Morgunblaðið - 19.12.1948, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 19. des. 1948.
eftír FKRfOi y£R
Bianca ferðarinnar frá litlu
hafnarborginni Callao til höf-
uðborgarinnar, Lima. Ricardo
talaði án afláts, en Bianca
heyrið varla nokkuð af því,
sem hann sagði. Hún var allt
of önnum kafin við að virða
fyrir sjer það sem fyrir aug-
un bar í þessum nýja heimi.
Enn hafði hún ekki komið
vagngluggann. En allsstaðar
auga á hvítan mann út um
voru Indíánarnir, sem töluðu
saman á einkennilegu tungu-
máli og ráku lamadýrin á und
an sjer eftir veginum.
Hún sá að eitt dýranna, lá
í götunni og stóð ekki upp,
þrátt fyrir höggin, sem eigand
inn ljet dynja yfir það.
„Við skulum fylgjast með,
hvernig þetta endar“, sagði
Ricardo. Hann stakk höfðinu
út um gluggann og sagði öku-
manninum að nema staðar.
Þegar vagninn stöðvaði, gerði
eigandi lamadýrsins enn eina
misheppnaða tilraun til þess
að fá dýrið á fætur með því
að toga í beislið. En það hefði
hann ekki átt að gera, því að í
stað þess að rísa upp, spýtti
dýrið gulgrænni kvoðu beint í
andlit mannsins. Hann hörf-
aði undan og reyndi að þurrka
sjer um augun. Síðan þreif
hann upp hníf og bjóst til að
ráðast á dýrið.
„Hættu“, kallaði Ricardo.
„Þú veist vel, að þú átt eftir
að sjá eftir þessu. Ljettu af
því byrðarnar og þá stendur
það upp“.
Indíáninn leit fýldur á svip
á unga Sjánverjann. Hann
stakk hnífnum aftur í belti sitt
og opnaði pokann, sem hjekk
á baki Iamadýrsins og fleygði
um tíu handfyllum af maís-
korni úr honum. Það skrimti
ánægjulega í lamadýrtinu og
það fór að staulast á fætur.
„Þarna sjerðu“, sagði Ricardo
sigri hrósandi. „Lamadýrið er
gáfaðra en Indíánar. Það veit,
hvað það getur borið mikið“.
Svo bætti hann við eins og
annars hugar: „Stundum ætla
jeg meira að segja sjálfum mjer
að bera meira en jeg get megn-
að“. Hann stakk höfðinu út
um gluggann og kallaði til öku-
mannsins að halda áfram.
Þau óku meðfram Rimac-
ánni, framhjá stráþöktum hús-
um Indíánanna. Afarsterka lykt
lagði upp af eldstæðunum og
Bianca tók upp ilmandi vasa-
klút og hjelt honum fyrir vit-
um sjer.
„Þetta er taquia“, sagði Ric-
ardo. „Þurrkað lama-tað. Hjer
er enginn trjágróður. Skepn-
urnai sjá íbúunum fyrir brenni.
Hjer er allt undir náttúrunni
komið. Sáuð þið fuglana? Við
sendum skip út í varplöndin
til ai sækja úrganginn úr þeim.
Við köllum það guano, og við
berum það á grasið“.
„M'er finnst þetta varla
heppilegt umræðuefni fyrir guð
moður þína Ricardo“, sagn Don
Luis.
„Jeg bið þúsundfaldlega af-
sökunar, seniora", sagði Ric-
ardo. „I þessu ósiðmenntaða
landi okkar, er auðvelt að
gleyma kurteisisvenjum“.
„Ekki svo að skilja að þú haf-
ir nokkurn tímann tamið þjer
37. dagur
kurteysi", sagði Don Luis. „En
er þetta ekki Lima þarna fram-
undan?"
Bianca stakk höfðinu út um
vagngluggann og sá móta fyrir
höfuðborg Perú. Hún sá strax
að Lima mundi vera stór borg
og líklega að mestu byggð í
spönskum stíl. Turnspíruna á
kirkjunni og Casa Real bar við
himinn.
En borgin var ekki eins
spönsk, þegar inn í hana kom.
A götunum sáust varla aðrir
en Indíánar. Þeir voru afkom-
endur Inkanna, sem höfðu stað
ið á háu menningarstigi, áður
en Evrópumenn komu til Perú.
En nú voru þeir sigraðir og
yfirbugaðir. Þeir voru klæddir
skrautlegum fötum en þeir
gengu bognir í baki og með
þreytusvip á andliti. A undan
sjer ráku þeir hjarðir múldýra,
sauðkinda eða lamadýra.
í úthverfunum voru húsin
sóðaleg, byggð úr kölkuðum
leir, og í þeim bjuggu bæði
menn og skepnur. Nakin börn-
in, sem voru að leik úti fyrir,
horfðu stórum augum á skraut-
legan vaigninn, sem ók eftir
moldargötunum.
Þegar lengra kom inn í borg-
ina, tóku við steinlagðar göt-
ur. Þar bjuggu Spánverjarnir.
Húsin voru úr steini, og járn-
grindur eða hlerar fyrir glugg-
unum. Eftir miðjum götunum
var opið skolpræsi. Illan daun
lagði upp úr ræsunum og við og
við opnaðist gluggi á efri hæð
einhvers hússins og annað hvort
Negri eða Indíáni helti úr skolp
fötu niður á götuna.
Það fór hrollur um Biancu
þegar hún sá þessar aðfarir. En
það var líka mikið um skraut
á götunum í Lima. Hefðarmenn
irnir riðu um göturnar á falleg-
um hestum í rauðum skraut-
klæðum. Þeir sátu hnarreistir í
hnakknum og hnakkurinn var
greyptur gulli. Dökkeygðar
hefðarfrúr gægðust feimnislega
á milli gluggatjaldanna á vagn-
gluggunum og gáfu riddurunum
hýrt auga. Gull og silfurvöru-
verslanir voru næstum ótelj-
andi. Portúgalskir Gyðingar,
sem höfðu verði nógu ríkir og
slyngir kaupsýslumenn, til að
sleppa undan Gyðingaofsókn-
unum, gengu hröðum skrefum
eftir götunum með allan hug-
ann við verslun sína og pappíra.
Nunnur og skeggjaðir munkar
settu einnig sinn svip á götur
borgarinnar.
Og alls staðar voru betlar-
arnir. Sumir þeirra voru svo
ágengir, að þeir rjettu skítugar
lúkur sínar inn um vagnglugg-
ana, svo að Don Luis varð að
slá á þær með staf sínum. Negr
unum var leyft með lögum að
íklæðast fötum, sem húsbænd-
ur þeirra vildu ekki eiga leng-
ur, svo að það var auðvelt að
þekkja múlatta frá mestiza,
enda þótt litarhátturinn og vaxt
arlagið væri næstum það sama.
Alls staðar glampaði á dem-
antana. Jafnvel hinir auðvirði-
legustu götusalar báru utan á
sjer dýrindis gimsteina, og kyn-
blendingarnir mestiza-stúlk-
urnar voru í silfurbrydduðum
skóm alsettum perlum og rúb-
ínum. Á veggjum opinberra
bygginga hjengu spjöld, þar
sem brýndar voru fyrir fólki
hinar sjálfsögðustu umgengnis-
venjur, en Bianca þurfti ekki
að horfa lengi til þess að sjá
að þessum áminningum var
ekki hlýtt. Hún roðnaði og leit
undan. Hún leit ekki aftur út
um gluggann, fyrr en mikil há-
reisti heyrðust utan frá götunni.
Þegar hún leit út, sá hún hóp
svertingja í áflogum. Þeir skipt
ust í tvo hópa. Annar hópurinn
var í grænum einkennisbúningi
og þeir grænklæddu höfðu yf-
irhöndina. Þeir höfðu stutt
sverð, spjót og hnífa. Hinir voru
enn skrautlegar klæddir í
skarlatsrauðum fötum með
gylltum bryddingum. En þeir
höfðu aðeins stafi til að berjast
með. Don Luis leit spyrjandi á
Ricardo.
„Svertingjarnir, sem eru í
grænum fötum, eru fylgismenn
háskólarektorsins. Þeir eru einu
þrælarnir í Lima, sem er leyft
að bera vopn. Hinir eru þjón-
ar landsstjórans og þeim gremst
að þeim skuli ekki einnig vera
sýndur slíkur heiður. Þeir berj-
ast alltaf þegar þeir verða á
vegi hvors annars. Allir svert-
ingjarnir hata negra háskóla-
rektorsins. Þeir ráðast allir á
þá, enda þótt það sje mjög
heimskulegt, þar sem þeir eru
vopnaðir og bera alltaf sigur
úr býtum. En þarna kemur
varðliðið“.
Varðliðið var vel vopnum bú-
ið og allir mennirnir voru í
brynjum. Þeir rjeðust strax inn
í hópinn. Hávaðinn jókst skyndi
lega að miklum mun en svo
datt allt í dúnalogn. Varðmenn-
irnir höfðu slegið með kylfum
í höfuð nokkurra negranna svo
að þeir lágu eins og. hráviði í
götunni. Okumaðurinn sló í hest
inn og vagninn rann aftur af
stað.
Um kvöldið sat Bianca við
veisluborðið hjá landsstjóran-
um og reyndi að fylgjast með
umræðunum. Landsstjórinn sat
sjálfur fyrir borðsendanum.
Hann var dálítið óstyrkur og
óstyrkleiki hans stafaði af því,
að Don Luis hafði skyndilega
verið hækkaður í tign. Greifinn
af Monclovía vissi hvernig hann
átti að haga sjer gagnvart und-
irmönnum sínum. Ef Don Luis
hefði verið vanalegur aðalsmað
ur, hefði hann getað umgengist
hann með virðulegu lítillæti.
Öðru máli gegndi úr því að
Del Toro hafði hlotið greifa-
titil, eins og hann sjálfur. Don
Luis var þurr í tilsvörum og
hæðinn, þegar hann gat komið
því við, og það gerði samræð-
urnar ekki auðveldari. Hann
ljet skína í það, að hann væri
fremri landsstjóranum að öllu
leyti nema hvað hinn hafði
landstjóraembættið. Hann væri
bæði auðugri og voldugri. Og
þagnirnar urðu æ lengri og
vandræðalegri.
Biöncu leið heldur ekki vel
undir borðum. Ricardo Golda-
mes sat á móti henni og hann
starfi á hand aðdáunaraugum
án afláts. Hana langaði til að
vara hann við, en hitt kvenfólk-
ið ]jet eins og það tæki ekki
eftir því, enda þótt Bianca væri
viss um að það voru aðeins
Tapast hefir dömugullarmbandsúr. — Finnandi vinsaml. komi því til skila á Laugaveg 7, uppi. niiiiiiiiitniimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniitMim* Dodge ’40| til sölu. — Uppl. í síma 1 80497.
Jólabazar verður .á morgun, 20. des. í G.T.-húsinu. Á boðstól- unum verða tækifærisgjaf ir, barnafatnaður o. fl. Svörf kvenkápa með Persíanskinni og hvítur fermingarkjóll, svört klæðisföt á meðal- taft, er til sölu, einnig mann, borð og sængur- fatakassi. Grettisg. 49, milli kl. 4—6 í dag.
Píanó til sölu. Uppl. í síma 5706 kl. 1^—4 í dag, á sama stað er til sölu ný kjólföt, nr. 48. Smoking Nýr, amerískur smoking og Remington ferðarit- vjel, til sölu á Langholts veg 30, eftir kl. 1.
Enskur BARNAVAGK til sölu. Uppl. í 'síma 80287. Til sölu 6 lampa útvarpstæki og rafmagnsgrammófónn frá kl. 4—5 í Hafnarstræti 18, uppi.
Gólfteppi til sölu á Mánagötu 7. Stærð: 3,25x4,40 m., sími 5338. Guitar til sölu. — Strengjahljóð færaviðgerðir, Laugaveg 68. — ■iiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiimnnmiiMHMiifMMtwB*
Góð jólagjöf Nýir skautar með hvít- um stígvjelum, nr. 38, til sölu á Laugaveg 15, 1. hæð. Gólfteppi ónotað, til sölu. Stærð: 3x4 yard. í bílskúrnum í Reykjahlíð 12 eftir kl. 1 í dag.
Til sölu án miða, tvær kápur, á 12—14 ára, á Óðinsgötu 4, 1. hæð. Gólfteppi ónotað. til sölu. Stærð: 3x4 yard. Flókag. 56, I. hæð, eftir kl. 2 í dag. ■nitiiiMimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiinminK
Til sölu dönsk Hrærivjel á Njálsgötu 35, efstu h. Silfurborðbúnaöur Af sjerstökum ástæðum er til sölu silfur borðbún aður handa 12 manns (desertsett), á Rauðarár- stíg 7, eftir kl. 3 í dag.
Næstu 2—3 vikur gegnir læknir Stefán Ólafsson, læknis- störfum mínum. Viðtals- tími 2—4 daglega og 10 —12 á laugardögum. — Sími 3181. Skólabrú 2. Ólgfur Þorsteinsson, | læknir. Hós til sölu Sænskt hús, 5 herbergi og eldhús, á hæð, 2 her- bergi og eldhús í kjallara. Listhafendur leggi nöfn, heimilisfang og símanr. inn á afgr. Mbl. fyrir 23. þ. m., merkt: „Mikil út- borgun - 130—200“. i