Morgunblaðið - 09.06.1949, Side 6

Morgunblaðið - 09.06.1949, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 9. júní 1949. Frá aðalfundi Sjóváfryggingarfjelagsins; Líffryggisiiarupphæðir um áraof voru rúmar 66 millj. 30. AÐALFUNDUR Sjóvátryggingafjelags íslands h. f. var haldinn 7. þ. m. Tekjuafgangur fjelagsins, eftir að afskrifað hafði verið af húsgögnum og slíku, var kr. 209.155,85, e^ það aðeins meira en árið áður. Fjelagið rekur nú, eins og að und- anförnu, fjórar tryggingardeildir, þ. e. Sjó-, Bruna-, Bif- reiða- og Líftryggingardeild, en vegna hins sívaxandi rekst- urs varð fjelagið á árinu 1947 að skipta sjer þannig, að Bif- reiðadeildin er til húsa að Borgartúni 7, en hinar deildirnar í húsi Eimskipafjelagsins, þar sem fjelagið hefur haft skrif- stofur frá byggingu þess.«Samanlögð iðgjöld Sjó-, Bruna- og Bifreiðadeildar námu um 11.333.000 krónur og er það 437 þús- und króna hækkun frá árinu áður, en iðgjöld Líftryggingar- deildar voru rúmlega 1.564.000. Hjer má geta þess, að fje-* lagið hefur á undanförnum ár- um yfirtckið líftryggingar ým- issa erlendra lífsábyrgðarfje- laga, sem hjer ráku umboðs- starfsemi, svo sem sænsku fje- laganna ,,Thule“ og „Svea“, en þau fjelög ráku umboðsstarf- semi hjer frá því fyrir síðustu aldamót, svo og danska fjel- lagsins „Danmark", árið 1947. Samanlagðar líftryggingarupp- hæðir í gildi voru rúmar 66,3 miljónir, um síðastliðin áramót, en af því eru þó nýtryggingar f jelagsins stærsti hlutinn eða 49 miljónir. Um fjölda hinna tryggðu er blaðinu ekki kunnugt, en geta má þess, að á síðastliðnu ári gaf Líftryggingardeildin út yf- ir 19 þúsund iðgjaldakvittanir. Til vara fyrir tjónum og ið- gjöldum í Sjó-, Bruna- og Bif- reiðadeild voru lagðar 408 þús und krónur og eru þeir sjóðir nú 6.396.000, en iðgjalda vara- sjóður Liftryggingardeildar er hins vegar um 4 miljónir og 103 þúsund krónur eða saman- lagt um 10.500.000. — Til við- bótar sjóðum þessum á fjelag- ið ennfremur vara- og viðlaga- sjóði, sem eru nú um kiónur 1.544.000. í reikningum fjelagsins er ennfremur birtur reikningur Eftirlaunasjóðs starfsmanna fje lagsins og var hann í árslok s. 1. kr. 325.126. Eins og mönnum er kunnugt tekur fjelí'.gið að sjer ýmsar tegundir trygginga auk sjó-, bruna-, bifreiða- og líftrygg- inga, svo sem rekstursstöðvun- artryggingar, jarðskjálftatrygg- ingar, . flugvjelatryggingar, ferðatryggmgar, lífeyristrygg- i-ngar, stríðstryggingar, trygg- ingar vegna vjelastöðvunar í frystihúsum o. fl. o. fl., og rek- ur auk þess umfangsmikla end- urtryggingarstarfsemi bæði hjer innanlands og utan. Stjórn íjelagsins skipa eins og áður, Halldór Kr. Þorsteins- son, skipstjóri, sem er formað- ur fjelagsins og verið hefur í stjórn þess frá stofndegi. Lárus Fjeldsted, hæstarjett- arlögmaður, Guðmundur Ásbjörnsson, kaupmaðu ’, Hallgrímur Benediktsson, stórkaupmaður og Hallgrímur A. Tulinius, stór- kaupmaðu^. Endursf oðendur fjelagsins eru einnig hinir sömu, þeir Ein- ar E. Kvaran, aðalbókari og Leifur Ásgeirsson, prófessor. Framkvæmdastjóri fjelagsins er Brynjólfur Stefánsson, trygg ingafræ.ðingur, sem gengt hefur því starfi frá 1933, en áður hafði Axel heitinn Tulinius veitt því forstöðu frá stofnun þess. Vorþing Umdæmis- stúku Suðurlands VORÞING Umdæmisstúku Suð- urlands var háð í Reykjavík dagana 28. og 29. maí s. 1. Á þinginu mættu 152 fulltrúar víðsvegar að af suðurlandi, en umdæmið nær frá Snæfellsnesi til Skaftafellssýslu. í umdæm- inu eru starfandi 27 stúkur með samtals 3787 fjelögum og 23 barnastúkur með 2779 fjelög- um. Framkvæmdanefndin gaf skýrslu um störf á árinu. Hafði verið unnið töluvert að út- breiðslu. Bindindismannamót og útbreiðslufundir höfðu ver- ið haldnir m. a. á eftirtöldum stöðum: Hofgörðum á Snæfells- ’-nesi, Strönd á Rangárvöllum, Sumarheimilinu á Jaðri, Reykja vík og Hafnarfirði. Fram kvæmdanefndin aðstoðaði stúk- urnar í umdæminu og vann að sameiginlegum málum þeirra á ýmsan hátt. M. a. heimsótti hún stúkurnar í Rangárvallasýslu, Árnessýslu, Gullbringusýslu og Hafnarfirði. Á þinginu flutti Kristján Þorvarðarson læknir erindi um áhrif áfengis á mann- legan líkama. Umdæmistempl- ar var kosinn Sverrir Jónsson. Aðrir í framkvæmdanefnd eru: Freymóður Jóhannsson, Guðrún Sigurðardóttir, Sigurður Guð- mundsson, Páll Kolbeins, Páll Jónsson- Guðmundur Illugason, Kristjana Benediktsdóttir, Guð- geir Jónsson öll úr Reykjavík, og Guðjón Magnússon og Krist- inn Magnússon úr Hafnarfirði. Mælt var með Gísla Sigurgeirs- syni, Hafnarfirði, sem umboðs manni stórtemplars. Einnig voru kosnir 8 fulltrúar á Stór- stúkuþing. Þingið samþykkti margar tillögur og ályktanir í reglu- og áfengismálum m. a. þessar: Umdæmisþingið skorar á næsta Stórstúkuþing og tilvon- andi framkv.nefnd Stórstúk- unnar, að vinna ákveðið að því að lögskipuð sje alhliða skýrslu- gerð (statistik) um áfengismál í landinu. Skýrslur þessar fjalli m. a. um áfengisneyslu, sjúkdóma, dauðsföll, o. fl. í því Framhald á bls. 12 Marshallaðstoðin merkilegur skerfur í þágu frtðarins Úr ræðu Thor Thors, sendiherra THOR THORS sendiherra var meðal ræðumanna í kvöld- veislu, sem haldin var í Was- hington urn s.l. helgi til heiðurs George C. Marshall hershöfð- ingja, en tvö ár voru þá liðin frá því hann flutti ræðu þá við Harward háskóla, sem telja má upphaf Marshalláætlunarinnar. í ræðu sinni sagði sendiherr- ann meðal annars: „Tvö ár eru nú liðin frxá því hershöfðinginn, sem þá hafði leitt her sinn fram til sigurs, talaði til alls heimsins. Þá var hann orðinn utanríkisráðherra stærstu og voldugustu þjóðar veraldarinnar — fulltrúi hers og þjóðar, sem tvívegis á einum mannsaldri hafði komið Evrópu til hjálpar og fært frelsishug- sjóninni sigurinn.... „Hvaða boðskapur var það þá, sem hann flutti okkur? — Hann sagði: „Stefnu vorri er ekki beint gegn nokkurri þjóð nje kenningu. Hún á að vinna gegn hallæri, fátækt, vonleysi og upplausn.“ „í þessum orðum Maishalls hershöfðingja mátti finna vin- áttu, mikla framsýni og sjer- stakt göfuglyndi, þau náðu þegar markmiði sínu, þar sem þjóðir Evrópu endurheimtu trú sina á framtíðina. Öflugasta ríki veraldarinnar hafði boðið öllum löndum Evrópu vináttu sína. — Hefur nokkur ræða nokkru sinni orðið jafnmörgum mönnum að gagni? „Saga mannkynsins • mun sýna það, að frægastj sigur Marshalls hershöfðingja var ó- tengdur stríðsafskiptum hans. Stórsigur hans var ræðan, þar sem hann lagði fram sinn skerf til friðarins. íslendingar sýndu bæði von og traust er þeir gerð ust aðilar að Marshalláætlun- inni. Þeir hafa ekki orðið fyrir vonbrigðum. Þeir eru þakklát- ir fyrir þá hjálp, sem þeir hafa þegið við eflingu atvinnuvega sinna. Hundruð fslendinga til Skotlands HUNDRÚÐ íslendinga munu í sumar heimsækja Skotland M.s. Hekla er nú á leiðinni stað í fyrstu för á þessu sumri til Glasgow, en með henni voru 112 farþegar. Þar af voru 64, sem fara á vegum Ferðaskrif- stofu ríkisins og ferðast munu um næsta nágrenni Glasgow- borgar, meðan skipið hefur þar viðdvöl, en koma svo með því heim aftur. í sumar fer Hekla í 8 Skot- landsferðir og er þegar búið að ráðstafa fari með því í öllum ferðum þess, nema þeirri síð- ustu, í ágústlok. Aðsóknin hef- ur verið svo mikil, að þegar er fjöldi manns á biðlista. I Kauphöllin I er miðstöð verðbrjefavið- I skiftanna. Sími 1710. Stúlkur við vinnu í einum skrúðgarði bæjarins. ý-'Ú'k.; ivnsftvlaal barnaleikvöllum. j í sambandi við leikveilina á verður reynt að auka fjöl- | breytni leiktækjanna á þeim. ÞESSA dagana er unnið að því' gæslukonur við nýjan leikvöll af kappi að búa skrúðgarða og við Vesturvallagötu, en alls eru barnaleikvelli bæjarins undir j i'ú fastar gæslukonur á sex sumarið. Er nú verið að undir- búa gróðursetningu í garðana bera í þá áburð, lagfæra þá ýmsan hátt og snyrta. Nú þegar verður byrjað að! planta sumarblómum, og ef tíðarfarið versnar nú ekki á ný, má búast við góðum ár- angri af sumarstarfinu. Sigurður Sveinsson garð- yrkjuráðunautur skýrði blaðinu frá þessu um síðastliðna helgi. Lóðalagfæring. Vinna er byrjuð í kringum Skúlagötuhúsin, og er í ráði að lagfæra lóðir þeirra nú í sum- Margt starfsfólk. Búast má við því, að um 20 verkamenn vinni við garða bæj arins í sumar, auk 16 stúlkna og sex pilta. Þrír eða fjórir garð yrkjumenn munu hafa eftirlit með vinnunni. I'lestir verkamonnárnir eru teknir til starfa og unglinga- vinnan er að byrja. Eins og mönnum er kúnnugt, , er gróður í görðum núna yfir- ar>Unnið er að lagnmgu malar- leiu seinni tn en venju] £n gangstiga a loðunum og tyrf- þ. getur þetta farið farsæU !JgU' -.sÞa ^ °g .ver-'-f tíðin verður góð það sem .ð akveðið að hefja vmnu ftir er sumars við garðinn við listasafn As- mundar Sveinssonar, á svipað- |k ........... ................ an hátt og bærinn hefur geng- ist fyrir framkvæmdum við listasafn Einars Jónssonar. Vinna við opna svæðið á Snorrabraut—Þorfinnsgötu er langt komin. Unnið er að tyrf- ingu og „plaseringu“ á land- inu. I sumar verður ennfremur reynd þarna smávægis blóm- rækt. Við bæjarhúsin við Hring- braut eru ýmiskonar fram- kvæmdir ráðgerðar. Lóðirnar þar verða tyrftar í sumar og gangstígir lagðir. Lóðalagfær- ingin þarna er að vmsu leyti mikið verk, enda 1-”~f að aka að mjög mikilli mold til upp- fyllingar. í sumar verður reynt að Ijúka við lagfæringu á horni Hljóm- skálagarðsins við Sóleyjargötu og Hringbraut. Leikvellir. Leikvellir í bænum eru nú 17 talsins. Búast má við því, að þeim fjölgi eitthvað á sumrinu. Meðal annars er nýbúið að ráða Bíll óskast | Fólksbíll, jeppi eða sendi- f ferðabíll, óskast til kaups. I Þarf að vera í sæmilegu | lagi. Tilboð með upp]. um i verð, tegund, aldur og á- | stand, sendist afgr. Mbl. | fyiir föstudagskv. merkt: f „Flakkari — 881“. Frfðafestuland I til sölu í Kópavogslandi, | með góðum skúr. Landið § er girt.- Uppl. í síma 81365. f BEST AÐ AUGLÝSA l MORGUNBJAfílNU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.