Morgunblaðið - 17.02.1949, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.02.1949, Blaðsíða 6
Fimmtudagur 17. febrúar 1949. MORGUNBLAÐIÐ Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj. Sigfús Jónsson. Rltstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgBana.) Frjettaritstjóri; ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstrœti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, Innanlanda. kr. 15.00 utanlands. t lauaasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbðk. Vandræðaskáld Tímans ALLT frá því að þingmenn Sjálfstæðisflokksins fluttu á s.l. hausti tillögur á Alþingi um aukinn innflutning landbúnaðar- tækja, hefur Tíminn varla getað á heilum sjer tekið. Fyrst þegar tillögurnar voru lagðar fram spáði blaðið því að þær væru aðeins fluttar til þess að sýnast og myndu aldrei verða samþykktar. En nú hefur Alþingi samþykkt þær og þrír flokkar þingsins sameinast um afgreiðslu þeirra. Mætti nú ætla að „vinir landbúnaðarins“ í Framsóknarflokknum væru * glaðir og ánægðir með þann vilja Alþingis, sem samþykkt þessara tillagna sýnir. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Tíminn er sárgramur og reynir á alla lund að draga úr þýðingu þessara samþykkta Alþingis. í gær lætur hann vandræðaskáld sitt, manninn, sem lá á glugganum, skrifa langa grein, sem á að sanna, að það hafi enga þýðingu fyrir landbúnaðinn að mikill meiri- hluti Alþingis hefur lagt fyrir innflutningsyfirvöldin að inn- flutningur landbúnaðartækja skuli stóraukinn. Vandræða- skáldið er einnig látið yrkja þá öfugmælavísu að aðalflutn- ingsmaður annarrar þingsályktunartillögu Sjálfstæðismanna hafi lýst því yfir að tillagan væri markleysa. Að sjálfsögðu eru þetta tilhæfulaus ósannindi. í umræðunum um innflutn ing landbúnaðartækjanna lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins einmitt áherslu á það, að mikla áherslu bæri að leggja á innflutning þessara tækja og að bændur yrðu að sitja fyrir um gjaldeyrisleyfi til þeirra. En hvernig stendur á þessum óróa Tímaliðsins í sambandi við fyrrgreindar ályktanir Alþingis? Orsökin er auðsæ. Framsóknarflokkurinn fór með völd á íslandi árin 1927— 1939 eða í samfleytt 22 ár. Allan þennan tíma sögðust Fram- sóknarmenn vera önnum kafnir við að vinna fyrir sveitirnar og landbúnaðinn. En hver var árangurinn af þessu starfi og striti Framsóknar fyrir bændur? Hann var heldur dapurlegur. Fólkinu fækkaði stöðugt í sveitum landsins, karakúlpestir voru fluttar inn og blómleg búnaðarhjeruð tæmdust að búpeningi. Vonleysi og vantrú á landið breiddist út. En Framsókn sagðist alltaf vera að hjálpa bændum. í ársbyrjun 1939 gafst Framsóknarstjórnin hreinlega upp og leitaði liðsinnis Sjálfstæðisflokksins um stjórn landsins. Hafði þá um skeið ríkt ástand, sem nálgaðist algert hallæri í sveitum og við sjó á íslandi. Svo grálega hafði stjórn „bændavinanna“ leikið þjóðina og þá einnig fólkið í sveitum landsins, sem þyrptist á mölina, þar sem atvinnuleysið tók við því. Fjárhagur ríkissjóðs var hinn herfilegasti og pen- ingarnir höfðu verið felldir í verði. Þetta var sá akur, sem Framsóknarstjórn tveggja áratuga hafði ræktað. Síðan Sjálfstæðisflokkurinn komst til nokkurra áhrifa í stjórn landsins hefur allt öðruvísi verið haldið á málum bænda. Sjálfstæðismönnum var það Ijóst, að bændum hent- aði betur aukinn innflutningur margskonar búvjela en inn- flutningur karakúlpesta. Ólafur Thors fjekk einum vitrasta og góðviljaðasta stjórnmálamanni landsins forstöðu land- búnaðarmála, er hann myndaði nýsköpunarstjórn . sína á stofnári lýðveldisins. Pjetur Magnússon, sem var gjörkunn- ugur högum og þörfum bænda, beitti sjer síðan fyrir veru- legum innflutningi landbúnaðarvjela og tækja, m. a. jeppa- bifreiðum, sem orðið hafa vinsælustu og eftirsóttustu tæki, sem íslenskir bændur hafa fengið. Bændur ljetu heldur ekki sitt eftir liggja. Eftirspurnin eftir hverskonar landbúnaðartækjum var geysimikil og hefur engan veginn tekist að fullnægja henni ennþá. Þess vegna samþykkti landsfundur Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn var á Akureyri s.l. sumar að fela þingmönnum flokksins að beita sjer fyrir auknum innflutningi þessara tækja. Tíminn og vandræðaskáld hans eru hræddir. Þeir vita að bændur landsins skilja að Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið allt öðrum og skynsamlegri. tökum á vandamálum þeirra. Þeir sjá að fyrir forystu Sjálfstæðismanna hafa bæhdum skapast skilvrði til þéss að reka búskap sinn á heilbrigðari grundvelli eh aður. Þéss vegna er vanaræðaskáldið sent' út af orkinni til'að ýfkjá’öfugmælaví^uf, sem bændúr munu hafa að háði og spötti. t-ar: 'uerii áhrija ÚR DAGLEGA LÍFINU Húsinu lokað klukkan 9 FJELAGIÐ Anglia tilkynnir að ,það haldi skemmtifund í kvöld fyrir meðlimi sína og gesti þeirra. Skemmtunin hefst klukkan 8,30 — og svo kemur rúsínan: Húsinu verður lokað kl. 9. Þarna á augsýnilega ekki að líða fundamönnum neitt reyk- vískt ráp. Ef menn ætla að sækja skemmtunina þá verða þeir að koma — ekki síðar en hálftíma of seint. • , Brautryðjendur ÞAÐ er engin hætta á öðru, en að forstöðumenn Anglía standi við orð *sín og að húsinu verði lokað Rlukkan 9. Þeir hafa sýnt það áður, að þeir þora að brjóta í bág við vinsælan óvana. Það var Anglía og Ferðafje- lag íslands, sem fyrst fjelaga hjer í bænum tóku upp á því, að hætta dansleikjum klukkan 1 eftir miðnætti á rúmhelgum dögpm. • Hægt að loka víðar OG það á að taka upp Anglíu- aðferðina víðar og loka sam- komuhúsum á ákveðnum tím- um til þess að koma í veg fyrir hið leiða ráp. Það eru t.d. kvikmyndahús- in. Stungið hefur verið upp á, að þeim væri lokað eftir að sýningar hefjast. Og það er alveg sjálfsagt að gera það. • Óframbærileg mótbára ÞAÐ er haft eftir einum elsta og reyndasta starfsmanni kvik myndahúsa hjer á landi, Ólafi Jónssyni, sýningarstjóra í Nýja Bíó, að þetta sje ekki hægt, vegna þess hve fólkið verði óánægt. Jeg skil ekkert í honum Óla í Bíó, mínum ágæta, gamla vini, að láta hafa eftir sjer slíka mótbáru. Karlarnir urðu líka óánægð- ir þegar þeim var bannað að spýta skroinu á gólfið og ætl- uðu vitlausir að verða, eða settu upp hundshaus þegar þeim var sagt að nota emali- eraða bakka. Það má búast við því, að menn taki umbótunum heldur þunglega, sjerstaklega þegar hróflað er við arfgengum venj- um. En oftast tekst það með þrautsegjunni. Óviðkunnanleg os ANNAR ósiður í skemmtana- lífi borgarinnar er ösin, sem jafnan safnast saman við aðal- dyr veitingahúsanna. Þetta er einkum áberandi í veitingasöl- um Hótel Borg. Konur og karl- ar standa þarna og góna inn í salinn og róta sjer ekki, þótt aðrir þurfi að komast út, eða inn. Sumir eru vafalaust að leita sjer að borðum, en aðrir virð- ast koma til að sýna sig og sjá aðra, eða bara til að glápa, eins og sagt er. Erlendis er sá siður hafður, að um leið og gestir koma inn í veitingasali betri gistihúsa kemur yfirþjónn á móti þeim, bíður gesti velkomna og leiðir til sætis. Eða, ef veitingasal- irnir eru setnir, þá segir yfir- þjónn gestum, að ekki sje pláss fyrir þá og vilji þeir ekki gera svo vel, að bíða frammi við, þar til hægt sje að finna þeim sæti. • Dyraverðir einir duga ekki NÚ hefur t.d. Hótel Borg ágæt- is dyraverði og þegar ekki eru Jengur til fleiri sæti í veitinga- sölunum, er nýjum gestum ekki hleypt inn. Þetta er sjálf- sagt fyrirkomulag, en dugar ekki til. Því alltaf sleppa menn með einhverjum ráðum fram hjá dyravörðunum og safnast saman í hópinn við aðal dyrnar til að glápa, eða bíða í þeirri von, að sæti losni. Það er dálítill ómenningar- bragur á þessu fyrirkomulagi og það væri þörf að afnema það, annað hvort með því, að sjerstakur maður yrði fenginn til að vísa veitingahúsgestum til sætis, eða með því, að dyra- verðir flyttu sig frá útidyrum til að stugga mönnum frá þar sem þeir safnast í hópa við inn ganginn í veitingasali. • Lítið hækka hættumerkin I GÆR sá jeg manninn með glóðaraugað, sem jeg sagði ykkur frá um nýárið, að rekið hefði sig á umferðarmerki og varð af áramótagleðinni fyrir bragðið. Augað og þar í kring virtist hafa háð sínum eðlilega og upphaflega lit og maðurinn sýndist ekki hafa orðið fyrir varanlegu tjóni fyrir utan Ieið indin, sem hann hafði af ,,kík- irnum“ meðan hann stóð í blóma. En maðurinn minnti mig á loforð, sem ekki hefur verið uppfylt og það er, að hækka skyldi umferðarmerkin til þess að síður væri hætta á, að þau hálfdræpu vegfarendur. Því var lofað, að gengið yrði í, að hækka merkin eftir ný- árið, en nú er langt liðið á febrúar og engin sjást þess merfci, að standa eigi við lof- orðið. Það þarf stundum að kalla nokkuð oft eftir efnunum, þótt ekki sje um meira að ræða, en þessi hættumerki. MEÐAL amnaRA ORÐA .■■■iiiiiiiiiiiii iii immi 1111111 lllllllllll••ll■lllllllllllllllll■■llllllmmmmmml iiiiiiiiiiiiimmmimiiiiiMM>ii""mmiiiiiiiiiiiimmimimm^ Bremerhaven að reisa við eftir siríðið Eftir Jack Smyth, frjettaritara Reuters. BREMEN — Bremerhaven, ein af stærstu fiskveiðiborgum Evrópu fyrir styrjöldina, er nú aftur að ná sjer. Við fiskiðn- aðinn starfa nú meir en 8,300 manns — eða þvínær 40 pró- sent fleiri en 1945. Af þessu fólki eru 2,200 á fiskveiðiskip- um, en afgangurinn vinnur við fiskiðnaðinn í landi og skylda framleiðslu. Síðastliðin þrjú ár hafa 58 stórir togarar, sem voru í þýska flotanum, verið endur- byggðir í skipasmíðastöðum borgarinnar og bætt við tog- araflota hennar, sem í voru að- eins 24 togarar þegar stríðinu lauk í maí 1945. í dag er fiski- flotinn .-83 togarar og 113 stór fiskiskip. • • MIKLIR ERFIÐLEIKAR TIL þess að ná þessari aukn- ingu, hefur orðið að sigrast á geysimiklum erfiðleikum, sem fylgjandi voru birgðaútvegun fyrir flotann og fiskveiðarnar í heild.' FyrstU mánuðina eftir að stríðinu láuk, var oft og tíðum ómögulegt að útvega kol, net og hlífðarföt. í dag er svö komið, að nógar kolabirgðir berast og segja má, að þvínær nóg sje hægt að fá af netum og hlífðarföt- um. • • 2,000 TONN Á DAG F JEL AGSSK APURINN, sem sjer um stjórn hafnarinnar, heitir „Fiskmarkaðsfjelagið“. Það annast meðal annars af- fermingu skipa og dreifipgu aflans. Til þess að gera þetta sem. best, hefur fjelagið sitt eigið pósthús, einkasíma með meir en 500 númerum, vjela- verkstæði og varðlið, sem í eru 44 menn. Um 75 prósent af lóðaeign hafnarinnar er nú aftur í not- kun eða um þrjár fermílur. Hjer eru meðtalin hin geysi- stóru markaðs- og fiskpökkun- arhús, þar sem tekið er á móti um 2,00Qf tonnum af nýjum fiski á dag til dreifingar til fisksala og fiskiðjuvera. STRANGT EFTIRLIT DREIFING fiskjarins hefst frá markaðshúsunum snemma á morgni hverjum. Um 190 heild salar í Bremerhaven taka þátt í dreifihgunni, undir opinberu eftirliti. — Eftirlitsmennirnir hafa samvinnu við héilbrigðis- skrifstofu borgarinnar; en hún fylgist nákvæmléga með því, hvernig fiskur er boðinn til sölu í markaðshúsunum. Aðeins nýr og nýlegur fisk- ur er sendur í verslanirnar. Sá fiskur, sem ekki er tal- inn hæfur til manneldis, er notaður til fiskimjölsfram- leift'du eða líkrar vörufram- leiðslu. Sjerstök járnbrautarstöð sendir daglega fjórar „fisk- lestir“ til annarra borga. Til skamms tíma var aðeins send- ur fiskur frá Bremerhaven til fylkjanna átta á bresk-banda- ríska hernámssvæðinu, en nú nýlega var ennfremur byrjað að senda fiskinn til franska her námshlutans. Fundur 9 Marsbalt- ianda í París PARÍS, 15. febr. — Fulltrúa 9 Marshall-landa hjeldu fun. með sjer í París hjer í dag ti þess að ræða það hvaða leiði væri hægt að fara til þess a hraða endurreisn Evrópu. Va Spaak fundarstjóri. Var ræt um að kjósa 5 manna ráðherr nefnd er skyldi að einhverji leyti stjórna framkvæmdur endurreisnaráætlunar Evrópr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.