Morgunblaðið - 21.06.1949, Síða 12
VKWIÍ!
Þriðjudagur 21- júni 1949.
12
MORGUNBLAÐIÐ
Karl Sigurðsson' verslm-
Minningarorð
I DAG er til moldar borinn Karl
Sigurðssðn verslunarmaður, en
hann andaðist í Lhndakotsspítala
13. þ. m.
Karl var fæddur að Háfi í Holt-
um 8. des. 1904 og voru foreldr-
ar hans Sigurður Þorgeirsson
bóndi þar og kona hans Þorbjörg
Simonardóttir. Karl var aðeins á
þriðja ári, þegar faðir hans
drukknaðí, frá mörgum börnum
í ómegð. Var hann skömmu síðar
tekinn til fósturs af hinum merku
hjónum, sjera Ólafi Finnssyni í
Kálfholti og konu hans Þórunni
Ólafsdóttur. Ólst hann upp hjá
þeim fram undir fermingaraldur,
pn naut þeirra ekki lengur, því
þau dóu þá og várð skammt í
milli þéírra. Fói* Karl eftir ferm-
ingu til náms á vegum fóstur-
systkina sinna, fyrst í Flensborg-
arskólann í Hafnarfirði og síðan
í Gagnfræðaskólánn á Akureyri,
en þar var þá skólameistari Sig-
urður Guðmundsson, en kona
hans er Halldóra.. Ólafsdóttir,
Finríssonar, frá Kálfholti. Lauk
hann þar gagnfræðaprófi.
Eftir það stundaði Karl ýmis-
konar vinnu, en. gerðist síðan
starfsmaður við Bókaverslun Sig-
fúsar Eymundssonar og vann þar
i fjölda mörg ár og allt þar til
hann varð að hætta starfi upp úr
síðustu áramótum vegna veik-
inda. Hann var . samyiskusamur
og lipur starfsmaður, en.naut sín
ekki sem skyldi sökum heyrnar-
deyfu, enda grunur minn, að
hann hafi mörg hin síðustu árin
að öðru leyti ekki gengið heill til
skógar. Rann var.að eðlisfari dul-
ur maður og lítt-fyrir -að láta í
Ijós, þótt fyndi.. til.
Karl var greindur vel og hafði
vndi af ða lesa góðar bækur, enda
ias hann mikið og var því fróður
um margt. Hann var mjög við-
kynningargóður maður, vildi
hvers manns bón gera og því
sjerstaklega vel Játinn af öllum
þeim, sem við hann áttu.skipti.
Karl kvæntist.1936 eftirlifandi
konu sinni, Mörtu Guðjónsdóttur,
ágætri konu, og eignuðust þau
þrjú börn, hið elsta 12 ára, en
yngsta 2 ára. Karl vár ágætur
heimilisfaðir, sem Ij’et sjer mjög
umhugað um heimili sitt og börn
sín. Er því mikill harmur kveðinn
að konu hans og hinum ungu
börnum þeirra að missa hann á
besta.aldri.
Vil jeg svo að lokum enda
þessi fátæklesu minningarorð
með því að þakka hinum látna
frænda mínum og vini fyrir góða
viðkynningu um leið og jeg sendi
eftirlifandi konu hans og börnum
samúðarkveðju. J. J. S.
Veglegt samsæti í
tilefai 19. júní
DAGUR kvennanna, 19. júní,
var haldinn hátíðlegur með f jöl-
mennu kaffisamsæti, er Kven-
rjettindafjelag íslands gekkst
fyrir í Tjarnarkaffi á sunnu-
dagskvöldið. Heiðursgestir voru
forsetafrú Georgia Björnssop,
sendiherra Dana, frú Bodil Beg-
trup og frú Stella Kornerup, frá
Danmörku.
Hófið hófst með því, að for-
maður skemmtinefndar frú Guð
rún Guðlaugsdóttir bauð gesti
velkomna með nokkrum orðum.
Síðan ávarpaði frú Sigríður
Magnússon, formaður Kvenrjett
indafjelagsins, heiðursgesti sjer
staklega.
Þá flutti frú Bodil Begtrup
skemmtilega ræðu. Gat hún
þess sjerstaklega, hve mikinn
hlýhug íslenskar konur hefðu
sýnt henni og hve vel henni liði
hjer.
Næst talaði frú Stella Korn-
erup, sem er hjer í heimsókn á
vegum Kvenrjettindafjelags ís-
lands. Frú Kornerup hefir um
margra ára skeið verið lífið og
sálin í samvinnu norrænna
kvenna og hefir ;hún gengist
fyrir nokkrnum kvennamótum
á hinum Norðurlöndunum.
Sagði hún í ræðu sinni að sig
langaði mjög til þess að hægt
væri að halda norrænan kvenna
fund hjer á íslandi á næstunni.
Þá las frú Guðrún Guðlaugs-
dóttir upp smásögu og flutti
frumort kvæði. Og að lokum
var dansað til kl. 1. Hóf þetta
var mjög fjölsótt og skemmtu
konur sjer prýðilega.
Framhald 17.-júns mófsins:
Finnbjörn vann 200
metra á 21,9 sek.
17. JÚNÍ.-MÓTIÐ hjelt áfram
s. 1. laugardag. Þann dag vakti
200 m. hlaupið mesta athygli.
Haukur Clausen, sem hefir ver-
ið þar ósigrandi undanfarin tvö
ár, varð nú að láta sjer nægja
þriðja sætið, sem er óvenjuleg-
ur staður fyrir hann. Haukur
tók þegar forystuna og var orð-
inn fyrstur, en er líða tók á
hlaupið, fór hann að gefa sig.
Finnbjörn, sem var með hraðan
endasprett, fór fram úr honum,
og á marklínunni náði Guð-
mundur Lárusson honum
einnig.
Finnbjörn hljóp á 21,9 sek.,
sem er besti tími, sem hann
hefir náð í þessu hlaupi. Hann
ler annar íslendingurinn, sem
hleypur innan við 22 sek. Timi
Guðmundar er þriðji besti tími
íslendings í 200 m. Hauk skorti
bersýnilega úthald, sem stafar
af því, hve takmarkað hann hef
ir getað æft í vor vegna meiðsla
í fæti. Aftur á móti hefir hann
síst minni flýti en áður. Gefur
það vonir um, að hann nái betri
árangri síðar í sumar en nokkru
sinni fyrr. Finnbjörn hefir
aldrei verið sterkari en nú og
er þá nokkuð sagt. Framfar-
irnar hjá Guðmundi Lárussyni
eru jafnvel meiri en bjartsýn-
ustu menn þorðu að vona, er
þeir sáu fyrst til hans í fyrra-
haust. Hörður Haraldsson vill
gleymast, þegar talað er um
hlaup þetta — en það er ástæðu
laust að gleyma honum. 22,6
hefði einhverntíma þótt boðleg
ur tími og er sjöundi besti ár-
angur íslendings.
110 m. grindahlaup vann Ingi
Þorsteinsson á 16,0 sek., en Sig-
urður Björnsson hljóp á 16,1.
Þetta eru 4. og 5. bestu tímar
íslendinga í þessari grein. Há-
stökkið vann Halldór Lárusson
óvænt, stökk 1,75 m. — ÍR stillti
nú upp sterkustu sveit sinni í
4x100 m. boðhlaupi og vann
með yfirburðum á 43 sek., sem
er aðeins 1/10 sek frá íslands-
metinu.
Stúlkunum er alltaf að fara
fram, að minnsta kosti í hlaup-
unum og halda áfram að bæta
metin. Sem fyrr ganga KR-
stúlkurnar þar á undan.
Úrslit
200 m. hlaup: — 1. Finnbjörn.
Þorvaldsson, ÍR, 21,9 sek., — 2.
Guðmundur Lárusson, Á., 22,0
sek., 3. Haukur Clausen, ÍR, 22,0
sek. og 4. Hörður Haraldsson,
Á, 22.6 sek.
Hástökk: — 1. Halldór Lárus-
son, Á, 1,75 m., 2. Kolbeinn Krist
insson, Selfossi, 1,70 m., 3. Sig-
urður Friðfinnsson, FH, 1,70 m.
og 4. Eiríkur Haraldsson, Á, 1,65
metir.
Kringlukast: — 1. Gunnar Huse
by, KR, 42,35 m. 2. Friðrik Sig-
urðsson, KR, 40,97 m. 3. Gunnar
Sigurðsson, KR, 40,21 m. og 4.
Þorsteinn Löve, ÍR, 38,76 m.
1500 m. hlaup: — 1. Stefán
Gunnarsson, Á, 4,17,2 mín. og 2.
Þórður Þorgeirsson, KR, 4.18,0
mín.
400 m. hlaup: — 1. Sveinn
Björnsson, KR, 52,1 sek. 2. Ingi
Þorsteinsson, KR, 53,7 sek. og 3.
Skúli Magnússon, Á, 55,4 sek.
110 m. grindahlaup: — 1. Ingi
Þorsteinsson, KR, 16,0 sek. og 2.
Sigurður Björnsson, KR, 16,1
sek.
Langstökk: — 1. Torfi Bryn-
geirsson, KR, 6,89 mín. 2.
Magnús Baldvinsson, ÍR, 6,56
m. 3. Halldór Lárusson, Á, 6,49
m. og 4. Guðm. Árnason, ÍBS.
6,26 m.
Stangarstökk: — 1. Torfi Bryn
geirsson, KR, 3,80 m. 2. Kolbeinn
Kristinsson, Selfossi, 3,50 m. og 3.
Bjarni Linnet, Á, 3,30 m.
4x100 m. hlaup: — 1. ÍR, 43,0
sek. 2. Ármann, 44,0 sek. 3. KR,
45,2 sek. og 4. Ármann (B) 46,9
sek. — í ÍR-sveitinni voru:
Stefán Sörensson, Finnbjörn Þor
valdsson, Örn og Haukur Clau-
sen.
Kúluvarp kvenna: — 1. Dagg-
rós Stefánsdóttir, Á, 8,06 m. 2.
Margrjet Margeirsdóttir, KR, 7,92
m. og 3. Steinvör Sigurðardóttir,
Umf. R., 7,49. m.
4x100 m. boðhlaup: — 1. KR
(A), 56,7 sek., 2. KR (B), 59,1
sek. 3. ÍR, 59,3 sek. og 4. Ármann
60,1 sek. — Hinir nýju íslands-
meistarar eru: Elín Helgadóttir,
Helga Elísbergsdóttir, Sesselja
Þorsteinsdóttir og Hafdís Ragnars
dóttir. — Þ.
Blindur garðyrkjumaður
PLYMOUTH — George Hudson
sem er 59 ára gamall og alger-
lega blindur, hefur vakið at-
hygli á sjer fyrir dugnað við
garðyrkju. Hann ræktar ýmis-
konar grænmeti og fólk, sem
ekki veit að hann er blindur,
hefur oft orð á því, hversu vel
garður hans sje hirtur.
»„llllf,i„ll„IIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIlilillM|||1|,|M##M|||#(|1H|||I(r|ftf|||i|(|||MM||IHI|||||1|||,llIIIIIIlll|,I„H„iii„„„i„i
i„„, u,
Markú*
A Á £ ék
Eftir Ed Dodd
XII, „„, i„„„,
— Markús hefir komist upp úr
ánni og bjargast. Hann er að
minnsta kosti á ferðinni lif-
andi, eins og ekkert hafi fyrir
hann komið.
— Það hefur verið þessi ljós-
hærði, sem hefur bjargað hon-
um. Við verðum með einhverju
móti að stúta þeim báðum.
— Hvað ætlarðu að gera,
Vígbjörn?
— Bíddu bara rólegur. Þú
skalt fá að sjá það. Hvar er
hann Jón rósamagi.
— Heyrðu Jón rósamagi. Það
er best, að þú höggvir krónuna
af furutrjenu, sem eldingin
fjeU niður í.
— Ertu bandsjóðandi vit-
laus, Vígbjörn?
— Norrænf Kominíorm
Framh. af bls. 1
Moskva hafa nákvæma skrá
yfir alla menn, sem framarlega
standa í fjelags og menningar-
málum á Norðurlöndum.
I þeim tilgangi hafa finskir
kommúnistar verið sendir til
Prag til að kynna sjer nafna-
skrár-kerfi það, sem kommún-
istar í Tjekkósióvakíu höfðu
komið sjer unp og notuðu við
valdaránið þar í landi.
Peningagreiðslur frá Sviss.
Lehen á að stjórna fjárveít-
ingum til kommúnistaflokka
Norðurlanda. Flestar greiðslui
til kommúnistaflokkanna eru i
tjekkneskum krónum, en þeim
er aftur skift í mynt viðkom-
andi lands í Svisslandi, sem er
eina landið, þar sem hægt er
að skifta peningum í mynt Norð
urlanda fyrirhafnarlaust og án
formsatriða.
Þaðan er svo peningunum
smyglað til þeirra landa, sem
þeir eiga að fara. — Páll.
Ctvarpið:
8,30—9,00 Morgunútvarp. — 10,10
Veðurfregnir. 12,10—13,15 Hádegis-
útvarp. 13,30 Messa í Dómldrkjunní
Setning synodus (Prjedikun: sjera
Jósep Jónsson prófastur að Setbergi.
— Fyrir altari: herra Sigurgeir hisk
up Sigurðsson). 15,30 Miðdegisútvarp
— 16,10 Veðurfregnir. 16,15 Utvarjt
úr kapellu Háskólans: Sett presta-
stefna. — Skýrsla biskups. 19,25 Veð
urfregnir. 19,30 Tónleikar: Danslög
leikin á píanó (plötur). 19,45 Aug
lýsingar. 20,00 Frjettir. 20,30 Syno-
duserindi í Dómkirkjunni: 1 dag og i
gær (sjera Bjami Jónsson vígslu-
biskup). 21,05 Sönglög eftir Pjetur
Sigurðsson (Maríus Sölvason og Ól-
afur Magnússon frá Mosfelli syngja;
«0 „Ætti jeg hörpu“. b) „Smala-
stúlkan“. c) „Vor“. d) „Konan, sem
kyndir ofninn minn“. e) „Erla“ f)
„Litla kvæðið urn liílu hjónin1'. 21,30
Upplestur: fJr Sjóferðasögunt Svein-
bjarnar Egilson (Gils Guðmundsson
ritstjóri). 21,55 Tónleikar (plötur):
22,00 Frjettir og veðurfregnir. 22,05
Vinsæl lög (plötur). 22,30 Dagskrár
lok.
Erlendar útvarps-
stöðvar
Bretland. Til Evrópulanda. Bjdgju
lengdir: 16—19—-25—31—49 m. —
Frjettir og frjettayfirlit: Kl. 11—13
—14-15,45—16— 17,15 —18—20—
23—24—01.
Auk þess m.a.: Kl. 12,30 BBC-
hljómsveit Ieikur ljett lög. Kl. 13,15
BBC-leikhúshljómsvcitin leikur ópcrn
lög. KI. 16,15 Symfónía nr. 4 í a-
dúr eftir Mendelssohn. Kl. 18,30 Leik
rit. KI. 22,45 Slavneskir dansar eftir
Dvorák. Kl. 0,30 Lcikrit.
' Noregur. Bylgjulengdir 11,54,
452 m. og stuttbylgjur 16—19—25
—31,22—41—49 m. — Frjettir kl.
07,05—12,00—13—18,05— 19,00 —
21,10 og 01.
Auk þess m.a.: Kl. 16,05 Síðdegis
hljómleikar. Kl. 17,00 Spönsk og
portúgölsk píanó-músik. Kl. 19,00
Samnorræn bljómlist. KI. 20,25
Bjarne Brustad-hljómleikar.
Danmörk. Bylgjulengdir: 1250 og
31.51 m. — Frjettir kl. 17.45 og
kl. 21.00.
Auk þess m.a.: Kl. 18,20 Lög eftir
Robert Schumanu. Kl. 19,00 Sígild
dönsk lög. Meðal listamannanna, sem
skemmta er Elsa Sigfviss. Kl. 20,45
Rauði Krossinn danski. KI. 21,15
Kammermúsik.
Svíþjóð. Bylgjulengdir: 1388 og
28,5 m. Frjettir kí. 18 og 21,15.
Auk þess m.a.: Kl. 11,10 Alt-trióið
sjmgur. KI. 11. ‘ilbrigði framar
öllu. Kl. 19,45 Uu. tanríkismál, fyr
irlestur: Gösta Bringmark. Kl. 20,15
Balletsvíta eftir Gottfredo Petrassi.
Gautaborgarútvarpshlj ómsveit in I ei k-
ur, höfundurinn stjórnar. Kl. 21,30
Melódíur úr Friml-óperettum.