Morgunblaðið - 17.02.1949, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.02.1949, Blaðsíða 1
0ÍWÖWW 36. árgangux. 39- tbl. — Fimmtudagur 17. febrúar 1949. PrentsmiSja Morgunblaðsins „OKKAR GAMLA VERIMD - FJARLÆGÐIIM r ,, . fA ER ÚR SttGIJIMIMIu rrumvarp til nýrra ertða- ( laga lagt fyrir Alþingi Mörg merkileg nýmæli í GÆR VAR lagt fyrir Alþingi frumvarp til erfðalaga Er það stjórnarfrumvarp, flutt að tilhlutun dómsmálaráðherra. Núgildandi erfðalög eru frá 1850, og eru þau að sjálfsögðu orðin mjög úrelt í einstökum atriðum, sjerstaklega hinn víð- tæki erfðarjettur, sem enn er í gildi, fjórmenningaerfð’r í hinu nýja frumvarpi eru ýmis nýmæli, auk meginbreyting- anna, sem það gerir á frændsemiserfðinni. Má þar benda á af- síöðu milli kjörbarna og kjörforeldra, um samning erfðaskrár cg gildi hennar og um heimild arfláta að takmarka umráða- rjett erfingja yfir skylduarfi. Um arf ættingja og hjóna. Skal hjer getið heistu ný- mæla frumvarpsins. Frumvarp- ið er í 3 köflum. Fjallar fyrsti kaflinn um arf ættingja og hjóna. — í 4. gr. segir: Ef annað foreldri arfleifanda er andað, en hitt lifir, þá t( kur það, sem á lífi er, heln ing arfs, en hinn helmingui ion hverfur til barna eða barna- barna hins látna foreldris Nú eru hvorki börn nje barnabörn hins látna á lífi, og tekur þá hitt foreldrið allan aríinn Hjer er það nýmæli, að ekki erfa niðjar foreldra arfleifanda lengra niður en systkinabörn hans. Niður erfir ekki afa- eða ömmusystkini sín. í gildandi erfðalögum eiga afar, ömmur, langafar og lang- Ömmur, langalangafar og langa iangömmur og niðjar þeirra erfðarjett. . Skv. 6. gr. fellur erfðarjett- ur þessa fólks niður, en afar og ömmur og börn þeirra — foreldra-systkini — halda þó þeim rjetti. < Samkvæmt núgildandi lög- um erfir maki helming eigna feins látna maka, ef ekki eru niðjar hans á lífi, en lif?ndi eru foreldrar hans og niðjar þeirra. Skv. 7. gr. frumvarps- íns verður rjettur makans lak- ari að því leyti, að afar og ömmur og foreldraystkini bæt- ast við þann flokk, sem tak- markar rjett hans, en aftur á móti hverfít þaðan nið;ar, svst- kinabörn hins látna maka 8. gr. frumvarpsins er ný- mæli. Hún hljóðar svo: — Nú andast það hjóna, sem lengur lifir, án þess að hafa gifst aft- ur, en á ekki lifandi niðja eða kjörniðja og hefur ekki ráð- stafað eignum sínum, og skulu þá eftirlátnar eigur þess' skipt- ast milli lögerfingja þeirra beggja að jöfnu, þó þannig, að arfur sá, er áður kann að hafa verið greiddur eftir hinn fyrr látna maka, verður við arf- Framh. á bls. 8. Engin sprenging LONDON, 16. fcbr. -Leyni lögreglumcnn frá Scot- land Yard gerðu í dag ítarlega húsrannsókn í hinum opinberu skrifstof um Isracls í London, eft- ir að ónefndur maður hafði hringt og tilkynt að þar myndi verða spreng- ing mikil milli kl. 2.30 og 3. — Alt starfsfólk í skrif stofunum var rekið út, meðan leynilögreglumenn irnir athuguðu húsið hótt og lágt. Ekkert grunsam- legt fanst og engin spreng ing varð, svo að Scotland Yard mennirnir komust loks að þeirri niðurstöðu að einhver gamansamur náungi hefði verið að hrekkja þá. — Reuter. Inga lil Islands Einkaskeyti lil Morgunblaðsins. K.HÖFN, 16. febr. — Ríkis- stjórnin danska hefir í hyggju að veita gjaldeyþisleyfi fyrir ferðamenn til fleiri landa, en almennt hefir verið til þessa. Meðal-þeirra landa, sem Danir eiga að fá ferðapeninga til eru Island og Finnland. Samkvæmt fyrirætlunum stjórnarinnar eiga Danir eftir- leiðis að fá, sem svarar 400 króna leyfi í ferðapeningum ár- lega til annaðhvort íslands, Finnlands, Noregs, Svíþjóðar, Englands, Frakklands eða Hol- lands. — Páll. Frjeftir í slutlu máli OSLO 16. febr. — Halvard Lange, utanríkisráðherra Nor- egs, kom aftur til Oslo í dag, úr ferð sinni til Bandaríkjanna og Bretlands. Mun hann gefa Stór- þinginu skýrslu um viðræður sínar við Acheson og Bevin um varnir Norðurlanda og Atlants- hafs-bandalag. —o— SHANGHAI, 16. febr. — Dr. Sun Fo, forsætisráðherra Kína, tilkynnti í dag að hann hefði ekki sagt af sjer. Stjónrmála- menn hjer álíta þó að þess muni ekki langt að bíða, að hann biðj- ist lausnar, þar eð honum hafi ekki tekist að fá stjórnina til þess að samþykkja það, að að- setursstaður hennar skuli vera í Kanton. Ho Ying Chin fyrrv. hermálaráðherra, er talinn lík- legastur eftirmaður Sun Fo. —o— RHODOS, 16. febrúar. — Dr. Bunche, sáttasemjari S. Þ. í Palestínu ,tilkynnti í dag, að allt útlit væri nú fyrir að Egyptar og Gyðingar væru í þann veginn að komast að sam komulagi. — Friðarviðræður Transjórdaníu og Israel munu hefjast um miðja næstu viku, ef samkomulag næst á Rhodos, næstu daga, eins og líklegt er talið. WASHINGTON, 16. febr. — Dean Acheson, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, tjáði blaðamönnum í dag að hann vonaðist til þess að bráðlega myndi hægt að birta efni At- lantshafs-sáttmálans, en með honum kvað hann miðað að því að stofna varanlegt öryggis- kerfi. Sagði hann, að fyllsta samkomulag ríkti milli þjóð- anna, er að sáttmálanum stæðu. Þá neitaði ráðherrann því eindregið, að Bandaríkin hefðu í hyggju að breyta um stefnu í Japans-málinu, eða flytja her- lið sitt brott þaðan. —o— GENF, 16. febr. — Rússland, Ukraina og Hvíta-Rússland hafa tilkynnt að þau ætli að segja sig úr heilbrigðismála- stofnun S. Þ. vegna þess að starfsemi stofnunarinnar sje ó- fullnægjandi, sjerstaklega hvað snertir sjúkdómsvarnir. Trygve Lie ljet svo ummælt í sambandi við þetta, að hann vonaðist til þess að þessi þrjú lönd endur- skoðuðu úrsögn sína. Ræða Bjsrna Benediktssonar ulanríkis- málaráðherra á fundi sjálfsfæðisfjelag- anna á mánudaginn Viðræður um baðmull WASHINGTON: — Þjóðir þær, er framleiða baðmull, munu halda fund með sjer í Belgíu í apríl n.k. til þess að ræða baðm- ullarverð. Háir skattar WASHINGTON — Á árinu 1948 greiddu bandarískir borgarar 42 ( billjónir dollara í skatta — eða 3 billjónum meira en á árinu 1947. AFSTAÐA íslendinga til stórra viðburða samtímans, styrjalda og herferða hefur löngum verið furðu lík því, sem Goethe læt- ur borgarann í Faust segja: „Jeg veit mjer ekkert sælla á sunnu- og helgidögum en sitja og tala um stríð og vopnagný, er Tyrkja löndum fögrum fjarri í menn fólkvíg heyja spjótalögum, við gluggann standa, súpa ótæpt á og á það horfa, er skipin niður fljótið líða og heim svo gleði halda írá og hugsa um blessun íriðartíða“. Um margra alda skeið var hernaður svo fjarlægur íslend- ingum, að hann gat verið á- nægjulegt umræðuefni í því ör- yggi friðarins, sem ríkti hjer á landi. Vernd Danaveldis Lengi hjeldu menn, eða þótt- ust halda, að vera Islands í danska ríkinu — og eftir 1918 samband Islands við það — væri næg trygging fyrir öryggi landsins. Jafnvel í baráttunni um lýðveldisstofnunina 1944 heyrðist sá sónn, að ísland væri sett í aukna hættu, ef stjórn- skipúleg tengsl þess við Dan- mörku væru slitin, Reynslan sjálf, sem jafnan er ólygnust, hafði hinsvegar fyrir löngu skorið úr því, að danska ríkið megnaði ekki að veita ís- landi hjálp, ef á reyndi. Þvert á móti höfðu Napóleonsstyrjald irnar fært mönnum heim sann- inn um það, að vegna þess að Island þá var talið hluti af danska ríkinu, lenti það í hættu, er Danmörk dróst inn í styrjöld. Að því sinni barg góðvild Englendinga og fjar- lægð íslands frá hinum þýðingar- meiri vígstöðvum landinu frá beinum hernaðaraðgerðum, þó að margskonar óþægindi og skortur leiddi af því stríði fyr- ir íslendinga. í fyrri heimsstyrjöldinni, 1914—18, óttuðust menn mjög, að Danmörk kynni þá og þeg- ar að dragast inn í stríðið og að Island mundi þess vegna lenda í hættu, ef það enn væri talinn hluti danska ríkisins. — Meðal ánnars af þessum sökum vildu menn mjög hraða sam- þykt Sambandslaganna 1918 og lögðu þá mikla áherslu á hlut- leysisyfirlýsinguna í 19. gr. Sambandslaganna, þar"sem sagt var, að ísland lýsti yfir ævar- andi hlutleysi sínu. Viljinn til hlutleysis átti að nægja Menn töldu þá sem sagt, að aðalhættan fyrir Island stafaði af sambandinu við Danmörku. Okkur væri því mikil nauðsyn. á, að ótvírætt væri, að hvað sem um stríðsbátttöku Ðan- merkur yrði, þá mundi Island halda áfram að vera hlutlaust. Fjarlægðin frá hinum stóra heimi, þar sem öll höfuðtíð- indi gerðust, var þá svo mikil, að menn hjeldu að hlutleysi, þ. e. a. s. vilji okkar til að láta deilur annara afskiftalausar, mundi nægja okkur til vernd- ar. Menn virðast ekki hafa. hugsaði þá hugsun, að alveg eins og þeir óttuðust, að Danmörk drægist inn í deilur á móti vilja símfm og setti okkur þar með í hættu, eins kynni Islandi, án vilja síns og án tillits til sam- bandsins við Danmörk ,að verða dregið inn í deilur annara. Fljót á litið virtist saga ís- lands styðja þá skoðun, að slík- j ur vilji til hlutleysis og því | lík yfirlýsing um það, værl ifullnægjand trygging fyrir ör- • yggi landsins. íslendingar sjálf- ! ir höfðu lagt vopnaburð niður ( fyrir langa löngu. Aðrar þjóðir höfðu aldrei farið með eigin- legan hernað á hendiii’ þeim og ránsferðir slíkar sem Hund- tyrkjans á 17. öld, áttu sjer ekkl j stað, á þvílíkuum menningar- (tímum, sem fyrri hluta tutt- (ugustu aldar. Eina valdið, sem I við höfðum þekt, var hinn veikl I her danska ríkisins. Höfðum I við þó ekkj sjeð honum brcgða I fyrir nema rjett einstöku sinn- um, og þá fremur á þann veg, að menn furðuðu sig á, að stjórnin vasri að hafa fyrir þvi, að senda fáeina hermenn upp til íslands, en menn skildu, að þarna var verið að sýna aðferð- ina, sem þá var, og er raunar í alt o fríkum mæli enn, tíðk- anleg til að' leysa úr deilum milli þjóða. 1 I Varnarmáttur verður að fylgja hlutleysinu Þó að á slíku örlaði hjá Dön- um gegn íslendingum, vav hitt Framh. á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.