Morgunblaðið - 30.01.1949, Síða 1
16 síður og Lesbók
ÍW ♦ ÍW
36. árgangur.
24. tbl. — Sunntuiagur 30- janúar 1949.
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Forsæfisráðherrar ræða varnlr Norðurlanda.
Undanfarna daga hafa síaðið yfir funtlahöld í Kaupmannahöfn um varnir Norðurlanda og hafa
ráðherrar frá Svíþjóð, Noregi og Danmörku setiö fundina. Hjer sjást forsætisráðherrar þessara
þriggja norrænu þjóða á fundi í Kaupmannahöfn. Var myndin tekin s.i. mánudag og á henni eru,
talið frá vinstri: Einar Gerhardsen, forsætisráðherra Norðmanna, Iians Hedtoft, danski forsætis
ráðherrann, Tage Erlander forsætisráðherra Svía og Gustav Rasmussen, utanríkisráðherra Dana.
lommúnistar strika
800 verkamenn út af
kjörskrú Dagsbrúnar
Æfla með því mófi að hindra sigur
lýðræðisaflanna.
Dagsbrúnarmenn svara þessari árás kommúnista
með því að koma á kjörsfað og krefjast rjettar
síns.
KOMMUNISTAR i Dagsbrun gripu á síðustu stundu til þess
oyndisúrræðis, að strika um 800 verkamenn út af kjörskrá
íjelagsins. Kom þetta í ljós kl. 2 í gær er kosning hófst, en þá
fyrst fengu andstæðingar kommúnista kjörskrá fjelagsins. —
Hafði margsinnis verið farið fram á það við kommúnista að
þeir ljetu kjörsltrána, en þeir neituðu því þverlega þangað til
loks í gær.
í kosningunum til Alþýðu-'
sambandsþings voru 3200 vcrka
menn á kjörskrá að sögn komm
únista og eftir því kusu þcir
menn á Alþýðusambandsþing,
eða alls 32 fulltrúa. Nú þrem-
ur mánuðum seinna eru aðeins
2400 manns á kjörskrá og hafa
því alls 800 verkamenn verið
strikaðir út.
Þetta tiltæki kommúnista er
alveg einstakt í sinni röð og
liefur annað eins gerræði aldrei
þekkst í sögu verkalýðshreyf-
ingarinnar á þessu landi. Er
þetta líkast tiltektum þýsku nas
istanna og hafa kommúnistar
eflaust fyrirmyndina þaðan.
Þetta er að troða á rjetti
Dagsbrúnarmanna og farið með
þá eins og þeir sjeu ófrjálsir
menn. Dagsbrúnarmenn munu
* Frh. á bls. 12.
áðalslræli 44 mefra
breitf
SVO virðist, sem nú sje end-
anlega búið ao ákveða fram-
tíðarskipulag Aðalstrætis.
Bæjarráð ræddi þetta mál á
fundi sínum s. 1. föstudag, en
þá höfðu skipulagsmenn fjallað
um málið. Samþykkt var að
strætið skuli verða 44 metra
breitt. Mun breikkun strœtisins
víst aðallega verða til austurs,
inn yfir þar sem áður stóð Hotel
ísland. Nú er Aðalstræti um 1J
m. á breidd.
TRIESTE — Tíu manns Ijetu
lífið og tólf slösuðust er járn-
brautarslys varð í síðastl viku í
Júgóslavíu.
Ráðsfefnan í Oslo
UNDEN, sænski utanríkis-
ráðherrann, bar fram þá til-
lögu í dag á fundi Danmerk-
ur, Noregs og' Svíþjóðar í Oslo,
að þessi lönd stofnuðu með sjer
norrænt hernaðarbandalag. —
Hans Hedtoft vildi hinsvegar
fresta að taka ákvörðun í mál-
inu, og fór fram á það, að hald-
ið yrði áfram að ræða málfð,
en lokaákvörðun tekin innan
þriggja vikna. — Reuter.
Ufanríkisráðherra
væntanlegur í dag
í FR JETT ATILKYNNIN GU
frá utanríkisráðuneytinu í gær
kvöldi segir, að Bjarni Bene-
diktsson, utanríkisráðherra,
muni að forfallalausu koma
heim úr ferð sinni síðdegis í
dag.
Golf skiðafæri
í Árfúnsbrekku
í GÆR var sjerlega gott skíða-
færi hjer rjett innan 'við bæ-
inn. Mikill fjöldi unglinga var
á skíðum í Artúnbrekkum,
enda mikill snjór og brekk-
an ágæt. Þá er einnig mikill
snjór í brekkunum við Blesa-
gróf, en þær telja skíðamenn
vera ágætar.
Göngufæri var einnig mjög
gott í gær, og gekk allur fjöld-
inn á skíðum innan frá Ártúns
brekkum.
Fólk ætti nú að nota sjer
þetta einstaka tækifæri til að
iðka hina hollu íþrótt. Ekki
þarf að fara marga km. og
segja má að hægt sje að setja
skíðin á sig inni í eldhúsi og
ganga alla leið_ í góðar skíða-
brekkur eins og t.d. inni í Ár-
túni og Blesugróf.
Kommúnistar í Kína krefj-
ast handtöki! Chiang Kai
Shek og annara „striðs-
glæpamanna44
Offasf ao reynl verði ðð verja Suður Kína
Nanking í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
KÍNVERSKIR kommúnistar hafa nú lýst því yfir, að
st.jórnin verði að láta handtaka Chiang Kai Shek og aðra
,,stríðsglæpamenn“, áður en gengið verði til friðarsamn-
inga. Þá setja kommúnistar og fram þá kröfu, að jaoansk-
ur hershöfðingi, sem fyrir nokkrum dögum hlaut sýknudóm
í stríðsglæpamáli, verði handtekinn á ný. Virðast kommún-
istaleiðtogarnir ákveðnir í að víkja ekki frá meginskilyrð-
um þeim, sem þeir fyrir nokkru settu fyrir samkomulags-
viðræðum, og jafnvel ætla að herða á þeim.
stjórafjelaginu
Þróiti.
Á 5. síðu blaðsins í dag er
ýtarleg grein um kosningarn-
ar í Vörubílstjórafjelaginu
Þrótti. í greininni er m. a.,
birt reglugerð um allsherjar-
atkvæðagrciðslu í verkalýðs-
fjelögum. Eftir þeirri reglu-
gerð verður kosið í Þrótti í
dag og á morgun. Kosningin
hefst kl. 2 í dag og stendur
til kl. 10. Kosið verður á sama
tíma á morgun.
Þróttarmcnn eru vinsamlega
beðnir að kjósa strax eftir að
kosning hefst í dag.
Kosið í Vörubíl
í útvarpsfregnum kommún-
ista virðist gæta nokkurs ótta
um það, að kínverska stjórnin
ætli sjer að nota vopnahljes-
viðræðurnar til að efla hern-
aðarstöðu sína. Fullyrða þeir
jafnvel, að Chiang Kai Shek
sje að búa sig undir að taka
við algerri stjórn stjórnarherj
anna og muni hann freista að
stöðva sókn kommúnista suð-
ur á bóginn.
Andvígir flutningi
stjórnarinnar
Kommúnistar hafa varað
stjórnina við því að flytja frá
Nanking. Segja þeir, að hún.
geti best sýnt friðarvilja sinn
með því að sitja þar áfram.
Flestir kínversku ráðherr-
Framh. af bls. 12
Meðlimalönd fimmvelda-
bandalagsins viðurkedna
r
Israelsríki
London í gækvöldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
MEÐLIMALÖND fimmveldabandalagsins, Bretland, Frakk-
land og Beneluxlönd, hafa nú öll veitt Ísraelsríki de facto við-
urkenningu. Þetta var tilkynnt í London, Haag, Brússel og
Luxemburg í dag, en Frakkar höfðu fyrr í vikunni veitt Gyð-
ingaríkinu viðurkenningu sína.
í Londonartilkynningunm*
segir, að Bretar geri sjer vonir
um að geta mjög bráðlega skipst
á sendifulltrúum við Ísraelsríki.
Leiðin sje nú opin til að veita
ísrael algera viðurkenningu, en
áður en það verði gert, þurfi
að ganga frá ýmiskonar mál-
um, eins og til dæmis endanleg
um landamærum Ísraelsríkis
o. fl.
———————-----------r
Þrjú lönd eftir.
Öll lönd breska heimsveldis-
ins hafa nú viðurkennt ísrael,
að undanskildum Pakistan,
Hindustan og Ceylon. Litlar
líkur eru taldar til þess, að
Pakistan viðurkenni Gvðinga-
ríkið, þar sem Múhameðrtrúar-
menn eru því andvígir, að Pale-
stínu verði skipt.