Morgunblaðið - 06.02.1949, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.02.1949, Blaðsíða 7
Sunnudagur 6. febrúar 1949. MORGUNRLAÐIB 7 REYKJAVÍ K U R B R J E F Fjárhagur höfuðborgarinnar Fj árhagsáætlun Reykjavík- urbæjar hefir nýlega verið samþykt í bæjarstjórn fyrir ár- ið 1949. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að útsvör lækki um rúmlega 1.1 miljón kr. frá því sem var árið 1948. Þrátt fyrir það eru áformaðar stór- feldar verklegar framkvæmd- ir í bænum á vegum bæjar- sjóðs og stofnana hans. — Er gért ráð fyrir að um 30 miljón um króna verði varið til slíkra frámkvæmda auk þess, sem mikið fje mun verða lagt fram til nýrrar stórvirkjunar við Sogsfossa. Samkvæmt upplýsingum borgarstjóra varð tekjuafgang ur á rekstrarreikníngi bæjar- ins árið 1948 nær 19 milj. króna og greiðslujöfnuður hag- stæður. Um s. 1. áramót átti bæjarsjóður í handbæru fje tæpar 4 milj. kr. og hafði sú eign hækkað um 1.7 milj. kr. á árinu. Allar lausaskuldir bæjarsjóðs hafa verið greiddar upp. Um það getur engum bland- ast hugur að fjárhagur Reykja- víkur er mjög góður og stend- ur traustum fótum. Af þeim ástæðum er bæjarfjelaginu nú, þegar tekið er að kreppa að í fjármálum þjóðarinnar, kleift að halda áfram miklum opin- berum framkvæmdum og stuðla þannig að auknu atvinnu öryggi. Hefir það ómetanlega þýðingu fyrir íbúa höfuðborg- arinnar að svo skynsamlega heTir verið haldið á fjármálum hennar. Stefna Sjálfstæð- isflokksins Sjálfstæðisflokkurinn hefir stjórnað Reykjavík. Hann hef- ir markað þá stefnu, sem fylgt hefir verið í fjármálum henn- ar. Sjálfstæðismenn hafa jafn- hliða því, sem þeir hafa haft forystuna um þróttmiklar um- bætur og framkvæmdir lagt á það mikla áherslu að fjárhagur bæjarins stæði á traustum grunni. Fjármálastjórn Sjálfstæðis- manna á Reykjavíkurbæ sýnir raunverulega stefnu Sjálfstæð isflokksins í fjármálum þjóðar- innar. Þar hafa þeir ráðið ein- ir. Þeir hafa ekki þurft að semja við andstöðuflokka sína um það, hvernig fjárhagsáætl- un bæjarins skuli samin. Meiri hluti þeirra hefir skapað þeim möguleika til þess að móta svip hennar einir. Þessvegna hefir Reykjavíkurbær líka getað haldið uppi stöðugum og stór- felldum framkvæmdum til hagsbóta borgurum sínum. •— Þessvegna er fjárhagur bæjar- ins svo traustur, sem raun ber vitni um. Ríkið og Reykja- vík Síðan vorið 1939 hefir Sjálf- stæðisflokkurinn lengstum far- ið með yfirstjórn fjármála rík- ísins, þ .e. a. s. fjármálaráð- herrann hefir verið úr hópi Sjálfstæðismanna. En flokkur hans hefir verið í minnihluta á Alþingi og hann hefir setið í samsteypustjórn. Fjármála- ráðherrann hefir þessvegna orð ið að semja við samstarfsflokka sína um svip fjárlaganna að hverju sinni. Hann hefir ekki haft aðstöðu til þess að segja: Þessari stefnu vil jeg fylgja í fjármálum, svona eiga fjárlög- in að líta út. Því miður hefir Sjálfstæðis flokkurinn ekki getað fram- kvæmt stefnu sína í fjármála- stjórn hins íslenska ríkis. Þess vegna horfir nú alt öðru vísi um afkomu þess en höfuðborg- arinnar. Þessvegna hækka nú margskonar álögur á sama tíma> sem höfuðborgin ljettir útsvara bjnðina á borgurum sínum. — Þessvegna hrúgast nú upp lausa skuldir ríkissjóðs í bönkum og lánsstofnunum á sama tíma, sem Reykjavíkurbær hefir greitt lausaskuldir sínar upp og safnað drjúgum sjóðum. Samanburðurinn á fjármála stjórn höfuðborgarinnar og ríkisins talar sínu máli. — Þar, sem Sjálfstæðisflokkurinn ræð- ur einn, blómgvast fjárhagur- inn, þar sem hann er háður sam starfi andstöðuflokka sinna, fær hann miklu minna til veg- ar komið. Þess ber þó að minnast, að fyrir forystu Sjálfstæðisflsokks ins hafa erlendar skuldir rík- isins verið greiddar upp í und- anförnum góðærum. Ríkissjóð- ur má nú heita skuldlaus út á við þegar frá er tekið 12 milj. kr. Marshall lánið til síldarverk smiðja við Faxaflóa, sem tekið var á s. 1. sumri. En eins og kunnugt er standa viðkomandi fyrirtæki straum af því þann- ig að raunverulega er það ekki skuld ríkisins. Bíræfni skulda- kónganna Framsóknarmenn hafa und- anfarið reynt að telja þjóðinni ti'ú um það að alt það, sem af- laga fer í fjármálum ríkisins, innlend skuldasöfnun, útþensla ríkisbáknsins o. s. frv., sje bein sök Sjálfstæðisflokksins og hans eins, vegna þess að fjár- málaráðherrann hafi undanfar in ár verið Sjálfstæðismaður. Það er furðuleg bíræfni af flokki skuldakónganna, sem sökktu ríkissjóði í fen erlendra skulda á árunum 1927—1939 og eyðilögðu lánstraust ríkisins, að bera slíkar blekkingar á borð fyrir þjóðina og æt.last til þess að þeim sje trúað. Skuldakóng- arnir og hallærishöfundar fyr- irstríðsáranna vita það að fjár- málaráðherra í samsteypustjórn hefir enga aðstöðu til bess að framkvæma hreina flokks- stefnu. Fjármálaráðherrar Sjálf stæðisflokksins hafa á timabil- inu 1939—1949 orðið að semja við andstöðuflokka sína. þ. á. m. Framsóknarflokkinn, um afgreiðslu fjárlaga. Þeir hafa ekki getað fyrirskipað þinginu að samþykkja fjárlagafrum- vörp sín eins og þeir vildu helst hafa þau. Til þess hefir þá brostið meirihluta. Og samn- ingarnir við þessa flokka hafa ekki tryggt landlnu örugga fjármálastjórn og traustan fjár hag. Framsóknarflokkurinn hef ir heldur ekki -verið sá flokk- ur, sem auðveldast hefir verið að laða til fylgis við skynsam lega fjármálastefnu. Nær sanni væri að segja að hann hefði ver ið ábyrgðarlausari en allir aðr- ir þrátt fyrir sparnaðarraus sitt nú. Til þess ber brýna nauðsyn að þjóðin skapi Sjálfstæðis- flokknum sömu aðstöðu á Al- þingi og hann hefir í bæjar- stjórn höfuðborgarinnar til þess að framkvæma stefnu sína í fjármáium. Grundvöllur fram fara og umbóta er traustur fjár hagur. Við íslendingar höfum undanfarið unnið miklar um- bætur í landi okkar og við þurf um að halda þeim áfram. Hin fjölmörgu óleystu verkefni mega ekki kafna í fjármálaöng þveiti og kyrrstöðu. Þessvegna verður þjóðin að fara að dæmi höfuðborgarbúa og fá þeim mönnum úrslitaáhrif á stjórn ríkisins, sem rejmslan hefur sýnt að geta sameinað það tvent, að framkvæma mikið en kunna þó fótum sínum forráð í fjármálum. Fjárhagslegt sjálfstæði Fjárhagslegt sjálfstæði lands og þjóðar hefir altaf verið eitt af meginstefnuskráratriðum Sjálfstæðisflokksins. Jón Þor- láksson reisti það merki og aðr ir hafa haldið því á lofti síðan. Þjóðin getur þessvegna treyst því að ef Sjálfstæðisflokkur- inn fær meirihluta aðstöðu á Alþingi þá þýðir það betri og traustari fjármálastjórn og bætt an fjárhag ríkisins. Herstöðvar í'hálfa öld Kommúnistar sveitast nú blóðinu við að telja íslending- um trú um það að einhverjir landar þeirra vilji ólmir fá er- lendar herstöðvar til íslands alveg án tillits til þess, hvort friður eða styrjöld sje í heim- inum. Auðvitað er þetta venjulegur kommúnistasannleikur. íslend ingar óska ekki eftir herstöðv- um í land sitt. Þeir óska heldur ekki eftir því að aðrar smá- þjóðir sjeu neyddar til þess að taka við erlendum herjum og herstöðvum á friðartímum. Þeir vilja hinsvegar gjarnan eiga þátt í samtökum annara lýðræðisþjóða um sameigin- lega viðleitni til þess að tryggja heimsfriðinn og öryggi sjálfra sín. Þannig hugsa flstir íslend ingar. En kommúnistarnir á Islandi hugsa alt öðru vísi. Þeir hrósa ,t. d. happi yfir því að finnska þjóðin skuli vera neydd til þess að hafa rússneskar herstöðvar í landi sínu næstu hálfa öld. Þessar rússnesku herstöðvar eru í nágrenni hinnar finnsku höfuðborgar og hafa skapað Rússum aðstöðu til þess að þröngva kosti Finna hvenær, sem.þeim sýnist. Þetta finst íslensku kommún istunum ákaflega sanngjarnt og það finnst finnskum kom- múnistum líka. Herstöðvar í hálfa öld, hvað er að fást um það, ef þær að- eins eru rússneskar? Já, en við erum á móti her- stöðvum á íslandi ,segja ,,ætt- jarðarvinirnir“ við Þjóðvilj- ann. Okkur er sama þó Rúss- ar hafi herstöðvar rjett hjá Helsingfors, en til íslands mega þeir ekki koma. Hver trúir svona vfirlýsing- um kommúnista? Enginn nema hann sje ann- aðhvort dósent eða prófessor í einfeldni. Íslenskir kommún- istar eru ekkert öðru vísi en kommúnistar annara landa. — Finnskir kommúnistar gleðjast yfir hinum rússnesku herstöðv um í Finnlandi og kröfðust peirra að mpira segja á sínum tíma. Okkar kommúnistar ætluðu einu sinni að- útvega Rvissum herstöðvar á Íslandi með styrj- aldarþátttöku íslendinga og „vernd“ Rússa. En bau áform fóru út um þúfup. Þegar Rússar vildu fá Svalbarða Nokkru eftir að siðustu heimsstyrjöld lauk gerðist at- burður, sem sýnir enn greinileg ar aðstöðu kommúnista hjer á landi og annarsstaðar til her- stöðva í löndum smáþjóða. —- Rússar fóru þess á leit við Norð menn að þeir lánuðu sjer land undir herstöðvar á Svalbarða. Muna íslendingar ekki hvað gerðist þá? Norska stjórnin neitaði að lána Svalbarða undir rússnesk- ar herstöðvar. Norska þjóðin stóð einhuga með stjórn sinni í þeirri ákvörðun. En það voru samt til menn í Noregi, sem vildu gera Stalin marskálki þennan smágreiða. Þeir vildu fá rússneskar herstöðvar á Sval barða. Hvaða menn voru þetta? Það voru norsku kommúnist arnir. En skyldu íslensku kommún- istarnir þá ekki hafa mótmælt þessum kröfum Rússa á hend- ur frændum okkar Norðmönn- um? — Það hljóta þeir að hafa gert. Nei, ó nei, engin slík mót- mæli sáust í Þjóðviljanum og enginn dósent hjelt ræðu og eng in mynd var birt af presti. íslenskum kommúnistum fannst það alveg sjálfsagt að Rússar fengju herstöðvar á Sval barða og í Finnlandi. Þeir minntust ekkert á að „hlut- leysi“ Noregs væri brotið með slíkum herstöðvum. Norsku kommúnistarnir töldu það ekki heldur. Það er óþarfi að rekja þessa sögu lengra. Hún sannar það að kommúnistar eru altaf með herstöðvum þegar að það eru Rússar, sem vilja fá þær. — Finnsku kommúnistarnir stofn- uðu ekkert ,,þjóðvarnarfjelag“ þegar Stalin krafðist herstöðva í Finnlandi. Það gerðu norsku kommúnistarnir ekki heldur, þegar beðið var um Svalbarða. En kommúnistar allra landa eru eins, sömu rússnesku kú- gildin og undirlægjur og flugu- menn Moskvavaldsins. Ungverski kardínálinn Fyrir nokkru tóku hin komm únistisku stjórnarvöld Ung- verjalands Minszenty kardínáln fastan, en hann er einn æðsti maður ungversku kirkjunnar.. Var kardínálanum gefið það aÓ sök að hafa „unnið gegn stjórn- inni“ og gjarnan viljað koma henni frá völdum. Áður en þessi þjónn kirkjunn ar var tekinn fastur, hafði hann skrifað öllum biskupum lands- ins brjef og tilkynnt þeim það, að ef þeir heyrðu frá sjer játn- ingar um að hafa drýgt ein- hverja glæpi, þá væru þær „dauðar og ómerkar“ og aðeins að kenna „mannlegum veik- leika“ sínum. Er auðsætt að hann hefur gert ráð fvrir því að verða píndur til þess að játa á sig yfirsjónir og glæpi. sem hann aldrei hafði framið. Rjettarhöldin yfir kardinál- anum hófust s.l. fimtudag. — Hafði hann þá setið nokkra daga í fangelsi. Var þá lesið brjef frá honum þar sem hann játaði að vera sekur um alla þá glæpi, sem ákæran gegn honum hljóðaði upp á, svo sem svartamarkaðsbrask, landráð o. fl. En ekki nóg með það. Nú hefur hinn ungverski karináli lýst því yfir í „rjettarhöldun- um“, að brjef sitt til biskup- anna, þar sem hann kvað játn- ingar, sem hann kynni að gefa í fangelsinu „dauðar og ómerk- ar“ og sprottnar af „mannleg- um veikleika" sínum, sje mark- leysa ein og taki hann þaðaft- ur'! Jafnframt lýsti hann því yfir að fangaverðir sínir væru heiðursmenn og síður en svo undan vistinni hjá þeim að kvarta!! Það er ekki fjarri sanni, að saga þessa vesalings ungverska kardínála sje eitthvert bros- legasta dæmið um þá skrípa- mynd, sem rjettarfarið hefur tekið á sig i þeim löndum, þar sem kommúnistar fara með völd. Fyrst er fórnardýrið látið játa á sig hverskonar glæpi, er valdhöfunum þykir þægilegt að láta pólitíska andstæðinga sína játa á sig. En það þykir þó ekki nóg. Sakborningurinn verður jafnframt að lýsa því yfir, að á honum sje ekkert. mark takandi og hafi aldrei verið! Um það getur engum bland- ast hugur, sem heyrir sögu og ,,játningar“ Mindszenty kardí- nála fyrir hinum kommúnist- iska rannsóknarrjetti, að þar er verið að leika sama leikinn og í hinum miklu rússnesku „hreinsunum" árið 1936. Um þær aðferðir, sem þar var beitt til þess að knýja fram „játn- ingar“, eru til vitni utan Rúss- lands, menn sem sluppu undan harðstjórninni og skýrðu heim- inum frá þeim pínslum, sem þeir^höfðu orðið að þola á pínu bekkjum ,,öreigaríkisins“. Ungverski kardínálinn er að eins fórnardýr Sovjetrjettar- ins. En „játningar“ hans eru óvenju spaugilegar og and- síæðukendar. Þess vegna vekja pær sjersíaka athygli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.