Morgunblaðið - 14.12.1948, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.12.1948, Blaðsíða 14
14 í O S <r » * fl t 4 01« Þriðjudagur 14- dcs. 1948. Fijá' ekkjunni: Hún segir að þú Þsfir n&u%að sjer fen jeg efast iun það, því að það þarf ekki að r.eyða Rosalind“. Kit starði á hana og þaö var oins og rynni upp fyrir hon- um ljós. ,,Hún heíir skrökvað að þjer“, sagði hann alvarleg- ur. „Hún hefir skrökvað í öll- um atriðum. Jeg drap ekki Parish og jeg snerti ekki Rosa- íind". ,,Jeg hlusta ekki á þig“, hróp aði Rouge. „Farðu burtu, Christopher....... láttu mig ekki þurfa að horfa á þig. — Þolinmæði mín er á þrotum“. En Kit tók hana í fang sjer og þrýsti kossi á varir hennar. Hann fann að það fór titring- ur um líkama hennar, sem or- sakaðist af ólgandi baráttunni fnnra með henni. Hann fann, ttvernig varir hennar urðu mjúkar undan kossum hans og hjartað fór að berjast um í brjósti hennar. Hann tók hana upp í fang sjer og Ijet sjer engu skipta, hvernig sjóræn- ♦ngjarnir hans störðu á hann. Kann ýtti upp hurðinni með öðrum fætinum og bar hana mn í húsið. „Hvert á jeg að fara?“, spurði hann hásri röddu. Hún gaf honum bendingu með höfðinu. Hann opnaði dvrnar og hikaði augnablik áður en hann lagði hana niður á stórt rúmið, sem stóð í miðju her- 'berginu. Síðan lagði hann hana mjúklega niður. „Nei“, hvíslaði hún, „ekki strax Kit. Talaðu við raig. — Segðu að þú elskir mig. Segðu að jeg sje ekki eins og Rosa- línd og þú takir mig aðeins vegna þess að þú getur það“. ,Nei, þú ert ekki Rosalind og verður aldrei eins og hún. Þú ert eina ástin mín og brúðuro Hún strauk mjúkum hönd- um sínum um vanga ’hans. „Jeg hætti að berjast gegn þjer“, hvíslaði hún. „Jeg kom hingað til Jamaica til þess að læra að verða kona, svo að jeg gæti orðið þjer góð. Það var eríitt, Kit. Þú verður að hjálpa mjer, elsku Kit. Þú verður að hjálpa mjer að græða sár mín. Kysstu mig .... haltu mjer fast .... Þú mátt ekki sleppa mjer“. Hann beygði sig niður og kyssti varir hennar. — Hún strauk fingrum sínum í gegn um þykkt hár hans. „Þá mátt gera við mig það sem þú vilt“, hvíslaði hún. „Ef til vill getur það veitt mjer fróun í þetta skipti“. Hendur hans titriðu, þegar hann byrjaði að losa kjól hennar. Allt í einu greip hún um ulnliði hans og settist upp og starði út um gluggann. „Ekran mín“, sagði hún. Iiún leit á iiann og augu henn- ar voru ógnandi. „Þú hefur líka ráðið þessu“, hvíslaði hún bitur á svip. „Þú hefur skipað þeim að brenna ekruna“. Kit sneri sjer við og sá hvernig eldurinn magnaðist af vindinum o<? var farinn að nálgast húsið. Það mundi brátt verða eldinum að bráð. Hann ætaði að snúa sjer að henni aftur en var of seinn. Hann sá að hún greip gríðarstóran silf- | 31. dagur I urkertastjaka og þeytti honum : í hann af öllum kröftum. I Hann beygði sig til hliðar nógu snögglega til þess að stjakinn, sem hefði getað mar- ið höfuðkúpu hans, straukst við kinn hans, svo að hann svimaði augnablik. — Hann I hristi höfuðið og reyndi að átta sig. Hann heyrði að hún baut út úr herberginu og hann hljóp á eftir. Hún ilýði cftir löngum göngum, sem lágu á bak við húsið. Kit var óstöðugur á íót- unum, og þegar hann kom út í húsgarðinn, sá hann hana stíga á bak hesti og þeysa á brott. Hann stóð þar í sömu sporum, og studdi sig við súlu, þegar menn hans komu að honum. Bernardo horfði á- hyggjufuilur á hann, en þegar Smithers og menn hans sáu roðann færast yfir andlit hans, fóru þeir að skellihlæja. „Ekkert kvennafar, ha. Það er ágæt regla. Þú ættir að reyna hana sjálfur* stundum“. Kit leit á þá og brosti kank- víslega. „Jeg viðurkenni, að það var leikið á mig“, sagði hann. „En rauðhærða hafmeyj an skal fá að borga fyrir þetta“. Síðan sneri hann sjer við og tók undir handlegg Bernardos. Klukkustundu síðar hjeldu þeir áfram ferð sinni til sjávar. 11. Kit stóð á þilfarinu á Sea- flower og horf ði á hvernig skipstefnið klauf hvítfexta öldutoppana. Þeir höfðu stefnt í vesturátt í þrjá sólarhringa alveg í gangstæða átt við það sem þeir ætluðu. En nú þegar þá hafði borið um það bil þrjú hundruð sjómílur úr leið, var vir.dinn að lægja, svo að brátt mundu þeir geta tekið beina stefnu á St. Domingue. Hann strauk fingrunum um umbúðirnar, sem vaíðar voru utan um höfuð bans. Hann verkjaði enn í höfuðið eftir kertastjakann. Jeg var næst- um búinn að sigra þig í þetta skipti, mín kæra Rouge, hugs- aði hann, ef ekki hefði verið svona hvasst. Best hefði nátt- úrlega verið, að þeir hefðu aldrei kveikt í ekrunni. En jeg tók að mjer herferðina, til þess að^geta boðið þjer þá stöðu, sem þjer sæmir, en það varð þá til þess, að jeg er líklega búinn að missa þig fyrir fullt og allt .... Missa hana .... Hvaða vit- leysa. Hann mundi aldrei við- urkenna það, svo lengi sem hún væri á lífi. — Hún hafði tvisvar legið titrandi í fangi hans og næsta skipti mundi verða enn dýrðlegra en hin fyrri til samans. Þegar hún hafði komið til hans um borð í skipinu, hafði hún komið þvert á móti vilja sínum, en samt gefið honum sjálfa sig og brennimerkt sál hans, svo að hann mundi ekki líta glaðan dag fvrr en hún hefði lofað að giftast honum. Hve gamall sem hann yrði, mundi honurn allt af hlýna um hjartaræturnar, þegar hann hugsaði um þennan fund þeirra. En hann mundi fá að njóta hennar aftur. Hann hafði að vísu brennt hús hennar til ösku. en hann ætlaði að byggja henni annað hús glæsilegra en hún gæti gert sjer í hugar- lund. Og hann hafði lagt ekru j hennar í eyði, en hann mundi ; geta boðið henni víðáttumeiri j og frjósamari ekrur, á stað, j þár -sem var mátulega votviðra j samt og reyrinn mundi verða mar'hæðarhár á einum degi. í Hugsanarás hans nam stað- ar. Já. hann ætlaði að fram- kvæma þetta allt, en þegar því væri lokið, hvernig átti hann þá að finna eina litla korvettu á hinu víðáttumikla hafi? Nú voru liðin tvö ár, síðan hann sá Rouge í fyrsta skipti, þar sem hún stóð rennvot og • skjálfandi á þilfarinu á Sea- ! flower. Síðan þá hafði hann aðeins rekist á hana einu sinni, og það var, þegar hún átti í höggi við spönsku gull- flutningaskipin. — Hvenær mundi hann rekast á hana aft . ur. Hann vissi að hún mundi ekki fara aftur til Jamaica. Hún mundi reyna að svala hinu endurvakta hatri sínu á karlmönnum úti á hafinu og hann varð að leita að litlu kor- vettunni á þrjúþúsund sjó- mílna syæði. Það voru óneit- anlega litlar líkur til að heppn in mundi verða með honum. Allt í einu heyrði hann hróp varðmannsins yfir hvininn í vindinum: „Skip í augsýn. Þrjú komás- strik frá stjórnborða“. Kit og yfirmenn hans þustu aftur á skipið. Þeir störðu á sýnina, sem birtist þeim og trúðu varla sínum eigin aug- um. Sjávargangurinn var enn mikill, en skipið sigldi fyrir fullum seglurn þrátt fyrir veð- urofsann, svo að það hallaði svo mikið að sjórinn gekk yfir þilfarið á hljeborða og hraði skipsirjs var ótrúlega mikill., Við og við hvarf skipið í sæ- rokinu, og þegar það kom í ljós aftur var það komið enn nær Seaílower. Nú var það komið svo nálægt að Kit gat greint að það var lítil kor- vetta lík að lögun og Seaflow- er. Þegar skipin voru komin hlið við hlið kváðu við skot- drunur frá korvettunni. Það hafði verið skotið úr öllum byssunum, sem sneru að Sea- flower. Kit fleygði sjer strax niður á þiifarið og byssukúl- urnar hvinu fyrir ofan höfuð hans. Borðstokkurinn á Sea- flower mölbrotnaði og fjórar af byssunum eyðilögðust. „Skytturnar á sína staði“, hrópaði Kit og nú fóru menn hans í óða önn að bera upp skotin. Skyttunum gekk erfið lega í fyrstu að kveikja eld- inn en eftir nokkur örlaga- þrungin augnablik tókst þeim það, þrátt fyrir hvassvirið. — Fyrst þurfti að hreinsa púður götin og íylla þau aftur með þurru púðri. A meðan því fór fram, var Skotið aftur frá kor- vettunni og þrír menn fjelíu. í leit að gulli eftLr M. PICKTHAAL 43 11 > f — Og sjáið þjer ekki þarna beint fyrir framan? Leifur hlýddi aftur .... Og yfir fjölda lægri tinda, sá hann í rökkrinu dökka, gífurlega háa tinda gnæfa við himin. Þeir voru ótrúlega stórkostlegir og leyndardóms- fullir, þar sem þeir hófust upp úr móðunni og Leifur starði á þá sem heiilaður. — Hvaða fjöll eru þetta? spurði hann með hvíslandi röddu. —• Það er Krákur, svaraði Villi rrieð lotningarfullum rómi. — Krákur, endurtók Leifur og við þetta nafn varð hug- ur hans aftur gripinn hugsuninni um gullið — Já, sagði Villi, en fjöllin eru mikið lengra burt en þau sýnast, fleiri, fleiri mílur. En eru þau ekki stórkost- ; íeg? Líkast því sem þau fljóti í gullhafi. — Jú, sagði Leifur og var annars hugar. Hann minntist aftur orða Lyans. —i Hinu megin við Krákur er lítill dökk- ur dalur, eins og stjarna í laginu. Og Leifur sagði við sjálfan sig: Innan skamms verð jeg kominn þangað. Hinu megin við þessi dimmu fjöll er dal- urinn minn. Þeir horfðu í áttina til Kráka, þar tii myrkrið var fallið yfir og þeir gátu ekki greint neitt lengur. Svo gengu þeir þögulir niður hlíðina. Villi settist fyrir framan eldinn og >fór að sióða kvöld- mat. — Annars hef jeg heyrt, sagði hann, að það sje ógæfa allt umhverfis Krákur. Indíánarnir eru hræddir við þær, Það er eins og fjöllin dragi að sjer öli hin verstu óveður og þar hafa margra beðið ill örlög. — Við tökum ekkert mark á því, sem Indíánarnir kunna að slúðra, sagði Leifur. Nú skuium við halda afram, uns við náum takmarkinu. En samt gat hann ekki að því gert, að orð Villa um ógæfuna kringum Krákur höfðu vakið chugnað í huga hans. Hann sat þama þögull og þungt hugsi í grasinu við eldinn. Og skyndilega brá rauðum glampa fyrir í fjallahlíðinni. Eitthvað þaut framhjá þeim með hvin og fjell niður í ösk- una af eldinum. Síðan bergmálaði skothvellur milli klett- tnna. Villi kastaði sjer flötum til jarðar. A V G LÝ S I /V G ER GVLLS IGILDI Mark Twain var eitt sinn rit- stjóri lítils blaös í Missouri. Dag nokkurn fjekk hann brjef frá einum lesanda blaðsins, sem sagði, að hann hefði fundið könguló skríðandi eftir blaðinu. Hann spurði Twain að því, hvort hann áliti þetta boða hamingju eða óhamingju. Twain skrifaði: Þótt þú finn- ir könguló skríðandi eftir síðum blaðsins boðar það hvorki gæfu eða ógæfu. Köngulóin er aðeins að gá að því, hvaða verslanir það eru, sem ekki auglýsa í blaðinu, því að hún veit, að sier er óhætt að vefa net sitt fyrir dyr þeirra. Þar verður hún ekki fyrir ónæði. Spartverjar höfðu andstygð á mikilli mælgi. Þeir sögðu fátt, en framkvæmdu þess meira. Eitt sinn kom sendimaður frá Perinthus til Spörtu. Hann tal- aði lengi og spurði svo, hvaða svar hann ætti að flytja kon- ungi sínum. „Segið honum“, sagði konung ur Snörtu, „að þjer hafið talað mikið, en að jeg hafi ekki sagt eitt einasta orð“. Að kvöldi hins 14. júlí 1789 færði de La Rochefoucauld- Lianourt Lúðviki konungi 14. þær frjettir til Versailles, að ráðist hefði verið á Bastille- kastalann. Konungurinn hrópaði: Ilvað, þetta er bylting. Ráðgjafinn svaraði: — Nei, herra, þetta er stjórnarbylting. Eitt sinn spurði einn trúleys- ingi guðhræddan mann að því, hvort hann tryði því, að hval- urinn hafi gleypt Jónas. „Þegar jeg kem til himna, ætla jeg að spyria Jónas að því“, sagði sá trúaði. „Já, en ef Jónas er nú alls ekki þar“. „Þá spyrð þú hann um það“, var svarið. Kaupi gull hæsta verði Sigurþór, Hafnarstræti 4. f a 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.