Morgunblaðið - 23.02.1949, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.02.1949, Blaðsíða 12
12 MORGVNBL4Ð1Ð Miðvikudagur 23. februar 1949 -'n SigasrSsii* Skagfield FRTJ INGA Hagen Skagfield og maður hennar, Sigurður Skagfield, hjeldu söngskemmf- un í Gamla Bíó á sunnudag- inn var. Sungu þau einsöngva og tvísöngva og var söngskrá- in allfjölbreytt. Sigurður söng aríur úr „Töfra skyttunni“ (sem nú hafði hlot- ið nafnið ,,Skæruliðarnir“!) eft ir Weber — og aríu úr Tosca eftir Puccini, sem aukalag. Sig- urður er öllum hjer fyrir löngu það kunnur fyrir söng sinn og hina þróttmiklu rödd, að óþarft er að kynna hann fyrir áheyr- endum. Hann nær bestum ár- angri á háu tónunum, sem eru glæsilegir, og gætir víða til- þrifa í söng hans, einkum þeg- ar um forte-söng er að ræða. Þó mætti skapinu stundum vera betur í hóf stillt, því honum hætti t. d. nú við að beita rödd inni um of á köflum. Einnig færi betur á því, að hann væri rólegri á söngpallinum. En, eins og jeg hef áður sagt: Það væri gaman að heyra Sigurð í góðu óperuhlutverki undir harðri og góðri stjórn, og vonandi verður þess ekki langt að bíða, að þess gefist kostur, að heyra bæði hann og» aðra okkar ágætu söngvara á leiksviði Þjóðleik- hússins. Ber að undirbúa fyrstu óperusýningarnar hjer í tæka tíð með því að velja og æfa óperur, sem hægt er að flytja hjer með innlendum listamönn- um eingöngu, eða að mestu leyti. Þetta ætti hinn ham- ingjusami þjóðleikhússtjóri —1 hver sem hann nú verður — að hafa ’nugfast. — Já, sá fær nóg að hugsa. Frú Skagfíeld söng fyrst lag Schuberts „Der Hirt auf dem Felsen“ (með aðstoð Egils Jóns sonar, sem ljek prýðilega með á Clarinett). Þar næst voru þrjú íslensk lög og svo aríur eftir Lortzing og Nicolai. Söngur frúarinnar var yfir- leitt ágætur og betri eftir því sem á tónleikana leið. Syngur frúin af næmum skilningi og smekkvísi og mjög músikalskt. Var og öll framkoma hennar fögur og látlaus. Minnisstæðust er mjer arían úr „Ljettlyndu konunum "rá Wrindsor“ eftir Nicolai, sem var snilldarlega vel sungin. Að lokum sungu þau hjónin tvísöngva úr óperum eftir Verdi og Puccini. Fjellu þeir í góðan jarðveg og vöktu mjög mikinn fögnuð meðal áheyrenda. Urðu þau að syngja mörg aukalög og þeim bafst mikið nf blómum. Fritz Weisshappel ljek vel undir og húsið var nær fuU- skipað áheyrendum. P. I. 108 millilandaflug- vjelar ienlis í SCefla i januar Hr. ritstjóri! Vegna viðtals þess sem blað yðar á við hr. Örlyg Sigurðs- son í gær, leyfi jeg mjer að senda yður þessar línur. Þar sem jeg tel mig vera all kunnugann í Hull, þá get jeg eigi látið ósvarað fullyrðing- um á þeirri borg og íbúum hennar. Listamaðurinn hefir, að því er virðist, aldrei farið í „listi- túr“ um Hull og úthverfi henn ar, ef dæma má eftir ummæl- um hans í blaði yðar. Fáar borgir eiga jafn fagra og marga skemtigarða (parks) sem Hull. Hafi Örlygur komið í East Park og skoðað byggðina þar í grend, þá yæri lýsing hans önnur en ummæli hans bera með sjer, að jeg tali nú ekki um, Kleppsholt þeirra Hull búa en þar á jeg við Willerby, það hverfi er „paradís", ef hægt er að segja það um mann- lega byggð. Akureyri og Reykjavík, mættu vera hreykin, ef þær ættu jafn íjölbreytt söfn og Hull hefir upp á að bjóða, því þau verða ekki skoðuð á ein- um degi. Höfundur virðist hafa dvalið niður við skipakvíar Hull, en það er hæpið að draga álit sitt af þeirri kynningu, og vera dómbær um, 400 þúsund íbúa borg. Hull varð einna harðast úti í loftárásum Þjóðverja, enda ber borgin þess menjar, og það væri harla einkennilegt, ef fólkið bæri ekki menjar þess harðréttis sem það hefir búið við stríðsárin og nú eftir stríð- ið, kemur -það því úr hörðustu átt, er listamaður kastar steini í slíkt fólk, því ekki hafa lista menn verið stríðaldir svo að jeg viti til. Með fyrirfram þakklæti fyr- ir birtinguna, E. Guðnason. I JANUAR mánuði 1949 lentu 116 flugvjelar á Kefla- víkurflugvelli. Millilandaflug- vjelar voru 108. Aðrar lending- ar voru: Innlendar flugvjelar og björgunarflugvjelar vallar- ins. Trans Canada Air Lines, sem oftast hefu.r verið með flest- ar lendingar 1948, var með 31 lendingu í janúar. American Overseas Airlines var með 25 lendingar, British Overseas Air ways Corporation 13, Air France 5, Royal Dutch Airlines 5 og Trans-Ocean Airlines 4. Flugpóstur með millilanda- flugvjelunum var 30.256 kg„ eða líkt og vanalega, en rjett rúmlega helmingur af því sem flutt var í des. 1948, sem var flugpóstur sem kom hingað 52.110 kg. Til viðbótar var svo 1.201 kg. og 465 kg., sem var sent hjeðan. Flutningur með millilanda- flugvjelunum var alls 61,486 kg„ þar af 9.357 kg., sem kom hingað og 2,075 kg. sem var sent hjeðan. Flugvjel á leið til Arabíu. Gruman Mallard flugvjel í eigu Superior Oil Company, Tulsa, Oklahoma, U. S. A kom hingað á leið til Arabíu. Flug- vjelin lagði upp frá Burbank, Californíu, þar sem þær 6 flug- vjelar í eigu Superior Oil Company hafa aðsetur sitt. Flugvjelarnar eru: áðurnefnd Gruman Mallard flugvjel, ein flugvjel af gerðinni DC —3, ein Lockheed Lodestar og þrjár flugvjelar af gerðinni A—26. Allar þessar flugvjelar eru sjerstaklega innrjettaðar og notaðar til flutninga á yfirmönn um fjelagsins og nauðsynlegum hlutum til framleiðsluþarfa. Ein af flugvjelunum af A—26 gerðinni hefur sjerstakan útbún að á vængjunum til þess, að ! leita að olíu í jörðu. Eggert Claessen Gústaf A. Sveinsson Odfellowhúsið Sími 1171 hæstarjettarlögmenn i Allskonar löc'fraaí!Si<:tn»»* ■■KnmiiiiiawatniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiilnaBM^ AVGLÝSING ER GVLLS tGILDl Síða S. U. S. Frh. af bls. 5. hvort hinn almenni áhugi opin- berast í verki eða ekki. Ef hann opinberast í verkinu er málinu borgið einu sinni fyrir allt, það stenst ekkert við og vill heldur enginn standa á móti ótvíræðum vilja alls æskulýðs þessa bæjar. En opinberist á- huginn ekki í verkinu þá munu ótal raddir kveða upp úr með það í kór, að sú æska, sem ekk- ert vill leggja fram sjálf, geti ekki vænst þess að ríki og bær byggi henni höll, og þær raddir hefðu þá óneitanlega nokkuð til síns máls, og æskulýðshall- armálið, sem nú er komið á svo góðan rekspöl, myndi detta nið- ur, eða það gæti dottið niður, um ófyrirsjáanlegan tíma. En það má aldrei verða. Nú reyn- ir á alla æskumenn og konur þessa bæjar, þessi fyrsta al- menna fjársöfnun er prófsteinn inn. Framkvæmdanefndirnar innan fjelaganna verða nú að láta hendur standa fram úr erm um, hver einasti ungur maður og ung kona í þessum 33 fjelög- um, sem eru í B. Æ. R. verður að leggja fram sinn skerf, og margt smátt gerir eitt stórt. — Auk gjafa og gjafaloforða frá einstaklingum ætti hvert ein- asta fjelag strax að undirbúa samkomu, það má t. d. eflaust fá að halda samkomur í skól- unum, og auglýsa að hagnaði að þeim samkomum verði var- ið til æskulýðshallarinnar. Unga fólkið ætti sjálft að skemmta og skora á foreldrana að sækja slíkar samkomur, og við skyld- um sjá til, hvort þær yrðu ekki sóttar. — Aðgerðaleysi í þessu máli má ekki eiga sjer stað. það er ósamboðið æskufólki og slíkum málstað, framkvæmda- semi á þessum vetri er trygg- ing fyrir því, að æskulýðshöll verði reist í Reykjavík, og hver vill ekki sjá hana rísa? Söfnunarlista má sækja til gjaldkera B. Æ. R., Sigurjóns Danielssonar á Ferðaskrifstofu ríkisins, og sækið nú söfnunar- lista strax í dag, safnið strax í dag, eða skrifið ykkur á söfn- unarlista strax í dag. Þó þið getið ekki gefið nema fimm krónur þá hugsið til þess hve mikil upphæð það yrði, ef allir æskumenn og konur bæjarins gæfu fimm krónur hver um sig. Það væri glæsileg upphæð, bein línis trygging fyrir því að eng- um dytti í hug að væna æsk- una um áhugaleysi í verki, ekki £iiiiitiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiitiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiitiíiiiiiiiiitiiiiiiftii iiiiiinitiiiii:iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliii»iiiiliiiiiiiiciiiiininiiiiiiiiiiiiiimini',i Markús Eftir Ed Dodd !IIIIIMIIIIIIMIIIII(J*IIIII 1111111111111111111111111III lllll•ll•lllll•lll■■lll■llf h-OVv OC ’CL CH I.OOK, - v áWi- »SSfv OCAUTir’JL, 2irWHcRE ARcJ?M TAK'MG TMS 1| >V DV, riow iG "r( !E TIML FCS OÞ TO D t %. SO//.2. GuF-IOUö J&i TMiNKINÖ Sfj* Lí, xivert æuio pio 'i'owne að — Komið þið sæl . fín, pabbi? — Jú, þú ert falleg. fara í kvöld, góða mín. — Jeg ætla að fara með hon- um á dansleikinn. tilbúin, Sirrí? — Já, jeg er að koma, Towne Ertu Sama kvöld gengur Markús einn út með vatninu. — Jæja, Andi. Nú höfum við frið til að hugsa í einrúmi. þarf nú meiru.að fórna til þess. Söfnunarlistarnir verða bundn- ir inn í bók eða bækur, sem seinna verða geymdar meðal dýrgripa í æskulýðshöllinni, og gjafalistar verða birtir í blöð- unum framvegis ,enaa sýna öll blöðin málinu svo mikla vcd- vild, að það er til fyrirmyndar. Nú skulum við gera ráð fyrir að þessi söfnun innan fjelag- anna verði glæsileg, og hún er þegar orðin það í sumum fje- lögunum. Hugsið þá til þess, sem á eftir kemur. Það munu allir keppast um að bjóða fram fje til styrktar þessu áhuga- máli unga fólksins: Virðulegar stofnanir, verslunarfyrirtæki allskonar samkomuhús og skemmtistaðir, fjelög og hvers- kyns samtök feðra oð mæðra þeirrar æsku, sem sýnir, að hún veit hvað hún vill. Bærinn hef- ur heitið ákveðnu framlagi, Al- þirxgi mun telja sjer heiður að þvi að veita fje á fjárlögum til framkvæmdanna, eftir því sem ástæður leyfa. Það er lærdómsríkt að minn- ast þess, er stúdentar hófu bygg ingu Nýja stúdentagarðsins fyr ir fáum árum með tvær hend- ur tómar. Fáeinir stúdentar gerðu þetta, og svo hrifnir urðu menn að framtaksvilja þeirra og bjartsýni, að í sambandi við þessa byggingu skapaðist bein- línis samkeppni um land allt um að rjetta stúdentunum hjálpar- hönd, þjóðin tók beinlínis á sig af frjálsum vilja hitann og þung ann af þessari byggingu. Þarna átti fámennur hópur mennta- manna í hlut. En hve miklu fremur myndi þjóðin, og þá sjer staklega Reykvíkingar, þá ekki finna hvöt hjá sjer til að ljetta undir með æskulýðshallarbygg inguna, þar sem hún á að verða athvarf þúsunda æskufólks, sem ekki hefur þó verið gert svipað því eins mikið fyrir af þjóðfje- lagsins hálfu og þá, sem orðn- ir eru stúdentar. En umfram allt: Setjið traust ið fyrst og fremst á ykkur s'jálf, safnið eða gefið í söfnunina strax í dag. Keppist við að ganga á undan með góðu for- dæmi, æskulýðshöllin er í húfi Smíðið hana og um leið vkkar eigin gæfu. Ný sóknarlota er hafin. — Meðal annara orða Frh. af bls. 8. miðri Washington, virt á 25, 000,000 dollara, en lóðaverð hefur stórhækkað síðan. Nú fer fram mikil viðgerð á hús- inu, sem að öllum líkindum mun kosta um 5.000.000. Tuttugu og fimm leynilög- reglumenn og 107 lögreglu- þjónar, sem samtals hafa 350, 000 dollara í árslaun, bera á- byrgð á öryggi forsetans. Þjónustulið Hvíta hússins fær samtals 150,000 dollara á ári. I því eru sex verkfræðingar, sex smiðir, málari, fjórir raf- magnsmenn, átta garðyrkju- menn ,þrír pípulagningarmenn, þrír verkamenn, geymsluvörð- ur, sendill, ráðskona, fjórix þjónar, sjÖ matreiðslumenn, fjórir dyraverðir og fjórar þjónustustúlkur. BEST AO AVGLfSA I MORGVNBLAÐINV

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.