Morgunblaðið - 30.01.1949, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 30.01.1949, Qupperneq 12
12 MORGV N 8 L AÐIÐ — Reykjavíkurbrjef — Vildu styrjalrfarþátttöku (Framh. af bls. 9) skoðanahringsól hefir fylgt þeirri einu og sömu ,,stefnu“. Að gera alt eins og hlýðin börn sem Moskvavaidið óskaði eða fyrirskipaði. Þegar þessar litlu æpandi nót ur undir fingrum hinnar aust- rænu harðstjórnar halda því fram að „stefna“ þeirra sje að framfylgja „íslenskum mál- stað“ þá eru þeir tónar svo falskir, að enginn maður getur gert svo lítið úr sjer, að taka mark á þeim. Menn, sem hafa afsalað sjer öllu frelsi sjálfir, og vinna fyrir erlenda harð- stjórn vinna ekki þjóðfrelsinu gagn. Það þarf ekki frekari skýringa við. Afstaða íslendinga VIÐBÚIÐ er, að við íslendingar þurfum, innan skamm, að taka afstöðu til þeirra ráðstafana, sem lýðræðisríkin hafa í undir búningi, til þess að afstýra styrjöld, og undirokun hinna vestrænu þjóða. Nefnt hefir ver ið hlutleysi í því sambandi. Naumast þó samskonar hlut- leysi sem sænska stjórnin hugs ar sjer helst. Öflugt, víggirt hlutleysi með miklum her til landvarna. Sr. Sigurbjörn Einarsson yakti máls á því eina hlut- leysi, sem hann gæti hugsað sjer. Kristilegt hlutleysi mætti kannske kalla það. Að við gerð um ekkert, og Ijetumst ekkert vita, „um það sem er að gerast í heiminum. Því þá myndum við deyja saklausir, ef til styrj aldar kæmi. Sennilega fá fyrir það verðskulduð laun hinu- megin. Ilann tók það sjerstak lega fram að svo gæti farið að, um helmingur þjóðarinnar eða 60—70 þúsund Islendingar, týndu lífi í átökunum. En það skifti ekld miklu máli, ef þeir einungis önduðust hlutlausir. Ymsum mislíkaði þessi af- staða kennimannsins, þó ekki væri nema fyrir það, að með henni væri lítið hugsað um ör lög þeirra landsmanna sem eft ir lifðu. En sr. Sigurbjörn vildi síðar trauðla kannast við, að hann hefði nefnt svo mikla hugsanlega mannfórn, á altari hlutleysisins. Eða ekki meint það sem hann sagði. Allir íslendingar utan hins einsýna kommúnistaflokks munu vera sammála um, að af- staða þjóðarinnar til varna gegn ofbtldi og kúgun, verður að íhugast vandlega. Með það eitt fyrst og fremst fyrir aug- um, að sjálfstæði þjóðarinnar verði tryggt, eftir því sem nokk uð er hægt að tryggja í hinum viðsjárverða heimi í dag. Þeir sem mest hafa rætt um hlutleysi þjóðarinnar upp á sið kastið, hafa hver af öðrum lagt áherslu á, að meginþorri lands manna er fylgjandi stefnu hinna vestrænu lýðræðisþjóða í hinum mikla heims ágreiningi. Og vilja fyrir hvern mun, eins og Gylfi Þ. Gíslason nýlega tók fram í Alþýðublaðinu, ræða þessi mál með hógværð og still ingu. Það er eflaust hægt, enda nauðsynlegt. M. a. til að gefa öllum tækifæri til að skilja, að hinir hlýðnu og trúuðu komm- únistar hafa algera sjerstöðu, þar sem þeir eru andvígir mál stað vestrænu þjóðanna, andvíg ir því að lýðræðisríkin geti var ist hinni austrænu ágengni, eru andvígir því, að íslendingar verði framvegis frjáls þjóð. Því þeir vilja, að við lendum undir hinu austræna oki. Það er þeirra ófrávíkjanlega stefna. Ekkert til þess að segja eða við því að gera þar sem skoðana- frelsið ríkir. En eftir því sem þekking manna á kommúnism anum eykst eftir því fækkar þeim Islendingum sem una því, að hafa skilið við íslenskan hugsunarhátt, íslenskan mál- stað, til þess að verða ekki ann að en nótur í slaghörpu ein- ræðisherrans. - Kína Framh af bls. 1 anna munu hinsvegar þegar vera farnir frá borginni til Canton, þar sem stjórnin núna í vikunni tilkynnti að hún mundi starfa. Erlendar sendi- sveitir hafa þegar l'ofað að senda fulltrúa til Canton, en sendiherrar munu þó verða um kyrrt í Nanking. Alqer viðurkenninq Washington í gærkvöldi. FULLYRT var í Washington í dag, að Truman forseti mundi í næstu viku veita Ísraelsríki algera viðurkenningu. — Reuter. 1500 króna brúðargjöf. MADRID — Stjórnarvöldin á Spáni hafa ákveðið að gefa hverj um alþýðuhjónum 1500 króna brúðargjöf, er þau gifta sig. (Framh. af bls. 2) þessi yfirlýsing formanns stærsta stjórnmálaflokks þjóð- arinnar, þess flokks, sem fer í dag með stjórn íslenskra utan ríkismála, ber með sjer, sje nægileg trygging þess. að ís- lendingar geti beðið þess róleg ir að fá fulla vitneskju um þau skilyrði, sem þeim kynnu að verða sett fyrir þátttöku í varn arsamtökum lýðræðisþjóðanna. Tvennt, sem ber að vavast. Það er einkum tvennt, sem við Islendingar verðum að var ast þegar við vitum allan sann leikann um þær skyldur og rjettindi, sem fylgja þátttöku í væntanlegu varnarbandalagi og tökum afstöðu til hans. Við hljótum í fyrsta lagi að varast að takast nokkrar þær skuldbindingar á herðar, sem gætu orðið okkur þungbærar er fram liðu stundir. Við megum ekki rasa um ráð fram. Við megum ekki skapa okkur nýjar hættur um leið og við fjarlægj um aðrar. Við verðum í öðrum lagi að forðast að láta flugumenn Rússa hjer á landi villa þjóð- inni sýn með tilgerðar þjóðern- is ofstæki. Það er sjerstök ástæða til þess að vara Islendinga við hin um lævíslegu vinnubrögðum kommúnista í sambandi við þessi mál. Aðferð þeirra er þessi: Kommúnistar hóa mönnum saman á fundi, samþykkja þar tillögur um samúð með lýðræð isþjóðunum og fá nokkra aðra menn, sem ekki eru kommún- istar, tirl þess í leiðinni að sam 'þykkja að þeir sjeu mótfallnir varnarsamtökum, Ef það þýði herstöðvar á Islandi. En þessar samþykktir túlka kommúnistar svo þannig að þær sjeu gerðar VEGNA ÞESS að varnarbanda lag lýðræðisþjóðanna þýði her stöðvar á Islandi. Þannig reyna þeir að ginna fólk, sem enga aðstöðu hefur til þess að dæma um, hvað leiðir af þátttöku ís- lands í Norður Atlantshafs- bandalagi, til þess að slást í för með sjer í baráttunni fyrir hinum rússneska málstað. Síðan krefjast kommúnistar þess að þjóðin trúi því að allir þeir, sem koma á slíka fundi og samþykkja tillögur sjeu á einu máli um stuðning við stefnu þeirra. Þegar á þetta stig er komið er því svo lýst yfir að kommúnistar sjeu ' „Þjóðin“!! í þessu sambandi verður að taka það fram að margir þeirra, sem opinberlega hafa látið nota sig, sem verkfæri kommúnista til þess að ljúga að þjóðinni, vilja engan veg- inn láta jafna sjer við hina kommúnistísku vopnabræður sína. En þess raunalegra er rölt þeirra um flæðisker stríðs- æsingamannanna frá vorinu 1945. Skynsemin verður að ráða Ef til vill er íslendingum það aldrei nauðsynlegra en nú að beita rólegri yfirvegun og skynsemi þegar þeir meta að- stöðu sína til þess að tryggja sjálfstæði lands síns og per- sónulegt öryggi fólksins. Afl tilfinninganna má ekki skola rökrjettri hugsun fyrir borð. — Sjálfstæðisbarátta íslensku þjóðarinnar verður í dag að byggjast á raunsæjum skiln- ingi á aðstöðu lands og þjóðar á þessum viðsjárverðu tímum þegar Surtarlogi ofbeldisins brennir sjálfstæði hálfra heims álfa. Við þurfum ekki að 1 áta aðra hugsa fyrir okkur. Við eigum ekki heldur að krefjast alls af öðrum í skjóli smæðar okkar. Slíkur hugsunarháttur er leyfar af minnimáttakennd hjálendutímanna. Við berum sjálfir ábyrgð á framtíð lýð- veldis okkar, gjálfstæði þess og öryggi. Ef íslenska þjóðin gerir sjer þetta Ijóst, er hættan minni á að örlög hennar verði svipuð og hins rótlausa þangs, sem rekst reikult um hafið. S. Bj. - Dagsbrún Framh. af bls. 1 svara þessari einstæðu árás Moskvu-kommúnistanna með því að flykjast á kjörstað og krefjast rjettar síns. Ef kommúnistar halda að þeir geti með slíkum ofbeldisaðferð- um hindrað sigur lýðræðisafl- anna í Dagsbrún, þá skjátlast þeim illa. Verkamenn munu allir sem einn maður samein- ast um að hindra að fleiri slík ofbeldisverk verði framin á s.ier og fjelagi þeirra og reka hina kommúnistisku flugumenn af höndum sjer, svo að þeir eigi aldrei afturkvæmt í stjórn Dagsbrúnar. Sigur B-listans er sigur Dags hrúnar. ’H 1 Mdf&m S'V' 111111ii1111iii 11111 4 4 4 4 IIMIII Eftir Ed Dodd — Néí, við megum ekki kalla ANVMQW, SCOTT VOUVE Jg GOT TO WASH MIM RIOHT NOW/ ,.-----^ w' VP'S AND THE CUB. TOC/ HOLD STILL STINKY / QUIT CALLING HIM > "STINKYY-.WE'RE , GOING TO FIND ‘ 7 A BF.TTER NAWE i THAN THAT FOR ----- Hl N\f v Vertu rólegur Fýlupoki. \ poka. Við verðum að finna nafn hann Fýlupoka. Hann, sem er þvo hann í balanum. — Hættu að kalla hann Fylu handa honum. svo sætir. — Já, og húninn líka. Sunnudagur 30. janúar 1949 I Enn leifað | BANDARÍSKUR tundurspill- ir og frönsk hersnekkja taka 1 nú þátt í leitinni að risaflug- virkinu, sem týndist s. 1. mið- vikudagsnótt á leiðinni frá Vest ur Afríku til Bretlands. Tvær útvarpsstöðvar hafa heyrt merki, sem talin eru geta ver- ið frá áhöfn flugvirkis'ns. • Kjararýrnun Framh. af bls. 7. önnum kafið við sölu happ- drættismiða og margskonai annari þjónustu við flokkinn * sinn. Ennfremur vita verka- menn að augnaþjónarnir hafa nú tekið til hendinni og strik- að 800 manns út af kjörskrá og síðast en ekki síst vita verka menn, að ef þeir koma og greiða gjöld sín sjálfir og kjósa B- listann, þá þurfa þeir ekki frani ar að greiða úr sínum vasa fyr- ir augnaþjónustu þessara komm únistadáta. X B Dagsbrúnarmaðnr. - Þróftur Frh. af bls. 5. istum, hvorki fyrir einstaklinga eða fjelög. En B-listinn er borinn fram af mönnum, eru í andstöðu við kommúnista og hafa valið úr- valsmenn fjelagsins á þann lista. í formannssæti er Friðleifur Friðriksson, sem hver maður í stjettinni þekkir. Hann er einn af stofnendum Þróttar og hefur starfað í stjórn innan stjettar- innar um margra ára bil m. a. verið formaður í sjö ár. Frið- leigur er mjög starfsamur og duglegur við hvert það starf, sem hann tekur að sjer. Enn- fremur er Friðleifur mjög vel máli farinn og hann hefur stað ið í fylkingarbrjósti andstöð- unnar gegn kommúnistum í Þrótti. Til sannindamerkis um gagnsemi Friðleifs í þágu fje- lagsins, má geta þess, að lög fjelagsins, samningar við at- vinnurekendur og stofnun bygg ingarsjóðs, er alt unnið í stjórn- artíð Friðjeifs og fyrir hans at- beina. Sama má segja um alla menn, sem eru á B-listanum. Þeir eru þektir af öllum meðlimum Þróttar fyrir dugnað og ósjer-- plægni við hvert það starf, er þeim hefur verið falið á hendur. Flestir þeirra hafa verið í stjórn Þróttar áður og hafa þeir mark- að þar skýr spor fjelaginu til heilla og það er þess vegna skylda hvers góðs fjelaga að kjósa B-listann. — MeBaf annara orða Framh. af Ms. 8. Fordverksmiðjuna í River Rouge, þar sem 90,000 menn vinna og um 5,700 bílar eru framleiddir á degi hverjum. „Þegar á allt er litið“, sagði Kelly, fylgdarmaður Þjóðverj- anna, „tókst ferðin ágætlega. Heimsóknin ætti að hafa í för með sjer aukinn skilning og samvinnu, þegar þessir fjórir menn ræða við aðra Þjóðverja um það, sem þeir sáu í Banda- ríkjunum“. Þróttarmenn! Munið að kjósa* Kjósið B-listann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.