Morgunblaðið - 08.12.1948, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 08.12.1948, Qupperneq 6
Miðvikudagur 8. des. 1948. 6 MOHGVNBLAÐiÐ Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. 1 lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Þar sem Sjálfstæðis- menn ráða einir ÞRÁTT fyrir það, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi á árunum 1939—1946 getað framkvæmt það þýðingarmikla atriði stefnuskrár sinnar að borga upp hinar erlendu ríkisskuldir. sem hallærisstjórn Framsóknar stofnaði til á árunum 1927 —1939 fer því þó afar fjarri að flokkurinn hafi getað fram- kvæmt stefnu sína í fjármálum þjóðarinnar á þann hátt. sem hann hefði gert ef hann hefði einn ráðið. Allir þeir f jár- málaráðherrar úr hópi Sjálfstæðismanna, sem stýrt hafa Ijármálum ríkisins frá 1939 háfa setið í samsteypustjórnum Allan þann tíma hefur flokkurinn einnig verið í minnihluta á Alþingi. Af þessari ástæðu hafa fjármálaráðherrarnir átt mjög örðugt um vik með að framkvæma stefnu Sjálfstæðisflokks- ins. Þeir hafa verið bundnir í báða skó af kröfum annara flokka, sem með þeim hafa setið í ríkisstjórn. Það er ekki of mælt að fjármálaráðherrarnir í samsteypu- stjórnum undanfarinna ára hafi verið í hinni mestu úlfa- hreppu þrátt fyrir miklar tekjur ríkissjóðs. Þeir hafa raun- verulega haft litla möguleika til þess að móta heildarsvip fjárlaganna. Fjármálastjórnin hefur mótast af togstreytu rnilli flokka með meira og minna ólík viðhorf til fjármála og efnahagsstarfsemi. í meðferð Alþingis hefur fjárlaga- frumvarpið verið tætt sundur af flokkum þess og fjármála- ráðherra hefur orðið að horfa upp á þennan tæting án þess eð geta rönd við reist. Af þessum ástæðum kemur hin raunverulega stefna Sjálf- stæðisflokksins í fjármálum ríkjsins engan veginn fram í stjórn hans á fjármálunum undanfarin ár. Þrátt fyrir þetta hefur þó þjóðin á þessum árum fengið tækifæri til þess að kynnast hinni raunverulegu stefnu Sjálf- stæðisflokksins í fjármálum. Sú stefna hefur verið fram- kvæmd af bæjarstjórn höfuðborgarinnar, þar sem Sjálfstæð- ismenn hafa hreinan meirihluta. Þar hafa þeir getað fram- fylgt sinni eigin stefnu án tillits til allskonar hrossakaupa við andstæða flokka. Og Sjálfstæðisflokkurinn getur með góðri samvisku bent þjóðinni á framkvæmd stefnu sinnar í fjármálum höfuðborgarinnar. Fjárhagur Reykjavíkurbæjar er glæsilegt dæmi um hyggi- lega fjármálastjórn ásamt raunhæfum skilningi á þörfum framfara og umbóta. Undir stjórn tveggja forystumanna fiokksins, þeirra Bjarna Benediktssonar og Gunnars Thor- oddsen hefur fjárhagur bæjarins blómgvast með hverju ári. Nokkrar tölur úr reikningum bæjarins árið 1947 sanna þetta greinilega. Rekstrarreikningur þess árs sýnir að tekju- afgangur hefur orðið um 15 millj. kr. Af þeirri upphæð eru 6,6 millj. hreinar tekjur, en 8,3 millj. kr. er varið til afskrifta og fyrninga. Á þessu ári urðu rekstrarútgjöld hálfri millj. kr. undir áætlun og sýnir það, hversu fjárhagsáætlun bæj- arins hefur verið vel undirbúin og samviskusamlega fram- kvæmd. Heildargreiðslujöfnuður á rekstri bæjarins hefur á þessu- ári orðið hagstæður um 5 millj. kr. Skuldlausar eignir bæjar- ins eru í árslok 1947 106,6 millj. kr. og hafa þá hækkað um 18,2 millj. kr. á þessu eing. ári. En síðan í árslok 1943 hafa þær samtals hækkað um 66 millj. kr. Þessar tölur nægja til þess að sýna hinn glæsilega fjárhag höfuðborgarinnar undir stjórn Sjálfstæðismanna. En þar hafa þeir ráðið einir, þar hafa þeir getað framkvæmt fjár- málastefnu sína jafnhliða því, sem stórfelldum framkvæmd- um hefur verið haldið uppi. Á grundvelli þessarar reynslu af fjármálastjórn Sjálf- stæðismanna í Reykjavík hlýtur þjóðin að kveða upp dóm sinn um stefnu Sjálfstæðisflokksins í fjármálum. íslendingar verða að hverfa til aukinnar aðgætni í fjár- málum ríkisins. Það er óumflýjanleg nauðsyn. En til þess að það verði unnt verða þeir að veita Sjálfstæðisflokknum tækifæri til þess að stýra þeim einir eftir sinni eigin stefnu Þeir einir hafa sýnt það að þeir geta sameinað raunhæfa umbótastefnu hyggilegri og öruggri fjármálastjórn. UR DAGLEGA LIFINU Af slijónarhóli garðeigenda VINUR MINN í vesturbænum skrifar á þessa leið: .,Kæri Víkverji. Jeg var að lesa í pistlum þínum í Mbl. í dag. 3. þ.m., um álit þitt á lóða girðingum í bænum og sje það eins og oft áður, að þú ert fjandmaður þeirra nr. 1. En á því máli eins og öllum öðrum, eru tvær hliðar. • Lóðin mín JEG Á stóra, fallega lóð í Vest urbænum, sem jeg hefi girt með 110 cm. háum sements- garði á allar hliðar og af því jeg er formaður í fegrunarfje- lagi heifnilisins utan dyra, þá hefi jeg síðustu þrjú árin lagt til ræktunar lóðinni, og til girðinganna kr. 35 þús., enda var lóði'n mín fallegasta lóðin við götuna síðastliðið sumar. — Þessir vísir að fallegum garði við fallegt hús, er augnayndi þeirra, sem um götuna ganga, og sjálfur fylgist jeg með hverri nýrri grein, sém vex á hinum ungu trjám. Ekkert er mjer kærara i sambandi við garðinn minn, en að hann fengi að vera í friði, fyrir ágengni óviðkomandi fólks. • Sverðaslagurinn JEG HAFÐI fengið fyrir nokkr um dögum í einni timburversl uninni í bænum, þó án leyfis fjárhagsráðs, nokkrar spítur, sem jeg stakk niður með hin- um ungu trjám, þeim til styrkt ar í vetrarstorminum, en eitt kvöld, þegar jeg kom heim frá vinnu minni skömmu eftir að jeg hafði komið spítunum á sinn stað, sá jeg hina ungu borg ara, sem heima eiga við götuna í heiftarlegum bardaga og voru vopnin spjót og sverð, en við nánari athugun sá jeg, að vopnin voru spíturnar mínar, sem jeg hafði keypt, og eytt tíma í að koma fyrir í garðin- um mínum. Þegar jeg kom inn í garðinn þá sá jeg að ein spýta var eftir. • Þegar börnin komu úr skólanum FYRIR NOKKRUM dögum varð konunni minni litið út um glugga heima, og sá þá hóp barna, sem voru að koma úr Melaskólanum, tveir strákar höfðu klifrað upp á lóðargarð inn, og er það að vísu ekkert nýtt fyrirbæri. Konan mín kall aði til þeirra, og sagði þeim að fara niður af garðinum. Annar af þessum ungu herrum gretti sig framan í hana og rak út úr sjer tunguna. Hún endur- nýjaði skipunina, en þá sagði pilturinn: „Þegiðu, kerlingar fjandi. Þjer kemur þetta ekk- ert við“. Þetta tilsvar vakti mikla gleði hjá fjelögunum og hinn ungi maður stóð sem hetja, er unnið hafði afreks- verk. • Þegar víðihríslan mín brotnaði EITT KVÖLD í fyrra vetur var snjór í garðinum og sá jeg ein- hverja hreyfingu í einu horni garðsins. Jeg aðgætti nánar, og sá þá tvo drengi liggja þarna í áflogum. Þeir voru mjer al- ókunnir. Jeg rak þá burt og hlýddu þeir án orða, en í bæl- inu þeirra lá brotin fallegasta víðihríslan í garðinum. • Síðast í morgun ÞAÐ ER VENJA, að þegar börnin koma með blöðin eða aðrir eru á ferð, sem þurfa að fara í húsinu við hliðina á mínu húsi, að þá er klofast yfir garð ana til þess að spara sjer snún inginn út á götuna. Síðast skeði þetta í morgun með útburðar- dreng Morgunblaðsins. Einn maður í húsinu hjá mjer kaupir Þjóðviljann. Mað- urinn, sem ber hann út hjer, er á þrítugs aldri. Einn dag í fyrri viku kom hann á flugi yfir garðinn frá næsta húsi. — Jeg benti honum á steypta stjettina, sem lá frá húsinu og sagði að siðað fólk færi bessa leið að og frá húsinu. — Hann glápti á mig eins og naut á nývirki, lauk erindi sínu, gekk fram stjettina en skildi hliðið náttúrlega eftir opið, enda er það naumast nema annar hver maður sem um það gengur, sem virðist veita því eftirtekt að það er á hjörum, aftur á móti hafa börnin í götunni nú slig- að grindina með því að róla sjer á henni, og þó er hún úr járni. Attvik frá liðnum árum EINU SINNI átti jeg heima í fallegu hverfi utarlega í stór- borg erlendis. Þar voru sjer- stæð hús, með fallegum görð- um. Einn eftirmiðdag síðari hluta sumars, sat jeg við borð með húsráðandanum þar sem jeg bjó, og við drukkum eftir- miðdagskaffið úti í garðinum. Þá veittum við því athygli, áð bolti kom milli trjágarðarma frá næsta garði, og fjell niður á grasflötina rjett hjá, þar sem við sátum. Við skeyttum þessu atviki ekkert. Rjett á eftir kom lítill drengur ca. 8 ára, inn í garðinn til okkar eftir stígnum sem lá frá götunni. Þegar hann var rjett kominn tíl okkar, þá tók hann ofan húfuna og leit til mannsins, sem átti garðinn og sagði: Fyrirgefið, herra. Jeg misti óvart boltann minn hingað inn í garðinn yðar, má jeg taka hann? Gjörðu svo vel, vinur minn, sagði garðeigand- inn brosandi. Þakka yður fyrir herra, sagði drengurinn, sem tók boltann, gekk hægt út úr garðinum með húfuna í hend- inni, lokaði hliðinu, setti á sig húfuna og hvarf bak við hrjen. • 111 nauðsyn JEG ER SAMMÁLA þjer, Vík- verji sæll, að girðingarnar eru ekki alstaðar til prýði, en þær eru ill nauðsyn. Ef þú getur með áhrifum pisla þinna mann að svo lýðinn, sem þvingar okkur til þess að girða lóðirnar okkar, eins og þegar girt er fyrir stóðhesta, og við erum óhultir með eignir okkar og árangur af margra ára starfi við það að prýða þennan bæ, þá skal jeg vera fyrsti maður til þess að brjóta niður garð- ana um lóðina mína, en eins og nú er, þá hefir mjer dottið í hug og sennilega framkvæmt það, ef það væri ekki bannað í lögreglusamþyktinni, að setja fimm strengja gaddavírsgirð- ingu ofan á 110 cm. háan garð inn. • Athugasemd Víkverja EFTIR lýsingum þínum að dæma er að minsta kosti lítið gagn í grjótgarðinum einum. MEÐAL ANNARA ORÐA . . . Loftbrúin til Berlínar LOFTBRUIN til Berlínar þykir eitt af mestu þrekvirkjum síð- ari ára. -Aldrei áður hefir mik- ill hluti stórborgar fengið allar nauðsynjar sínar fluttar að með flugvjelum. Aldrei áður á frið artímum hafa flugmenn látið sig jafn litlu skipta veður og önnur flugskilyrði. Hjer er þýdd frásögn af því, hvernig byrjað . var á loftbrúnni til þýsku höfuðborgarinnar: • • _ MIKILSVERÐUR FUNDUR FYRIR 27. júní í ár mátti líkja hugmyndinni um að sjá hinni geysistóru borg j'yrir matvæl- um með flugvjelum við eitt;af ævintýrum H. G. Wells. —- |Eh þann dag komu nokkrír hátt- settir embættismenn sámán; á fund í skrifstofu Kenneth Royal hermálaráðherra í Pen- tagon-byggingunni. Royal var auðvitað mættur þarna, og svo voru einnig aðrir forystumenn bandaríska hervarnarkerfisins, auk Robert A. Lovett aðstoð- arutanríkisráðherra, sem mikla reynslu hafði í flugmálum frá því hann á ófriðarárunum var aðstoðarhermálaráðherra fyrir flugherinn. • • UM TVENT AÐ VELJA VANDAMÁL þeirra var ósköp einfalt, Eins og Lovett orðaði það, höfðu Bandaríkin um tvent að velja: að gefa Berlín í hendur Rússum eða reyna eft ir mætti að vera áfram í borg- inni. Berlín var í sjálfu sjer ekkert annað : en varnarlaúst eyland í rússnesku hafi. En að yfirgefa borgina þýddi það að dæma tugþúsundir andkóm- múnistiskra Berlínarbúa ; til dvalar í þræikunarvinnubúð- um Síberíu; mundi koma milj- ónum annarra Þjóðverja til að halda að Bandaríkjamenn væru að yfirgefa Evrópu; mundi veikja andstöðuna gegn kom- múnistum í V.-Evrópu og, í fáum orðum sagt, kollvarpa utanríkisstefnu Bandaríkjanna alsstaðar í heiminum. ® • ÓVISSA EN GÁTU Bandaríkjamenn setið áfram í Berlín? Hernaðar sjerfræðingarnir voru ekki viss ir um það. Þeir voru ekki viss ir um hversu margar flug- vjelar mundu þurfa til þess að sjá borginni fyrir matvælum og öðrum nauðsynjum, nje heldur hversu margar flugvjel ar væri hægt að taka til þessara flutninga. En þeim kom hiklaust saman uínm, að tilraunina yrði að gera. Þeim kom saman um, að um, að tilranina yrði að sv&ra með öllum þeim flutn- Frh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.