Morgunblaðið - 22.06.1949, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.06.1949, Blaðsíða 11
Miðviíudagur 22. júní 194*9. MORGUIS BLAÐIÐ 11 Minninp ÞANN 27. apríl s. 1. andaðist frú Kristjana Bessadóttir á Siglu firði. Hún var fædd þann 20. júní 1868 á Siglufirði. Er því með henni fallinn í valinn einn af elstu borgurum þessa bæjar og um leið einn af hinum bestu full trúum eldri kynslóðarinnar, þeirrar kynslóðar, ,sem ólst upp við strangan aga harðinda og mikillar vinnu á síðara helmingi liðinnar aldar. Foreldrar Kristjönu voru þau hjónin Bessi Þorleifsson, hinn kunni skipstjói'i og Guðrún Ein- arsdóttir, skálds í Bólu. Var hann einnig mjög kunnur maður í sam tíð sinni, og enn eru á vörum manna margar af ágætum vís- am hans. Hafa og margir af niðjum hans haldið nafni hans á lofti með atgervi sínu, dugnaði og listhneigð. Kristjana ólst upp hjá foreldr- um sínum, fyrst á Siglufirði til 12 eða 13 ára aldurs, en fluttist svo með þeim að Ökrmn í Fljót- um og síðan að Sölvabakka í Húnavatnssýslu, en þar bjuggu þau síðan til dauðadags. Eins og kunnugt er, voru þá harð- indaár, enda var þá ekki stefna uppeldismálanna sú, að börnin ættu að leika sjer til þess að verða að mönnum. Þau áttu að hlýða og vinna. Kristjana átti meðal æskuminninga sinna end- urminningar um sjóróðra með föður sínum og mikil og marg- vísleg störf utan bæjar og inn- an. Hún gleymdi heldur aldrei alla ævi\ sína þeirri sáru raun, er foreldrar hennar synjuðu henni um leyfi til að fara á kvenna- skólann á Ytri-Ey, er þá var ný- stofnaður og bauð þó skólastýr- an, frú Elín Briem, hin kunna ágætiskona, henni þar ókeypis skólavist. Mun hún hafa sjeð, hvað í hinni ungu stúlku bjó. Síðar fjekk þó Kristjana að dvelj ast í skólanum við nám tíma úr vetri. Þess skal þó getið, að aldrei virtist það koma Kristjönu að sök, að hún sat lítt á skólabekk á æskuárum sínum. Hún lærði heima það, sem mest var um vert, að vinná og biðja til guðs, hún var gædd miklu atgervi til sálar og líkama, og þrek hennar og starfsgleði entust'henni fram á elliár. Það kom þeim sannar- lega ekki að sök ungu hjónunum, Sigurjóni Benediktssyni og Krist jönu Bessadóttur, þótt þau byrj- uðu búskap sinn með tvær hend- Ur tómar, því að hendur þeirra voru samtaka og hugir þeirra og þótt enginn legði gull í lófa þeim í byrjun, var þar annað gulli betra, hagleikur og iðjusemi. Kristjana sagði: „Við áttum ekk- ert nema guðsblessun.“ Það fanst henni ekki lítið, enda reyndist það svo. Um þau hjónin má segja með sanni, að sjálf gæfan hafi kynnt þau hvort öðru, tengt þau saman og fylgt þeim síðan á leið arenda. Það er líkast ævintýrí. Sigurjón bjargaðist heim að Sölvabakka í mannskaðaveðrinu mikla 1887, þá 18 ára gamall. Heimasætan þar, jafnaldra hans, sem hann hafði aldrei áður sjeð, dró af honum vosklæðin. Tæp- um 5 árum síðar, þann 16. des- ember 1891, voru þau gefin sam- an í hjónaband í Höskuldsstaða- kirkju. Þá var veður svo milt, að kertaljós voru borin fyrir brúðhjónunum úr bænum út i kirkjuna. Þeir, sem kynntust þeim hjónum síðar, fundu, að sú sama friðarmildi hvíldi ávallt yfir sambúð þeirra og heimili þeirra. Ungu hjónin settust fyrst að á Sölvabakka, en fluttu síð- ar til Blönduóss og svo til Siglu- fjarðar árið 1907. Sigurjón stund aði járnsmíðar, en húsfreyjan starfaði á heimilinu og sótti jafnframt vinnu út á við og.átti þó 5 börn í ómegð. Er þau hjón fluttu frá Blönduósi, voru þau leyst út með gjöfum í þakka og virðingarskyni, og skipstjórinn á Skálholti, sem flutti þau til Siglu fjarðar, sagði þeim, að þau mættu fara með skipinu allt í kringum land, ef þau vildu, hann tæki ekkert fargjald af þeim. Sigurjón væri búinn að vinna fyrir því með hjálp sinni við aðgerðir á skipum fjelagsins mörgum sinn- um. Slíkrar mannhylli og virð- ingar nutu þau hjón ávallt á lífs- leiðinni. Á Siglufirði dvöldust þau hjón síðan til æviloka. Sigurjón stund- aði þar iðn sína með mikilli at- orku og sæmd. Oft var það, að sjómenn vöktu hann upp um næt ur til hjálpar og starfa og stóð aldrei á honum. Þá bar það ekki sjaldan við, að húsmóðirin fór einnig á fætur til að hita kaffi handa „blessuðum sjómönnun- um, sem ugglaust væru kaldir og þreyttir". Munu þeir ekki hafa gleymt þeim velgjörðum. Þeim h-jónum auðnaðist að eiga ekki aðeins silfurbrúðkaup, held- ur einnig gullbrúðkaup. Við þau tækifæri sýndu samborgararnir þeirn margháttaðan sóma. Silfur- brúðkaupsdagur þeirra hjóna var með nokkuð sjerstökum hætti, og get jeg ekki stillt mig um að minnast hans. Þann dag gengu þau í kirkju með börnin sín öll og báðu prestinn sinn að flytja þakkarguðsþjónustu. í kirkjunni sinni vildu þau bera fram þakk- ir fyrir unna sigra og viðurkenna, hverjum þau ættu þá að þakka. Síðan var setst að veislu á heim- ili þeirra. Eitt barn þeirra hjóna andaðist nýfætt, hin 5 eru enn á lífi og eru þau þessi: Eyþóra, gift Magnúsi Konráðssyni verk- fræðingi í Reykjavík, Páll Dal- mar skrifstofustjóri í Reykjavík, kvæntur danskri konu, Louise f. Hansen Hólmfríður, gift Gunn- laugi Guðjónssyni framkvæmda- stjóra á Siglufirði, Sigurjón, af- greiðslumaður í Ríkisverksmiðj- unum á Siglufirði, kvæntur Guð- björgu Þorvaldsdóttur. Þau Sigurjón og Kristjana bjuggu lengst af á Siglufirði í litlu húsi við Aðalgötu 14, en á síðari árum sínum byggðu þau þar stórt og vandað hús. Þar áttu þau.til síðustu stundar ind- ælt og fagurt heimili. Til þeirra þótti öllum gott að koma. Á heimili þeirra ríkti gestrisni og glaðværð, þar var veitt af hlýrri alúð. I því sem öðru voru þau hjónin samtaka og samhuga. Sig- urjón andaðist þann 21. júní 1945. Eftir lát hans tók heilsu Kristjönu að hnigna. Henni' fannst hún ekki lengur hafa neitt til að lifa fyrir, er hún var orð- in ein á heimili sínu, enda dvald ist hún á heimilum barna sinna eftir það, mest á heimili Jóhanns sonar síns og hjá honum andað- ist hún. Allir, sem kyntust frú Kristjönu Bessadóttur, eru sammála um það, að hún var hin mesta merk- iskona. Hún var glæsileg sýnum og góðum hæfileikum búin. Það var kynfylgja hennar. Framkoma hennar var í senn bæði pruð og svip mikil. Hún var glöð í góðra vina hópi og framúrskarandi skemmtileg kona í viðræðum. Kunningjakonurnar höfðu það stundum á orði, að þær þyrftu að finna Kristjönu eða fá hana heim til sin til þess, að Ijetta skap sitt og fá sjer dálitla hlát- urstund. En gleði hennar sam- einaðist djúpri alvöru. Hún var trúkona rnikil og átti mikla lífs- reynslu. Allir hlutu að finna, að hún var góð kona og átti þann fremur fágæta hæfileika að geta vakið göfugar hugsanir í brjóst- um annarra manna. Slíkt er að- alsmerki hinna mestu gæfu- manna, enda finn jeg nú, er jeg minnist Kristjönu Bessadóttur, að gæfan fylgdi henni langa ævi, hún átti góðan og mikils metin eiginmann, gott heimili. Hún naut þess að sjá börn sín eign- ast falleg heimili og hljóta virð- ingu annarra manna og sá hóp af mannvænlegum niðjum vaxa upp. Heimili hennar er nú tómlegt og sæti hennar autt, en við minn umst þess, með hve mikilli sæmd hún skipaði það langa stund. Sauðárkróki, 11. maí 1949. líeigi Konráðsson. — Noregsbrjef Framh. af bls. 9 erlendum ferðamannastraum i ár en áður, vegna þess, að dá- lítið hefur verið rýmkað um ferðagjaldeyri ýmsra landa — Það er einkum á vesturlandinu, sem búist er við fleira ferða- fólki en fyr. Landsamgöngurnar sunnan að verða líka greiðari, því að nú hefur ný tillaga verið gerð á landsamgöngunum sunn- an að. í dag fór hraðlest, sem þeir kalla ,,skandinavia-pi]en“, að ganga milli Kaupmanna- hafnar og Osló; hún fer leiðina á 9V2 tíma, sem er nær þrem tímum skemmra en áður. Hins- vegar hafa norsku ríkisjárn- brautirnar hækkað fargjöld sín um 15%. Þær ganga alltaf með tapi, sem stafar af því, að farm- gjöldin eru svo lág. Þau eru að eins helmingur af flutninga- gjaldi strandferðaskipanna, — enda hafa járnbrautirnar dregið frá þeim vöruflutninga, þar sem hægt er að velja á milli sam- göngutækjanna. Hinsvegar hafa þægindi farþeganna ekki auk- ist. Það sjest lítið af nýjum og- betri farþegavögnum, og hrað- lestirnar, sem áttu að stytta fólki ferðina milli Bergen og Osló og Þrándheims og Osló um 2/5 i tíma og komnar voru í notkun eftir stríðið, hafa horfið og ekki sjest aftur. Hreyflarnir í þessum lestum reyndust gall- aðir. En nú stendur til að fá aðra nýja, frá’Englandi, og rík- isjárnbrautirnar hafa lofað hin- um nýju hraðlestum næsta sumar. p.t. Osló, l. júní. Skúli Skúlason. rw— tm "i iwr .iiiiiiiiiitiiiimitmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiMii l P E L S A R § Kristinn Krist/ánsson f ? T,pifseötu 30. sími 5644. : ■lIMlltmtllimiMtlKillllllttlllMIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIM rni aðalfundi Náttúru- iækningafjelagsins NÁTTÚRULÆKNINGAFÉLAG ÍSLANDS hjelt aðalfund sinn 10. júní 's.l. Fundarstjóri var Egill Hallgrímsson, kennari, en fundarritari Hannes Björnsson, póstmaður. Framkv.stj_ fjelagsins, Björn L. Jónsson veðurfr., gaf skýrslu um störf þess frá síðasta aðal- fundi. Haldnir hafa verið 7 fje- lagsfundir, þar af einn út- breiðslufundur og einn fundur með Garðyrkjufjelagi íslands. Á 10 ára afmæli fjel., hinn 24. jan. s-l„ var merkjasala og fjöl menn skemmtun til ágóða fyr ir Heilsuhælissjóðinn, en eftir- leiðis verður fastur merkjasölu dagur 20. sept. ár hvert, á af- mælisdegi Jónasar læknis Krist jánssonar. — Stjórnarfundir hafa verið 16. för sinni til Sviss og Þýska- lands í sumar, mun Jónas læfen ir Kristjánsson kynna sjer td- högun hressingarhæla og leíta álits lækna og sjerfræðinga uxn tillöguuppdrátt Ágústs_ Að lík- indum fer Ágúst utan síðar í sama skyni. Gert er ráð fyrir, að hælið fullbyggt, taki 120 hælisgesti, og mun bað ver'ða reist í nokkrum áföngum og byrjað með 30—40 hælisgesti, auk læknis og starfsfólks. -■> Stjórnin hefir í hyggju að ráða fastan erindreka til að annast fjársöfnun og fleiri störf, og kemst þá væntanlega meiri skriður á þetta nauðsynjamát- Stærsta átakið í fjársöfnun fram að þessu er happdrættið, sem gaf af sjer 170 þúsund kii í hreinan ágóða. í fjelaginu eru nú 1750 manns, þar af um 1150 í Rvík og 109 ævifjelagar. Fjelagsdeild ir eru 5 utan Rvíkur, á Akur- eyri (100 fjelagar), Ólafsfirði (65), Siglufirði (101), ísafirði (61) og Sauðárkróki (54). — Verða sennilega fleiri deildir stofnaðar á næstunni. Fjelagið hefir keypt nokkrar fræðslu- kvikmyndir um mannslíkam- Af bókaútgáfunni varð nókk ur ágóði, og úr fjelagssjóðt voru 19 þús. kr. látnar renna í Heilsuhælissjóð. Heildarvelta fjelagsins fyrirtækja þess og sjóða nam um 723 þús. krón- um. Gjaldkeri, Hjörtur Hansson, kaupm., las upp reikninga fje- lagsins og fyrirtækja þess, og frú Matthildur Björnsdóttir, ann og störf hans, og hafa þæv , formaður Heilsuhælissjóðs, las verið sýndar á fundum fjelags uup reikninga sjóðsinS) en f0r- ins hjer í Rvík og sendar trl: maöur happdrættisnefndar, Bj. deildanna, — A rekstri mat- stofunnar varð dálítill halli árið 1948 vegna síhækkandi vöruverðs og annars tilkostnað- ar. Það var ekki fyrr en snemma á þessu ári, sem verðlagsstjórn in, leyfði hækkun á föstu fæði reikningana og önnur fjelags- almennt, og virðist afkomunni mál> síðan voru reikningarn , ; L. Jónsson, gerði grein fyrir i tekjum og gjöldum happdrætt- isins. Að þessum skýrslum lokmorv urðu allmiklar umræður um nú borgið. Matstofan verður á- fram næsta ár í sama húsnæði og áður, Skálholtstr. 7, en stjórnin hefir að undanförnu verið að leita fyrir sjer með stærra húsnæði fyrir matstofu og fjelagsstarfsemina í heild. — Þá hefir stjórnin með nokkrum árangri beitt sjer fyrir útvegun heilnæmra matvæla, en á því sviði er mikið og þýðingarmikið en erfitt verkefni fyrir hönd- um. S. 1. haust kom út 7. ritið í bókaflokki fjelagsins, Menning arplágan mikla, og á næsta hausti kemur 8. bókin út og fjallar hún um mataræði sjúkra manna. Áskiifendum tímarits- ins Heilsuverndar fjölgar dag frá degi, og lausasala hefir auk izt mjög, svo að upplagið hefir nú verið stækkað til muna. Á jörð fjelagsins Gröf í Hruna mannahreppi hafa farið fram endurbyggingar og umbætur á bæjarhúsum og s. 1. sumar var farvegi Litlu-Laxár breytt á kafla með jarðýtu og um leið byggður stíflugarður til að verjá túnið áframhaldandi i skemmdum af völdum árinnar. Umsókn um fjárfestingarleyfi til hælisbyggingar var synjað, en eigi að síður er verið að undirbúa fullnaðarteikningar að hælinu, og hefir Ágúst Stein grímsson, byggingarfræðingur, verið ráðinn til þess, og í bygg- ingarnefnd eru Björn L. Jóns- son, Björn Kristjánsson, kaup- maður, og Jóhann Fr. Kristjáns- son, byggingameistari. í utan- ir samþykktir einróma. Var þá ljðið að miðnættti, en fyrir fund inum lágu tillögur um allvið- tækar breytingar á lögum fje- lagsins og starfsháttum þess. — Var því ákveðið að fresta fundi og boða framhaldsaðalfund í september. Stjórn fjelagsins er þannig skipuð: Forseti Jónas Kristjáns. son, læknir, Varaforseti Björn L. Jónsson, veðurfr., og er hamv jaínframt framkv.stjóri fjelags- ins og fyrirtækja þess. Gjaid- keri Hjörtur Hansson, kaupnr, ritari Hannes Björnsson, póstm. og vararitari Axel Helgason, lögregluþjónn. 4*-S ±C2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.