Morgunblaðið - 25.01.1949, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.01.1949, Blaðsíða 1
16 síður' Grænltnsk sendinefnd í Höfn. UM ÞESSAR MUNDIR er grænlensk sendinefnd í Kaup- mannahöfn til að ræða við dönsk stjórnarvöld um Grænlands- mál og framtíð lands og þjóðar. Hjer sjást þrír nefndarmanna, Mathæusscn, Kleist og Anders Nielsen, rabba við Johs. Balle kaptein. Þúttfaka Noregs og isnmerkur líkleg í A&Santshaissáttmála _ segja sljórnmálamenn í London. London í gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Sylvian Mandeot, stjórnmálafrjettáritara Reuters. STJÓRNMÁLAMENN í London líta svo á, að yfirlýsingu þa, er gefin hefir verið út um fund ráðherra Danmerkur, Noregs og' Svíþjóðar í Kanpmannahöfn ,sje ekki hægt að skilja á aðra lund en þá, að þátttaka Noregs og Danmerkur í væntanlegu Norður-Atlantshafsbandalagi sje tryggð. Gátu ckki fallist á *• tillögu Svía. Þeir draga eftirfarandi álykt- anir af fyrrnefndri yfirlýsingu: Að í fyrsta lagi hafi Noregur og Danmörk ekki getað fallist á tillögur Svíþjóðar um nor- rænt varnarbandalag, en á Carl stad-fundinum buðust Svíar til þess að tryggja þessum tveim- ur nágrannalöndum sínum hern aðarlega aðstoð, ef þau gerðust ekki aðilar að Norður-Atlants- hafssáttmála. Danir og Norðmcnn svari játandi, en Svíar neitandi. I öðru lagi, að sendiherrar Noregs og Danmerkur í Lond- on og Washington muni fá fyr- irskipanir um það á þrívelda- ráðstefnunni, sem hefjast á i Oslo 29. jan. n. k., að svara boði Bretlands og Bandaríkjanna um þátttöku í Norður-Atlantshafs- bandalagi játandi, en Svíar muni á hinn bóginn svara neit- andi. fastisíar og kommún- istar rekrsir London í gærkvöldi. CLEMENT ATTLEE, forsætis- ráðherra, skýrði neðri deild breska þingsins frá því í dag, að 11 starfsmönnum ýmissa stjórnardeilda hefði verið s'agt upp starfinu, vegna virkrar þátttöku í fjelagsskap fasista og kommúnista. Gyðingar íiuttir frá Cyprus Famaousta í gærkvöldi. SKIPIÐ Gálila, sem er eign Gyðinga, lagði í gær af stað á- leiðis til Haifa með 1500 af Gyð ingum þeim, er verið hafa i haldi á Cyprus. —-Búist er við, áð næstu tvær vikur vetði alls 11 þús. Gyðingar fluttir frá Cyprus til Palestínu. THLIÐ AÐ KOMMÚNISTAR TAKI NANKING INNAN 48 KLST. Rússar þjarma að Júoóslavíu Vínarborg í gærkvöldi. RÚSSAR hafa nú gefið Komin- form-löndunum fyrirskipanir um að minka verslunina við Júgóslavíu eins mikið og frek- ast er hægt. Útflutningur Rússa sjálfra til Júgóslavíu mun á ár- inu 1949 aðeins nema 1/8 af því, sem hann var 1948. Út- flutningur Póllands til Júgó- slavíu nemur á þessu ári aðeins Vi af því, sem hann var s.l. ár. Ungverjar hafa lýst því yf- ir, að verslunin milli Júgóslav- íu og Ungverjalands muni minka um alt að því helming á þessu ári. — í sama mund hefir verslunin milli Rússlands og hinna Kominform-landanna aukist til muna, og þá sjer í lagi á milli Búlgaríu og Rússlands. Júgóslavar hafa á hinn bóginn aukið mjög útflutning sinn til hinna vestrænu jpjóða. —Reuter. Sf|órnarherirnir veita encpa mótspyrnu lengur Vonasf effir friðarráðsðefnu í Shanghai sem fyrs! Shanghai í gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. EINKAFULLTRÚI Li Tsung-Jen, forseta Kína, ljet svo um- mælt hjer í Shanghai í kvöld, að öllum undirbúningi að friðar- samningum í Kína væri nú lokið og vopnahlje myndi fyrir- skipað þegar er viðræður myndu hefjast. „Kommúnistar eiga aðeins eftir að ákveða hvar og hvenær viðræður um frlð fara íram“, sagði fulltrúinn. — Hann taldi þó líklegt að væntanleg íriðarráðstefna kommúnista og fulltrúa Kuomintang yrði haldin hjer í Shanghai. — London í gærkv. NEFND sú, sem undanfarið hefir rannsakað, hvort ákærur sem fram hafa komið um mútu- þægni og svik opinberra starfs- manna breska ríkisins, hafi við rÖk að styðjast, hefir nú lýst því yfir, að fyrverandi aðstoð- John i Belcher, hafi þegið gjafir fyrir Vináttusamningur VARSJÁ — Forsætisráðherra Póllands, Josef Cyranklawicz og | ar_verslunarm41aráðh. utanríkisráðherrann, Zygmunt Modzelewski, fóru hjeðar. í dag áleiðis til Búkarest til þess að Það að ^era kaupsyslumonnum undirrita gagnkvæman vináttu- samning milli Rúmeníu og Pól- lands. ,,greiða“. — Belcher sagði af sjer í s.l. mánuði. —Reuter. Franska stjórnin vsÓurkennir Israel Viöurkenning Brefa kemur í fyrsfa lagi 29. jan. París í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. FRANSKA stjórnin tilkynnti í dag, að hún hefði viðurkennt Israelsríki, en ekki mun forml. gengið frá viðurkenningunni enn þá. — í tilkynningunni sagði, að Frakkar settu eftirfarandi skilyrði fyrir viðurkenningu sinni: í fyrsta lagi, að helgir stað- ir í Palestínu yrðu settir undir alþjóðastjórn og í öðru lagi, að Frökkum yrðu greiddar skaðabætur fyrir skemmdir þær er orðið hefðu á eignum Frakkiands í Palestínu í bardögum þar. Bretar ræða viðurkenningu. * Á fundi bresku stjórnarinnar í morgun, var rætt um viður- kenningu Breta á IsraeL En áð- ur en sú viðurkenning verður veitt, munu Bretar þurfa að taka eftirfarandi tii athugunar: Viðurkenningu frá Ástralíu, Nýja Sjálandi og hinum þjóð- unum í Vestur-Evrópu banda- laginu. Viðurkenningu Banda- ríkjanna á Transjórdaníu. Frið- arviðræður Egypta og Gyðinga á Rhodos. í fyrsta Iagi 29. jan. Bevin mun gefa nákvæma skýrslu um stefnu stjórnarinn- ar í Palestínumálinu í neðri deildinni n. k. miðvikudag. — Er ekki búist við formlegri við- urkenningu frá Bretum fyrr en í fyrsta lagi 29. janúar. „Hin kínverska Dunkerque“. Síðustu fregnir frá Nanking herma, að í dag hafi „hin kín- verska Dunkerque" hafist. —• IJerir stjórnarinnar eru nú al- gjöriega tvístraðir og veita enga mótspyrnu gegn hinni nýju sókn kommúnista í áttina til Nanking, en þeir erú nú að- eins fáeina kílómetra frá höfuð- borginni. — Um 100 þús her- menn taka þátt í þessari nýju sókn. Innan 48 kist. Um 60 km. fyrir norðan Nan- king eru hersveitir kommún- ista komnar að norðurbakka Yangtse-fljótsins, en það er sið asti áfanginn á leiðinni til höf- uðborgarinnar. Á öðrum stað hafa hersveitir þeirra tekið borgina Puchen aðeins 9 km. fyrir norðan Nanking. — í höf- uðborginni sjálfri búast ’menn við því að kommúnistar hafi tekið hana innan 48 klst. Gíf- urlegur flóttamannastraumur var þaðan og frá öllum nær- liggjandi borgum í dag. — freysfa samvlnn- una Búkarest í gærkvöldi. POLSK sendinefnd kom hingað tU Búkarest í dag og tók Ana Pauker og fleiri stórmenni á móti henni á brautarstöðinni. —• Sendinefnd þessi mun undirrita gagnkvæman vináttusáttmála milli Rúmeníu og Póllands. Morðingja ieitað RÓM — ítahka frjettastofan tih kynnti í kvöld, að lögreglan leit- aði nú að Mario Gubaru, 39 ára að aldri, sem myrti móðir sína, mágkonu, bróður sinn og sjö ára gamlan bróðurson sinn. Auk þess særði hann hættulega 2 frændur sína og eina frænku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.