Morgunblaðið - 09.06.1949, Qupperneq 5
I'immtudagur 9. júní 1949.
MORGUNBLAÐIÐ
Mikill ferðamaniiastraum- Ný tiorsk alfræði-
orðabék
ur til Finnlands i sumar
Eftir Maj-Lis Holmberg.
VEGNA MIKILLAR náttúru-
fegurðar hefur Finnland löng-
um haft orð fyrir að vera mikið
ferðamannaland. í bæklir.gum,
er gefnir hafa verið út til þess
að reyna að laða ferðamenn til
lar.dsins, hefur verið talað um
þúsund vötnin, volduga og
fagra skógana, klettóttar
strendurnar, hrikaleg og tign-
arleg fjöll Lapplands og margt
fleira — og það með rjettu. —
Við þetta bætast nýtísku gisti-
hús, með öllum þægindum, og
góðar samgöngur um þvert og
endilangt landið — hvort sem
menn vilja heldur fljúga fara
með járnbrautarlest eða lang-
ferðabíl. Þá hefur matvæla-
ástandið í landinu farið mjög
batnandi, og má nú heita orðið
jafn gott og það var á árunum
fyrir styrjöldina.
Dýrtíð.
Þó er skylt að geta þess, að
nokkur húsnæðisvandræði eru
í landinu og ferðamenn verða
að tryggja sjer herbergi í gisti-
húsum með allt að því 4—5
vikna fyrirvara. Mörg af gisti-
húsunum hafa meira að segja
þegar lofað öllum sínum her-
bergjum allt til haustsins. í
öðru lagi ber einnig að geta
þess, að talsverð dýrtíð er ríkj-
andi í landinu, en mönnum
hættir þó oft til þess, að gera
of mikið úr henni.
Fleiri ferðamenn en nokkru
sinni áður.
Magister Tolonen, einn af for-
gtjórum ferðaskrifstofunnar
finnsku, hefur nýlega gefið
blaðamönnum upplýsingar um
það, hve muni vera von á
mörgum ferðamönnum til Finn-
lands á komandi sumri. Tolonen
sagði, að allt útlit væri fyrir að
meiri ferðamannastraumur
myndi verða til Finnlands nú í
sumar en nokkru sinni áður,
eftir að styrjöldinni lauk. —
Megnið af ferðamönnum þess-
um, eða um 60%, kemur frá
Svíþjóð. En einnig er von á stór-
um hópum ferðafólks frá Mið-
Evrópu, Frakklandi, Belgíu,
Hollandi og Bretlándi. Þá er og
foúist við allmörgum Bsnda-
ríkjamönnum og er meðal
þeirra margt fólk, sem er af
finnsku bergi brotið.
1—2 vikur.
Hinir erlendu ferðamenn
munu að meðaltali dvelja 1—2
vikur í landinu. Straumurinn
er mestur til Helsingfors. eins
og að líkum lætur, en þaðan
fara menn síðan til hinna ýmsu
landshluta.
42 hringferðir.
Þá er einnig búist við því, að
Finnar muni sjálfir ferðast mik
ið um land sitt í sumar, einkum
í júlímánuði, en þá taka flestir
Bumarfríin. Hægt er að velja á
milli 42 mismunandi hringferða
um landið. Ferðir þessar eru
mjög fjlöbreyttar og vel skipu-
lagðar, m. a. verður ein ferðin
farin á hinum fögru vötnum
Finnlands. Flugferð yfir nokk-
ur af fegurstu hjeruðum lands-
íns, er innifalin í annari hring-
jferðinni.
20,000 bækiingar.
Ferðaskrifstofan finnska hóf
auglýsingastarfsemi sína
snemma í ár og hefir m. a. sent
um 20,000 ferðabæklinga til
hinna ýmsu landa heims. Finnar
hafa sjálfir ferðaskrifstofur í
Stokkhólmi og New York.
Gjaideyrismálið.
Þær ráðstafanir, sem Finn-
landsbanki gerði snemma á
þessu ári, til þess að auðvelda
ferðamönnum skifti á gjaldeyri,
hafa án efa átt sinn þátt í því,
hve ferðamannastraumurinn til
landsins verður mikiil á þessu
sumri.
Sjerhver ferðamaður, sem til
Finnlands kemur. má hafa með
ferðis 10,000 finnsk mörk (ekki
samt í 5000 marka seðlum!). —
Ferðamaðurinn má auk þess
hafa með sjer eins mikið af er-
lendum gjaldeyri til landsins. og
honum þóknast — og hann má
hafa sömu upphæð með sjer,
þegar hann yfirgefur landið aft-
ur, þ. e. a. s., ef hann hefur ekki
dvalið þar lengur en 3 mánuði.
Verðgildi finska marksins er
mismunandi hátt í hinum ýmsu
löndum — í Svíþjóð t. d. kosta
10,000 mörk 145 krónur (en
kostuðu 125 krónur í ársbyrj-
un).
Og loks vonum við, að nú,
þegar ferðabanninu hefur ver-
ið afljett á íslandi, þá muni a.
m. k. þeir íslendingar, sem
heimsækja Svíþjóð í sumar,
einnig koma til Finnlands. Frá
Stokkhólmi er aðeins tveggja
tíma flugferð til Finnlands eða
hálfs dags ferð með skipi, en á
degi hverjum eru þangað þrjár
flugferðir og ein skipsferð.
Þúsundvatnalandið kallar!
Óvenju vönduð nýlísku-
úfgáfa
Bíómfi
áður
|ð kar sem
r B
yri
íbúð
Tvær stúlkur óska eftir
2 herbergjum og eldhúsi, |
eða eldunarplássi, nú þeg
ar eða fyrir 15. ágúst ■—
helst í Austurbænum. —
Tilboð óskast sent afgr.
Mbl. fyrir 17- júní, merkt
„13 — 882“.
HJóIkoppur
Tapast hefur hljókoppur
af Plymouth-bifreið í
bænum eða nágrenni
hans. Finnandi vinsamleg
ast skili honum í miða-
sölu Austurbæjarbiós
gegn fundarlaunum.
iiiminimiiiinmiimnimmumimimMiiiiiiimmiii
GEIfí ÞOfíSTEINSSON
HELGI H.ÁRNAS0N
verkfrœðmgar
Járnateiknmgar
Miðs töðva tei kningar
Mœlingar o.ft.
TEIKNISTOFA
AUSTURSTRÆTI 14,3.hœð
Kl. 5-7
iiiiiiitiimiHtmHiiimmMHiiiuuim
imiiiiimmi
PÚSNINGASANDUR
frá Hvaleyri
Simi: 9199 og 9091.
Gufimundur Majgnússon
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiininniiiiintiiiiiiiiiiitii:
FONNA FORLAG í Oslo, hefur
fyrir skömmu hafið útgáfu á
nýrri og óvenju vandaðri al-
fræði-orðabók, og eru þegar
komin 6—7 hefti hennar. Þetta
er fyrsta bók af þessu tagi á ný-
norsku (,,landsmálinu“ norska)
og heitir: „Norsk Alkunnebok“,
Norges mest moderna opp lags-
verk.
Er þetta verk áætað 10 bindi,
og verður hvert þeirra 480 tví-
dálkaðar blaðsíður í stóru broti
(26x26 cm.), með yfir 5000
myndir alls, og allt verkið prent-
að á ágætan myndapappír („sa-
tinert illustrasjons-papir“). —
Verður allt verkið vjelsett og
prentað i „Dreyers" prentverki
Stafangri, en það er eitt hið ’
allra vandaðasta prentverk í
Noregi og víðfrægt fyrir mynda
prentun sína Ritverk þetta kem
ur út í heftum, hvert 3ja arka,
og munu verða 10 hefti í hverju
bindi. Verð hvers heftis er kr.
,75, en kr. 47,50 hvert bindi.
Að verki þessu stendur fjöldi
kunnra fræðimanna norskra,
bæði eldri og yngri og eru þeg-
ar fastir starfsmenn ýmsra
fræðigreina um 240, og verður
síðan bætt við eftir þörfum. í
sjerfræðinefnd útgáfunnar eru
t. d. Sigv. Hasund, prófessor, S.
Eskeland, rektor, E. Berdal for-
stjóri og G. A. Fröholm, majór,
og eru þrír hinir fyrstnefndu
einnig kunnir hjer á landi
Það eru nýmæli í útgáfu þess-
ari, að hver kafli (svörin) er
merktur sínum höfundi, og ber
aví hver þeirra ábyrgð á sínum
fræðum, — og einnig er hver
prentuð örk dagsett, svo að sjeð
verði, hve langt sannfræði hvers
heftis nær í hvert sinn; því að
reynt verður eftir föngum að
afla upplýsinga um hvert atriði
fram að dagsetningu hvers
heftte.
Ætlast er til að alfræði þessi
verði ipun fyllri og auðugri um
allt það, er að Noregi lýtur,
heldur en nokkurt slíkt verk
til þessa hefur verið. Verður
alveg sjerstaklenga vandað til
starfs á þeim vettvangi.
I 1. hefti er m. a. skrá yfir
alla starfsmenn útgáfunnar og
nafnastyttingar þeirra, reglur
um framburð erlendra nafna og
skýringar á hljóðtáknum,
skammstafanir o. fl. Er fyrsta
örk þesa heftis dagsett 31. júlí
1948 og síðasta örk 6. heftis 30.
mars 1940. Er búist við, að út-
gáfa verks þessa standi yfir um
5—6 ár.
í þesum 6 fyrstu heftum, er
þetta m. a-, .um ísl. efni: Akur-
eyri, Alþingi (með Þingvelli),
Arason, Jón, Ari fróði, Arnar-
fellsjökull, Arnarfjörður, Arna-
son, Jón, Arni Magnússon, Ar-
nessýsla, Arnórsson, Einar,
Arnór* jarlaskáld, Aron Hjör-
leifsson, Askja.
Helgi Valtýsson,
Jótiandl
Eftir ívar GuSiTírandssoin.
Álaboxg í júní.
„ FYRIR norðan Limafjörð og
‘skamt frá Álaborg er land-
flæmi mikið, sem fyrir aldar-
fjórðungi var óræktarmýri, svo
langt sem augað eygði. Þar var
engin bygð. nje vegir og fólk-
ið í nágrenninu hjelt því fram,
að á þessu víðáttumikla mýr-
lendi hefðist engin lifandi vera
við.
í dag erú þarna akrar og
engi. Þar ganga unt 8 þúsund
nautgripir á beit og 2000 hestar.
Risið hafa upp 20 bænaabýli,
þar sem bændurnir eiga von
góðrar afkomu og ýörðin gef-
ur margfalda uppskeru. Land-
flæmi þetta heitir „Store Vild-
mose“, Þarna hefir verið lyft
einu mesta Grettisíaki i nýrækt
í Danmörku, að undanskiiinni
ræktun jósku heiðanna.
80 bændabýli í
gróðursælu landi.
Fyrir okkur íslendinga, sem
eigum fyrir höndum mikið verk
efni í nýrækt er íróðlegt að
kynna sjer rækíun mýranna í
Norður-Jótlandi. Fyrirhugað er
að byggja um 80 ný bænaa-
býli í allt á hinu nýræktaða
landi. Ríkið á landið og hefir
ekki í hyggju að selja það, held
ur verður bændum leigt landið
og þeim hjálpað á ýmsa lund,
að reisa hin nýju býli, og koma
sjer fyrir. Hvert býli íær um
40 hektara iands, en búskapur-
inn verður allur undir stjórn
og eftirliti frá ..Centralgaard-
en“, eða Miðgarði, þar sem til-
raunabú er rekið nu.
Meðal jótskra bænda ríkir
mikill áhugi fyrír þessari ný-
íækt. Dönskum bændum hefir
farið fjölgandi undanfarin ár
svo ekki þarf að efast um, að
margir vilja taka land á. leigu
á nýræktarsvæðinu.
Danskur iandbúnaður er
sem kunnugt er, a mjög ’náu
stígi og arðværdeg atvinnu-
grein fyrir einstaklinga og þjóð
arbúinu hinn mesti styrkur.
Vildmose' á Norðw-
viðast um 200 metra;' en sum-
staðar 100 metrar.
Landið var síðan plægt og
borin í það áburður og kalk.
Náðst hefir góður árangui í
kornrækt, kartöflurækt og
nokkrar rófutegundir dafna vel
í nýræktinni, einkum gulrófur.
Hamp og hörrækt hefír einnig
tekist vel og grænmeti roá
rækta að vild.
Uppeldisstöðvar geldneyfis,
Nautpeningurinn, sem beitt
er á nýræktina í mýrinni, er acf
mestu leyti geldneyti, sern aliiT
er þarna upp og fitað til slátr-
unar. En einnig hafa mjólkur-
kýr verið látnar ganga þax in> T' *
góðum árangri. Nýræktinni. < r
skift í skákir með gaddavir;;-
girðingum og skákirnar leigðnr
út við sanngjörnu verði.
í Miðgarði hafa verið byggcT
19 fjós, sem hvert tekur AOO
kýr í bása, hlöður reistar ug
önnur nauðsynleg útihús. IJrn
70 manns vinna í Miðgarði.
Þar fara fram berklarannsókn-
ir á nautpeningi. Geta bændur
fengið þar nautpening sinn
bólusettan gegn berklum.
Attlee ræðir viff Churchill.
LONDON — Þeir Attlee. for-
sætisráðherra Bretlands og Chur
chill, leiðtogi stjórnarandstöð-
unnar, áttu nýlega fund saman
og ræddu um hervarnir Breta.
Nýræktin hefst.
Hugmyndin um ræktun mýr-
anna kom fyrst fram eftir fyrri
heimsstyrjöldina, er eldiviðar-
skortur var mikill i Danmörku.
Voru rannsakaðir möguleikar á
mótekju í mýrunum. En 1921
ákvað ríkið að kaupa mýrlend-
ið eða 2800 hektara af þvi. —
Sjerstök nefnd var sett i málið,
og vann hún af kappi undir
stjórn Christian Sonne bústjóra,
sem var formaður nefndarinn-
ar. Síðar keypti danska ríkið
viðbótarland og nú hafa verið
ræktaðir um. 3600 hektarar.
Fyrst var hafist 'handa um
vegarlagningu í mýrlendinu.
Hafa verið lagðir 56 km. af góð
um vegi um þvert og endilangt
landið. - Því næst . hófst íram-
ræslan. Öpriir skurðir, sem að
jafnaði eru tveggja metra djúp
ir eru nú alls um 400 km. að
lengd. Fjarlægðin milli skurða
Framfarir á einni öld,
Um þessar mundir fagnar
danska þjóðin einnar a.ldar
frelsisafmæli. Á þeim hund.raT
árum, sem danska þjóðin hefir
notið lýðfrelsisins, hafa frarn-
farir í iðnaði og landbunaoj. ovT
ið stórstígari með hverju Ari_
sem liðið hcfir.
Kr. Bording landbúnaðarráð-
herra Dana, sem hefir att sæti
í dönsku ríkisstjórninni í rúm-
lega 35 ár, sýndi norrænum
blaðamönnum nýræktina.
Með fáeinum tölum benti ráð-
herrann á, hvað framleiðslw
dansks landbúnaðar beíir tek-
ið stór stökk, frá því að stjórn-
arbótin gekk í gildi fyrir .100
árum.
1849 voru 7000 ferkílómetrar
jótsku heiðanna í órækt, en ni»
eru aðeins eftir 2000 ferkílóm.
óræktaðir. Fyrir hundrað ár-
um var kornuppskera Daua ails
12.000.000 skeppur árlega, en er
nú nærri 40,000.000, eða heTir
rúmlega þrefaldast.
„Þetta hefir áunnist með sam
eiginlegu átaki lýðfrjálsrar þjcð
ar“, bætti ráðherrann við! —•
„Dönsku þjóðinni er þetta ljóst
og þesvegna heldur cfanska
þjóðin öll sem einn maður hátið
á 100 ára afmæli grundvallar-
laganna, sem hafa orðið iandi
og þjóð til svo mikillar bless-
unar“.
«ciiMiHiiiiiiiiiHMiuiiiitiiMiiimro«nriiiMUM<r'<au>m]i«iiiii-
Húseigendur athm®
Ungan húsasmið I fastri
atvinnu, vantar íbúð i 1
og hálft til 2 ár. Betst
tvö herbergi og . eldhús
Þrennt í heimili. Þeir,
sem vildu sinna þessu
gjöri svo vel og legtgi nafn
sitt og héimilisfang ínn á
afgr. blaðsins fy: ir ha-
degi á. laugardag, merkt
„Góð íbúð — 880“.
•m«ir»tuiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiitiimufin<ri!KiBBfraaj