Morgunblaðið - 23.02.1949, Side 14

Morgunblaðið - 23.02.1949, Side 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 23. febrúar 1949 .'•'mtiimiiiiiinifiiin- Framhaldssagan 12 liiiiimiiiitiif ■iititiiiiaiiiiiiiii>iiti<iiiii*aiiiiai«ai*it ■«iiiii*iiii««iiiiiiiiiiiitfliii«iiitiiti>iiiiiiiiii>iiai><*^ Eftir Anya Seton .................................................................................................. niiiiiuir Þetta var auðvitað bull og vitleysa. Hún mundi vera sorg bitin meðan hún væri að bíða eftir frjettum af Johnny og hún mundi njóta lífshamingju, þegar hann kæmi aftur. Ef þetta var þá nokkuð að marka, sem það auðvitað var ekki. Hún leit á fallegan vanga svip Johnnys. Svipur hans var einþeittur og festulegur, þar sem hann bar við dökkan him- ininn. Johnny fjell í stríðinu í apríl mánuði árið eftir. Hann fjell fyrir skoti á þilfarinu á „Ino“, þar sem þeir áttu í orustu við „Sumtir“, skip Suðurríkja- manna. — Frjettin barst til Marblehead í júní. Hesper var ein í veitingastof unni, þegar kallarinn fór fram hjá. Hann hringdi bjöllu áður en hann kallaði frjettina. Hesper lagði við hlustirnar. Hún heyrði að hann nálgaðist, og hún heyrði orðin: ,,Peach“, og „í herþjónustu“. Hún stóð á fætur, studdi sig við afgreiðsluborðið og starði á gluggann. Kallarinn nam staðar fyrir framan veitinga- húsið. „Heyrið. Heyrið. Annar af okkar rösku, ungu mönnum, fallinn fyrir málstað þjóðar- innar. John Peach fallinn í herþjónustu. Guð blessi sál . hans“. H,esper gekk fram fyrir borð ið og settist á stól fyrir fram- an. Hún lagði hendina upp á borðið og starði á hringinn, sem Johnny hafði gefið henni. Hún sat lengi hreyfingarlaus. Loks stóð hún hægt á fætur. Andlit hennar var náfölt og eldrautt hár hennar bar við hvít-kalkaða veggina. Hún gekk í gegn um setustof una og upp stigann. Það var enginn í húsinu. Síðan stríðið byrjaði liðu oft margar vikur án þess að ferðamenn kæmu til bæjarins. Roger hafði farið niður á pósthúsið og Susan var í erindagerðum. Hesper fór inn í gulmálaða herbergið, þar sem hún og Johnny höfðu ætlað að búa. Þar inni var djúp þögn, eins og oft er í herbergjum, sem lengi hafa verið lokuð. Hún dró damask-.glugga- tjöldin til hliðar og leit út yfir höfnina. Það sást varla nokk- urt skip í höfninni, síðan stríð- ið byrjaði, og fiskitrönurnar voru auðar. Handan við skipalægið sá hún minnisvarðann á Burial HilJ.. Og neðan undir hæðinni sá hún á þakið á húsi foreldra Johnnys við Orne Street. Hesper dró gluggatjöldin fyrir aftur. Hún gekk að stóra rúminu, sem stóð í miðju her- berginu og kastaði sjer upp í það. Hún lá á bakinu og horfði upp í knipplingana á sængur- himninum. Fólkið í Marblehead sagði að vesalings Hesper Honey- wood væri orðin svo undarleg. Sjómenn sáu hana oft sitja á klettunum við Peach Point og stara út á sjóinn. Einu inni reyndi hún að fá lánaðan bát Johnnys, en yngri bróðir hans var: þá farinn með hann á flyðruveiðar. Seinna um dag- inn fjekk hún leigðan bát í Little Harbor og lagði af stað ein í áttina til Cat Island. Susan var að gera hreint á efri hæðinni og henni var litið út um gluggann, þegar Hesper var að leggja af stað. Hún fór niður og aldrei þessu vant var Roger ekki inni í herbergi sínu, en æddi um gólf niðri í eldhúsinu. „Hvað er stelpan að gana út á sjóinn, eins og fjandinn sjálf ur sje á hælunum á henni. Mjer líkar ekki þetta hátta- lag“. „Hún þekkir ströndina hjerna eins og lófa sinn“, sagði Roger. „Við skulum láta hana eiga sig. Hún verður að fá að ráða sjer sjálf“. Það hringdi í bjöllunni yfir dyrunum. Susan ljetti begar Ireson skipstjóri kom inn. ..Hefur þú ekki bátinn þinn til reiðu?“, sagði hún. „Stelp- an okkar er komin svo langt út, að jeg er hrædd um að hún eigi fult í fangi með að kom- ast til baka aftur á móti sjávar fallinu11. Ireson gamli kinkaði kolli og hneppti aftur að sjer stakkn um. „Bíddu“, sagði Roger. „Jeg kem með“. Susan gapti af undrun. „Þú? Þú, sem hefur ekki stigið fæti þínum í bát í þrjátíu ár?“. Roger tók jakkann sinn nið- ur af snaganum. „Jeg hugsa að jeg kunni áratökin ennþá“. Susan svaraði engu. Hún gekk að skápnum og tók fram þykkan hálsklút og vafði hann um hálsinn á honum. Þeir fundu Hesper um átta mílur út af Gerry Island. Hún var á leið til baka, barðist á móti straumi, en henni gekk lítið, því að það var stór- streymt. Það rumdi í Ireson skip- | stjóra. Hann renndi bát sínum j upp að henni og kippti henni yfir. Hún titraði eins og lauf í 1 vindi, bæði af hræðslu og þreytu. j „Pabbi?“, sagði hún undr- andi. „Þú komst líka?“. „Við vorum orðin hrædd um þig“, sagði hann stuttur í spuna, og batt bát hennar við skutinn- Hvorugt þeirra feðgina tal- aði á leiðinni í land. Þegar þau komu í höfnina var Hesper bú- in að jafna sig og hún studdi föður sinn upp úr bátnum. Hann var óstyrkur á fótunum og náfölur í andliti af áreynsl- unni. „Jeg verð að biðja þig fyrir- gefningar, pabbi“, sagði hún. „Jeg ætlaði ekki ....“. Fp hún vissi ekki, hvað hún hafði ætlað. Henni fannst bara allt í einu að hún þyrfti að fara út til Cat Island. Hún hafði verið að hugsa um nóttina forðum, þegar þau Johnny höfðu róið þangað. Johnny. Hvar var hann? Það hafði ver- ið svo auðvelt að róa þangað núna. Alveg eins auðvelt og það hafði verið erfitt, þegar hún var með Johnny. Það hafði verið svo auðvelt að róa lengra og lengra, fram hjá eyjunni og út á rúmsjó. Þar mundi hún finna Johnny. En svo allt í einu hafði hún hrökk ið upp úr draumórunum og verið gripin ægilegri hræðslu. Jeg verð að komast til baka. Johnny er ekki þarna. Hann er hvergi. Hún hafði róið eins og hún gat, en báturinn var lítill og árarnar ljettar, og máttu sín iítils á móti stór- stieyminu. Hún leiddi föður sinn inn í húsið. Óttinn og kvíðinn hjá Susan snerist upp í gremju, þegar hún sá þau. Hún greip um axl- irnar á Hesper og hristi hana til. „Hvað gengur eiginlega að Þjer, kjáninn þinn? Ertu alveg viti þínu fjær?“. Hesper draup höfði og svar- aði ekki. Susan blandaði romm handa mönnunum og færði Hes per eggjahræring. Ireson skip- stjóri þakkaði fyrir sig og fór inn í veitingastofuna og Susan fór á eftir honum. Hesper og Roger voru ein eftir í eldhúsinu- Roger settist i ruggustólinn við arininn. „Ætlar þú að fara að hvíla þig, Hes?“, sagði hann. Hún hristi höfuðið. „Þá langar mig til að tala við þig“. Hún settist á litla stólinn, sem hafði verið uppáhalds- sæti hennar, þegar hún var lítil. Hún hallaði höfðinu upp að arninum, og horfði inn í logana. „Þú átt að hætta að syrgja Johnny'. Hún lyfti snöggvast höfðinu, en Ijet það svo síga niður aftur. „Jeg get það ekki“. Hann hallaði sjer að henni og talaði í byrstari tón en hún hafði nokkurn tímann heyrt hann tala áður. „Heldur þú að þú sjert fyrsta manneskjan, sem verður fyrir sorg? Einmitt hjer í þessu húsa hafa menn orðið fyrir þungum sorgum og þeir hafa borið þær vel, og haldið áfram að lifa sínu lífi eftir sem áður“. „Æ, jeg veit það ekki. Mjer er engin huggun í að hugsa um fortíðina“. Hún talaði líka i byrstum tón. „Mjer er alveg sama um forfeður okkar, sem hafa drukknað einhvern tíma fyrir löngu síðan“. „Þú átt ekki að hugsa um þá, sem hafa drukknað. Þú átt að hugsa um þá sem eftir lifðu1’. Hún leit undan, svo að hann sá endurskinið af logunum í arninum á hári hennar. „Þjer finnst jeg ef til vill enginn maður til að tala svona’*, sagði hann rólega. „Jeg hef brugðist allra vonum. Jeg hef aldrei getað horft í augu við lífið. En jeg vil að þú gerir það, eins og svo margir hafa gert af þeim, sem hafa lifað í þessu húsi‘. Hann stóð á fætur og strauk blíðleva á öxl bfnnar. Hún leit snö^vast á hann og brosti. Ra^er ræskti sig. ..Jeg ætla að f"ra að vinna. þangað til kvöi'tverðurinn f>r filbúinn11. ...Já, pabbi. Jeg skal kalla á þig“. 1 FóLkið í Rósaluncli Eftir LAURA FITTINGHOFF 16. i ÞRIÐJI KAFLI Gestirnir koma. Vagninn frá prestsetrinu sveigði upp að dyrunum á Rósa- lundi. Jóhannes fjekk rjett tíma til að kasta frá sjer hrífu og skóflu. Hann hafði verið að vinna í garðinum. Matta var inni í húsinu og var að taka til í svefnherberg- inu og dagstofunni. Hún hreinsaði til og ljet blóm í blóm- ker. Pjetur kom með vatn í vatnskönnunni, það átti að vökva blómin. Hann bar það á þann hátt, að vatnið skvett- ist stöðugt upp úr stútnum, og bleytan var því eins og slóð á eftir honum. — Pjetur, þetta máttu ekki gera, sagði Halla. — Ætl- arðu að setja allt í kaf hjer í þessu syndaflóði þínu, einmitt þegar við eigum von á gestunum. Þú verður bara að fara og sækja klút undir eins og þurka bleytuna upp. Ja, þú mundir bara drekkja okkur. ef þú fengir að vera í friði með það. — Jeg veit ekki, svaraði Pjetur. — En ef jeg gæti búið til syndaflóð fyrir heiminn, þá skyldi jeg útvega mjer bát og sigla burt, svo að jeg þyrfti ekki altaf að vera í þess- um eilífu súningum fyrir ykkur. Það segi jeg satt. Á meðan var Matta sjálf búin að finna klút, sem hún þurkaði „syndaflóðið“ upp með. Svo kastaði hún klútnum í Pjetur og hljóp út að anddyrinu til þess að hjúlpa mömmu sinni við að taka á móti gestunum. í sætinu við hlið ekilsins sat stór laglegur drengur, hjelt á svipu og lamdi í hestana svo að ekillinn átti í vandræð- um með að halda þeim í skefjum. Þegar vagninn nam staðar, steig lítil fíngerð stúlka í ljósgrárri yfirhöfn og með rauða sólhlíf, út úr vagninum og því næst Steinunn frænka. Jóhannes hafði opnað vagn- hurðina og stúlkan heilsaði honum með því að kinka kolli fÍfbbcy nrnxftnumJkcJJÁsriu 4 r 1 g 1 « »1 ' * E R GTII I » 1 C I l n < r~ - Kímnigáfa. ★ Þjófnaður borgar sig ckki Þjófnaður og önnur afbrot borga sig aldrei. — Hjer eru nokkur dæmi frá síðasta ári, sem sanna það: í Hamilton vann hópur þjófa að því í marga daga áð grafa göng inn í peninga- geymslu banka nokkurs. Þeg- ar þeir loksins komust þangað komust þeir að því, að bankinn "sr fluttur þaðan fyrir fjórum árum. í Los Angeles læddist þjófur nt-,n i-runaStiea og ætlaði að brjótast inn hjá lækni einum. Hann datt niður og meiddi sig alvarlega. Læknirinn veitti *'onum fyrstu hjálp á meðan beðið var eftir lögreglunni. í Brooklyn í New York kom maður vopnaður gerfibyssu inn í verslun eina og hugðist ræna þar. Eigandinn var að borða plómu, þegar ræninginn kom. Hann þeytti plómunni í and- litið á honum, þannig að hann blindaðist. Þjófurinn var svo mikið um þetta, að hann baut út á götu beint i fangið á lög- regluþjóni, sem þar var. í Moultrie í Georgia stóð maður fyrir framan sjálfsala og var hálf grunsamlegur á svipinn. Lögregluþjónn, sem átti leið þar framhjá, klappaði á öxlina á honum. Honum varð svo mikið um það, að fimm dollarapeningur, sem hann hafð falið upp í sjer, þeyttust á götuna. I Connecticut stansaði lög- reglan eitt sinn bíl, vegna þess hve afturfjaðrirnar virtust koma að litlu haldi. í aftur- sætinu var peningakassi, sem bíleigandinn var nýbúinn að stela. í Portland var bílaþjófur tekinn vegna þess að hann átti ekki 50 aura til þess að borga brúartoll. Á meðan hann var að deila við brúarvörðinn, kom lögreglan og tók hann fastan. I Memphis í Tennessee var stórri skjalatösku stolið frá presti einum. Þjófurinn hefur víst haldið að í henni væri geymdur mikill fjársjóður. —• Það var ekkert nema handrit af ræðum þeim, sem klerkur hafði flutt síðustu þrjú árin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.