Morgunblaðið - 25.01.1949, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.01.1949, Blaðsíða 8
8 tIORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 25. janúar 1949- Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj. Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.). Frjettaritstjóri ívar Guðmundssor Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1G00. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlandt, kr. 15.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Vildu algera styrjald- arþátttöku íslands ALDREI HEFUR nokkur stjórnmálaflokkur á íslandi orð- ið ber að öðru eins falsi og yfirdrepsskap og kommúnista- ilokkurinn í umræðunum um hlutleysi íslands undanfarna mánuði. Þessi flokkur hefur snúist eins og snarsnælda í af- stöðu sinni til utanríkismála þjóðarinnar eftir því, hvaða fyrirskipanir hann hefur fengið frá hinum rússnesku hús- bændum sínum. Ef einhver efast um að þessu sje þannig farið, þarf hann ekki annað en að fletta upp í blaði kommúnista, Þjóðvilj- anum og kynna sjer þar, hver afstaða þeirra var til hlut- leysismálanna. í Þjóðviljanum þann 25. apríl 1945 stóð t. d. þessi setning: „Þeir, (þ. e. sósíalistar), vildu láta viðurkenna, að þjóð- in sje raunverulega í stríði, og hafi háð það og vilji heyja það með hverjum þeim tækjum, sem hún ræður yfir, að hún hafi ekki verið og vilji ekki vera hlutlaus“. Þegar þessi orð voru skrifuð í Þjóðviljann stóðu fyrir dyr- um umræður um það, hvort ísland ætti að segja tveimur stórveldum stríð á hendur. Allir íslenskir stjómmálaflokk- ar, að kommúnistum undanteknum, töldu fráleitt að íslend- ingar færa að lýsa yfir styrjöld á hendur öðrum þjóðum, enda þótt þeir styddu málstað andstæðinga þeirra stórvelda, sem um var að ræða. Niðurstaðan varð einnig sú að ísland lýsti ekki yfir styrjöld ggen Þjóðverjum og Japönum. En kommúnistar voru á annari skoðun. Þeir vildu að ís- lenska þjóðin segði þessum stórveldum stríð á hendur og byrjuðu þátttöku í styrjöldinni „með hverjum þeim tækj- um, sem hún ræður yfir“, eins og Þjóðviljinn orðaði það. Hvað þýðir þessi yfirlýsing kommúnistablaðsins? Hún þýðir það að kommúnistar vildu að íslendingar vopn- uðust, stofnuðu her og sendu íslenska æskumenn til vígvall- anna til þess að berjast þar. Það er ekki hægt að skilja þessi skýlausu ummæli Þjóð- viljans um að íslenska þjóðin eigi að heyja styrjöld „með hverjum þeim tækjum, sem hún ræður yfir“ öðru vísi en svo, en að þeir hafi viljað þetta. En jafnhliða því að vilja það að íslendingar lýstu yfir styrjöld, lýstu kommúnistar öðru yfir. Því, að íslenska þjóðin , hafi ekki verið og vilji ekki vera hlutlaus“. Er hægt að lýsa andúð á hlutleysisstefnunni greinilegar yf- ir en þetta. — En þetta var árið 1945. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar á íslandi. Nú þykjast kommúnistar í þessu landi vera höfuðvernd- arar íslensks sjálfstæðis og öryggis fólksins. Nú segja þeir að allir þeir, sem ekki trúa á vernd og skjól hlutleysisstefn- unnar sjeu svikarar og vilji selja landið. Það er ekki hægt að kalla þá menn annað en einfeldninga, sem trúa því, að fylgi kommúnista við hlutleysið nú sje annað en óskamm- feilin tilraun til blekkingar. Á þessu verður íslenska þjóðin að átta sig. Hitt er svo allt annað mál, að það er engan veginn nóg að íslendingar geri sjer það Ijóst, að engin vernd og ekkert öryggi sje í hlutleysinu. Einhver ný úrræði verða að koma í stað þess. Og það er það, sem hefur verið rætt undanfarna mánuði í landinu. En það hefur aðeins verið rætt. Ekkert liefur verið gert. Engir samningar hafa verið gerðir um sam- vinnu íslands við önnur lönd um öryggismál þess. Þjóðin veit allt um það, hvernig þessi mál standa. Hún hefur einsk- is verið dulin og mun einskis verða dulin. En á meðan hún bíður átekta reyna stríðsæsingamennirnir frá vorinu og sumrinu 1945 að villa henni sín, ljúga hana fulla um það að verið sje að semja af henni frelsi og landsrjettindi. íslendingar treysta ekki þessum mönnum. Þeir trúa þeim ekki heldur. Þeir hvorki trúa hje treysta mönnuni, sem hafa lýst því yfir að þeir vildu senda íslenska æskumenn á vígvelli og heyja styrjöld „með hverjum þeim tækjum er húrí ræður yfir“. Þéírrí íreystir ekki einn einasti sannur ís- lenðingur. UR DAGLEGA LIFINU Óþarfa hnýsni ÞAÐ hefur nokkrum sinnum komið fyrir, að menn hafa kvartað undan því, að einka- brjef þeirra hafi verið rifin upp og í þau- skoðuð. Um tíma voru uppi svo háværar raddir um þetta, að jeg sneri mjer til póstmeistarans í Reykjavík, Sigurðar Baldvinssonar, og spurði hann hvort nokkuð væri hæft i því, að einkabrjef manna væru skoðuð í póstin- um. Póstmeistari fullyrti, að það væri ekki gert og sagði, að póststjóyninni væri svo umhug að að , menn treystu póst- þjónustunni, að ekki kæmi til mála, að nokkurskonar ritskoð un yrði tekin upp, nema þá samkvæmt lögum. Var þetta mál því látið liggja kyrt og ekki minnst á það opinberlega. • Nýar upplýsingar EN nú fyrir nokkrum dögum bar maður sig upp í þessum dálkum yfir því, að tolleftir- litsmenn hefðu rifið upp brjef hans, sem var aðeins 20 gr. að þyngd. Það gefur auga leið, að ekki gat falist mikið af toll- skyldum vörum í þeim þunga. En þessar upplýsingar hafa vakið athygli og orðið til þess að fleiri hafa kvartað. Það er ekki vitað, að embættismenn hafi neina heimild til að rit- skoða eða opna einkabrjef manna og meira að segja vildi Alþingi ekki veita slíka heim- ild, þegar farið var fram á hana í fyrra. Ekki hjá póstþjónustunni VEGNA athugasemdar, sem hjer var birt í vikunni sem leið, hefur Sigurður Baldvins- son póstmeistari, beðið þess getið, að póstmenn opni ekki brjef. En hinsvegar sje maður frá tolleftirlitinu viðstaddur þegar póstur kemur frá útlönd um og geti hann ákveðið upp á sitt eindæmi, hvaða brjef hann tekur með sjer -til „nán- ari athugunar“. • Óþolandi óhæfa HINGAÐ til hefur verið órjúf- andi helgi á einkabrjefum og það er óþekt fyrirbrigði hjá lýðræðisþjóð að á fiðartímum sjeu einkabrjef manna opnuð og þau skoðuð. Enda er það fráleitt, að um smygl geti verið að ræða í einföldum sendibrjef um. En þar getur verið sagt frá einkamálum, sem menn kæra sig ekki um, að aðrir sjeu að hnýsast í og það er óþolandi óhæfa, að þetta skuli vera gert. Tolleftirlitið getur gert skyldu sína og forðað smygli á annan hátt, en þenna. Og það minnsta, sem krefjast verður af tolleftirlitinu, er, að í hvert sinn, sem það telur sig þurfa að sjá innan í einkabrjef, þá sje það ekki gert, nema að undangegnum úrskurði og í viðurvist viðtakanda brjefsins. • Von til að rætist úr fiskleysinu ÞAÐ hefur verið frekar lítið um nýjan fisk hjer í bænum í vetur, en fólk sækist eftir ný- metinu þegar það fæst. Skortur á nýjum fiski í vetur hefir hingað til stafað af því, að gæftir hafa verið stirðar og ennfremur um tíma af óviss- unni um bátaútgerð • hjer við Faxaflóa. En_ nú eru bátar yfirleitt byrjaðir að róa og ætti þá ekki að líða á löngu þar til nóg verð ur af nýum fiski og menn þurfa ekki að troðast í fisk- búðir fyrir allar aldir í von um roð í soðið, eins og undan- farið hefur verið venja. Steingrímur Magnússon, fisk sali, sagði mjer í gærmorgun, að hann ætti von á því, að fá nógan fisk á vertíðinni handa sínum viðskiptamönnum. Hættum afstýrt DAGINN, sem jeg minnti á klakann, sem safnast fyrir á þakrennunum, sá jeg að slökkvi liðsbíll með stórum stiga fór um götur borgarinnar og slökkviliðsmaður braut klaka af þakrennum húsa, meðal ann ars í Austurstræti. An efa hefur þessi ráðstöfun forðað slysum, eða að minnsta kosti var komið í veg fyrir hættu. Nú er mjer ekki kunn- ugt hvort slökkviliðið hefur að- stöðu til að stunda slíkt starf, en það væri gott, ef svo væri. Hinsvegar geta liúsráðendur sjálfir brotið klaka af þakrenn um sínum með lítilli fyrir- höfn. Þarf sumstaðar ekki ann að en opna glugga á efstu hæð og .brjóta klakan með kúst- skafti eða hamri. Þá aðferð hefði mátt hafa við að minsta kosti eitt hús, þar sem slökkvi liðsstigi var reistur með tals- verðri fyrirhöfn. • Skól fyrir norrænni samvinnu OG að lokum vil jeg leyfa mjer að biðja menn að lyfta glösum sínum og skála fyrir norrænni samvinnu. Eitt af stærstu frímerkjafyr ' irtækjum Svíþjóðar hefur ný- lega gefið út skrautlega bók, sem heitir Norðurlandafrí- merki. í bók þessari er íslands ekki getið með einu orði, eða birt mynd af einu einasta frí- merki frá íslandi. Skál fyrir norrænni sam- vinnu!!! Langstærsta frímerkjafyrir- tæki Danmerkur hefur fyrir skömmu látið prenta skraut- lega bók, sem heitir Sjerlisti yfir frímerki Norðurlandanna. Þar er Grænlandi helgaður sjerstakur dálkur ásamt öðr- um „Norðurlöndum“ — að ís- landi einu undanteknu. Skál fyrir norrænni sam- vinnu!!! ........ — .M«immiii<mmiiiniiiini»i» mimiM I MEÐAL ANNARA ORDA . ._____________________________________________ Góður hagur bænda i Bandaríhjunum Eftir William Hardcastle, frjettaritara Reuters. WASHINGTON: — Ýmsir hlógu heldur kuldalega, þegar Truman forseti rjeðist á „fjár- glæframennina í Wall Street“ á fundi, sem hann efndi til í Iowa skömmu fyrir forseta- kosningarnar. Hláturinn átti rót sína að rekja til þeirrar staðreyndar, að bændurnir, sem sóttu þennan fund og hlýddu á ummæli Trumans um „auðkýfingana“ í Wall Sti'eet, komu margir hýerjir til fundarins í splúnkunýjum einkabílum og jafnvel einka- flugvjelum. Þeir, sem hæst hlógu, vildu halda því fram, að það væru bændurnir en ekki Wall Street menn, sem mest hefðu hagnast á núverandi velmeg- un í Bandaríkjunum, og að öll slagorð um „fjárglæframenn“ og „auðkýfinga11 mundu hafa lítil áhrif á þessa efnuðu bænd ur, sem hlustuðu á ræðu for- setans í Iowa. • • BÆNDUR STUDDU TRUMAN ATBURÐIRNIR, sem síðan hafa orðið, hafa hinsvegar sýnt það, að Truman fór ekki neinar villigötur. Við forseta- kosningarnar kom það ótví- rætt í ljós, að það var fyrst og fremst stuðningi bændanna að þakka, að Truman náði kosn- ingu. Enginn efast um, að hagur bandarískra bænda sje um þessar mundir með miklum blóma. En í kosningunum komust þeir sýnilega að þeirri niðurstöðu, að þeir gætu ekki minna gert en ljeð þeirri stjórn fylgi sitt, sem farið hefur með völdin á mestu velsældarárum þeirra. Allt bendir til þess, að bænd urnir muni enn eiga eftir að hagnast í ár, og að lítil hætta sje á því, að sömu erfiðleika- árin og verst ljeku bændurna eftir 1930, eigi eftir að endur- taka sig í náinni framtíð. • • GÓÐ UPPSKERA BANDARÍKJASTJÓRN mun halda áfram að styðja núver- andi verðlag landbúnaðaraf- urða. Áætlað er, að uppskeran í ár eigi að geta orðið einhver hin mesta í sögu Bandaríkj- anna, enda eru enn nógir er- lendir kaupendur, ekki hvað síst vegna Marshalláætlunar- innar. Bændurnir, sem komu i einkabílum og einkaflugvjel- um til þess að hlýða á ræðu Trumans forseta í Iowa, eru þó ef til vill ekki einkennandi fyrir bandarísku bændastjett- ina almennt. Samkvæmt opin- berum skýrslum frá landbún- aðarráðuneyti Bandaríkjanna, hafa bændur, sem einkum leggja stund á hveitifram- leiðslu, að meðaltali um 600 ekrur undir höndum. Meðal nettotekjur bóndans er um 11, 350 dollarar á ári en það hlýt- ur að teljast góðar millistjett- artekjur í Bandaríkjunum. En þetta er mörgum sinnum meira en þessir sömu bændur fengu í árstekjur fyrir stríð. • • MIKLAR TEKJUR SAMKVÆMT bráðabirgðaá- ætlun landbúnaðarráðuneytis- ins, námu brúttótekjur banda- rískra bænda s.l. ár um 34,600, 000,000 dollurum. Kostnaður varð um 18,100,000,000 dollar- ar, svo nettotekjurnar námu um 16,500,000,000 dollurum. Þrátt fyrir mikla framleiðslu, Framh. á bls. 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.