Morgunblaðið - 25.01.1949, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.01.1949, Blaðsíða 10
10 ntORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 25. janúar 1949- Kára Sigurjónssonar minst á Alþingi VÍÐ SETNINGU Alþingis á föstudag minntist Jón Pálma- son forseti S. Þ. Kára Sigur- jónssonar með eftirfarandi orö- um: Um leið og þingið tekur nú aftur til starfa, vil jeg minnast nokkrum orðum fyrrv. alþingis manns, sem fregn barst um 1 gærkvöldi, að látist hefði í fyrri nótt á 74. aldursári, Kára Sig- urjónssonar, bónda á Hallbjarn arstöðum á Tjörnesi í Suður- Þingeyjarsýslu. Kári Sigurjónsson fæddist a Kvíslarhóli á Tjörnesi 2. mars 1875, sonur Sigurjóns Halldórs- sonar bónda þar og konu hans, Dórotheu Jensdóttur bánda á Ingjaldsstöðum í Bárðardal Nikulássonar Buchs. — Hann reisti bú á Hallbjarnarstöðum a Tjörnesi 1904 og bjó þar til dauðadags, en stundaði jafn- framt bókbandsiðn, er hann lærði á æskuárunum. Þótt hann væri maður óframgjarn og hóg- látur, var snemma tekið eftir greind hans og gjörhygli, og kómst hann ekki hjá því að taka sjer ýmis trúnaðarstörf í hjeraði og þótti leysa t>au öll vel og farsællega af hendi. enda var hann sjerstakt snyrtimenm í öllum störfum, samvinnuþýð- ur og manna prúðastur i fram- göngu og viðskiptum við aðra menn. Af störfum þeim, er hann gegndi í almenningsþarí- ir, má nefna, að hann var sýslu- nefndarmaður frá 1912 cg hreppstjóri frá 1924. Þegar Tjörneshreppi var skipt fra Reykjahreppi. Hann sat á einu þingi, aukaþingi 1933, sern landskjörinn þingmaður, og átti sæti í milliþinganefnd í launa- niálum 1934. Kári Sigurjónsson var marg- fróður og víðlesinn, þótt sjalf- menntaður væri, og lærði er- lend tungumál af eigiti ram- leik. Einkum var hann vel að sjer í jarðfræði. í landi jarðar hans er Hallbjarnarstaðakamb- ur með hinum alkunnu surtar- brandslögum. Orð er á bví gert, hve vel hann var að sjer um allt, er að þessari jarðmyndun laut, og urðu bæði innlendir og útlendir jarðfræðingar, er komu að skoða jarðlögin, l'urðu lostn- ir yfir þekkingu þeirri, rr bónd inn á jörðinni hafði til að bera í þessum efnum, og fræðslu þeirri og leiðbeiningum, er hann gat veitt þeim í rann- sóknum þeirra. Jeg vil bíðja háttvirta þing- menn að votta minningu þessa merkilega bónda og sæmdar- manns virðingu sína með því að rísa úr sætum. Verkfall RÓM — Starfsmenn v'ð gas- stöðvar allra stærstu borga Ítalíu munu hefja verkfall á miðnætti í nótt, ef samningar takast ekki við atvinnurekendur fyrir þann tíma. RllfÍMIIIIIIIIflllllMmilllllllllÍllllflfllllllMIMIII i *< I c Til sölu í : (.6 skotð Oiffii! | 'ásamt 1000 skotum, verð | kr. 500,00. Upplýsingar í síma 81 089. I iaimiiniiiiMiu:a AF SJÓNAVHÓLI SVEITAMANNS ÁRIÐ 1948 verður tæplega talið til merkisára í íslands sögu. Á því gerðust engir við- burðir, sem marka tímamót eða valda þáttaskiftum í atburða- rás sögunnar. Árið var ár skömmtunar og hafta, ár vöru- skorts og peningaflóðs það, mætti jafnvel segja að á árinu hafi fólki fundist það skorta j flest nema peningana. Sannast með því, það sem raunar öllum ætti að liggja í augum uppi, að kaupgjald og' afurðaverð er ekki nema önnur hliðin á af- komu framleiðenda og launa- manna. Árið var líka ár síldar- leysis, ár mikilla vonbrigða í sambandi við síldarvertíðina fyrir Norðurlandi, sem menn hjeidu almennt að ekki gæti brugðist nema þr.jú ár í röð. En svona fór það; sumarsíldin lík- lega sú minsta, sem veiðst hef- ur undanfarin 4 ár. En trúm a síldina er mikil og almenn. Það sýnir allur sá viðbúnaður, sem hafður er til að taka á móti henni þegar henni þóknast að koma. ---o---- ÚTFLUTNINGSVERÐMÆTI sjávaraflans mun hafa verið meira s. 1. ár heldur en nokkru sinni áður. Var þá að koma í Ijós árangurinn af nýsköpunar- stefnu rikisstjórnarinna: á ár- unum 1944—1946. Verðu.r það seint að fullu metið, hve heppi lega tókst til um kaup á ýms- um atvinnutækjum og nauð- synlegum vjelum og efni til uppbyggingar atvinnuvcgunum strax í stríðslokin. Þrátt fyrir þetta stendur rekstur útgerðar- innar yfirleitt mjög höllum fæti. Getur þá hver maður sjeð : j Vanti ykkur að fá málað 1 1—2 íbúðir, þá hringið í j síma 7424 eftir kl. 5. — Efni fyrir hendi. MMIIMMIIItlllllMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIII **III<IIIIIIIIIIII«IIIM|«1|IIMMMIIIIMIIIIIIIMIIIIIIIII : 1 Ný, ensk þvottavjel til | sölu. Tilboð sendist blað | inu merkt „Ný þvottavél —649“. 'uHiiiiuiinminfliiiiMMmiiiMiiiiiiuimrcniinmimiv ^•■KuucuumuiiiMiiiiaiiiiiuBMiiiim|0Siim>mMnani | 6 : Í Stúlka óskar eftir | Herbergi [ i lítilsháttar húshjálp kem = : ur til greina. Tilboð — j | merkt „Norðurmýri— ; i 647“, sendist afgr. Mbl. | fyrir 30. þ. m. v jMiMMiiiaiiiMiiiMinrmmMSMiiiniiiiiiiMiMiMninfnraw ■ milllMIIIIIIIIIMIIIIMIIIIIIMIMIIIIIIMIIMIIIMIIIIIIIIIIIiril Annast KAUP OG SÖLU FASTEIGNA Ragnar Jónsson i hæstarjettarlögmaður i i Laugavegi 8. — Sími 7752 i ! Viðtalstími vegna fast- = i eignasölu kl. 5—6 daglega i '|IIHHIIIIIIIIIIIIIHMMIIMIIIIIHIIIII|llll'lllllllllllllMIIIII. í hve miklum rústum þessi at- vinnuvegur væri, ef nýsköpun- artækjanna hefði ekki notið við. Svo hefur jafnan verið að heyra í byrjun hvorrar vertíð- ar undanfarin misseri, að nú væri stöðvun útgerðarinnar al- veg yfirvofandi — óhjákvæmi- leg. Ekki breyttist þetta neitt til batnaðar, þótt Framsókn kæmist í ríkisstjórnina með ,.bjargráðin“ sín. Aldrei hefir það að dómi útgerðarmanna lit- ið svartara út en nú í vertíð- arbyrjun, og það þrátt fyrir víðtækar og öflugar ráðstafanir ríkisstjórnarinnar til að hjálpa útvegsmönnum að mæta rekst- urshalla. En hvernig sem út- litið er og hvaða ráð sem tek- in verða, hljóta þó skipin að fara af stað. Allt er betra en að láta þau liggja og verða af þeim verðmætum, sem þau geta flutt á land. Þau eru jafn mikil í sjálfu sjer hvort sem fram- leiðslukostnaður er mikill eða lítill. ----o---- SJE LITIÐ yfir landbúnað- inn 1948 fer ekki hjá því að manni virðist rekstur hans hljóta að hafa verið hagstæð- ari heldur en þeirra, sem stund uðu atvinnu sína við sjóinn. Á útlíðandi vetri 1947—48 voru að vísu hörkur og jarðbönn víða um land, en það var þó helst í þeim landshlutum, þar sem sumarið áður hafði verið eink- ar hagstætt til heyskapar, svo að alt bjargaðist vel af. Vorið var gott og f jenaðarhöld í besta lagi eins og afurðamagnið sýndi í sláturtíðinni í haust. Grassprettan varð í meðallagi og meira en það þrátt fyrir á- burðarskortinn. Þegar svo það við bættist, að heyskapartíð á slættinum reyndist einmuna góð yfirleitt um land allt, þót.t endaslepp yrði hún á Norð- Austurlandi, má fullyrða að fóðurbirgðir bænda hafi á s. 1. hausti verið bæði miklar og góð ar. Verðlag á landbúnaðaraf- urðum var hátt eins og undan- farin ár og þótt tilkostnaður hafi farið vaxandi mun hagur bænda síst hafa versnað á ár- inu. En ekki rnun sá gróði hafa safnast í handraðann. Margir hafa ráðist í dýrar framkvæmd- ir, byggingar íbúðar- og pen- ingshúsa, landþurkun og ann- an ræktunarundirbúning. En allt hefur það gengið seinna en framfaravilji og framkvæmda- hugur bænda hefur staðið til. Víða hafa framkvæmdir strand að á efnisskorti og fólkseklu. En þótt óhjákvæmilegur drátt- ur verði nú á ýmsu því, sem bændur vilja koma í verk en engin hætta á að þeir leggi hend ur í skaut, heldur er „hitt víst, að áfram, áfram miðar“. Og bændastjettin hefur þeg- ar sýnt að hún vill verja efnum sínum og orku sinni fyrst og fremst til þess að gera sveit- irnar byggilegar bæði hvað snertir skilyrði til framleiðsl- unnar og aðbúnað fólksins, sem að henni vinnur. ----o---- EKKI LIGGJA enn fyrir nein ar skýrslur um framleiðslu- magn sveitanna árið 1948. — Þeirra er nú heldur aldrei von fyr en með seinni skipunum. En víst er um það að fram- leíðslan hefur ekki minkað, heldur aukist. Er líklegt að sú aukning hafi orðið svipuð og árið áður. Þá óx mjólkurmagn mjólkurbúanna um rúml. 2,2 milj. lítra og kjgtmagnið í slát- urhúsunum óx um tæpl. 320 tonn. Aukning á annari fram- leiðslu mun hafa verið eftir þessu. Ókunnugir kynnu að halda að þessi framleiðsluaukn- ing stafaði af því að fleiri ynnu að henni en áður. En því fer víðs fjarri. Það er á allra vit- orði, að altaf sígur á ógæfuhlið í okkar landi, — fólkinu ; sveit- unum fækkar. Árið 1947 fækk aði því um 616 manns eða 1,5%. í ársbyrjun 1948 var fólk ið í sveitum og þorpum (inn- an við 300 íbúa) 41538. Sjálf- sagt hefur þessi tala farið nið- ur fyrir 41 þús. árið sem leið. Það getur hver og einn litast um í sinni sveit. Þar sjer hann mörg auð rúm og óskipuð. — Fóikið er farið — farið til Reykjavíkur. ------o------ HVAÐ LENGI getur þetta öfugstreymi staðið? Því getum við ekki svarað. Einhver tak- mörk hlýtur það samt að hafa. Ekki verður sú stöðvun þó á þessu ári, sem nú er hafið. Þeir munu ófáir í sveitunum, sem hafa hug á því að láta þetta ár ekki líða svo til enda, að þeir hafi ekki breytt um stað- festu — flutt sig úr sveitinni til sjávarsíðunnar. Og sjálfsagt verða það margir, sem standa við þau áform sín. Enn mun fsgkka liðsaflinn við sveita- störfin og þeim sem eftir verða finnst þar „allt auðara, allt snauðara", sem von er að. En þeir munu sækja fram, hjer eít ir sem hingað til í öruggri vissu um það, að þeir sjeu að vinna heilbrigt starf og gagnlegt fyr- ir alla þjóðina og að heilbrigði, menning og sjálfstæði þjóðar- innar er í veði, ef þeir ekki halda velli á þessum vettvangi. Sveitafólkið sýnir trú sína á landið í verkum sinum. Megi því verða að þeirri trú sinni á þessu nýja ári. ~ Meða» annara orða F'ram.h. af blx * er áætlað að tekjur bænda í ár verði heldur minni en 1948, en varla kemur það til með að nema miklu, svo vænta má, að þetta verði mjög gott ár fyrir bændurna, ekki síst þegar það er borið saman við tekjur þeirra fyrir styrjöldina. •miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii s £ | Rafha-eldavjel | ! til sölu á Leifsgötu 21, I. { ! hæð til vinstri, frá kl. 1 5 e. h. I : <11)111111 IIIMrMIMMtlllllillllllllflflMIIIIIMIIIMIIfMMMMMt 7 «NfiiiMMiMMitmii»- > •»>MiiiiiE«miiiimmtii;iMiiM> í i Oska eftir i með aðgangi að baði. — { : Mætti vera í Skerjafirði { 1 eða í Grímsstaðaholti. j I Tilboð sendist afgr. Mbl. j j fyrir fimtudag ■— merkt j „Herbergi—648“. Miiirti4iMiilirtriíiiiMlinniiii»i»iiÍMm»iMMMMMiMMii»iii. GuSrún M. Sæ- mundsdóttir Fædd 16. apríl 1925. Dáin 11. janúar 1949. —o— Drottinn, veittu hryggu hjarta, hjálp að bera þyngstu sár, þinnar dýrðar láttu ljóma ljós í gegnum sorgartár. Drottinn, veit þeim líkn, sem lifa, látnum gef þú helgan frið, og um bjartar lífsins leiðir leið þá inn á dýrðarsvið. Þung er sorg við helkrýnt hjarta, hjer er átti stundarbið; unga konan, æskan bjarta, inn um gengin dauðans hlið. Eiginmanni o galdni móður, ungum börnum horfin frá. Astvinir og systkin syrgja; sorg er yfir hverri brá. Framtíðin var fagur draumur, falin þar sem lágu spor, upp að renna sólbjart sumar, sólrík eftir bernsku vor. Skyndilega skýjaþykkni skyggði fyrir dagsins rönd. Lífið gefur, lífið tekur, lífi stýrir drottins hönd. Dýrðlegt er, þar vært þú vaknar, vermir sólin drottins lönd, upp í þínum föðurfaðmi finnnur enn hans mildu hönd. Dýrðlegt er í drottins ríki dvelja mega alla tíð, breiða arma ástvin móti, eftir heimsins volk og stríð. Þökk þjer fyrir líf þitt liðna, öng þó væri ei ævitíð. Hjartans þakkir okkar allra, ástrík kona og móðir blíð. Guð þig blessi um alla eilífð, andann þar sem dvalið fær. Um þig lyki ástararmar, andi guðs og friðarblær. J. B. P. iwniiiuii *«iiMiiiiiimiiuunuM ÍUrsg stúlkaj ! óskar eftir atvinnu. Helst I { i sjerverslun. Góð mentun 1 { og vön sfgreiðslustörfum. § ! Tilboð rendist afgreiðslu | { Mbl., fyrir fimtudags- | ! kvöld. merkt „Vinna— 1 644“. ! 5 •luiciminiiM -•mriiMiMnEnn» ’IIWftlUM .ttl» «*IIIIIIIIIM]lllll Til leigu forstofustofa. j gegn vægri leigu og hús- | hjálp eftir -amkomulagi. ! Uppl. á Hraunteig 24 eða í síma 2139. l••IIIHMI•»ll•ll•• "•■•••lltfllllllllll A U (. ER G f < SING IGILDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.