Morgunblaðið - 28.12.1948, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 28. des. 1948.
Þegar hén opnaði augun
varð henni litið á Don Lunis.
Allt í einu rjetti hún úr sjer
og starði á hann stórum aug-
um. Hún varð skelkuð á svip. -----------" -----—*-----------
Nú hafði hún fengið svarið við ir veisluholdunum, sem öllum
» r , , ... .. xnrSstnrMiim til átti
42. dagur
honum dýrlegar gjafir. Að lok
um tilkynnti Don Luis að á eft
því, sem hún hafði verið að
. velta fyrir sjer undanfarið.
Skýringin var ekki lengur
nokkrum vafa undirorpin. —
Hún sat kyrr og virti fyrir
sjer andlit eiginmanns síns.
Nú var henni líka ljóst, hvers
vegna hún hafði ekki sjeð fyrr,
hvað þeir voru líkir. Það var
aðeins vegna litarháttarins.
En Bianca sá vangamynd Don
Luis bera við birtuna, af vagn
glugganum, svo að hún sá að-
eins skugga, en enga liti. Nú
var enginn munur áí svörtu
hári og skeggi Don Luis og
Ijósum lokkum ' Kits. Nú sá
hún, að andlit þeirra beggja
voru í rauninni eins og eitt og
sama andlitið, Að vísu var
vangasvipur Don Luis heldur
ellilegri og hann vaf líka feit-
ari, en þegar ekki sást neinn
litarmismunur, var ótrúlegt,
hvað þeir voru líkir.
Strax voru hugsanir hennar
komnar á fleygiferð. Daginn,
sem Kit hafði tekið hana hönd
um, hafði hann viðurkennt að
hann þekkti Don Luis. Hann
hafði þekkt skjaldarmerki Don
Luis, svarta hegrann. Hann
hafði alið með sjálíum sjer ó-
stjórnlegt hatur á l onum. Hún
hafði orðið vör við það. Þetta
voru enn sannanir fyrir því að
getgátur hennar voru rjettar.
,,Þessi föðurlausi sonur auð-
virðilegrar fránskrar kven-
sniftar“, hafði eiginmaður
hennar sagt. Hvernig átti hann
að vita það? Einungis vegna
þess^ að hann sjálfur var faðir
hans. Hvernig stóð á því, að
Kit var svo heflaður í allri
framkomu og tígulegur útlits?
Og hvers vegna hlífði Don
Luis honum, þegar hann hafði
hann á sínu valdi og gat drep-
ið hann ef hahil lysti? Ástæð-
an var engin örihur en sú, að
hann var sonúr hans.
Hún leit niður Og lokaði aug
unum, en tárin streymdu und-
an augnalokum hennar. Og
nú er hún var með barni, hugs
aði hún bitur í bragði, og það
er aðeins af því að mjer hefur
skjátlast og jeg hef gefið mig
á vald þess, sem minnti mig á
hinn. Og núna fyrst er jeg að
sjá það. Nú - skil jeg hvers
vegna jeg hef ekki óbeit á
ástaratlotum eíginmanns míns.
Hún varð gagntekin örvænt-
ingu, en hún varð að líta upp
núna, því að Ricardo strauk
hönd hennar.
„Við erum komin“,. sagði
hann.
Fylgdarsveinninn opnaði
vagnhurðina. Don Luis steig
niður úr vagninum og rjetti
mðan Biöncu hondina. Hann
fann að hún ska: f, og hann
leit spyrjándi á hana. En Bi-
anca leit undan.
Síðan gengu þau þrjú á eftir
, skrúðfylkingunni inn í Kirkj-
uná. Að hátíða-þjónustu lok-
inni, þyrptist fólk í kring um
Ricardo, sem nú hafði fengið
skírteini sín. Menn óskuðu
viðstöddum var boðið til, átti
að fara fram nautaat og gest-
irnir lustu þá upp miklum
fagnaðarópum.
Við nautaatið sat Bianca
við hlið Ricardos, því að Don
Luis hafði boðið sig fram á
móti nautinu, til að sanna
hreysti sína. Undir borðum
hafði einhver minnst á hug-
lausan aðalsmann, sem hafði
leigt fátækan frænda sinn til
að ganga á móti nauti sínu.
Allir viðstaddir höfðu farið
niðrandi orðum um líkt hug-
leysi.
Ricardo hafði beðist undan
því að taka þátt í nautaatinu,
vegna þess, hve þreyttur hann
væri eftir allan undirbúning-
inn undir hátíðahöldin. Hann
hafði aðrar skoðanir á því,
hvernig skemmtilegast yrði að
eyða kvöldinu. Flestir ungu
riddaranna í Lima voru inni í
hringnum. Þeir sátu teinrjett-
ir á hestum sínum og hjeldu á
spjótunum. Þeir voru orðnir
svo margir að Bianca sá, að
nautið mundi strax yfifbugað.
„Er senior doktorinn líf-
hræddur?11, spurði hún Ric
ardo.
„Jeg er hugrakkari en nokk
ur mannanna í hringnum“,
sagði Ricardo, „því að jeg á það
á hættu að falla í áliti þínu
og trúðu mjer, senoria, þegar
jeg segi, að það sje þungbær
ara, heldur en að láta lífið fyr
ir nauti“.
Bianca leit á hann og brosti.
„Lofaðu því, að þú skulir
aldrei framar hegða þjer svo
smánarlega, og þá skal jeg fyr
irgefa þjer“, sagði hún.
„Hvernig get jeg lofað því?
Biddu mig að hætta að draga
andann. Segðu við mig „Þú átt
að deyja, Ricardo“ og jeg skal
samstundis binda enda á líf
mitt og falla örendur niður við
fætur þínar. En biddu mig
ekki um að hætta að elska þig,
því að það stendur ekki í mínu
valdi“.
Bianca gat ekkj varist hlátri
af þessari háfleygu tölu hans.
„Þú ert óþekkur drengur,
Ricardo“, sagði hún. „Þú mátt
elska mig, en þú mátt ekki
vænta þess að jeg elski þig á
móti. Það get jeg ekki“.
„Nei, þú getur það víst
ekki“, sagði Ricardo, „nje held
ur getur þú elskað guðföður
minn og fjárhaldsmann ....
ekki á meðan Ijóshærði sjó-
ræninginn er á lífi“.
„Hvað .... hver hefur sagt
þjer það?“ hvíslaði hún.
Ricardo leit á hana. Hann sá
að hún fölnaði og augu hennar
urðu dimm og djúp, og honum
fannst öll hamingja sín
drukkna í djúpinu.
„Hver sagði þjer þetta, Ric-
ardo?“. Rödd hennar var hörð
og köld.
„Jeg þekki mann, sem var
á skipinu, sem flutti ykkur
hingað“, sagði hann. „En segðu
að það sje ekki satt. Segðu að
hann háfi sagt ósatt, að þú
honum til hamingju og færðuelskir þennan sjóræningja
„Nei, Ricardo“, sagði hún og
leit undan, því hún fann hve
sárt orð hennar tóku hann.
„Þessi náungi, vinur þinn,
sagði ekki ósatt“.
Ricardo hallaði sjer aftur í
sætið, Hann heyrði fagnaðar-
lætin í áhorfendunum eins og
í fjarska. Fyrir neðan stóð Don
Luis og egndi nautið með
spjóti sínu. Bianca leit niður.
Óleyfilegar hugsanir ásóttu
hana. Ef hesturinn mundi
hnjóta eða rísa upp á aftur-
fótunum, þá ....
„Heilaga guðs móðir“, hvísl
aði hún, „fyrirgefðu mjer.
Leyfðu mjer ekki að óska
hann dauðan“.
Ricardo leit upp. Rödd hans
var blandin súrsauka og kald-
hæðni.
„Svo að þú biður líka fyrir
nautinu“, sagði hann. Bianca
leit niður og glitrandi tárin
runnu í stríðum straum niður
fölar kinnar hennar. „Fyrir-
gefðu mjer“, sagði Ricardo.
„Þetta var illa sagt. Allt líf
mitt er ekki þess virði að þú
úthellir einu tári vegna mín“.
Bianca klappaði á hönd
hans. „Nei“, sagði hún, „jeg
tárfelli vegna guðleysis sjálfs
mín“.
„Segðu mjer eitthvað um
hann, þennan enska sjóræn-
ingja, sem hefur stolið hjarta
þínu“.
„Langar þig í alvöru til að
heyra eitthvað um hann, Ric-
ardö?“ sagði hún döpur í
bragði.
„Já. Ef til vill get jeg þá
skilið þig“.
„Jæja“, sagði Bianca. „Jeg
get þá sagt þjer, að hann er í
rauninni ekki Englendingur,
enda þótt hann sje skipstjóri á
skipi, sem siglir undir ensku
flaggi. Móðir hans var frönsk.
Föður sinn þekkir hann ekki.
Hann fæddist i Cadix, og talar
kastilíönsku. Hann er ljós yf
litum, eins og þú, enda þótt
hann sje brúnn og útitekinn
af sólinni. Augun hans eru blá
eins og hafsdjúpið og hár hans
er gullið, eins og sólargeilsarn
ir“.
„En hann er ræningi ....
Hann er óheflaður í framkomu
og talar ruddalegt mál“.
Bianca hristi höfuðið.
„Nei, þar skjátlast þjer. —
Hann hefur fengið gott upp
eldi. Og framkoma hans er
fáguð eins og nokkurs aðals
borins manns“.
„Hvers vegna kýs hann þá að
vera meðal sjóræningja?11.
„Vegna þess að faðir hans
vill ekki gangast við honum.
Faðir hans er mjög tiginn og
ef hann mundi viðurkenna
hann sem son sinn, mundi
hann teljast meðal fremstu
manna á ....“.
„Á Spáni“, sagði Ricardo.
„Þú segir að faðir hans sje að-
alsmaður, en þú segir að hann
viti ekki, hver faðir hans er“.
„Nei, hann veit það ekki“,
sagði Bianca í hálfum hljóð-
um.
„En þú veist það“. Bianca
kinkaði kolli, en þagði. „Hver
er það, Bianca? Það langar mig
mikið til að vita. Segðu mjer
það“.
Vjelar til sölu í
Jeppa og Dodge
til sýnis á bil við Leifsstyttuna frá kl. 2—3 í dag.
Bíll til sölu
Til sölu fólksbifreið Dodge model 1942. Bílnum getur
fylgt stöðvarpláss og full rjettindi leigubifreiðar. Bíll-
inn er ný sprautaður, ný klæddur á góðum gúmmí
um og að öllu leyti í ágætu ástandi. Er til sýms á
stæðinu við Rauðarárstíg 5 frá kl. 2—4 í dag.
2 þrifnar stúlkur
óskast. Uppl. í síma 1966.
■ BMiíTfirjnnoni «-■■■>•■ ainrra ■■ ■■■■■■■■■■ ■■■ itrii ^■■■;o;rr r ■ ■nrd'm ■ rrtfvtionDaBBM
Baðkör
Þeir, sem pantað hafa hjá okkur baðkör, hafi samband *
við okkur sem allra fyrst. :
■
■
■
-A. JóL annóóon CS? S>mitL li.í. :
Njálsgötu 112. Sími 4616. :
TILKVIMNINB j
Miðvikudaginn 29. og fimmtudaginn 30. desember verð •
ur sparisjóðsdeild bankans aðeins opin á venjulegmn ■
afgreiðslutíma, en ekkikl. 5—7 siðdegis, svo sem vant er.
n
- *
^ *
tvítuecfólanli Jdólandó li.j. :
AIÍGLV8IIMG I
» :
um bann gegn sölu kínverja og púðurkerlinga. ■
Samkvæmt 6. gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur má •
eigi kveikja í púðri, skoteldum eða sprengiefnum á al- :
mannafæri- :
Með því að mikil hætta hefir einætt stafað af spreng •
ingum kínverja og púðurkerlinga á undanförnum ára •
mótum, er sala á slíkum sprengjum og efni í þær bönn ■„
uð hjer í umdæminu frá deginum í dag að telja til 3. :
janúar 1949. :
Jafnframt skal vakin athygli á því að framleiðíla á •
öllum slíkum sprengjum er óheimil. . ■
Lögreglustjórinn í Reykjavík, 27. desember 1948. ■
Sigurjón Sigurðsson. ;
Skúlagötu, slmi 7360.
Bíócamp,
Gólfteppahreinsunin,
Einar Ásnrnnclsson
IiœslarjeUarlögmaður
Skrifstofa:
TJarnargötu 10 — Sími 5407.