Morgunblaðið - 25.01.1949, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.01.1949, Blaðsíða 12
12 MORGUÍSBLAÐIÐ Þriðjudagur 25. janúar 1949- Halldór Hansen Framh. af hls. 9. á jafnframt að vera bjartsýnn á úrræðin, lækningarnar. Hann á auk þess að vera glaðlyndur alvörumaður. Verð ur að taka öll störf sín með alvöru. Finna til hinnar miklu ábyrgðar, er fylgir öllum störf um hans, ráðleggingum, aðgerð um og leiðbeiningum. Og taka einlægan þátt í áhyggjum og líkamlegum þjáningum sjúkl- inga sinna. En hann verður jafnframt að vinna gegn því með glaðlyndi sínu að erfiðleikarnir eða skuggahliðar lífsins fái yfir- höndina hjá sjúklingum hans. Því þeir mega aldrei missa kjarkinn. Það getur orðið mikil á- reynsla fyrir lækna, sem altaf eru innan um hörmungar og dauða, að hafa sálarþrek til glaðlyndis. En slíkur eiginleiki verður hverjum lækni hið mesta vopn í baráttu hans gegn sj úkdómunum. Góður læknir þarf enn- fremur að vera athafnasamur afturhaldsmaður. Haan þarf, sem sje, að vera viljugur og viðbragðsfljótur. En missa aldrei af heilbrigðu afturhaldi í athöfnum sínum, rasa aldrei um ráð fram. Grípa , ldrei um of fram fyrir hendunáttúr- unnar, ef svo mætti að orði komast. Því þegar alit kemur til alls, er lífsstarfið . jálft eitt mikið kraftaverk. ★ Við Halldór spjölluðum um ýmislegt fleira, sem jeg kann að víkja að síðar. En þegar jeg sýndi á mjer fararsnið, sagði hann við mig: — Ekki veit jeg hvað þú kant að skrifa frá þessu samtali okkar. En um eitt verð jeg að biðja þig sjerstaklega. Að fara ekki að hæla mjtr. — Biddu fyrir þjer. Ekki skal jeg taka upp á þeirn fjanda, segi jeg þá. Og það loíorð verð jeg að sjálfsögðu að efna. Það væri sannarlega að bera í bakkafullan lækinn. því hvað yrði úr einni blaðagrein um það efni, í samanburði við öll verk Halldórs sjálfs, sem bor- ið hafa honum vitni í læknis- starfi hans í 33 ár. Hjer hafa lesendurnir sjeð, hvernig Halldór hefir hu.gsað sjer fyrirmyndar lækninn, hvaða hæfileikum o, mann- kostum hann eigi að vera bú- inn. En mörgum mun fara eins og mjer, að hafa ekki fyrirhitt | lækni sem betur uppfyllir þær kröfur allar en hann, þó hann hafi ekki sjálfur veitt því eft- irtekt. V. St. Fjöhnennar skíða- ferSir m helglna SKÍÐAFERÐIR voru fjölmenn- ar um helgina, enda nægur snjór og færi gott. Að Skíðaskálanum í Hveradöl um fóru sex stórir bílar með skíðafólk. en allmargir gistu í Skíðaskálanum á sunnudags- nótt. Er talið að 250-300 manns hafi verið á skíðum í Hveradöl- um á sunnudag. Bílfært var að Revkjafelli, en færð nokkuð þung, enda hef- ur ekkert verið gert til að halda Hellisheiðarvegi opnum og snjó ýtur, sem verið hafa á þeim vegi færðar til að halda Krísuvíkur- vegi opnum. Hefði þó ekki þurft mikla vinnu til að Hellisbeiðar jvegurinn yrði vel fær bifreið- ' um. . Ðráitarbraut fyrir skíðafólk. I Sú nýung var á sunnudag við Skíðaskálann, að skíðafólk gat jlátið draga sig langt upp í fiall og rent sjer síðan niður hlíð- ina. Þórir Jónsson skíðakappi og fleiri eiga þessa dráttar- braut. Þeir fengu leyfi Skíðafje lagsins til að koma þessari braut upp fyrir eigin reikning. Nota þcir kranabíl með vindu, en fjórir menn komast í streng inn í einni ferð. Festa þeir um sig belti. sem fest er við streng og eru þannig dregnir upp hlíð- ina. Dráttarbraut þessi var reynd í fyrra, en komst þá aldrei verulega í lag. En nú er hún ágæt. Farið frá tveimur stöðum í bænum. Stefán Björnsson, formaður Skíaðafielags Reykjavíkur, skýrði Morgunblaðinu frá því í gær, að framvegis yrði tek- inn upp sá siður. að bifreiðar, sem flytja skíðafólk, færu frá tveimur stöðum í bænum. Fer annar hópurinn frá Austurvelli en hinn frá Litlu bílastöðinni. Austurbæingar munu fagna þessari sjálfsögðu nýung, því það var mjög óþægilegt fyrir þá, sem búa austarlega í bæn- um að þurfa að fara vestur að. Austurvelli til að ná í bílana, sem fluttu skíðafólk austur. Minningarorð Jón Pálsson frá Haukadal. 1 GÆR var til moldar bormn á ■ Þingeyri í Dýrafirði, Jón Pálsson. Hann andaðist á heirrili sinu, Haukadal í Þingeyrarhreppi 15. þ.m. Jón var fæddur á Skálará i Dýra firði. Foreldrar h.ans voru Páll Jóns- son og Andrea Andrjesdótúr, systir þeirra skipstjóranna Kristjáns í Meðal dal og Eggerts á Skálará, Andrjes- sona. Var hún mesta ágætiskona, dáin fyrir mörgum árum. Þegar i æsku flnttist Jón með foreldrum sinum að Haukadal og átti þar heimili siðan. Eftir fermingaraldur var Jón i tvo vetur á hjeraðsskólanum :,ð Niipi, en stundaði sjómennsku á sumrum, bæði á þilskipum og vjelbá'um. Jón var á Stýrimannaskólanum ’ Reykja vik í tvo vetur; lauk hann þaðan far mannaprófi m.eð góðum vitnisburði árið 1921. Um það leyti var Jón á V'faskipinu Hermóði með Guðmundi Kristjáns- ! syni skipstjóra og kennara, frænda ( sínum, en þeir voru systrasynir. Sið an var hann á línuveiðurum nokkur ár en síðast mörg ár á vjelbátnum Sæhrimnir frá Þingeyri sem stýri- i maður og stundum skipstjóri ef með ' þurfd. Þannig sigldi Jón á honum, sem stýrimaður öll striðsárin með fisk til Bretlands. Var hann á því skipi þar til fyrir rúmu ári, að hann varð að hætta því, sökum veikinda þeirra er nú hafa orðið honum að fjörtjóni. Fyrsta nóvember árið 1925 kvænt ist Jón eftirlifandi konu sir.ui, Matt hildi Kristjánsdóttir frá Þingeyri, myndar- og dugnaðarkonu. \rar hjóna , band þeirra mjög farsællt. Reyndist hún manni sínum með ágætum í hinum þungu veikindum lians, enda . hafði hún oft áður dáðst að um- hyggju hans og ástríki við sig í veik indum hennar, en hún átd oft við vanheilsu að bua. Þau hjónin eign uðust 4 börn, son nú 23 ára, og 3 dætur, sú yngsta 13 ára. Var hann þcim umhyggjusamur og ástrikur faðir. Jón Pálsson var stór maður og karlmannlegur, vcl greind j ur lagvirkur, hljedrægur og fáskift j inn, seinn til vináttu, en Hnfastur. | Gat hann oft verið mjög glaður í j vinahópi og hjálpfús svo a* af bar. , Vildi greiða úr hverjum vanda eftir mætti. Kom þetta gleggst i ljós ef veikindi eða aðra erfiðleika bar að höndum hjá nágrönnum hans, þá var hann ætíð fyrsti maður til að bjóða aðstoð sína. Vissi jeg jefnvel til að hann bauðst til og vakti yfir sjúklingum i heimahúsum. Sýnir þetta hið hlýja hjartalag hans og mannkosti. Veit jeg að Jóns verður saknað af mörgum, bæði heima i hjeiaði hans og annarsstaðar, auk vina hans og vandamanna. Hlýr hugur og fvrir- bænir munu að verðleikum fylgja honum við burtför hans lr.eðan úr heimi. Sárast er hans þó saknað af elsk- andi eiginkonu, bömum, öldruðum föður, systkinum, frændum og vensla fólki, sem allt minnist hans með inni legri þökk fyrir liðnar samveru- stundir. Um leið og jeg votta þeim öllum dýpstu samúð mina og ljölskyldu minnar, bið jeg Guð að blessa þeim minningamar um ástríkan vin, en honum heimförina til æðra iifs. Veit jeg að undir þá ósk taka margir. Ií. K. - í frásögur færandi. (Framh. al bls. 2) piltar geti dvalið undir eftir- liti sjerfræðinga. Á biðbeim- ilinu við Elliðavatn er að vísu rúm fyrir örfáa unglinga, en það er hvergi nærri í samræmi við þær lágmarkskröfur, sem gera verður til slíkra heimila. í skýrslu um störf Barna- verndarnefndar Reykjavíkur ár ið 1946 er meðal annars kom- ist svo að orði: ,,Nú þegar þarf því að hefj- ast handa um þær aðgerðir, sem gera barnaverndarnefnd- um kleift að koma brotlegum ungmennum burt úr umhverfi sínu og skapa þeim annað, sem fær breytt viðhorfi þeirra tii lífsins og beinir orku þeirra og áhuga inn á nýjar brautir. Þær aðgerðir geta aðeins verið á einn veg, þ. e. að stofna upp- eldishæli fyrir þessi ungmenni. Þangað til slík heimili eru kom in upp, hlýtur það starf barna- verndarnefna, a. m. k. hjer í Reykjavík, sem að því lýtur að bjarga unglingunum af afbrota brautinni, að vera kák eitt og fálm“. Er þetta „kák og fálm“ ekki nokkuð dýrt spaug, þegar litið er á sögu sumra þeirra ungl- inga, sem síðan þessi skýrsla var samin, hafa komist undir hendur lögreglunnar? Sjö ára afbrotasaga Nonna litla talar þar sínu móli? — G. J. Á. Aðalfundur f J£ju" IÐJA fjelagsverksmiðjufólks hjelt aðalfund sinn 24. þ. m. Stjórn fjelagsins var öll endur kjörin mótatkvæðalaust, en hana skipa: Pjetur Lárusson, formaður, Arngrímur Ingi- mundarson varaform., Halldór Pjetursson ritari og Guðlaug Vilhjálmsdóttir gjaldkeri. — Trúnaðarmannaráð var einnig endurkjörið og það skipa Helgi Ólafsson, Halldór Ii. Snæ- hólm, Sigurbjörn Knudsen og Fanney Vilhjálmsdóttir. Fund- urinn samþykti nokkrar tillög- ur. Sumar til að þóknast kom- múnistum. loSikrar faækur sem eru uppseldar í bókaversl- unum, en hafa nú komið utan af landi: Af jörðu ertu kominn, skáld- saga eftir Óskar Magnússon frá Tungunesi, 3,00. Arfur, skáldsaga eftir Ragn- heiði Jónsdóttur, 7,50. Bókin um litla bróður, eftir Gustaf af Geijerstam, 9,00 í góðu bandi. Clunny Brown, þýdd skáld- saga, 12,50. Dýrin tala, dýrasögur með myndum. 8,00. Jeg ýti úr vör, ljóðabók ftir Bjarna M. Gíslason (aðeins örfá eintök eftir), 4,50. Einstæðingar, saga eftir Guð- laugu Benediktsdóttur, 2,50. Florence Nightingale æfisaga, 30,00. Frekjan, ferðasaga á smábát yfir Atlantshaf, eftir Gísla Jónsson, alþingismann, 10,00. Gráa slæðan, þýdd skáldsaga, 8,00. Jón Þorleifsson, myndir af listaverkum hans, 15,00. Kristur í oss. Ókunnur höfund ur, 10,00. Ljóðniæli, eftir dr. Björgu C. Þorláksson, 6,00. Manfred eftir Byron, þýðing Matth. Jochumsonar, 10,00. Sindbað vorra tíma, sjóferða- saga, viðburðarík og skemti leg, 20,00. Skíðaslóðir, ferðasaga, Norð- mannsins Sigmundar Ruud, er hann fór á skíðamót víða um lönd, 7,00. Vonir, skáldsaga eftir Ármann Kr. Einarsson, 2,00. Vor á nesinu, skáldsaga eftir Jens heitinn Benediktsson, blaðamann, 3,00. Wassel læknir, skáldsaga, 12,00. Af mörgum þessum bókum eru aðeins örfá eintök eftir og verða seld næstu daga í iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiH : 2 : z j LAND UNDIR SUMAR-1 BÚSTAÐ VIÐ ÞING- I VALLAVATN j óskast til kaups, leigu eða | gegn skiftum á landi á | fögrum stað í nágrenni | Reykjavíkur.. — Tilboð ; merkt ,,Land—650“, — | sendist Morgunblaðinu. | iiul1iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiir'""ii"""iiiiiiii íbúð til sðlu 2 stofur, eldhús, bað og = geymsla í Laugarhverf- f inu, til sölu nú þegar. — f Uppl. kl. 5—6 e. h. Ragnar Jónsson hrl. H 11i 7752. . | lll•ll•■l■"l"l"ll""""■"l""••"""•""•"•"•"""•"•l"t 111M11111ii1111 ■ i ■ i ■ Þt i-cijr x ctAxxcixiixÍAd Ug Uiigat mi / hennar sex þramma út úr trjá- bolnum. Þefdýrin eru alþekkt iivoivva, stin cí ívu anustyggi-^ Mooirin nnnur, að árás er í leg lykt af, að engin skepnaTaðsígi og býst til að verja sig þolir að vera í nánd. Þetta notaTog snía. fyrir að gota spýtt frá sjer kirt- þau sjer tif varnar. Greifinginn nálgast sífellt og er í vígahug. Og þefdýrin eru viðbúin. Áfgreíðslusíúlka ] óskast nú þegar. Uppl. á I B = | Smurðsbrauðsbarnum = f Lækjargötu 6B. — Sími 1 80 340. 1 ■iliiiiiimniiimiiiiMiiiiniiiHtiiiiutiiiiiiiiiiiiiiimiiiH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.