Morgunblaðið - 18.12.1948, Page 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 18.>áos. 1948-
i. L
«Sff
'$ %■ II 44 il'-l*
m
w* ■■
***
H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj. Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri- ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstrœti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands,
kr. 15.00 utanlands.
1 lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók.
Komm únistar
og atvinnulífið
KOMMÚNISTAR láta nú eins og að þeim sje bað mikið
áhugamál að koma í veg fyrir að íslenskt atvinnulíf kafni
í verðbólgu og dýrtíð. Sjerstaklega gera þeir sjer far am
að sanna stuðning sinn við sjávarútveginn. En kommúnistar
leika í þeim efnum sem öðrum einstæðan skrípaleik Með*
an þeir tóku þátt í ríkisstjórn var látið í veðri vaka að ekki
rnyndi standa á þeim til þess að tryggja rekstrargrundvöll
binna nýju tækja, sem þjóðin af mikilli bjartsýni og þrótti
var að eignast. Ef að það kæmi í Ijós, sögðu kommúnistar,
eð rekstur hinna nýju tækja og atvinnutækjanna yfirleitt,
bæri sig ekld, þá myndu þeir ekki hika við að talca þátt
í niðurfærslu framleiðslukostnaðarins.
En hvað hefur gerst síðan?
Það, sem gerst hefur er það fyrst og fremst, að auðsætt
er orðið, og það fyrir alllöngu, að verulegur hluti af fram-
ieiðslutækjum okkar er rekinn með halla. Útflutningsvara
ckkar er ekki samkeppnisfær á heimsmarkaðnum. En
hvernig hafa kommúnistar efnt loforð sitt um að taka þátt
í niðurfærslu framleiðslukostnaðarins?
Þeir hafa efnt það með því að hefja hverja herferðina á
fætur annari fyrir hækkuðum framleiðslukostnaði en barist
eins og Ijón gegn hverskonar viðleitni til þess að stöðva
vöxt dýrtíðarinnar.
En jafnhliða því að kommúnistar hafa beitt sjer fyrir
því að eyðileggja rekstrargrundvöll atvinnutækjanna í
landinu hafa þeir reynt að spilla fyrir þjóðinni út á við.
Þeir hafa krafist þess að íslendingar neituðu að taka þátt
í efnahagssamvinnu Evrópuþjóðanna og einangruðu sig
þannig gjörsamlega frá þeim þjóðum, sem kaupa megin-
hluta afurða þeirra og selja þeim þær vörur, sem nauðsyn-
legastar eru, bæði til almennrar neyslu og reksturs at-
'dnnutækjanna.
Ef ráðum kommúnista hefði verið fylgt um utanríkis-
viðskipti okkar væri íslenskur sjávarútvegur og atvinnu-
lif þjóðarinnar í heild í kaldakolum. Markaðir okkar í
löndum Vestur Evrópu væri að mestu lokaðir. Neitun ís-
lendinga á þátttöku í efnahagslegri endurreisn viðskipta-
landa sinna hlaut.að hafa þær afleiðingar.
En segjum að við hefðum þá getað selt meira en við nú
gerum til landanna í Austur-Evrópu. Engar líkur benda til
þess að þau viðskipti hefðu getað tryggt afkomu íslensks
atvinnulífs. Flestar þessar þjóðir byggja utanríkisverslun
sína að verulegu leyti á vöruskiptum. En hvaðan áttum við
Islendingar þá að fá svokallaðan frjálsan gjaldeyri til þess
að kaupa fyrir margskonar vörur, sem við óumflýjanlega
verðum að kaupa fyrir sterlingspund eða dollara?
Þeirri spurningu er vandsvarað.
En jafnhliða hinni viðskiptalegu einangrun, sem stefna
kommúnista hefði þýtt fyrri íslendinga, hlaut önnur ein-
sngran engu betri að skapast. Við hefðum að meira eða
minna leyti einangrast stjórnmálalega. Við hefðum orðið
viðskila við þær þjóðir, sem eru okkur skyldastar að upp-
runa, hugsjónum og stjórnarháttum.
Það þarf mikla óskammfeilni til þess, að mennirnir, sem
stefndu að því að gera alla aðstöðu íslands svo gjörsamlega
vonlausa, geti komið fram fyrir þjóðina og sagst vera einu
bjargvættir og verndarar atvinnulegs og stjórnmálalegs
sjálfstæðis hennar og öryggis.
En íslenska þjóðin væntir einskis bjargræðis frá þess-
im einstæðu hræsnurum og loddurum. Þessvegna verða
öll þjóðholl öfl í landinu að vinna saman að því að tryggja
rekstur atvinnutækjanna innanlands og viðskiptalegt og
pólitískt sjálfræði út á við. Verðbólgan ógnar hinu atvinnu-
lega öryggi landsmanna. Þrátt fyrir ákveðna viðleitni til
þess að bægja þeirri hættu á braut horfir ekki vænlega í
þeim málum í dag. Erfiðleikarnir á því að finna raunhæfar
leiðir, sem sarnkomulag geti náðst um, standa ennþá í vegi
íyrir öðrum lausnum dýrtíðarvandamálsins en ábyrgðum
á verði útfíutningsafurða og niðurgreiðslum á vöruverði
innanlands. ■ • -• .-,■'
XJílzverji ðkrif-ar;
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Kaffi og pönnu-
kökur í Alþingi.
ÞAÐ var ekki laust við, að mjer
þætti það dálítið skrýtið er jeg
kom í heimsókn í Alþingi Is-
lendinga og var boðinn uppá
kaffi og pönnukökur.
En við nánari athugun, hvar
eiga þessar þjóðlegu góðgerðir
betur heima en einmitt á þingi?
Þingmenn hafa sína eigin kaffi-
stofu, eða stofur og ekkert er í
sjálfu sjer eðlilegra, en að þar
sjeu bornir fram þjóðarrjettir.
Ekki fæst þar samt hákarl
og brennivín. Þegar einhverjir
Ijettlyndir þingmenn orðuðu
það sín í milli — og vafalaust
meira í glensi, en alvöru — að
í þinginu ætti eiginlega að vera
,,bar“, ætlaði allt að springa.
•
En ,,EgiI“ fá þeir þó.
LÓGLEGT Egilsöl geta þing-
menn keypt sjer í veitingastof-
um þingsins og að minsta kosti
einn þingmaður tók það fram
yfir kaffi og með því, þenna
umrædda dag, sem jeg kom i
heimcókn. ,,Barinn“ bar á góma
þarna við kaffidrykkjuna og
einhver minti á, að í breska
þinginu hefðu þingmenn og gest
ir þeirra aðgang að vínstofu.
Það þykir hæfa hjá „móður
lýðræðisþinga“, eins og breska
parlamentið er kallað, en ekki
hjá „ömmu lýðræðis þinga“,
eins og Alþingi hefir verið
nefnt.
En nóg um það. „Hætta á að
upplitið yrði skrýtið á sumum
þingmönnunum að aðrir þola
illa slík þægindi“, eins og ein-
hver komst að orði í þessum
umræðum.
9
Þar verða Herodus
og Pilatus vinir.
OG það yrðu víst fleiri hissa,
sem kæmu inn í kaffistofuna
í þinginu í eftirmiðdagskaffi-
tímanum. Því það má nú segja,
að þar verða þeir Herodus og
Pilatus vinir. Þingmenn af öll-
um flokkum sitja saman í friði
og spekt við sama borð og gæða
sjer á kaffi og með því. Skifst
er á spaugiyrðum og glensi.
En þó segja kunnugir, að það
geti farið eins og í salarkynnum
Goðmundar á Glæsivöllum, „að
hnútur fljúgi um borð“.
Þröngt setinn
bekkur.
ALÞINGI Islendinga á við hús-
næðisþrengsli að stríða ekki
síður en margir aðrir. Það sjest
á ýmsu. Jafnvel eftir, að þing-
ið hefir fengið talsvert af hús-
rúmi, sem háskólinn rjeði yfir
áður er svo þröngt að til vand-
ræða horfir.
Sjálf ríkisstjórnin hefir eng-
an samastað út af fyrir sig í ró
og næði og ef kalla þarf saman
ráðherrafund, verða ráðherrar
að fá lánað herbergi, sem öðr-
um hefir verið ætlað. Flokk-
arnir hafa sín herbergi. Sjálf-
stæðisflokkurinn er í nor-
rænu og lagadeildinni gömlu,
framsókn í læknadeild
og .Alþýðuflokkurinn í guð-
fræðideild, en kommúnistar í
vistarveru, sem kölluð er Hlað-
búð, uppi á lofti.
Verst búið að
blaðamönnum.
AÐ engum, sem í þinginu þurfa
að starfa daglega er þó eins illa
búið og að blaðamönnunum.
Mönnunum, sem eiga að segja
þjóðinni hvað gerist á þingi.
Þeir hafa stúkuholu uppund-
ir lofti, sem er þröng og daun-
ill. Þar komast illa fyrir, eða
ekki í einu, frjettaritarar frá
dagblöðunum í Reykjavík, hvað
þá frá fleiri blöðum.
Það eru erfið vinnuskilyrði
fyrir „augu og eyru“ þjóðarinn-
ar.
Lofað bót, sem
ekki kom.
ÞAÐ væri ekki rjett, að segja,
að frjettaritarar íslenskra blaða
á Alþingi hefðu ekki aðgang að
síma. Þeim mun vera frjálst að
nota síma skrifstofunnar, ef
aðrir eru ekki að brúka þá.
En hitt er hverju orði sann-
ara, að enginn þeirra hefir af-
drep, þar sem hann gæti geymt
ritvjel sína, eða nauðsynleg
plögg í skúffu.
Meðal þingmanna hafa jafn-
an verið bæði starfandi blaða-
menn og menn, sem þekkja til
blaðamensku af eigin raun.
Þeir tóku sig til um árið, eftir
áskorun frá Blaðamannafjelag-
inu, og fengu samþykkt fyrir
; því, að betur skyldi búið að
I blaðamönnum á þingi, en gert
hefir verið.
En efndir hafa engar orðið.
o
Einsdæmi í
heiminum.
EKKI mun of sagt vera, að
hvergi í heiminum er svo hrak-
smánarlega búið að blaðamönn-
um, sem í Alþingi Islendinga.
Flest lýðræðisþing í heiminum
jskilja, að það er í hag þingsins,
að vel sje búið að þeim,sem
halda við sambandinu milli
, þingsins og þjóðarinnar. Það
minsta, sem hægt sje að gera
fyrir þessa menn sje, að veita
þeim mannsæmandi vinnuskyl-
yrði.
En því er ekki að fagna á
þessu þingi og kann, að vera
deyfð blaðamannanna sjálfra
um að kenna, að þeir hafa ekki
einurð, eða festu til að fylgja
sínum rjettmætu kröfum til
streitu.
I •
„Draugar“ og
„lávarðar“.
ALÞINGISMENN hafa sín eig-
in orðatiltæki, sem lítið eru not
uð utan þings og koma ókunn-
ugum spánskt fyrir.
„Hver er þessi þarna?“ spurði
jeg þingmann, sem jeg þekki.
„Þessi? Það er nú draugur-
inn minn“, var svarið.
Við eftirgrenslan kom í ljós,
að maðurinn var uppbótarþing-
maður í kjördæmi þess er
spurður var. Uppbótarþing-
mennirnir eru kallaðir „draug-
ar“.
Neðri deildar menn kalla
efri deildar þingmen stundum
,,lávarða“ og þá helst í óvirð-
ingarskyni. — Sinn er siður í
landi hverju, því sumstaðar
þykir hefð að slíkum titlum.
Þannig kom mjer Alþingi ís-
lendinga fyrir sjónir, er jeg
drakk þar eftirmiðdagskaffi
einn daginn núna í vikunni.
MEÐAL ANNARA ORÐA . . .
Mikill olíufundur í Kanada.
Eftir CHARLES LYNCH,
frjettaritara Reuters
KANADA er orðið eigandi að
nýrri tegund af gulli. í hæðun-
um undir Klettafjöllum hefur
„olíuæði“ gripið um sig á und-
anförnum tveimur árum. Þetta
„æði“ virðist nú hafa náð há-
marki sínu, enda hafa sjerfræð-
ingar spáð því, að olíufram-
leiðslah í Kanada verði orðin
svo mikil eftir fáein ár, að land
ið geti sjálft sjeð sjer fyrir öll-
um þörfum sínum á því sviði.
Og eftir svo sem fimmtán ár,
segja þeir, ætti Kanada að vera,
orðið eitt fremsta olíuútflutn-
ingsland í heimi.
o o
OLÍUBRUNNUR
„SLEPPIR SJER“.
ÞAÐ var 1946 sem olía fyrst
fór að finnast í stórum stíl í
Kanada. En það var í raun og
vera ekki fyr en snemma í ár,
sem Kanadgbúar almennt gerðu
sjer ljóst, hvað hjer var á ferð-
inni. Það var þegar olíubrunn-
ur, sem nefndur er Atlantis
númer 3 „sleppti sjer“, flæddi
yfir allstórt landssvæði og
myndaði heilt stöðuvatn af
þykkri, dökkri olíu. Það tókst
að lokum að temja þennan
brunn, en þó ekki fyr en elds-
neisti hafði kveikt í „vatninu“
og orsakað stærsta eldhafið, sem
nokkru sinni hefur sjest í Vest-
ur-Kanada. Þegar allt var hjá
liðið, hafði hver einasti Kanada
maður heyrt getið um nýja
Leduc olíusvæðið.
o »
20,000 TUNNUR.
MEÐAN Atlantis númer 3 ljet
sem verst, stöðvaðist öll vinna
á Leduc olíusvæðinu. En í dag
er unnið að því af alefli, að
kanna stórt landssvæði í kring-
um Luduc-svæðið, með þeim
árangri, að þegar hefur fundist
fjöldi nýrra olíubrunna.
Framleiðslan á Leduc-svæð-
inu nemur þegar um 20,000
tunnum af olíu á dag, og hún
mun að öllum líkindum hækka
upp í 50,000 tunnur áður en
langt um líður.
Þetta mun þó í sjálfu sjer
ekki hrökkva langt til þess að
fullnægja olíuþörf Kanada, sem
er um 260,000 tunnur á dag. En
það þykir sannað, að í brunn-
um Leduc-svæðisins sjeu að
minnsta kosti 200,000.000 tunn-
ur, og í aðeins um tíu mílna
fjarlægð hafa fundist tvö ný
olíusvæði, sem virðast vera að
minnsta kosti jafn auðug,
O Qt
IMPERIAL OLÍU-
FJELAGIÐ.
ÞAÐ var Imperial olíufjelagið
í Kanada, sem einkum beitti
sjer fyrir olíuleitinni þar i
landi að heimsstyrjöldinni síð-
ari lokinni. Og 1946 fundu leit-
armenn fjelagsins olíu í Alberta
sem nú hefur reynst það mikil,
að sýnt er, að miljónaframlög
fyrirtækisins ætla að borga sig.
Imperial hefur í ár varið því-
nær 54,000,000 dollurum í leit
að olíu og til olíuvinnslu, og
fjelaginu þykir hin nýfundnu
olíusvæði svo mikilvæg, að það
hefur selt olíurjettindi sín í
Suður Ameríku, til þess að geta
einbeitt sjer að framkvæmdum
í Vestur Kanada.
Imperial olíufjelagið er nú
langsamlega stærsti olíufram-
leiðandinn í Kanada.