Morgunblaðið - 15.01.1949, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.01.1949, Blaðsíða 6
Laugardagur 15. janúar 1949. 6 niORGUNBLAÐlÐ tröifr Útg.: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj. Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1G00. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlanda, kr. 15.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Þingsetningarræða Trumans ALLAR lýðræðisþjóðir veittu að sjálfsögðu athygli þing'- setningarræðu Trumans forseta, er 81. þing Bandaríkjanna settist á rökstóla. Þar skýrði forystumaður mesta lýðræðis- ríkis heims frá Stefnu sinni og fyrirætlunum, er hann cg þjóð hans myndi fylgja á næstu árum. Eftir hinn eindregna sigur Demokratanna, við kosningarn- ar í haust, gat Truman nú talað djarft um stefnu sína og flokks síns, þar eð hann hefur nú meirihluta í báðum þing- deildum. Ræða hans var ekki gustmikil, fremur en venja er til. Þar talaði yfirlætislaus borgari Bandaríkjanna, um málin, eins og þau koma almenningi þar í landi fyrir sjónir. Hann lagði áherslu á þann augljósa hlut, að innanríkismál hverrar þjóðar skapa grundvöllinn að utanríkisstefnu henn- ar. Við Bandaríkjamenn, sagði hann, höfum hlotið þau heims- ins gæði, sem frelsi og lýðræði fremst getur veitt nokkurri þjóð. Þjóðir heims er aðhyllast lýðræði og þeir sem frelsi unna líta til okkar, sem öndvegisþjóðar. Stefna okkar í utanríkismálum mótast af trú okkar á, og virðing okkar fyrir frelsinu. Við gerum alt, sem í okkar valdi stendur, til þess að örva frjálsar þjóðir heims, í fram- taki þeirra, og trú á verðmæti lýðræðisins, til þess að hjálpa þeim, sem bágstaddir eru, meðal framandi þjóða, og til þess að styrkja þjóðirnar, í baráttu þeirra fyrir lýðræðinu. Kjarninn í utanríkismálastefnu okkar Bandaríkjamanna er friður, sagði hann. En leiðarstjarna okkar í utanríkismál- um er, að efla samstarf þjóðanna. Til að styrkja það sam- starf, höfum við tekið miklar skyldur á okkar herðar. Til þess að það megi vel takast leggjum við auðlindir okkar í sölurnar og heiður okkar að veði. Hann mintist á, að komið gæti til mála, að Bandaríkin kæmu á hjá sjer herskyldu, til að tryggja frið og frelsi þjóða. Auka þyrfti skattana, um 4 milljarða dollara, en með þeim tekjum hugði hann að koma mætti á ýmsum fjelagslegum umbótum 'í landinu, sem hann hafði minst á í kosninga- baráttunni í haust. Svo sem hækkaða ellistyrki, aukna styrki til skóla, sjúkratryggingar o. m. fl. Truman boðaði að Bandaríkin myndu halda áfram við- leitninni með Sameinuðu Þjóðunum, að ryðja úr vegi toll- múrum og öðrum hömlum á milli-þjóða viðskiftum. En einmitt þær viðskiftahömlúr torvelda víða eðlilega þróun og framfarir. Ennfremur boðaði hann ráðstafanir í þá átt, að koma í veg fyrir rangindi og misrjetti, sem blökkumenn hafa orðið að þola, einkum í sumum fylkjum Bandaríkjanna. En þær misfellur í sambúð hvítra manna við hina þeldekkri hafa verið ásteitingarsteinar margra í opinberu lífi Bandaríkj- anna. ★ í breskum blöðum var ræðu Trumans vel tekið yfirleitt. :I „Times“ er sagt um ræðuna, að þar hafi Truman tekist, að gera grein fyrir því, á einfaldan og skilmerkilegan hátt, hvernig lýðræði þarf að vera, til þess að það geti varist innri hættum og ytri árásum. Blaðið lýsir einnig ánægju sinni yfir því, með hvaða ummælum hann í ræðu sinni lofaði frjálsum þjóðum heims, aðstoð til þess að varðveita frelsi sitt. í enska blaðinu „Daily Telegraph“ segir, að síðan Frank- lin D. Roosevelt flutti hina merku ræðu sína, árið 1933, um nýja skipun innanríkismála „New Deal“, hafi forseti Bandaríkjanna ekki boðað meiri umbætur á því sviði, en Truman að þessu sinni. Sú stefna hans, eða Demokratanna, undirstrikar, að því er forsetinn ságði, þann eindregna ásetning Bandaríkja- stjórnar, þings óg þjóðar,. að halda áfram aðstoð sinni við þær þjóðir, sém minnimáttar eru, til þess að þær megi, í nútíð og framtíð jijóta ávaxtanna af þvi lýðræðislega frelsi, sem verið hefur undirstaðan að allri velgengni og styrk Bandaríkjanna á liðnum árum. ÚR DAGLEGA LÍFINU Skíðasnjór , ÞAÐ er gömul reynsla blaða- manna hjer í Reykjavík, að varlegt sje að tala mikið um veðrið, eða leggja út af því á einn eða annan hátt. Þegar andinn hefur innblásið áhuga- sömum blaðamanni að skrifa „góða grein“ um skíðasnjó og skíðaferðir borgarbúa, hefur oftast verið komin sunnanátt og úrhellisrigning, þegar grein in var komin á prent. Hinn góði tilgangur blaða- mannsins, að hvetja meðborg- ara sína til þess, að sækja holl ustu og. hressingu upp í fjöll, er þar með orðinn hlægilegur. En jeg ætla nú samt að hætta á þetta #ð þessu sinni. • Ahugi, sem þarf að vekja UNDANFARNIR vetur hafa verið srijóljettir hjer sunnan- lands og það svo að jafnvel áhugasömustu menn hafa gef- ist upp á því að fara á skíði. Það eru ekki nema hinir hraustustu og efldustu, sem hafa lagt það á sig að elta snjó inn upp í hæðstu fjöll og jafn vel jökla. En skíðaíþróttin er fyrir fleiri, en ungt og hraust fólk. Þeir, sem komnir eru af ljett- asta skeiði, hafa bæði yndi og gott af því, að fara upp í fjöll á frídögum og taka með sjer skíðin sín. Það er ekki aðal- atriðið að geta brunað niður fjalíshliðar í ótal hlykkjum, eða vera fær um að stökkva fram af háum hengjum og koma standandi niður. Aðalatriðið er að vera úti í fjallaloftinu og njóta sólarinn- ar á fjöllum. Það þarf að vekja á ný áhuga almennings fyrir skíðaíþróttinni og fá, sem flesta með. • Hlutverk skíðafjelaganna ÞAÐ er til hin mesti sægur fjölmennra íþróttafjelaga, sem hafa skíðaíþróttina á stefnu- skrá sinni. Skíðaskálar eru til víða í nágrenninu og miklu fleiri og vistlegri nú, en þeir hafa nokkru sinni verið. Skyldi svo fara. að í vetur yrði góður skíðasnjór hjer sunnanlands eiga þessi fje- lög að nota tækifærið og efla skíðaíþróttina meðal almenn- ings. Hugsa ekki um það eitt, að koma unga fólkinu á fjöll og æfa þá, se/n líklegastir eru til að færa þeim verðlaun af skíðamótum, heldur fólk á öllum aldri. Gera skíðaíþrótt- ina að almenningsíþrótt. Hún var á góðum vegi með að vera það á árunum fyrir stríð og getur orðið það ennþá, ef rjett er á haldið. (Og bara, að það verði ekki komin hellirigning er þið lesið þetta!). Fyrsta íslenska talmyndin FYRIR nokkrum dögum voru birtar hugleiðingar í þessum dálkum um íslenska kvik- myndagerð í tilefni af fyrstu talmyndinni, sem þá var von á í eitt kvikmyndahús bæjar- ins. Nú hefur almenningur feng- ið tækifæri til að sjá von mynd og gera má ráð fyrir, að hún verði vel sótt. Á frum- sýningunni gat Loftur Guð- mundsson, ljósmyndari, höf- undur kvikmyndarinnar, þess, að þetta væri ófullkomin til- raun. Vafalaust máj eitthvað og sitthvað að myndinni finna. En þess ber að gæta, að hjer er um brautryðjendastarf að ræða, sem unnið er undir einstaklega erfiðum skilyrð- um. En kvikmyndin er eins og segir í formála fyrir herini, „vísir að öðru betra“. • Næsta kvikmynd í undirbúningi LOFTUR hefur næstu talmynd í undirbúningi og hefur þegar byrjað að taka hana. Á undan kvikmyndinni „Milli fjalls og fjörú“ eru sýnd nokkur sýnis- horn úr næstu kvikmynd. Það verður mynd um ýmsa lista- menn okkar og virðist tónn- inn vera betri í þeirri mynd, en hinni fyrstu. Þar að auki er hún svört og hvít, en ekki í litum og er það tvímælalaust kostur. Það getur verið gaman að litmyndum „í eðlilegum lit- um“, en gallinn er sá, að lit- írnir verða ekki eðlilegir. Það er ábyggilega rjett hjá Lofti, að taka næstu kvikmyndir sínar í svörtu og hvítu og láta litina eiga sig fyrst um sinn. • Bílasíminn nýi FRAMFÖR er að bílasímanum, sem Hreyfill hefir látið setja upp í Langholtinu. En fleiri slíkir símar verða settir upp víðar og þá væntanlega fyrst og fremst í úthverfunum, þar sem erfiðast er fyrir fólk að komast í síma. Og nú reynir á hvernig fólk gengur um. Það er eiginlega hart, að það skuli þurfa að fylgja sjerstök áskorun til al- mennings þegar frjettin er sögð um þessa nýung, um að ganga vel um og misnota ekki þetta þægilega áhald, eða skemma það. En því miður sýnir reynslan, að það þarf að vara menn við. að skemma ekki þau áhöld, sem ætluð eru almenningi. Reynslan mun skera úr hvernig þetta reynist að þessu sinni. Almenningssímar FRAMTAK og framsýni þeirra Hreyfilsmanna, minnir á ann- að mál, en það eru almennings símar í úthverfum bæjarins. Þeir, sem búa í Fossvogi, Soga- mýri og Langholtinu, vita hve erfitt það er að hafa ekki að- gang að síma. En bæjarsíminn fæst ekki til að setja upp fleiri almenningssíma og er jafnan borið við slæmri raun, af um- gengni fólks í almenningssíma klefum. En það dugar ekki, að láta nokkra dóna ráða því, að ekki er hægt að setia upp þessi sjálf söeðu tæki til afnota fyrir þá fjölda möreu, sem ekki fá síma heim til sín. Það verður að gera tilraun- ir með almenningssíma og hætta ekki fvr en það er búið, að kenna skemdarvörgunum, að þeim líðst ekki, að eyði- legeia fvrir almenningi, eins og þeir hafa "ert til þessa. Þetta er hæet og þetta á að gera. MtrfMiiiiiminnnno MEÐAL ANNARA ORÐ* Áróðinmenn kommúnbla staifa í Vettur-ýsóalandi. Eftir frjettaritara Reuters. FRANKFURT — Heilir flokk- ar af senclimönnum kommún- ista starfa nú meðal flótta- manna í Vestur-Þýskalandi og reyna að ala á óánægju þeirra, en með því gera þeir sjer von- ir um að snúa þessu fólki til fylgis við Rússa og stefnu þeirra. Hversu víðtækt þetta áróðursnet kommúnista er orð ið, má meðal annars sjá af því að nýlega voru teknir tveir vörubílar í Hesse, sem á voru 16 tonn af ólöglegum komm- únistiskum áróðursritum. • • VINNA í HÓPUM STARSMENN bandaríska her- námsliðsins, sem rannsakað hafa þessa starfsemi skýra frá því, að kommúnistar hafi látið prenta fjöldann allan af dreifi miðum og korhið þeim í flótta- mannabúðir víðsvegar í Vést- ur-Þýskalandi. Einn þeifra manna, sem sáu um prentun þessara áróðursmiða, var ný- lega handtekinn í námunda við Passau í Bavaríu. Hinir kommúnistisku áróð- ursmenn, sem einkum annast þetta starf, vinna saman í smá hópum á þeim stöðum, þar sem mikið ei; af flóttafólki, sem verður að fleyta fram lífinu við sjerstaklega erfið skilyrði. — Aðalbækistöðvar þessara manna eru í Bavaríu. • • LEYNA KOMMÚNISTA - HEITINU Á DREIFIMIÐUNUM og í rit- lingunum er þess vandlega gætt að nota ekki orðið „kommúnismi“. Hitt er meira notað, að ráðast á „burgeis- ana“ og hinar „kapítalisku“ stjórnir í fylkjum Vestur- Þýskalands, sem „ekkert vilja gera til að bæta hin aumu kjör flóttafólksins”. í áróðursritun- um er lögð sjerstök áhersla á, að með núverandi stjórnskipu lagi í Vestur-Þýskalandi hljóti flóttafólkið að lokum að verða „ódýrt vinnuafl fyrir kapítal- istana“. Flóttafólkinu er sagt, að ef það sýni það í verki, að það sje fúst til að snúa bakinu við ,nasisma og fasisma“ og hefja samvinnu við aðrar þjóðir „með lýðræðis- og framfara- stefnum", muni Sovjetríkin, „sem gæta hagsmuna hinna kúguðu“, ef til vill aðstoða það við að sierast á þeim erfiðu aðstæðum, sem það nú býr við sem landflótta fólk. • • LOFORÐ í ÁRÓÐURSRITUNUM er því bætt við, að flóttamennirnir kunni að fá leyfi til að flytja aftur til ættlanda sinna, eða að gerast innflytjendur í ein- hverju landi í Austur-Evrópu. Við þetta er þeim upplýsing- um svo bætt ,að Sovjetríkin Framh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.