Morgunblaðið - 14.12.1948, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.12.1948, Blaðsíða 2
g MORGVWBLAÐIÐ Þriðjudagur 14. des. 1948. í 3JAL.FU SJER er engin á- ctaeða til að efast um- að sjera Sigurbjörn Einarsson vill vera hiutiaus. Á því er sá eini galli, aft vilji hans hefur enga þýð- ingu um þetta. Hitt skiftir öllu, livor ■ Stalin vill levfa sjera Sig- ui bírni að vera hlutlausum e'ða cVJd Þáð er þó ekki svo að skilja, a6 I þessu þurfi hið sama að C'ildr- um sjera Sigurbjörn og l)m r-firlýstu kommúnista. f 1 i díijólfur vildi veita ftó&sum virka aðstoð Afrfeða kommúnista kom skýrt fr.vu,: umræðurn á Alþingi 1941 uru berverndarsamninginn við r'.judaríkin. Þar lýsti Brynjólf- Ur Bj trnason berum orðum yf- i)- því, „að íslendingar myndu fekli telja eftir sjer“ ..það sem jaf þv- stafaði“, ef ráðstafanir jp.andaríkjanná, sem hann kall- •öði . h trtöku íslands“. leiddi til |.< að „veitt yrði virk að- iitoð ..Hússum í baráttu þeirra yið Þjóðverja. Aður var Brynjólfur búinn að í;V ý v • frá því, að þýska útvarp- ið 1).(;rði sagt, að hjer yrði „skot- ið án allrar miskunnar“. Og 4ýálfur sagði hann. að við hefð- Ui.i) „gert ráðstafanir, sem litið verður þannig á, að við höfum gV>t,/5 okkar hlutleysi“. Kommúnistar boða heiming þjóðarinnnr dauða, hinum hörmungar Þa mátti fóma Ibfefidíngnm . Aðalumboðsmaður hins al- jþlóölega kommúnisma á Is- landi var því ekki að þessu sinni inyrkur í máli. Allt var í lagi, að gn Brynjólfs, þó að ís- lendmgar „glötuðu hlutleysi11 r.ínu og hjer á landi yrði „skot- ,ið fm miskunnar“, aðeins ef .bað yrði til þess, að Rússum v." C „veitt virk aðstoð“ í bar- ál> k þeirra gegn Þjóðverjum. Brymjólfur fór ekkert dult með þjónkun sína við rússneska .liagíjrauni. Yfirlýsinguna um. að Islvudinga mætti skjóta, ef það yiði. P.ússum til bjargar verður seiíð hægt að lesa á 4ö. síðu Al- þjngisiíðinda 1941, 57. löggjaí- arþlngs, nema svo færi að komnr únúita.- nái hjer slíkum völd- un að þeir gætu „hreinsað“ All.i.ugistíðindin að rússneskum r.ið. Sf slíkt yrði einhverntíma. S«-m aldrei verður. mundi smán arWettarinn verða þveginn af B)'yj:tjölfi með því að brenna Jn-tíy hefti og gefa annað út, |->,>r..:em Brynjólfur yrði látinn segja, eitthvað alt annað en |*c.■ i hraksmánarlegu orð. Vi Fr hlut uft u, verji uj v i'nn 1.1 rn r runr le.Vi 11 í: • ! t)-‘v '• fara í stríðið 1945 amkcma kommúnista fyrri • Árs 1945, þegar þeir heimt að Islendingar segðu Þjóð- irc cg Japönum stríð á hend tr að vísu ekki skráð í sam- fci.sögn Alþingistíðinda. ?ýumar um þessa kröfu, . af rússneskum rótum átti sjer ekki stað fyrir ijöldum. heldur aðeins á C.indum þingmanna. Þjóns kommúnista við hína rúss kröfu þá, er hinsvegar fyrir löngu orðin almenningi kunn. Enda munu kommúnist- ar ekki komast hjá því, að þeir verði minntir á stríðsvilja sinn gegn Þjóðverjum, þegar þeir voru komnir að fótum fram, : hvert skipti, sem hin kommún- istiska hlutleysishræsni heyr- ist. Því fer fjarri, að „klerkleg einfeldni“ sje næg skýring á því. að sá, sem í alvöru vill hlutleysi sitt og þjóðar sinnar, skuli velja s.ier sálufjelag með slíkum mönnum. Því að komm- únistar hafa fyrirfram lýst því yf’ir á sjálfu Alþingi íslendinga, svo skýrt, að hver einfeldningur hlýtur að skilja að þeir vilji aðeins vera hlutlausir. svo lengi sem það kemur Rússmn vel Þeir hafa berum orðum sagt, að þeir telji alls ekki eftir íslending- um að fórna í senn hlutleysi s. ínu og lífi, ef sú fórn yrði Rússum að gagni. Hver sjer til þín? „Klerkleg einfeldni“ er og langt frá því nægileg skýring á því, | að háskólakennari geíur í skyn að páfinn sje hlutlaus í þeim megin-átökum, sem nú eiga sjer stað. Hvert mannsbarn, sem eitt hvað fylgist með alþjóðastjórn- málum. veit, að kaþólska kirkj- an átti drjúgan þátt í ósigri kommúnista í ítölsku kosning- unum á s. 1. vori. Haft er og fyrir satt, að kirkj unnar menn hafi gengið svo langt, að þeir stofnuðu sellur, að kommúnistiskri fyrirmynd, til þess að vinna á móti hinum austræna óvætti. Alkunn er einnig sagan um það, sem sagt er, að kaþólsku prestarnir hafi þá sagt sóknarbörnum sínum: ..Þegar þú kemur í kjörklefann skaltu muna, að Guð sjer til þín en Stalin ekki“. Pápiskur guðfræðikennari Hitt er og ar.nað mál, að ísl. hef- ur aldrei geðjast að því, að kirkj an. sem slík, tæki virkan þátt í stjórnrriálum. Frá siðaskiftum hef ir kaþólskur siðu.r og vrið hafður 1 í litlum hávegum hjer á landi, e. t. v. of liílum. Það hefði því einhverntima þótt ótrúlegt, að sá íslenskur guðfræðingur, sem nú státar sig af því að vera sann- lútlierskastur og ginnheilagast- ur allra manna á landi hjer, ! skuli velja sjálfan páfann sem aðal Jeiðarljós, og þá einkan- Iega í því. sem kaþól.sku kirkj- unni heJst hefur verið talið til foráttu, sem sje of miklum skint um af veraldlegum málum. Út yíir tekur þó. að hin klerklega , frásögn er í senn úr lagi færð og út í hött. Eða hver er sá mót- mælenda trúar maður annar en sjera Sigurbjörn, að hann finni Marshall það til foráttu, ef hann hefir sagt, að hann skildi ekki páfann? Á sama hátt er úr lagi færð ályktun kirkjuþingsins í Am- sterdam á s. 1. hausti. Skal það þó ekki frekar rætt að sinni, því að þótt íslendingar meti slík þing að verðugu, þá hefir þeim þó aldrei til hugar komið að fela slíkum samkomum stjórn utanríkismála sinna eða for- sögn um annað mikilvægt ver- aldarvafstur. Skiptir því ekki máli, þó að sýnt væri fram á, sem rjett er, að ályktun sam- kundu þessarar var á allt annan veg en þessi furðuklerkur skýr- ir frá. Hlutleysið varð þeim dýrt Það, sem fyrir okkur Islend- inga skiptir öllu máli, er þessi einfalda spurning:’ Eru líkur til þess að við fá- um að vera hlutlausir, ef svo illa fer, að ný heimsstyrjöld brjótist út? Um þetta verður aldrei sagt með öruggri vissu fyrr en á reynir. Fyrri atburðir tala þó sínu skýra máli. Þeir sýna, að vilji þjóðanna ræðu.r litllu um, hvort þær fá að vera hlutlaus- ar eða ekki. Pólverjar vonuðust eftir að fá að vera í friði í landi sínu árið 1939. Raunin varð sú, að fyrst rjeðust .Þjóðverjar á þá að ósekju, og þegar þeir voru komnir að falli, brutu Rússar á þeim hlutleysið og gerðu þar með út af við þá. Lithauen vildi einnig vera hlutlaust, Lettland einnlg. Eist- land einnig, Finnland einnig. Á öll þessi lönd rjeðust Rúss- ar, og innlimuðu þrjú þeirra, en ljeku Finnland þann veg sem engum íslending er enn úr minni fallinn. Ekki fóru Þjóðverjar betur að: Danir vildu vera hlutlausir. Norðmenn vildu vera hlut- lausir. Hollendingar vildu vera hlut lausir. Belgir vildu vera lilutlau.sir. Lu.xembourgarmenn vildu vera hlutlausir. Þjóðverjar rjeðust að ósekju á allar þessar þjóðir með svip- uðum hætti og Rússar höfðu gert um hinar fyrtöldu. Brautin rudd fyrir árásarmennina Á því leikur enginn efi, að ein, e. t. v. aðal ástæðan fyrir að á allar þessar þjóðir var ráð- ist ýmist af Rússum eða Þjóð- verjum var varnarleysi þeirra. Ef þær hefðu haft öflug sam- tök sín á milli og við aðrar friðelskandi þjóðir heims, hefði atburðanna rás orðið öll önn- ur. Churchill hefur sagt, að hið síðasta stríð megi kalla „stríðið, sem ekki þurfti að verða“. Hann telur, að aldrei hafi verið jafn- auðvelt að komast hjá ófriði eins og þessum. Það, sem á bjátaði var, að árásarþjóðunum var gerður leikurinn of ljettur. Allir vildu vera hlutlausir, þang að til voðinn var kominn að þeim sjálfum. Hlutleysið hleypti stríðinu 1939 af stað Þegar Austurríki var tekið, voru allar þjóðir hlutlausar, nema Austurríki eitt. Þegar Tjekkóslóvakía var tekin, voru allar þjóðir hlutlausar, nema Tjekkóslóvakía ein. A sama veg hjelt Hitler, að öll ríki yrðu hlutlaus, þegar hann tæki Pólland, nema Pól- verjar einir. Enda hafði hann þá og tryggt sjer hlutleysi Rússa, með gamningsgerð við sjálfan Stalin. Ef Stalin hefði ekki þá heitið Hitler hlutleysi sínu, hefði heimsstyrjöldin 1939 j ekki brotist út. Hitler hjelt, að hlutleysi Stalins yrði til þess að England og Frakkland þyrðu ekki annað en að vera hlutlaus. Hitler reyndi þó von bráðar, að hann hafði misreiknað sig og af því leiddi hrun Þýskalands og ó- ^mælda ógæfu fyrir gervalt | mannkynið. Hernám íslands „En engu ræður ísland, ekki getur neitt oltið á afstöðu þess“, kunna sumir að segja. ísland getur þó a. m. k. reynt að forð- ast að fljóta sofandi að feigðar- ósi. Algert varnarleysi landsins i og viljandi fyrirhyggjuleysi í þessum efnum varð til þess, að landið er hertekið af vinaþjóð ' okkar, Bretum, 1940. Ástæðan i til þess var ofur einföld. Bretar ! máttu ekki við því, að óvinir þeirra næðu hjer fótfestu og gætu hjeðan á þá ráðist. Bret- i um var því lífsskilyrði að verða á undan. Opið rúm og óvar;ð er ætíð | cmótstæðileg freisting fyrir á- rásarmanninn. Þetta vissi jafn reynd og veraldarvön þjóð sem Bretar. að hernaðarþýðing íslandq verður meiri en nokkru sinní fyrr. Viðbúið er, að löngunin til að hrifsa landið verði árásar-. manninum ómótstæðiJeg ef fyr-. ir engum vörnum hefur verið fyrirfram sjeð. Með slíku vævu íslendingar að bjóða upp á land sitt, sem stökkpall fyrir ófyrir- leitinn árásarmann. Það er þetta, sem kommún- istar vilja, en flestir aðrir ís- lendingar óttast. Þessvegna er það með ugg, að íslendingar sjá land sitt litið girndaraugum a£ þeim, sem síst skyldi. A ísland að verða stökkpallur árásarmannsins? Ef svo fer, að þriðja heims- styrjöldin brjótist út vita allir, Uggvænleg atvik Allur almenningur skilur vel, hvað á bak við býr, þegar hann fær rökstuddan grun um stór- felldar njósnir fyrir erlent stór- veldi. Það fer heldur ekki fram hjá fólkinu í landinu, að það er dálítið furðuleg ráðstöfun, a'ð einn aðalmaðurinn í austrcena stjórnmálaflokknum hjer á landi, skuli gerast leiðbeinandi í landi fyrir svokallaðan síldar- leiðangur hingað til landsins, og reyna í því sambandi að rugla menn með því að brengla nafn sitt. Það mun og Jcngi verða umræðuefni manna, hve einkennilega hafi verið valinn nótabassinn þangað um borð, sá, sem um áratugi hafði verið i heildsali og margskonar knup- j sýslumaður hjer í landi, og þó einkum iðkað setur á fundum kommúnista, innlendra og er- lendra. Og pð óreyndu hefði. því ekki verið trúað, að nokkur klerkur á landi hjer væri svo einfaldur, að hann 1 alvöru í'urð aði sig á, að almenningi þvkir uggvænt, þegar hvað eftir ann- að er staðreynt, að erlendar fiugvjelar fljúga yfir landið á hinum einkennilegustu tímum, án þess að segja til sín, svo sem skylda er til. Af hverju vill klerkurinn svæfa þjóð sína? Þeir, sem ærast yfir, að aliar þessar staðreyndir eru ræddar, eru sannarlega ekki áhugasam- ir um, að þjóðin vaki á verð- inum eða haldi vöku sinni, l;eld ur vilja þeir stinga henni það svefnþorn, sem svæfi hana Þyrnirósarsvefni, er standi ald- ir alda. Lítil þjóð. varnarlaus, er vissulega í vanda stödd, ef heimsstyrjöld brýst út og vitað er að hugur árásarmannanna stendur til hennar. Hún verður að hafa hugsað ráð sitt áður og má ekki gerast fangi sinna eig- in óskadrauma. Hún hefur held ur ekki mikla tilhneigingu til þess, þegar þeir, sem stinga vilja hana svefnþorninu, segja sjálfir, að læknisráð þcirra kunni að kosta helming lands- fólksins lífið. Jafnvel þó að sá, sem þessu spáir, þykist ráða svo húsum á himnum, að hann geti heitið 65 þúsund löndum sínum þar samastað með sjer, jafnskjótt sem árásarmönnun- um hentar, þá er ekki alveg Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.