hafa verið út til borg- aranna þá liggur næst að kannast hreinlega við það og minka skammtinn, sem að vísu er svo naumur á mörgum nauð- synjum að hann getur varla minni verið. Það sem mestu máli skiptir að öðru leyti í þessum málam er að skömmtunin gangi jafnt yfir alla, að þeim vörum, sem þjóðin flytur inn sje rjettlátlega skipt. Það er frumskilyrði þess að almenningur sætti sig við hana. Þess verður að vænta að endurskoðun sú, sem nú fer fram á skömmtunar- reglunum leiði til þess að bætt verði úr þeim misbrestum, sem á henni hafa orðið. Grikkland BORGARASTYRJÖLDIN 1 Grikklandi hefur nú staðið r.okkuð á þriðja ár. Raunar er hjer ekki um að ræða borg- ara styrjöld í venjulegri merkíngu þess orðs. Fámennir óaldarflokkar hefja skæruhernað gegn löglegri stiórn lands- ins. En þeir fá aðstoð frá nágrannaríkjum Grikklands, Júgóslavíu, Búlgaríu og Albaníu. Þessi ríki eru ber að því að hafa veitt uppreisnarmönnum stuðning með því að láta þá hafa vopn, veita þeim dvalarleyfi í löndum sínum og gefa þeim þannig tækifæri til að reka ránsferðir þaðan inn í Grikkland. Rannsóknarnefnd sú, sem Sameinuðu þjóðirnar skipuðu til þess að kynna sjer atburðina í Grikklandi komst að raun um það að þessar ásakanir grísku stjórnarinnar á herid- ur nágrönnum sínum höfðu við full rök að styðjast. Alis- herjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur nú samþykkt ályktun um að fordæma framkomu Júgóslava, Albana og Búlgara gagnvart Grikkjum. Var ályktun um það samþykkt með 47 atkvæðum gegn 6 atkvæðum Rússa og leppríkja þeirra. En hvernig stendur á því að Sovjetstjórnin er því mjög íylgjandi að þessar þjóðir haldi áfram stuðningi við hma grísku uppreisnarmenn? Það er vegna þess að það eru grískir kommúnistar og flugumenn hennar sjálfrar, sem þessa uppreisn hafa hafið. Sovjetstjórnin vill geta haidið áfram að veikja grísku þjóð- ina, sem er eina þjóðin á Balkanskaga, sem ekki lytur komm- únistiskri stjórn, með innanlandsóeirðum. Hún vill að grískir kommúnistar geti t. d. haldið áfram að ræna grísk- um börnum úr þeim hjeruðum, se mþeir gera innrásir í, að flytja þau til útlanda. Það er þetta, sem Sovjetstjórnin stefnir að. Hún vill umfram allt ekki að friður komist á í Grikklandi. Afstaða kommúnista um allan heim til Grikklandsmál- anna sýnir e. t. v. betur en flest annað, hvað þeir meina með friðarhjali sínu. Þeir láta sig heimsfriðinn engu skipta. Það sannar framkoma þeirra í Grikklandsmálunum. Lokuð paradís í Miðbænum ,,ÞAÐ er lokuð paradís í Mið- bænum. Veist þú af henni?“, sagði Ársæll Jónasson, káfari, er við mættumst á Austur- stræti á laugardaginn. Það er aldrei að vita hvað Arsæli kann að detta í hug. Venjulega talar hann um dráttarbrautir, sem geta tekið alt upp í 10,000 smálesta skip, eða flotkvíar, sem þyrfti að koma upp inn við Elliðaárvog. Hann er einn af þeim fáu borg urum í .heiminum, sem hafa átt tundurspilli. Hann hefur kannað dýpið í ýmsum höfum heims. , Og eitt var jeg viss um, að þegar Arsæll kæmi auga á paradís í Reykjavík, þá hlaut hún a vera fyrir vestan læk, því Ársaðll er alinn upp á Vest urgötunni. Lokaða paradísin, sem hanr. átti við, .er alþingishúsgavður- inn. Nú fýkur í templarana ÞETTA er alveg rjett, sem Ár- sæll sagði. Alþingishúsgarður- inn er lokuð paradís, sem Ad- amar og Evur Reykjavíkur fá ekki að koma inn í. Þessa para dís þarf að opna fyrir almenn- ingi. Og nú má búast við að það fjúki í templarana. Því það er gerð tillaga um, að rífa nið- ur hinn háa vegg umhverfis alþingishúsgarðinn, og lyfta Góðtemplarahúsinu upp á kerru og aka því burt, þannig að það myndist opið svæði frá •llllltlllllllllllll111111111111111111111llllllllllllllllllIII||llfTII Alþingishúsi og suður að Tjörn. • Urelt fyrirkomulag ÞAÐ vita ekki nema fáir Reyk víkingar, að alþingishúsgaið- urinn er einhver fegursti skrautgarður borgarinnar. — Hann hefur komið að litlu gagni vegna hins háa veggjar, sem umlykur hann. Það er úr- elt fyrirkomulag, að loka slík- um görðum. Það var gert hjer áður fyr, þegar skrautgarðav voru ekki nema fyrir fáeina útvalda. Varla þarf að efa, að alþingi myndi með ánægju veita leyfi til að paradísin yrði opnuð og hitt, sem sagt var um templ- arana, að þeir myndu verða reiðir, ef farið yrði fram á að samkomuhús þeirra yrði flutt, var sagt meira í gríni en al- vöru. Flestir þeirra myndu án efa gefa samþykki sitt til þess, að húsið fengi annan stað, ef það yrði til yndisauka fyrir almenning í bænum. Að þessu sinni hefur aðéins verið drepið lauslega á góða tillögu, en hún verður geymd og ekki gleymd. • Onnur góð tillaga QNNUR góð tillaga, sem á- nægja er að koma á framfæri, kemur í brjefi frá X. Hann segir: ,,Fyrir nokkrum dögum sagði Mbl. frá því, að í Ítalíu væri starfrækt ráðlegginga- stöð fyrir skip á hafi úti. Út- varpað væri læknisráðum til þeirra, sem hefðu sjúka menn 1111111111111111111111111111111111111111 um borð. Er ekki þörf á slíkri ráðleggingastöð fyrir skip landsmanna? Þau hafa ílest ef ekki öll talstöðvar og ætti að vera unt að koma þessu þannig fyrir, að læknar Lands spítalans, sem eru ætíð á vakt dag og nótt, væru fengnir til þess að svara væntanlegum fyrirspurnum. Er þetta mál að mínu viti þess vert, að því verði gaumur gefinn af annars tómlátum heilbrigðisyfirvöldum, eða Slysavarnafjelagi íslands“. • Hvað segja blöðin? OG X hefur meira að segja. Hann vill betrumbæta efni út varpsins og kemur með eftir- farandi hugmynd: „Víkverji! Við höfum báðir oft hlustað á breska útvarpið og tekið eft- ir þættinum: „Þetta segja blöð in“. Er daglega sagt frá því helsta, sem stærstu blöð Eng- lands telja markverðast þann daginn. Fá menn, sem ekki geta keypt eða lesið öll blöðin greinargott, en stutt yfirlit yf- ir merkustu greinar og mál- efni blaðanna. Ætti að taka slíkan þátt upp hjer í útvarpið til þess m.a. að gefa fólkinu út um land betri og meiri kost á að fylgjast með því sem gerist. Eru líka póstsamgöngur hjer á landi þannig, að blöðin koma oft seint — ekki síst að vetrarlagi — og ætti því slíkt yfirlit úr dagblöðunum að vera kær- komið“. iiiiiiiiiiiiii >*-• ii ■iiifii«iiiiiii«iiiiiiiiiiitiiiinii i ii iiiiiiiiiimffni MEÐAL ANNARA ORÐA . . . BiniiniiniuiiininimniiiiMiHimmiiinuiiuinniiinw— niiiiiiiiiiiuiiiiinimwJ1 „Nanking í vaxandi hætiu" TUTTUGASTA og þriðja nóv. birti Þjóðviljinn þriggja dálka, gleiðletraða fyrirsögn á fyrstu síðu:, sem var á þessa leið: Nanking í vaxandi hættu. — Munu frjettamenn kommún- istamálgagnsins með fyrir- sögn sinni hafa átt við það, að herir kínverskra kommúnistá nálguðust Nanking óðfluga, og svo kynni jafnvel að fara áð- ur en langt um liði, að borgin fjelli fyrir hinum hamslausa kommúnistalýð. Orðalagið var þó óheppilegt fyrir Þjóðviljamenn. „Nanking í vaxandi hættu“. Höfuðborg Kínaveldis, eitt meginvirki lýðræðisaflanna þar, í hættu sökum þess, að ofbeldisherir kommúnista ógna henni með leiftursókn, sem kann að vera upphaf úrslitaorustunnar um Kína. • • EKKI EINA BORGIN ÞAÐ, sem Þjóðviljinn ekki gat um í sambandi við þessa Kína- frjett sína, er, að Nanking er raunar ekki eina stórborgin,! sem ofbeldi kommúnista þessa dagana stefnir í bráða hættu. Þau lönd eru ótalmörg, þar sem fimtu lierdeildir Moskvu- manna hafa tekið sjer starfs- aðferðir hinna kínversku baý- áttubræða sinni sjer til fyrir- myndar — þar sem kommún- istar hafa reynt og reyna enn að vinna það með vopnum og vígaferlum, sem þeir gátu ekki og geta aldrei unnið á lýðræð- islegan hátt. KOREA — MALAKKASKAGI í SUÐUR-KOREU er nýbúið að bæla niður uppreisnartil- raun, sem stjórnað var og átti upptök sín á hernámshluta Rússa í norðurhluta lansins. Fregnir af uppreisnarsvæðinu hermdu, að uppreisnarmenn hefðu lagt megináherslu á að útrýma mönnum úr lögreglu- liði Suður-Koreu. í Burma eiga stjórnarvöldin enn í höggi við skæruliða- flokka, sem að mestú eru skip aðir liðhlaupum úr hernum. Á Malakkaskaga reka komm únistar skipulagðan skæruliða hernað. Baráttuaðferð þeirra þarna byggist fyrst og fremst á því, að eyðileggja mannvirki og drepa þá menn (einkum Breta), sem standa framar- lega á framleiðslusviði lands- ins. • • í EVRÓPU FRÁ Evrópu er sömu söguna að segja. í Grikklandi er háð ógurleg eyðileggingarstyrjöld, þar sem ríki kommúnista í Austur-Evrópu aðstoða skæru liðana leynt og ljóst. Þúsund- ir vopnaðra kommúnista hindra alla endurreisn í Grikk landi, tugþúsundir borgara hafa verið drepnir, þúsundir barna hrifsuð frá foreldrupa sínum og send til hinna komm únistisku leppríkja til uppeld- is þar. Á Ítalíu er talið, að kommún- istar búi yfir miklum leyni- legum vopnabirgðum. I Frakk landi þykir sannað, að komm- únistaflokkurinn ráði yfir ó- löglegum vopnum. í Austur- Þýskalandi er vitað, að verið er að koma upp miklu lög- regluliði — herlögreglu nokk urskonar, sem ræður yfir ný- tísku vopnum og er undir al- gerri stjórn kommúnista. • • KOMMÚNISTA- HÆTTAN KÍNA er þannig ekki eina landið, sem ,,er í vaxandi hættu“. Þessi hætta er alsstað- ar, þar sem kommúnistar starfa, og hún. er engu síðri, þar sem þeir ekki enn hafa treyst sjer til að grípa til vopn anna og ódulbúinna ofbeldis- verka. Kommúnistahættan er meiri í dag en hún nokkurn- tíma var fyrir styrjöldina. Gíslt Sígurðsson á Víðivölluin látinn S.L. LAUGARDAG andað- ist Gísli Sigurðsson bóndi, hreppstjóri og sýslunefndar- maður á Víðivöllum í Skaga- firði. Varð hann bráðkvaddur að heimili sínu. Gísli á Víðivöllum var tæp- lega 65 ára að aldri. Þessa merka. Skagfirðings verður nán ar minnst hjer í blaðinu síðar. PARÍS: — Kína hefur farið fram á það, að stjórn Suður-Koreu fái að senda fulltrúa á allsherjar- þingið í París þegar það byrjar að ræða Koreumálið. Það er næst á dagskránni eftir Palestínu'.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.