Morgunblaðið - 28.06.1949, Qupperneq 8
8
MORGUNRLAÐIÐ
Þriðjudagur 28. júní 1949.
f
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. *
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands,
kr. 15.00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með LesbðK.
Metum þá baráttu
að verðleikum
VEÐUR hefur á skamri stundu skipast í lofti. í rjettan
hálfan mánuð hafa óvenjuleg hlýindi sett svip sinn á veður-
íarið. Þennan tíma hafa um land allt skipst á bjartir og
heitir sólardagar og mildir regndagar.
Afleiðing þessara skyndilegu umskipta í veðurfarinu hefur
ekki látið á sjer standa. Snjóana hefur leyst og tún og hagar
grænkað og gróið. Horfir nú víðast hvar vel með sprettu
enda þótt hið harða vor hafi tafið mjög allan gróður.
Almenningur við sjávarsíðuna gerir sjer e.t.v. ekki ljóst,
hversu gífurlegum örðugleikum vorharðindin hafa valdið
bændum í flestum hjeruðum landsins. Enda þótt flestum
þeirra hafi tekist að fleyta fjenaði sínum yfir fóðurskortinn
hafa þeir þó engu að síður beðið geysilegt tjón. Er þar fyrst
til að telja að fjöldi bænda hefur orðið að kaupa fóðurbæti
i'yrir mikið fje. Eru þess dæmi að einstakir bændur hafa
keypt fóðurvörur fyrir tugi þúsunda króna. Við þann kostnað
bætist svo mikill lambadauði á búum einstakra bænda.
Fyrirhöfn bænda og erfiðleikar um sauðburðinn þegar
stórhríðar geysuðu og vaka varð yfir hverri á, sem bar í
húsum inni, voru svo miklir að þá getur enginn skilið, nema
sá, sem þekkir til allra aðstæðna.
í þessu sambandi er það sannarlega tímabært að leggja
áherslu á hinn þýðingarmikla þátt bændastjettarinnar í ís-
lenskum þjóðarbúskap. Það er að vísu rjett að landbúnaður-
inn aflar þjóðinni tiltölulega lítinn beinna gjaldeyristekna.
En hann sparar henni geysimikinn erlendan gjaldeyri. Hann
leggur þjóðinni til hollustu og nauðsynlegustu matvæli henn
ar, mjólk, kjöt og garðávexti. Þeir fáráðlingar eru að vísu
til hjer á landi, sem halda því fram að íslendingum væri
heppilegra að kaupa þessar matvörur frá útlöndum. En geip
þeirra tekur enginn alvarlega. Við íslendingar megum ekki
láta landbúnaðarframleiðslu okkar dragast saman. Við verð-
um þvert á móti að auka hana stórlega. Okkur vantar meiri
mjólk, meiri og fjölbreyttari garðrækt, meira af smjöri og
yfirleitt aukinn mjólkuriðnað.
Sem betur fer standa líka miklar vonir til þess að land-
búnaðurinn auki framleiðslu sína verulega á næstu árum.
Aðstaða bænda fer víða mjög batnandi. Aukin tækni skapar
fullkomnari búnaðarhætti, meiri ræktun og betri umgengni
við landið. Rányrkjan lætur undan síga fyrir rjettlátri og
skynsamlegri sambúð við gróðurmoldina.
Þess ber enn að minnast nú, að loknu harðasta vori þess-
arar aldar, að vinnudagur fárra mun nú lengri en bænda
þegar undan eru teknir sjómenn. Fólksfæðin í sveitum
landsins hefur gert störf alltof margra íslenskra bænda að
óslitnum þrældómi. En jafnvel þeir bændur, sem sæmilega
eru á vegi staddir með vinnuafl eiga langan vinnudag og
fáar tómstundir. Hendur sveitafólksins eru sjaldan iðju-
lausar.
Það er ástæða til þess að minna marga íslendinga á það,
að grundvöllurinn að þeim framförum sem orðið hafa í
þessu landi s.l. áratugi er vinna, skapandi starf í sveitum
og við sjó. Það eru framleiðslustjettirnar á íslandi, sem
við eigum að þakka hin auknu lífsþægindi, sem við í dag bú-
um við. Því hafa alltof margir íslendingar gleymt um þessar
mundir. Þess vegna er það ekki búskapur og sjósókn, sem
laðar fólk aðallega til sín nú heldur fyrirhafnar minni og
ljettari störf.
Engin þjóð getur til lengdar notið lífsþæginda og atvinnu-
öryggis, ef hún gerir sjer það ekki fyllilega ljóst, að fram-
leiðslustörfin, vinnan í sveitum landsins og á skipum hennar,
eru henni gjörsamlegur kjarni málsins. En því miður er það
þannig að mikið brestur á að við íslendingar höfum gert
okkur þetta ljóst á undanförnum árum. Flóttinn frá fram-
leiðslustörfunum í sveitum landsins sýnir það betur en
nokkuð annað.
íslenska þjóðin fagnar gróandanum og hlýviðrinu, sem
leysti harðindavorið af hólmi. En hún verður að gera meira.
Hún verður að sýna að hún meti þá baráttu að verðleikum,
sem sigraðist á erfiðleikum þess.
*-ar:
\Jilwerjl ábrija
ÚR DAGLEGA
LxFINU
„Lokað vegna
sumarfría“
NU ER komið að þeim tíma er
fólk fer að hugsa um sumar-
fríin og ef að vanda lætur verð
ur ekki langt til, að það fer að
færast deyfð yfir borgina.
Seinni árin hefir það færst
í vöxt, að fyrirtæki hafa veitt
öllu starfsfólki sínu sumarleyfi
í einu lagi og „lokað búð og
hætt að höndla“ á meðan.
Þetta fyrirkomulag er að
mörgu leyti ágætt, þótt ekki
fari hjá því, að það valdi nokkr
um erfiðleikum, ef ekki er at-
hugað í tíma hvaða fyrirtæki
hafa lokað vegna sumarfría.
•
Best fyrir
starfsfólkið
LOKUN vegna sumarfría kem-
ur jafnast og best niður á starfs
fólkinu. Þegar einn og einn
voru að fara í sumarleyfi fór
ekki hjá því, að meiri vinna
lagðist á þá sem eftir voru og
sumstaðar var það svo, að of
fátt starfsfólk var í fyrirtækj-
unum alt sumarið og þessi besti
tími ársins því erfiðastur_
Þar sem hægt er að koma því
við, er lang heppilegast að loka
alveg og leyfa öllum að fara í
einu. Það þarf bara að auglýsa
það vel hvaða fyrirtæki eru
lokuð og á hvaða tíma til þess
að viðskiftavinirnir geti gert
sínar ráðstafanir í tíma.
•
Er hann lagstur
í rigningar?
ÞEIR, sem eru í þann veginn
að fara í sumarfrí, hpgsa og
tala um veðrið. Er hann nú
lagstur í rigningar? spyrja
menn kvíðafullir. Vikum sam-
an hafa menn beðið þess með
eftirvæntingu að fara í sumar-
frí og svo verður kannski rign-
ing allan tímann.
Það er gömul hjátrú hjá
þeim, sem þetta ritar, að blaða
menn eigi helst að láta veðrið
í friði og skrifa ekki mikið um
það þegar það er gott, því þá
breyttist það áður.en varir. ■—
Það er álíka og þegar menn í
bíl eru að hæla veginum, hvað
hann sje sljettur og góður. Þá
bregst það varla, að bað næsta
sem skeður er að bíllinn hlamm
ast niður í holu og alt fer í
háaloft.
Lýsing á hljóm-
leikum
EINN af rólegri gestunum á
nýaístöðnum tónleikum hjá
Tónlistarfjelaginu skrifar eftir
farandi lýsingu á þeim. Og þarf
enga athugasemd við þá lýsingu
því hún mun vera rjett:
„Jeg get ekki orða bundist.
Jeg er styrktarmeðlimur Tón-
listarfjelagsins, og sæki því
alla hljómleika þess, ef ekkert
hamlar.
„Þeir síðustu voru á þriðju-
daginn í Austurbæjar bíó þar
sem óperusöngvarinn Einar
Anderson, söng. Skyldi honum
ekki hafa brugðið í brún að sjá
framkomu gesta?
„Þótt söngurinn byrjaði ekki
fyrr en um 15 mín. eftir aug-
lýstan tíma, sem áreiðanlega
stafaði af, hve fólkið kom seint
og mikill umgangur í húsinu,
var fólkið altaf að týnast í sæti
eftir að söngvarinn var byrjað-
ur að syngja, en yfir tók þegar
aðalhljeið kom.
•
í hljeinu
„FLESTIR af gestum munu
vera vanir að sækja söngskemt
anir og ættu því ekki að vera
neinir viðvaningar, en það
skyldi maður þó ætla eftir að
hafa verið á áðurnefndum
hljómleikum
„Þegar hljeið kom, sem allir
vita að er stutt, ruddist fólkið
upp úr sætum sínum í stríðum
straumum og fór fram, og þetta
fólk var svo að segja alt frammi
er söngvarinn kom aftur inn, og
þegar þeir, sem setið höfðu ró-
legir í sætum sínum, höfðu
lokið við að hylla hann með
lófaklappi, átti náttúrlega söng
urinn að hefjast, en það varð
*nú nokkuð á aðra leið. Þá fór
fólkið að streyma inn, sumir
rólega og báru höfuðin hátt, en
aðrir, sem líklega hafa fundist
þeir vera full seinir, hlaupandi.
Á meðan þessu fór fram langa
stund, stóð söngvarinn og beið,
og hann gat ekki stillt sig um
að brosa að þessum ósköpum,
sem vonlegt var, hlaup, tramp,
smellir og ískur í sætum.
•
Þurfa að fá sjer reyk
„ÞETTA er ömurleg og ótiúleg
„Einhvern heyrði jeg segja,
að fólkið væri að fara fram til
að fá sjer reyk. Það er nú svo.
Er fólkið virkilega svo aðfram
komið, eftir að hafa setið 30—
45 mín., að það geti ekki setið
á sjer fyrir hálfa eða eina
sígarettu.
„Svo annað.
„Mjer finnst lítt viðeigandi
að fara með ung börn á óperu-
söng og yfirleitt á stærri hljóm
leika. Það var smá barn, sem
kom af stað klappi í miðri aríu.
Það skeði eftir hið eftirminni-
lega hlje, svo það varð til að
kóróna það sem á undan var
gengið“.
•
„Islænder“, eða
..Islænding“
NOKKUÐ hefir verið rætt um
það í Danmörku, hvort það
muni ekki vera móðgandi, að
kalla íslending í Danmörku
,,Islænder“, þar sem að þetta
nafn sje einnig haft um ís-
lensku hestana. Kaupmanna-
hafnarblaðið Berlingske Aften
avis“ skrifar ritstjórnargrein
um málið nýlega og kemst að
þeirri skynsamlegu niðurstöðu,
að það sje síður en svo niðrandi.
Bendir blaðið á, að til sjeu
hestar, sem kallaðir eru „Rúss-
ar“ á dönsku hænsi geti verið
„ítalir“, klukkur og síld heiti
stundum ,,Bornhólmarar“ og
það sje síður en svo verið að
óvirða kínversku þjóðina, þótt
skotið sé ,,Kínverjum“ við og
við. Og loks bendir blaðið á, að
Danir hafi ekkert á móti því,
að ákýeðin hundategund sje
kölluð „Stór-Dani“ (Grand
Danois“.
Alveg rj#tt athugað
ÞEIR Islendingar, sem á annað
borð nenna að hugsa um þetta
heldur lítiðfjörlega atriði, munu
vafalaust vera sammála „Ber-
lingske Aftenavis“ um að það
sje enginn móðgun við ís-
lendinga, þótt þeir sjeu nefnd
ir sama nafni og „þarfasti
þjónninn“, í Danmörku.
Danir geti alveg feimnislaust
kallað okkur, sem komum til
þeirra frá sögueyjunni „Is-
lændere“, hvort, sem það eru
hestar, eða menn, sem þeir eiga
við í það og það skiftið-
lýsing, en því miður sönn.
lllllllltlllHIIIHHIHtlHllfttVllllllllllltllllllllllllllltlllllMlllltllllllllllllllfQI
MEÐAL
HIIIIIIIIIIHIIHIIIHIHIIIHIIHIIII1IIIIIIIIIIIIHIIII
ANNÁRA
ORÐA . . . .
IIHIHIHIIIIIIIHIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIiniHHIHIIIIIIHIIHIHIIIIIIIIIIIIIIIHinilllHIIIIIIIIHHIIIIHIIIIIIHHIIHH
Umfangsmiklar framkvæmdir fyrirhugaðar á Grænlandi
Eftir Charles Croot,
frjettaritara Reuters.
KAUPMANNAHÖFN — Yfir
6.000 vísindamenn, verkfræð-
ingar og verkamenn munu fara
til Grænlands í ár, til þátttöku
þar í -umfangsmestu fram-
kvæmdupum, sem Danir hafa
nokkru sinni ráðist í þar í landi.
Talið er, að þessar fram-
kvæmdir eigi að geta haft geysi
mikil áhrif á allt líf þeirra
20.000 innfæddu manna, sem nú
byggja Grænland.
í augum Grænlendinga verð-
ur merkilegasta nýungin að
ætla má raflýsing fjögurra
stærstu þorpa þeirra.
• •
FÁ AÐ HEYRA í
ÚTVARPI.
MENN vona, að þegar næsta
vetur verði búið að koma upp
rafmagnsstöðvum í Godthaab,
Julianhaab, Holsteinborg og
Egedesminde.
Margir Grænlendingar munu
nú í fyrsta skipti heyra í út-
varpi, og ennfremur munu þeir
vafalaust margir hverjir líta á
hluti eins og rafmagnsstraujárn
og ýmis önnur rafmagnsáhöld
sem merkilegt nýnæmi.
Eske Bruun, formaður Græn-
landsnefndarinnar, lýsir hinum
fyrirhuguðu framkvæmdum
næstu árin á eftirfarandi hátt:
• •
SLÁTURHÚS.
„VIÐ ætlum að byggja stórt
sláturhús og niðursuðuverk-
smiðju í námunda við Julian-
haab. Við gerum ráð fyrir að
geta slátrað þarna tíu til fimm-
tán þúsund lömbum á ári. Þá
höfum við og í hyggju að reisa
frystihús, sem taka á á móti
mestu af þéssu kjöti. Enda þótt
hægt yrði að sjálfsögðu að flytja
það út, er í ráði að nota það
innanlands.
Við væntum þess, að lokið
hafi verið við að reisa allar
nauðsynlegar byggingar á staðn
um fyrir veturinn, og verksmiðj
urnar ættu að hefja starfrækslu
1950.“
FISKVEIÐARNAR.
BRUUN skýrði svo frá, að
reynt yrði af fremsta megni að
auka fiskveiðar Grænlendinga.
tilraun verður og gerð með út-
flutning á laxi frá Grænlandi,
auk þess sem reynt verður að
frysta hvalkjöt, enda þótt
Bruun játi, að talið sje, að lítið
verði hægt að flytja út af því.
| Fiskiðjuverin verða stækkuð.
Grænland flutti síðastliðið ár
út 6.000 tonn af saltfiski til Mið
jarðarhafslanda, og vonir
standa nú til, að hægt verði að
auka þennan útflutning mjög
bráðlega.
Framh. á bls. fi.