Morgunblaðið - 30.01.1949, Blaðsíða 8
Sunnudagur 30. janúar 1949
8
m O R G V N B I 4Ð IÐ
Otg.: H.f. Árvakur, Reykjavík
Framkv.stj. Sigfús Jónsson.
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgóaxm.)
Frjettaritstjóri ívar Guðmundssor
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson,
Ritstjórn, auglýslngar og afgreiðsl*'
Austurstræti 8. — Sími 1G00.
Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands,
kr. 15.00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók.
Utvarp og áróður
ÍSLENSKA Ríkisútvarpið er ung stofnun, aðeins treplega
20 ára gömul. En vöxtur þess hefur verið mjög ör. Útvarps-
hlustendum hefur fjölgað hratt og þeir munu nú tiltölulega
fleiri en víða annarsstaðar. Útvarpið nær nú inn á svo að
segja hvert heimili í landinu.
Það er ástæða til þess að fagna þessari þróun. Útvarpið
er eitt af áhrifamestu menningartækjum nútímans. Og þótt
íslenska útvarpinu hafi verið og sje um marga hluti ábóta-
vant, flytur það þó hlustendum sínum fjölþættan fróðleik,
skemmtun og tilbreytingu í lífi þeirra og starfi. Meginregla
Ríkisútvarpsins í stjórnmálum er sú að það er hlutlaust
,,gagnvart öllum flokkum og stefnum í almennum málum“
eins og segir í lögum um útvarpsrekstur ríkisins. Þetta
þýðir það að engum einstökum stjórnmálaflokki er heim-
ilt nje heldur mögulegt að láta útvarpið túlka málstað sinn
einhliða eða flytja áróður til framdráttar hagsmunum sín-
um. Hinsvegar eiga allir stjórnmálaflokkar rjett á því að
rökræða við þjóðina í útvarp á jafnrjettisgrundvelli.
★
Þó Ríkisútvarpinu hafi gengið misjafnlega vel að fram-
fylgja reglum sínum um almennt hlutleysi í stjórnmálum,
verður ekki annað sagt en það hafi tekist sæmilega hin
síðari ár. Almenningsálitið er nú yfirleitt þannig, að það
tekur hart á misnotkun útvarpsins til flokkspólitísks áróð-
urs. Það græðir enginn flokkur eða einstaklingur á því að
misnota útvarpið og brjóta hlutleysi þess. Þorri þjóðarinn-
ar. hefur skömm á slíkum tiltektum, enda þótt einstaka menn
kitli í eyrun við að heyra hagsmunum flokks síns hagrætt
í útvarp.
' ★
Þrátt fyrir aðhald almenningsálitsins í þessum efnum,
bryddir þó öðru hverju á því að pólitískir fiokkar reyni að
lauma áróðri sínum á ótilhlýðilegan hátt inn í frjettir eða
dagskrárliði útvarpsins. Eitt dæmi um það hefur nýlega
gerst. Kommúnistaflokkurinn hefur undanfarið beitt sjer
fyrir fundahöldum um þýðingarmikið utanríkismál, sem
gert er ráð fyrir að muni bera að á næstunni. Á þessum
fundum hafa kommúnistar og fylgilið þeirra, nokkrir skoð-
analitlir „uppsiáttarmenn“, látið samþykkja* tillögur, sem
hafa falið í sjer ákafan áróður fyrir stefnu kommúnista í
utanríkismálum. Hefur jafnframt verið skorað á öll önnur
fjelagasamtök í landinu að gera svipaðar samþykktir. Hafa
kommúnistar lagt mikið kapp á að þessar áróðurssamþvkkt-
ir yrðu birtar í almennum frjettum Ríkisútvarpsins. Þeir
hafa viljað fá tækifæri til þess að láta útvarpið veita straum
af samþykktum flokksfjelaga sinna yfir þjóðina.
★
Engum nema kommúnistum getur komið til hugar að slík-
ur frjettaflutningur samræmist hlutleysisreglum útvarps-
ins. Svo auðsær er áróðurinn í tillögum þessum.
En það er táknrænt fyrir rjettlætishugmyndir þessara
manna, hvernig þeir bregðast við þegar meirihluti útvarps-
ráðs gætir skyldu sinnar og kemur í veg fyrir birtingu slíks
áróðurs í útvarpinu. Þá ætla kommúnistar að ærast. Út-
varpsráð á að hafa brotið allt velsæmi, þröngvað skoðana-
írelsi, ritfrelsi og málfrelsi, með því að hafa komið í veg
fyrri að áróðurssamþykktirnar væru birtar í útvarpsfrjett-
um. Það liggur við að að því sje látið liggja, að útvarpsráð
hafi algerlega komið í veg fyrir að þjóðin sæi spekina frá
umræddum fundum, jafnvel hindrað birtingu hennar í blöð-
um kommúnista!!!
En kommúnistar misskilja afstöðu íslendinga til þessa
máls eins og fleiri mála. Þjóðin vill ekki gera Ríkisútvarp-
ið að áróðurstæki, sem ausi yfir hana áróðri einstakra flokka,
eins og tíðkast í þeim löndum, þar sem kommúnistar ráða.
En þar é!r það aðeins einn flokkur, sem ræður því. hvað
þjóðín má heyra í útvarpi og sjá í blöðum. íslenskir komm-
únistar hafa ekki aðstöðu til þess að skapa slíkt ástand í
þessu landi. Þeir munu aldrei fá þá aðstöðu.
Fyrsta skautamótið
á Tjörninni
BÆJARBLÖÐIN hafa verið að
segja frá því undanfarna daga,
að fyrsta skautamótið á Reykja
víkurtjörninni hafi verið hald
ið fyrir rjettum 40 árum. eða
í janúar 1909.
Það er ekki rjett, að þetta
hafi verið fyrsta skautamótið á
Tjörninni. Fyrsta skautamótið,
þar sem sigurvegurum voru
veitt verðlaun var haldið 10.
mars 1896, eða fyrir 53 árum.
Og á því móti komu fram
keppendur, sem síðar urðu
landsfrægir menn. Áður en
þetta rpót var haldið höfðu
unglingar í Reykjavik oft
þreytt með sjer skautahlaup,
en verðlaun voru í fyrsta sinn
veitt á þessu kappmóti.
Það vár Skautafjelag Reykja
víkur, sem gekkst fyrir keppn-
inni. Kómið var upp tjaldi fyr
ir lúðrasveit og þótti mótið
hinn mesti viðburður.
•
Sigurvegararnir
KEPPT var í kvenflokki,
drengjaflokki og karlaflokki.
Dómarar voru þeir Hannes Haf
stein, skáld, Magnús Jónsson,
síðar bæjarfógeti í Hafnar-
firði, og Pjetur Hjaltested.
í drengjaflokki varð fyrstur
Pjetur Jónsson. Hann varð síð
ar frægur óperusöngvari í
Þýskalandi og viðar um heim.
í kvenflokki kepptu tvær
ungar stúlkur, Sigríður Björns
dóttir, ritstjóra Jónssonar,
systir fórseta íslands og Ásta
Sveinbjörnsson, síðar kona
Magnúsar Einarssonar, dýra-
læknis.
í karlaflokki var keppt í
fjórum flokkum og margir
keppendur. Sigurvegari varð
’Friðrik. Hallgrímsson síðar
dómprófastur.
•
Verðlaunin
TVEIM dögum eftir mótið, þ.
12. mars, gekkst skautafjelagið
fyrir hófi fyrir keppendur. Þar
fór fram verðlaunaafhending.
Friðrik Hallgrímsson hlaut
að sigurlaunum skautasegl
eitt gott. Pjetur Jónsson fjekk
barnabók og Ásta Ljóðmæli
Hannesar Hafstein.
Var þetta hóf fjörugt og
skemmtilegt, að sögn þeirra,
sem það muna vel. Um þessar
mundir var mikill áhugi hjá
unga fólkinu’ í bænum fyrir
skautaíþróttinni og skautafje-
lagið var öflugt fjelag. Er frá
þessu sagt hjer til þess að það
sje haft, sem rjettara reynist.
Því þótt þetta mót hafi eftil-
vill ekki verið eins glæsilegt
og mótið 1909, þar sem verð-
launin voru silfurbikar, þá var
það fyrsta skautamótið á
Reykjavíkurtjörn, sem sögur
fara af.
Miklu skemmtilegra
í gamla daga
HEIMILDARMAÐUR minn
fyrir því sem hjer er að fram-
an sagt er gamall Reykvíking-
ur, fæddur hjer og uppalinn. I
sambandi við frásögn hans af
mótinu ryfjaði hann upp ýmsar
gamlar endurminningar úr fje
lags- og skemmtanalífi Reyk-
víkinga fyrir 50—60 árum. Og
sagði:
„Það var miklu skemmtilegra
hjer í Reykjavík í þá daga, en
nú“.
Skal það ekki efað, en segj-
um við það ekki öll, þegar við
minnumst æskudaganna.
í gær hitti jeg Pjetur Jóns-
son óperusöngvara á götu og
spurði:
„Er það satt, að þú hafir
sigrað í skautakeppni hjer á
Tjörninni þann 10. mars 1896“.
„Já, það er satt. Og jeg ætl-
aði einmitt að fara til þín til
þessN að segja þjer frá, að blöð-
in sögðu ekki rjett frá, að
fyrsta skautamótið hafi ekki
verið haldið hjer í bænum fyr
en 1909“.
Heilabrot
FYRIRSÖGNIN yfir þessari
klausu gæti gefið tilefni til að
velta því fyrir sjer. hvort
hægt sje að reikna með heila-
brotum, en velturnar eru heila
brot dagbókardeildarinnar í
þessu blaði og skal ekki farið
lengra út í þá sálma.
En það eru fleiri hundar
svartir en hundur prestsins,
eins og þar stendur og flestir
þurfa að brjóta heilan núna
þessa síðustu daga þegar frest-
urinn til skattaframtals er að
renna út. Fyrir miðnætti aðra
nótt á skattskýrslan að vera
komin til skattstjórans.
Það er því ekki furða, þótt
margir klóri sjer í höfðinu og
nagi pennastengur um þessar
mundir.
•
Ófært skatt-
greiðslufyrir-
komulag
OG skattframtalið minnir á
annað mál, en það eru skulda-
dagar skattsins, sem fylgja í
kjölfar framtalsins. Þeir, sem
eru þessa dagana að telja fram
tekjur sínar s.l. ár, geta nokk-
urnveginn sjeð hvað þeir
skulda ríkinu og bæjarfjelagi.
„Mig hryllir við að kyssa
þig, Fúsi“, sagði kerlingin og
eitthvað álíka geta skattgreið-
endur sast er þeir hugsa til
skuldadaganna. Margir eru
búnir að eyða öllu, sem þeir
öfluðu. Os mönnum væri ljett
ara, ef skatturinn hefði verið
tekin af þeim jafnóðum og
tekjurnar komu.
Það er fyrirkomulag á skatta
greiðslum, sem þarf að koma
á. í stað þess að geyma það til
næsta árs að greiða skatta og
skyldur, eins og nú er gert.
MEÐAL ANNARA ORÐA .
111111111111
Þýikir stjórnmálamenn heimsækja Bandaríkin
Frá JACK SMYTH,
frjettaritara Reuters.
WASHINGTON — Hinar ró-
legu forsetakosningar, látlaus
framkoma stjórnmálaleiðtog-
anna, lýðræðisandinn í háskól-
anum og „allur fjöldinn ,af
stórum bílum“ er aðeins nokk
uð af því, sem fjórir þýskir
stjórnmálamenn ráku augun í
og furðuðu sig á, er þeir fyrir
skömmu fóru í heimsókn til
Bandaríkjanna.
Þessir fjórir menn, sem eru
meðlimir tveggja aðalflokk-
anna á bandaríska hernáms-
svæðinu í Þýskalandi. sósíal-
demokráta og kristilegra demo
krata, fóru fyrst og fremst til
Bandarrkjanna til þess að vera
viðstaddir forsetakosningarnar
þar. En þeir kynntust einnig
efnahags- og stjórnmálalífi
Bandaríkjamanna í heild.
• •
ENGIN STYRJALDAR-
EYÐILEGGING
ÞÝSKU fulltrúarnir komu í
ferð sinni við í fjöldamörgum
amerískum borgum, meðal
annars Boston, New York,
Washington, Minneapolis og
Detroit. Á kjördag voru þeir í
Rochester og fylgdust ineð
kosningunum þar.
Samkvæmt upplýsingum
Louis Kelly, fylgdarmanns
þeirra, brá þeim fyrst í brún,
þegar þeir sáu borgir, sem
engri eyiðleggingu höfðu orðið
fyrir. Þeim fannst einnig mjög
mikið um stærð og fjölda bif-
reiðanna. Einn Þjóðverjanna
reyndi að telja þær á fjölfar-
inni götu, en hann gafst bráð-
lega upp við það verk.
í útvarpsræðu, sem hann síð
ar flutti hafði hann orð á þessu,
og skýrði frá því, að í Þýska-
landi gæti enginn enn eignast
góða bifreið, nema hann væri
þá fjölríkur.
• •
BANDARÍSKU
STJÓRNMÁLA-
MENNIRNIR
ÞJÓÐVERJARNIR fjórir urðu
einnig ákaflega undrandi yfir
því, hversu auðvelt var að ná
tali af stjórnmálamönnum í
Bandaríkjunum. Þeir komust
að þeirri niðurstöðu, að banda-
rísku stjórnmálamennirnir
væru yfirleitt ósparir á tíma
sinn, jafnvel þegar allir voru
önnum kafnr vegna forseta-
kosninganna.
Þjóðverjarnir áttu þráfald-
lega tal við blaðamenn. En
blaðamannafundirnir tókust
misjafnlega og þýsku fulltrú-
arnir reyndust oft tregir til að
láta í ljós skoðanir sínar á við-
kvæmum málum.
• •
VINGJARNLEGAR
MÓTTÖKUR
EN framkoma bandarísks al-
mennings við Þjóðverjana var
bæði vingjarnleg og örfandi.
Ein af ástæðunum fyrir þessu
mun vera sú, að vitað var, að
þessir þýsku stjórnmálamenn
höfðu ætíð barist gegn nasist-
um.
I Concord, Massachussetts,
ætluðu Þjóðverjarnir ekki að
fást til að trúa því, að einn af
borgarst j órnarmeðlimunum
væri ekki fæddur í Bandaríkj-
unum. Dr. Werner Helpert,
fjármálaráðherra Hessen, sagði
í þessu sambandi, að þetta ætti
að auka vonir manna um að
flóttafólk gæti fengið algera
jafnrjettisstöðu við almenning
í Þýskalandi.
• •
FERÐIN TÓKST VEL
KYNNISFERÐ þýsku stjórn-
málamannanna lauk í Was-
hington og Detroit. Þeir dáð-
ust mjög að bandarísku höfuð-
borginni og fólkinu, sem þeir
mættu í hermálaráðuneytinu
og utanríkisráðuneytinu.
í Detroit heimsóttu þeir
Prnmh. á bls. 12